Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 gatan er mér samt kærust í endur- minningunni. Þegar ég kom á Karlagötuna í fyrsta sinn var það seinnipart sum- ars. Ég var ellefu ára gömul og hafði verið í sveit og fjölskyldan flutt á nýja heimilið á þeim tíma. Guðbjörg var ein heima þegar ég kom og er mér minnisstætt hvern- ig hún tók á móti mér stelpu- krakkanum eins og ég væri meiri- háttar merkilegur gestur. Hún sýndi mér húsið hátt og lágt. Af ráðdeild og aðgát í fjármálum hafði þessum hjónum tekist að koma upp þessu fallega og hlýlega heimili og þannig tókst þeim öll árin að „rækta garðinn sinn”. Ég tel Guðbjörgu frekar hafa líkst móðurfólki sínu í sjón, en rösklegar og snöggar hreyfingar hafði hún greinilega frá Erlendi föður sínum. Guðbjörg gekk alltaf hratt og stefndi greinilega alltaf að vissu marki. Það var einfaldlega ekkert út í bláinn gert. Eins var þegar maður mætti þeim hjónum á sunnudagsgöngu, það var ekki rölt letilega um götur og gónt í kringum sig, það var gengið rösk- lega eins og alltaf væri stefnt að ákveðnum stað. Þannig var lífinu líka lifað af þessum heiðurshjón- um, mótlæti tekið með æðruleysi og hlýjan frá þeim báðum streymdi til samferðafólksins. Ekki veit ég hvort hitastigið mældist hærra á heimili Guðbjarg- ar og Magnúsar en á öðrum heim- ilum í Reykjavík á þessum árum, ekki tel ég svo vera, en þegar ég hugsa aftur í tímann, þar sem ég er stödd á Karlagötunni, eða öðr- um heimilum þeirra, finn ég afar sterkt fyrir þeirri hlýju og öryggis- kennd sem umlykur mig. Þó að Guðbjörg væri umvafin allri þeirri umhyggjusemi sem hægt var að veita henni frá henn- ar ágætu dætrum og fjölskyldum þeirra, kaus hún að halda sjálf- stæði sínu meðan stætt var. Ann- aðist hún lengi vel sjálf innkaup fyrir heimiii sitt þó að öll aðstoð stæði henni til boða. En samband var stöðugt milli heimilanna og dæturnar vissu alltaf hvað henni leið. Farsælu lífi er lokið. Um leið og ég kveð þessa heið- urskonu, votta ég Bíbí minni og öllum öðrum aðstandendum samúð mína. „Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn, það er að hafa náð takmarki tilveru sinnar.” (Lao Tse: Bókin um veginn.) Sigrún Þorsteinsdóttir vogi. Þangað fluttist hún fyrir rúmu ári frá Dvalarheimilinu Felli við Skipholt í Reykjavík. Þar heimsótti ég hana síðast. Hún var þar í rúm- góðu herbergi með allar bækurnar sínar í röð og reglu. Útvarpið var henni kært, hlýddi hún á margvís- legt efni þar, ekki síst á kvöldvök- urnar. Henni þótti afar vænt um það er gestir litu inn til hennar. Hún fylgdist vel með landsmálum. Mánudaginn 28-. október hætti hjarta hinnar öldnu konu að slá, í sjúkrahúsinu á Selfossi. Jarðsett var hún í Gufunesi. í útfararkapell- unni í Fossvogi mættu nokkrir nán- ir vinir hennar og vandamenn. Þar flutti sr. Sigurður Haukur Guðjóns- son útfararræðuna og jarðsöng. Hin látna hafði óskað þess að sá prestur er hún mat mjög mikils ynni þetta verk. Erfi var drukkið á heimili fyrrum konu Magnúsar, sonar Ág- ústínu, Gyðu Guðmundsdóttur, í Sólheimum 25. Kvödd er heiðurskona. Minning- arnar um hana Ágústínu eru mér mikils virði. Skáldið Fornólfur seg- ir: Hið mikla geymir minningin, en mylsna og smælkið fer. Að lokum frá mér: Haf þðkk af hjarta. Þetta ljóð til þín í fjarlægð nær. Nú-sé þér hvíldin sæt og góð '' ög síðfeti blúnduf vabf.' " ",r ‘1 >'■'1 '^'•^‘Ad'ðunn Brági' 'SvdíhSsotlÚ __________Brids______________ Umsjón: Arnór Ragnarsson Bridsfélag Selfoss og nágrennis Síðasta umferð og frestaðir leikir verða spilaðir fimmtudaginn 21. nóv- ember í hraðsveitakeppni félagsins. Tíu sveitir taka þátt í mótinu. Staðan fyrir lokaslaginn. Sveit: Stig Guðjóns Einarssonar 145 ’ Ríkharðs Sverrissonar 140 Sigfúsar Þórðarsonar 138 Sigurðar Hjaltasonar 132 Aðrar sveitir hafa færri stig. Laugardaginn 16. nóvember sl. var Suðurlandstvímenningurinn spilaður á Hótel Selfossi. Sigurvegarar urðu Magnús Sverrisson og Guðlaugur Sveinsson, en þeir spiluðu sem gestir, og Suðurlandsmeistarar í tvímenningi er því par sem varð í öðru sæti, þeir Ólafur Sigurgeirsson og Þorsteinn Sverrisson. 31 par tók þátt í mótinu og keppnisstjóri var kerfiskappinn Ásgeir Ásbjörnsson. Röð efstu pára: Magnús Sverriss. — Guðlaugur Sveinsson 161 Ólafur Sigurgeireson - Þorsteinn Svemss. 137 Ólafur Steinason - Guðjón Einarsson 105 Runólfur Jónsson - Þórður Sigurðsson 92 Helgi G. Helgason - Sveinbjörn Guðjónsson 83 Sigurður Hjaltason - Haraldur Gestsson 72 Á morgun föstudaginn 22. nóvem- ber verður spilaður hinn árlegi lands- tvímenningur (eins kvölds tölvugefinn tvímenningur). Spilað verður í Tryggvaskála. Spilamennska hefst kl. 19.30 og skráning fer ffam í mótsbyrj- un og spilarar því beðnir að mæta tímanlega. Að lokum, næsta mót hjá félaginu er fjögurra kvölda firmakeppni sem hefst fimmtudaginn 28. nóvember nk. Keppnisformið er tvímenningur og spilarar eru beðnir að skrá sig tíman- lega hjá stjórn félagsins. Phllip Morris og landstvímenningurinn nk. föstudagskvöld Næsta fösturdagskvöld, 22. nóv- ember, verður spilað um alla Evrópu á sörnu spilin. Bridssamband íslands hefur undirbúið þetta þannig hér að hægt er að spila á 20 stöðum á ís- landi þetta kvöld, og þátttakan hér hefur nú þegar vakið mikla athygli í Evrópu. Vonandi mæta allir sem mögulega geta til að spila þetta kvöld svo að við setjum örgglega Evrópumet miðað við höfðatölu. Á Reykjavíkur- svæðinu verður spilað í Sigtúni 9 og í Þinghóli í Kópavogi og er hægt að láta skrá sig á skrifstofu Bridssam- bands íslands í síma 689360. Bridsfélag kvenna Nú er Butlernum lokið með sigi'i Þorgerðar og Steinunnar, annars varð röð efstu para þannig: 39 Þorgerður Þórarmsd.- Steinunn Snorradóttir 129 Kristín ísfeld - Hrafnhildur Skúladóttir 117 Inga L. Guðmundsdóttir - Unnur Sveinsdóttir 116 H allaiergþórsdóttir - Soffía Theodórsdóttir 116 Halla Ólafsdóttir - Sæbjörg Jónasdóttir 115 Véný Viðaredóttir - Dúa Ólafsdóttir 115 Arngunnur Jónsdóttir - Guðný Guðjónsdóttir 113 Júlíana ísebarn - Margrét Margeirsdóttir 112 Ólína Kjartansdóttir - Elín Jónsdóttir 111 Signin Pétursdóttir - Guðrún Jörgenseii 111 Nk. mánudag koma Hafnfirðingar í heimsókn og etja kappi við okkur í árlegri keppni. 2. desember hefst síðan Aðalsveitakeppni félagsins og geta sveitir skráð sig í síma 32968 (Olína). Bridsdeild Rangæinga Hafin er hraðsveitakeppni félagsins. Staða efstu sveita eftir fyrsta kvöld: Sv. Ásmundar Guðmundssonar 581 Sv. Jóhönnu Smith 566 Sv. Eiríks Helgasonar 561 BRÁÐUM KOMA*. Nú þorfa þeir að fara að ókveða sig sem ætla að lagfæra íbúðina fyrir jól. VIÐ VEITUM 10-50% AFSLÁTT AF INNI- OG ÚTIMÁLNINGU FRÁ HÖRPU OG SADOLIN. Vi2> bjóðum einnig úrvais gólfefni ó mjög hagstæðu veröi. Áfram ó gamla veröinu. BYGGINGARVELTA - Við lánum í allt að þrju ár. Nýsending. Fallegir litir og munstur. Serlega gott verö. MALNING - PARKET - TEPPI - FLISAR - GOLFDUKAR Mikiö úrval í öllum veröflokkum. Filtteppi á kr. 389 m2 Villeroy & Boch- viöurkennd aæöavara á mjög góou veröi. % májnlngarPL Pjdnostan hf akranesi Knrma HAFNARFIRÐI METRO í MJÓDD G.Á. Böðvarsson hf. SELFOSSI Grensósvegi 11 • Reykjavik • Simi 63500 co > m Z > o > cn >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.