Morgunblaðið - 24.12.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.12.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 19 VINNUVERND Höldum þyngd yfir jólin eftir Olaf G. Sæmundsson Rannsóknir hafa leitt í ljós að of feitir einstaklingar (20% eða meira yfir eðlilegri þyngd) eru oft- ar frá starfi vegna veikinda og eiga hættara með að slasast en þeir einstaklingar sem teljast í eðli- legri þyngd. Vegna þessa eru atvinnurekendur sífellt að verða betur og betur meðvitaðir um mikilvægi for- Ólafur G. varna; mikilvægi Sæmundsson þess að starfs- menn sinni líkarna sínum betur — t.d. með aukinni hreyfingu og bættu mataræði — þar sem tak- markið er m.a. að halda kjör- þyngd. Ahugi fyrir forvörnum hef- ur aukist mikið á síðustu misserum og er það vel, en betur má ef duga skal. Ljúfur ilmur stígur milli stafs og hurðar, bragðlaukarnir þandir til hins ýtrasta. Hátíð jólanna er í nánd. í þessri grein verður leitast við að ræða lítillega neysluvenjur og gefa fólki hugmyndir um að- ferðir sem hægt er að grípa til ef óttinn við að missa tökin á matar- æðinu gerir vart við sig. Gunna er starfsmaður „rótgró- ins“ fyrirtækis hér í bæ. Um langt árabil hefur Gunna átt við offitu- vandamál að glíma. Samkvæmt leiðbeiningum næringarfræðings hefur hún í hartnær ár fylgt mat- aræði sem telur 1500 hit./dag (meðalorkuþörf kvenmanna er á bilinu 1600-2300hit./dag). Gunna hefur nú lést um 15 kg og að sögn líður henni mun betur en áður, bæði andlega sem líkamlega. Nú eru jólin í nánd og Gunna viðurkennir að hún sé hrædd um að jóladagarnir verði sér erfiðir í skauti þar sem freistingarnar séu yfirþyrmandi — sykur — og fiturík- ir forréttir, aðalréttir, eftirréttir og guð má vita hvað. Þó að næringar- fræðingurinn hafi komið Gunnu í skilning um að pláss sé fyrir allan mat (svo framarlega sem hinar ýmsu fæðutegundir séu skynsam- lega samansettar) er Gunna hrædd um að hún missi stjórn á neysl- unni sem eðlilega kann að leiða til þyngdaraukningar. Til hvaða ráða getur Gunna gripið? 1. Gunna einfaldlega heldur sér frá öllu sem kallast „hátíðarmatur" og í hans stað fær hún sér t.d. soðinn fisk með soðnum kartöflum og miklu káli. Rangt: Auðvitað getur Gunna fengið sér bragðgóðan fisk og hita- einingasnautt meðlæti ef hún þess óskar. En að vera í sérfæði er lítt spennandi og yfirleitt engin ástæða til. Einnig má búast við að Gunna finni til andlegrar vanlíðunar vegna þess að hún fær ekki notið þess góðgætis sem svo ríkulega stendur til boða. 2. Ef „hátíðarmatinn“ á t.d. að reiða fram að kveldi er gott ráð Dæmi um dag þar sem „hátíðarmatur" er framreiddur að kveldi Kl. Fæðutegund Magn (u.þ.b.) Hitaein 09:00 Cheerios, hreint 30 gr = 1 diskur 116 Undanrenna 2,5 dl = stórt glas 88 12:00 Jógúrt, trimm 150 gr = 1 dós 75 Brauð, gróft 30 gr = 1 sneið 80 Létt og laggott 5 gr = 1 teskeið 20 Ostur 26% 15 gr = 2 sneiðar 53 Te 2 dl = 1 bolli 1 15:00 Kringla, gróf 55 gr = 1 stk. 170 . Kaffi 2 dl = 1 bolli 4 17:00 Vínber 150 gr = 30 stk. 112 19:00 Hangikjöt, fituskert 200 gr 400 Kartöflujafningur 150 gr 150 Grænar baunir 50 gr 50 Rauðrófur 50 gr 25 Hrásalat, blandað 100 gr 50 Malt og appelsín 2,5 dl = stórt glas 150 Rjómaís 150 gr 325 22:00 Súkkulaðikakó 2 dl = 1 bolli 200 Konfekt 30 gr = 4 molar 165 Hitaeiningar, samtals= 2.234 fyrir Gunnu að borða ekkert fram eftir degi því þá hefur hún pláss fyrir mikið magn matar að kveldi. Rangt: Astæður þess að óskyn- samlegt þykir að borða ekkert í „lengri“ tíma eru margar. T.a.m. má búast við því að það leiði til ofáts þegar loks er sest að snæð- ingi. 3. Gunna getur einfaldlega auk- ið við hreyfinguna, t.d. gengið í tvo til þijá klukkutíma, þá daga sem „hátíðarmaturinn" er á borðum. Rangt: Ofþjálfun getur verið varasöm líkt og þjálfunarleysi og mikið held ég að leiðigjarnt sé að eyða löngum tíma í þjálfun á dög- um sem þessum. 4. Þá daga sem „hátíðarmatur" er á borðum getur Gunna innbyrt eins mikið og hún getur í sig látið vegna þess að þá daga sem „hátíð- armaturinn“ er ekki á borðum mun hún einvörðungu drekka vatn og neyta meðlætis í formi tveggja til þriggja þurra brauðsneiða. Með þessu telur Gunna að hún nái að jafna út hitaeiningafjöldann og komist þar með hjá því að þyngjast. Rangt: Engum er hollt að stunda ofát og svelti til skiptis. Slíkar neysluvenjur virka ekki að- eins neikvætt á líkamsstarfsemi, s.s. á starfsemi brennslu- og meltingarkerfis, þar sem þær kunna einnig að leiða til andlegrar vanlíðunar, því hver hefur gaman af að lifa á vatni og brauði einu saman þess milli sem vömbin er kýld út? 5. Gunna neytir reglulegra máltíða, sem áður, en þar sem „hátíð er í bæ“ borðar hún meira en vant er og þá seinnipart dags eða þegar „hátíðarmatur“ er fram- reiddur. Rétt: Með því að borða reglulega viðheldur Gunna góðri brennslu og líkurnar á að hún missi stjórn á neyslunni minnka. Hún borðar sama mat og aðrir en gætir hóf- semi. Sjáið dæmi. „Matur er mannsins megin“ og okkur er eiginlegt að girnast mat sem okkur bragðast vel. Engætum hófsins því of mikið af því „góða“ getur leitt til mikillar fitusöfnunar með neikvæðum aukaverkunum, sem fylgt geta í kjölfarið, eins og hnignandi heilsu og minni vinnu- afköstum. Höfundur er næringarfræðingur og starfar m.a. á vegum Máttar — vinnuverndar. S GLEÐILEG JOL / VERÐBREFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Armula 13a, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. ábftVM Vb'.U' l ,W\3 Iteújyi .1 n'.v4 •ju l i : ; i (i i V lí I r i O ffit Þr t'l i it-. irn.rO r ri r;R L> t ■ i íiii i .l'iií ifiöti ' • inébr 01II ■ sjjj ia 6b j:iJ» icc >iiv£.(_rl {ó:I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.