Morgunblaðið - 24.12.1991, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 24. DESEMBER 1991
Samviskufangar í
desember 1991
Morgunblaðinu hefur borist eft-
irfarandi frá Amnesty International
á íslandi:
Mannréttindasamtökin Amnesty
International vilja vekja athygli al-
mennings á máli þessara samvisku-
fanga. Amnesty vonar að fólk sjái
sér fært að skrifa bréf til hjálpar
þessum mönnum og skipi sér á
bekk með þeim, sem berjast gegn
mannréttindabrotum á borð við
þau, sem hér er sagt frá.
íslandsdeild Amnesty gefur einn-
ig út póstkort til stuðnings föngum
mánaðarins. Hægt er að gerast
áskrifandi að þessum kortum með
því að hringja til skrifstofunnar,
Hafnarstræti 15, virka daga frá kl.
16-18 í síma 16940.
Úganda
Daniel Omara Atubo, 44 ára
gamall meðlimur í Demókrataflokki
(DP) og ráðherra utanríkis- og
svæðismála var ásakaður um landr-
áð 7. maí 1991 ásamt 19 öðrum
þekktum borgururn frá Norður-
Úganda. Hann bíður nú réttarhalda
í Luzira-fangelsinu, nærri höfuð-
borginni Kampala.
Daniel Omara Atubo var hand-
tekinn í Kampala 15. apríl 1991,
um það leyti sem her Úganda stóð
fyrir meiriháttar aðgerðum gegn
uppreisnarmönnum, sem höfðu haft
sig í frammi í norðurhéruðum Gula,
Kitgum, Lira og Apac frá því 1986.
Fleiri hundruð manns voru hand-
teknir á þeim grundvelli að þeir
væru grunaðir um uppreisnartil-
raunir, Daniel Omara Atubo og
aðrir kjörnir fulitrúar mótmæltu,
að því er virðist, þessum Ijöldahand-
tökum.
Eftir þriggja vikna varðhald í
herbúðum voru Daniel Omara
Atubo og sautján aðrir sakaðir um
landráð (þar á meðal voru þrír aðr-
ir meðlimir Demókrataflokksins
sem sæti áttu í ríkisstjórn). Ríkis-
stjómin gaf út tilkynningar, bæði
fyrir og eftir handtökumar, þar sem
fundið er að aðgerðum meðlima
DP í Norður-Úganda og látið í veðri
vaka að þeir hafi hjálpað til við
áframhald uppreisnarinnar, þrátt
fyrir að engar sannanir hafi komið
fram um slíkt.
Ekki var getið dagsetninga,
staða eða eðlis þeirra athafna sem
ásakanir um landráð Daniels Omara
Atubo og sautján annarra byggðu
á. Samkvæmt lögum Úganda er
óleyfilegt að láta lacsa gegn trygg-
ingu þá sem sakaðir eru um landr-
áð, í að minnsta kosti 480 daga.
Amnesty International hefur
áhyggjur af því að ásakanir um
landráð á hendur Daniel Omara
Atubo án nokkurra sannana séu til
komnar vegna friðsamrar gagnrýni
hans á ríkisstjórnina.
Daniel Omara Atubo var að sögn
misþyrmt illilega eftir handtökuna
og sáust merki þess á h'kama hans
þegar hann kom fyrir rétt. Ríkis-
stjórnin hefur látið fara fram opin-
bera rannsókn á meintri illri með-
ferð en ekkert hefur verið tilkynnt
um niðurstöður þeirrar rannsóknar.
Vinsamlegast sendið kurteisleg
bréf og farið fram á að Daniel
Omara Atubo verði þegar í stað
látinn laus úr fangelsi og án allra
skilyrða. Skrifið til:
His Excellency Mr. Yoweri Museveni
President of the Republic of Uganda
Office of the President
Parliament Buildings
PO Box 7006
Kampala
Uganda.
íran
Mohammadreza Nezameddin
Mohaved, 74 ára gamall opinber
starfsmaður á eftirlaunum, tekur
nú út þriggja ára fangelsisdóm fyr-
ir „aðfinnslur við forsetann“.
Mohammadreza Nezameddin
Mohaved og að minnsta kosti tutt-
ugu aðrir voru handteknir í júní
1990 eftir að hafa undirritað gagn-
rýnið opið bréf til forsetans, Hash-
emi Rafsanjani. í bréfinu var kraf-
ist stjórnskipulegs öryggis, fijájs-
ræðis og réttlætis og ríkisstjórnin
einnig gagnrýnd fyrir stjórnun fjár-
mála. Margir þeirra sem undirrit-
uðu bréfið voru í tengslum við
Mehdi Bazargan, fyrsta forsætis-
ráðherra íslamska lýðveldisins írans
eða, líkt og Mohammadreza Nez-
ameddin Mohaved, meðlimir Sam-
taka til eflingar fijálsræði og full-
veldi hinnar írönsku þjóðar, sem
voru leyst upp 14. júní 1990.
Eftir handtöku Mohammadreza
Nezameddin Mohaved og annarra
var þeim haldið föngnum í Evin-
fangelsinu í Tehran og að sögn
beittir þrýstingi til að skrifa undir
skjal þar sem þeir afneituðu og
fordæmdu sínar eigin gerðir.
Nokkrir voru látnir lausir, en níu
komu fyrir rétt og hlutu fangelsis-
dóma i allt að þijú ár og upp í þrjá-
tíu svipuhögg.
Réttarhöldin yfir Moh-
ammadreza Nezameddin Mohaved
fóru fram við íslamskan byltingar-
dómstól í júní 1991, næstum einu
ári eftir handtökuna. Honum var
meinað að fá lögfræðilega ráðgjöf
og réttarhöldin, sem fram fóru fyr-
ir luktum dyrum, stóðu að sögn
aðeins yfir í nokkrar mínútur.
Heilsufari Mohammadreza Nez-
ameddin Mihaved hefur farið hrak-
andi. Fregnir herma að hann geti
ekki hreyft annan fótinn og verði
að ganga við hækjur. Einnig þjáist
hann af hjartveiki.
Vinsamlegast sendið kurteislegt
bréf og farið fram á að Moh-
ammadreza Nezameddin Mohaved
verði þegar í stað látinn laus úr
fangelsi og án allra skilyrða. Skrif-
ið til:
President Hojatoleslam AIi Akbar
Hashemi Rafsanjani
President of the Islamic Republic of
Iran
The Presidency
Palestine Avenue
Tehran
Islamic Republic of Iran
Laos
Thongsouk Saysangkhi, fyrr-
um vísinda- og tæknimálaráðherra,
var handtekinn 8. október 1990 í
höfuðborginni Vientiane, eftir að
út kom bréf eftir hann skrifað 26.
ágúst 1990 til forsætisráðherra
landsins, Kaysone Phomvihan, þar
sem fundið var að stjórnun lands-
ins. Einnig tilkynnti hann í bréfi
þessu úrsögn sína úr ríkisstjórninni
og Byltingarflokki fólksins sem
ræður lögum og lofum í landinu.
Thongsouk Saysangkhi skrifaði
í bréfinu að hann væri á móti
„spilltum gamaldags stjórnarhátt-
um sem takmörkuðu fijálsræði ein-
staklinga og lýðræði" og „einræðis-
völdum fámennrar klíku“. Hann fór
fram á „fijálsar kosningar, mann-
réttindi og lýðræði og að komið
væri á fót lýðræðisstofnunum í stað
þess að viðhalda hinu kommúníska
lénsskipulagi með lögregluvaldi".
Hann bætti við: „Sagan hefur nú
staðfest að eins flokks stjórnarfar
sem einungis styðst við valdbeitingu
og blekkingu er ófært að skapa
hagsæld og hamingju meðal þjóðar
vorrar.“ Thongsouk Saysangkhi
reyndi einnig, að sögn, að koma á
fót „klúbbi sósíaldemókrata" til að
koma á framfæri hugmyndum um
fjölflokkalýðræði, og skrifaði ásamt
fleirum, blaðagrein til stuðnings
slíku stjórnarfari.
Opinber fréttastofa tilkynnti 3.
nóvember 1990 að Thongsouk
Saysangkhi hefði „gerst sekur um
áróður gegn stefnu flokksins og
ríkisins“ og hefði „stjórnað að-
gerðum til að steypa stjórninni
og skapa þannig pólitíska truflun
í höfuðborginni Vientiane". Þrátt
fyrir að sagt væri „að hann yrði
yfirheyrður og dæmdur sam-
kvæmt landslögum“ hafa engar
formlegar ákærður verið bornar
fram á hendur honum fyrir rétti,
að því er Amnesty International
best veit. Honum er haldið, að
sögn, í „tímabundnu varðhaldi'*
samkvæmt reglum um gæslu-
varðhald, líklega í Xam Khe-
fangelsinu í Vientiane.
Vinsamlegast sendið kurteisleg
bréf og farið fram á að Thongsouk
Saysangkhi verði þegar í stað látinn
laus úr fangelsi og án allra skil-
yrða. Skrifið til:
President Kaysone Phomvihan
Office of the President
Vientiane
Lao People’s Democratic Republic
Israel og hernumdu svæðin
Abie Nathan, 64 ára gamall
ísraelskur friðarsinni, var fangels-
aður 10. október 1991 til 18 mán-
aða. Honum var gefið að sök að
bijóta lög frá 1986 sem banna sam-
skipti ísraelskra borgara við hópa
sern skilgreindir eru af yfirvöldum
í Israel sem „hryðjuverkamenn".
Abie Nathan var ákærður fyrir
að eiga fund með formanni Frelsis-
hreyfingar Palestínu (PLO), Yasser
Arafat, í Túnis 10. og 16. mars
1990. A þessum fundum munu þeir
hafa rætt þróun friðarmála í Mið-
Austurlöndum, beinar viðræður
milli PLO og ísraelsstjórnar, upp-
reisn Palestínumanna á hernumdu
svæðunum (intifada) og örlög ísra-
elskra hermanna sem saknað er í
Líbanon.
„Þetta er sorgardagur fyrir lýð-
ræðið, mannréttindi og frið,“ sagði
Abie Nathan eftir dómsúrskurðinn.
Hann hefur ákveðið að áfrýja ekki
dóminum og hefur jafnframt heitið
því að endurnýja sambönd sín við
PLO, strax og hann verður laus úr
fangelsi.
Abie Nathan sat í fangelsi í fjóra
mánuði á árunum 1989 og 1990
vegna funda við formann PLO,
Yasser Arafat, og aðra leiðtoga
hreyfingarinnar í september 1988.
Amnesty International fór þá fram
á að honum yrði sleppt úr haldi.
Abie Nathan sat einnig í 40 daga
i fangelsi árið 1966 fyrir að fljúga
til Egyptalands með undirskriftir
100.000 ísraelsmanna með ákalli
um frið í Mið-Austurlöndum.
Amnesty Intenational telur að
Abie Nathan sé enn einu sinni orð-
inn samviskufangi. Ríkisstjórn ísra-
els heldur því fram að Abie Nathan
hafi verið ákærður „ekki ... vegna
pólitískra skoðana sinna eða fyrir
að láta þær í ljós, heldur sem afleið-
ingu athafna sinna“. Samt sem
áðuf nær alþjóðlega viðurkenndur
réttur til fijálsrar tjáningar og frið-
samra samskipta manna á milli
fullkomlega til athafna eins og
þeirra sem Abie Nathan tók sér
fyrir hendur.
Amnesty International telur að
lögin fá 1986 eigi að endurskoða,
til að tryggja að þau leiði ekki til
fangelsunar samviskufanga.
Vinsamlegast sendið kurteisleg
bréf og farið fram á að Abie Nath-
an verði þegar í stað látinn laus
úr fangelsi og án allra skilyrða.
Skrifið til:
President Chaim Herzog
Office of the President
Beit Hanasi
3 Hakeset Street
Jerusalem 92188
Israel
Kína
Jampa Ngodrup, 46 ára gamall
læknir búsettur í Lhasa, höfuðborg
tíbeska sjálfstjórnarhéraðsins í
Kína, var dæmdur í 13 ára fangelsi
24. desember 1990, ákærður fyrir
njósnir.
Jampa Ngodrup, sem var Iæknir
við borgarlæknamiðstöðina Barkor
í Lhasa, var settur í varðhald 20.
október 1989 og opinberlega
ákærður 13. ágúst 1990. Hann var
ákærður fyrir að hafa „með and-
byltingarlegum markmiðum, skráð
nöfn fólks sem haldið er í fangelsi
fyrir óeirðir og dreift skránni til
annarra og þannig grafið undan og
brotið lög um leynd“. Með „óeirð-
um“ er átt við starfsemi stuðnings-
manna sjálfstæðisbaráttu Tíbets í
Lhasa árið 1988.
í úrskurði dómstóls í máli Jampa
Ngodrup segir að hann hafi beðið
ungan munk, sem vann í læknamið-
stöðinni Barkor, að safna á skrá
nöfnum fólks sem tekið hefði verið
til fanga eftir átök milli lögreglu
og mótmælenda 5. mars 1988.
Jampa Ngodrup er sagður hafa lát-
ið skrá þessa í té útlendingi búsett-
um i Tíbet, sem í staðinn lét Jampa
Ngodrup hafa lista með nöfnum
fólks sem meiddist og var handtek-
ið á baráttufundi sjálfstæðissinna
10. desember 1988. Jampa Ngodr-
up játaði sýnilega öllum ákæruatr-
iðum.
Dómstóllinn ákvað að Jampa
Ngodrup skyldi missa öll stjórn-
málaleg réttindi sín í fjögur ár til
viðbótar við þrettán ára fangelsis-
dóminn.
Amnesty International telur
Jampa Ngodrup vera samvisku-
fanga, sem er dæmdur og haldið
föngnum eingöngu fyrir að notfæra
sér rétt sinn til að taka á móti og
láta öðrum í té upplýsingar á frið-
saman hátt.
Vinsamlegast sendið kurteisleg
bréf og farið fram á að Jampa
Ngodrup verði þegar í stað látinn
laus úr fangelsi og án allra skil-
yrða. Skrifið til:
Gyaltsen Norbu
Chairperson of the Tibet Autonomous
Region
Tibet Regional Government
Lhasa
Tibet Autonomous Region
People’s Republic of China
Bretland
Vic Williams, 28 ára gamall
hermaður í stórskotaliði hins kon-
unglega breska hers, hefur verið
dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi
fyrir liðhlaup og „háttemi sem er
skaðvænlegt fyrir góða reglu og
hemaðarlegan aga“.
11. september 1991 var Vic Will-
iams fundinn sekur af herrétti af
þremur ákæruatriðum, sem snúa
að liðhlaupi og því að mótmæla
Persaflóastríðinu. Hann yfírgaf
herdeild sína án leyfis í desember
1990, daginn áður en senda átti
hann til Saudi Arabíu. Hann fór
vegna þess að samviska hans leyfði
honum ekki að taka þátt í hemaðar-
aðgerðum í tengslum við Persaflóa-
deiluna.
Vic Williams hefur skýrt frá því
að hann hafí yfírgefið herdeild sína
eftir að hafa komist að þeirri niður-
stöðu að hann ætti engan kost ann-
an (honum var aldrei gerð grein
fyrir þeim rétti sínum sem her-
manni, að geta neitað að gegna
herþjónustu af samviskuástæðum).
Reglugerðir sem útskýrðu þann
möguleika að hermaður í breska
hernum geti neitað herþjónustu af
samviskuástæðum, em skilgreindar
sem „leynileg" skjöl, og aðeins for-
ingjar í hemum eiga aðgang að
þeim.
Vitnisburður foringja við herrétt-
inn og yfirlýsing lögmanns ákæm-
valdsins í lok vitnaleiðslunnar styðja
grun Amnesty International um að
Vic Williams hafi ekki verið tryggð-
ur fullnægjandi aðgangur að upp-
lýsingum varðandi möguleikann að
skrá sig sem samviskuneitanda í
Persaflóadeilunni.
Vinsamlegast sendið kurteisleg
bréf og farið fram á að Vic Will-
iams verði þegar í stað látinn laus
úr fangelsi og án allra skilyrða.
Skrifið til:
The Right Honourable John Major MP
Prime Minister
10 Downing Street
London SWl 2AA
United Kingdom
Toyota gefur Krabbameins-
félaginu bíl
Umboðsaðili Toyota á íslandi, P. Samúelsson hf., hefur gefið
Krabbameinsfélaginu sendibifreið af gerðinni Toyota HiAce, en
verðmæti hennar er á aðra milljón króna. Páll Samúelsson, stjórn-
arformaður P. Samúelsson hf., afhenti Almari Grímssyni form-
anni Krabbameinsfélagi íslands lykla að bifreiðinni við athöfn í
húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8. Vigdís Finnbogadóttir,
forseti Islands og verndari Krabbameinsfélagsins var viðstödd
afhendinguna.
Á myndinni eru Páll Samúelsson stjórnarformaður P. Samúels-
son hf., Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Almar Grímsson
formaður Krabbameinsfélags íslands, Ingi R. Helgason gjaldkeri
félagsins og Jón Þorgeir Hallgrímsson formaður Krabbameinsfé-
lags Reykjavíkur.