Morgunblaðið - 24.12.1991, Side 29

Morgunblaðið - 24.12.1991, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 29 Jólaumferð gekk snurðulítíð á landi og í lofti í gær JÓLAUMFERÐ á landi og í lofti gekk samkvæmt áætlun í gær, Þorláksmessudag. Reiknað er um að þann daga hafi um það bil 1000 manns ferðast með áætlunarbifreiðum Bifreiðastöðvar Islands, álíka margir flogið innanlands með Flugleiðum og um 70 manns kosið sama ferðamáta með Islandsflugi. Ferðir leggjast af uppúr hádegi í dag. Gert er ráð fyrir sunnanátt og hlýjindum á jóladag. Rigningu eða súld sunnanlands og vestan en að úrkomulítið verði norðaustantil. Langferðabílar Þegar Gunnar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri BSÍ, var inntur eftir færðinni sagðist hann ekki vita annað en allt gengi vel og allar rútur væru á eðlilegum tíma. Þó sagðist hann hafa heyrt að veður væri eitthvað að versna fyrir norðan og á Snæfellsnesi. Gunnar sagði að mikill stígandi hefði verið í flutn- ingum á fólki og jólapökkum und- anfarna daga og enn ætti fólk eftir að sækja tölvert af sendingum í pakkaafgreiðsluna sem opin væri til kl. 14 á aðfangadag. Síðustu langferðir voru farnar frá Umferð- amiðstöðinni í gærdag en farnar vérða styttri ferðir í dag. Þær síð- ustu eru í Borgames og á Reyk- hóla kl. 13, á Hellu og Hvolfsvöll kl. 13.30, til Keflavíkur kl. 14.15 en Hveragerðis og Selfoss kl 15. Akstur hefst aftur samkvæmt sunnudagsáætlun annan dag jóla. Flugleiðir Ólafur Ólafsson, afgreiðslustjóri í innanlandsflugi Flugleiða, sagði að flug hefði gengið samkvæmt áætlun undnfarna daga ef frá væri talinn sunnudagurinn en þá hefði verið ófært á Vestfirði og til Vest- mannaeyja. A Þorláksmessu var flogið á alla staði samkvæmt áætlun en 7 ferðir verða farnar í dag, 2 til Akureyrar, 1 til Vestmannaeyja, 1 til Egilsstaða, 1 til Hornaljarðar, 1 til ísafjarðar og 1 til Húsavíkur og Sauðarkróks. Síðasta ferðin er til Akureyrar kl. 13. Flogið verður samkvæmt sunnudagsáætlun ann- an dag jóla. Fyrsta flugið er til ísa- fjarðar kl. 10. íslandsflug ekið á áfangastað. Gott útlit var fyrir flug til Hólmavíkur, Gjögurs og Snæfellsness. Linda Gunnars- dóttir, skrifstofumaður hjá íslands- flugi, sagði að flug hefði gengið mjög vel að undanförnu fyrir utan síðastliðinn sunnudag en þá var ekki flogið á Vestfirði. Aðspurð sagði hún að fiogið yrði á alla áfangastaði flugfélagsins í dag. Annan jóladag verður flogið sam- kvæmt venjubundinni áætlun. Veður á landinu I dag, aðfangadag, verður norð- vestanátt á landinu, sumstaðar all- hvöss um tíma með snjókomu eða éljagangi og skafrenningi norðan- lands en hægari og léttskýjað syðra. Seinna í dag og kvöld lægir ört og í nótt lítur út fyrir hægviðri eða vestan golu á landinum með björtu veðri víða um land, síst á Vestur- landi. Veður fer kólnandi og í nótt verður víða um eða yfir 10 stiga frost inn til landsins. Á jóladag er búist við sunnanátt og hlýjindum. Rigningu eða súld sunnanlands og vestan en úrkomulítið verði norð- austantil. Annan jóladag er gert ráð fyrir suðvestanátt með snjó- og slydduéljum á suðvestanverðu land- inu en léttskýjað verður á norðaust- ur- og austurlandi. Hiti verður rétt yfir frostmark. Höfuðborgarsvæðið Á höfðuborgarsvæðinu er búist við norðvestan stinningskalda og síðar kalda og smáéljum frameftir aðfangadegi en síðan hægri vestan- átt og úrkomuleysi. Sunnan og suð- austan gola og léttskýjað verður á jóladagsmorgun. Á jóladag hlýnar í veðri. Morgunblaðið/Björn Blöndal Frá athöfninni í Ytri-Njarðvíkurkirkju - nýstúdentar setja upp hvítu kollana eftir að hafa tekið við brautskráningarskírteinum. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: 26 jólastúdentar brautskráðir Keflavík._ HAUSTÖNN Fjölbrautaskóla Suðurnesja var slitið í Ytri-Njarðvíkur- kirkju við hátíðlega athöfn á föstudaginn og voru þá 59 nemendur brautskráðir. Alls stunduðu 839 nemendur nám við skólann á önn- inni, þar af voru 665 í dagskóla og 174 í öldungadeild og sagði Ægir Sigurðsson aðstoðarskólameistari í yfirliti um starf annarinn- ar að ekki hefði verið hægt að sinna öllum umsóknum um skólavist og hefði orðið að vísa frá nokkrum tugum nemenda. Ægir sagði að á hausti komandi myndi húsakostur skólans aukast um helming því nú væri verið að byggja við skólann um 3.000 fermetra viðbygg- ingu sem þá yrði tekin í notkun og hýsa myndi nær alla starfsemi skólans. Að þessu sinni luku 26 nemend- ur stúdentsprófi, 9 vélstjóranámi, 8 iðnnámi, 3 voru af háriðnaðar- braut, 6 sjúkraliðar, 5 af 2ja ára braut og einn skiptinemi lauk al- mennu bóknámi. Tveim nemendum voru veitt verðlaun fyrir góðan námsárangur, Margréti Blöndal í stærðfræði og Hörpu Ólafsdóttur í efnafræði. Viðurkenningar fengu einnig: Veigar Margeirsson fyrir skapandi frammistöðu í félagslífí FS, Sigrún Eva Kristinsdóttir fyrir félagsmál, Daníel Guðbjartsson fyrir góða frammistöðu í stærð- fræðikeppni framhaldsskóla, Björgvin Þór Hólm fyrir þróunar- starf og Bjarni S. Guðmundsson fyrir skólasókn, en hann lauk námi án þess að vanta í einn einasta tíma. Hjálmar Árnason skólameistari gerði að umtalsefni í ávarpi sínu til nemenda glímu sveinsins Rand- vers við sjálfan sig í bókinni Börn náttúrunnar eftir Halldór Laxness, þar sem Randver stóð á krossgöt- um í glímunni við sjálfan sig þar sem í vitund hans toguðust á and- stæðar hugsanir. Líkt og hann, þyrftu þau að velja næsta skrefíð í lífinu - og þar réði vali hvers og eins hugsjón, löngun og þrá. Auð- velt væri að blekkja þann sem lærði án þess að hugsa og á sama hátt væri heimska að nota ekki það sem maður lærði. í lok ræðu sinnar varpaði skólameistari fram spum- ingunum hvort það væru dáðir hins menntaða að eyða lífi sjávar, lofti jarðar eða gróðri landa? Eða hvort það væru afrek viskunnar að ganga af fískistofnum nærri dauðum, að spúa eimyiju yfir borgir með of- notkun bifreiða, plastpokamenn- ingu og öðrum fylgikvillum skyndi- hagsmuna? Og hvort við byggjum með slíku hugarþeli í haginn fyrir þá sem landið erfa. „Látið ykkur ekki bara dreyma um lífið - gerið lífí.ð að fallegum draumi," sagði Hjálmar í lok ræðu sinnar til braut- skráðra. BB íslandsflug flaug á Vestfirði og til Vestmannaeyja á Þorláksmessu en ófært var til Siglufjarðar. Flogið var með þá farþega sem þangað áttu bókað far til Sauðarkróks og Mjólkurframleiðslan: Bændur hafa selt rétt fyrir 130 milljónir FYRRI niðurfærslu fullvirðis- réttar í mjólkurframleiðslu vegna framleiðslu yfirstandandi verðlagsárs lauk 15. desember, og höfðu bændur þá selt 3,7 milljóna Iítra framleiðslurétt fyrir samtals um 130 millj. kr. Bændur fá greiddar 35 kr. fyrir hvern mjólkurlítra sem þeir skuldbinda sig til að framleiða ekki á verðlagsárinu, og er sam- tals stefnt að 5 milljóna lítra samdrætti með þessum hætti. Að sögn Gísla Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs, fá þeir bændur sem þegar hafa samið um niðurfærslu fullvirðisréttar síns greiðslur inntar af hendi 10. jan- úar, en þeir sem semja um niður- færslu fyrir lok mars fá greitt í april. Gísli sagðist reikna með því að sett markmið um 5 milljóna lítra niðurfærslu fullvirðisréttarins næðist, en það hefði í för með sér um 160 milljóna króna sparnað fyrir ríkissjóð en ríkissjóður hefur greidd um 67 krónur með hveijum lítra mjólkur sem flutter er út. ■jÍTfe., OÐINSVE hotel-restaurant Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.