Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 30
I I 30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 Y Opnunartími yfir hátíðarnar á sundstöðum CK og skautasvelli. Sundstaðir: 24. des. 25. des. 26. des. 27. des. 28. des. 29. des. 30. des. 31. des. l.jan. Aðfangadagur. Jóladagur. Annar íjólum. Gamlársdagur. Nýársdagur. Opiðfrá 07:00-11:30 Lokað. Lokað. Opiðfrá 07:00-20:30 Opiðfrá 07:30-17:30 Opiðfrá 08:00-17:30 Opiðfrá 07:00-20:30 Opiðfrá07:00-11:30 Lokað. Skautasvellið í Laugardal verður opið ef veður leyfir: 24. des. Aðfangadagur. Lokað. 25. des. Jóladagur. Lokað. 26. des. Annaríjólum. Opiðfrá 27. des. Opið frá 28. des. Opið frá 29. des. Opið frá 30. des. Opið frá 31. des. Gamlársdagur. Lokað. l.jan. Nýársdagur. Lokað. B 13:00 -18:00 10:00-22:00 13:00-18:00 13:00-18:00 10:00-22:00 Ú0& °9 fa -n&kjptÍH fiöW”1 s,aMœ 'a ‘arinu - m 0<ii Kosningarnar á Tævan: Stj órnarflokkurinn vann yfírburðasiffur Tæpei. Reuter. Þjóðernissinnaflokkurinn á Tævan, er farið hefur með völd frá því að leiðtogar hans urðu að flýja nieginland Kína undan herskör- um kommúnista 1949, vann mikinn sigur í fyrstu lýðræðislegu kosn- ingunum sem farið hafa fram á eynni síðan 1945. Flokkurinn hlaut 254 af 325 sætum á þjóðþinginu en helsti keppinauturinn, Lýðræðis- legi framfaraflokkurinn (DDP), 66 sæti. Stjórnarandstaðan sakar þjóðernissinna um að hafa misnotað almannafé til atkvæðakaupa og segir fjölmiðla hafa gengið erinda stjórnarinnar. Eitt hundrað uppbótarsætum var úthlutað að auki í samræmi_ við atkvæðafjölda á landsvísu. Áður hafa nokkrum sinnum farið fram kosningar í landinu en þá aðeins barist um fáein sæti. Gömlu þing- mennirnir frá meginlandinu hafa haldið sætum sínum og því borið við að ekki væri hægt að kjósa að nýju vegna valdaráns kommúnista sem sigruðu í áratuga langri borga- rastyijöld og komu á flokksein- ræði. Leiðtogi þjóðernissinna og áður forseti alls Kína, Chiang Kai- Shek, lagði grundvöllinn að þessari stefnu og opinbert heiti landsins, þar sem um tuttugu milljónir manna búa, er Lýðveldið Kína. DDP rak áróður fyrir því að Tævan lýsti yfir sjálfstæði en kommúnista- stjórnin í Peking, sem lítur á eyj- una sem kínverskt hérað, á sama hátt og þjóðernissinnar, hefur hót- að innrás verði lýst yfir sjálfstæði. Arftakar Chiangs hafa smám sam- an þokað málum í lýðræðisátt en DDP hefur þó verið hótað banni vegna sjálfstæðishugmyndanna. Efnahagslegar framfarir hafa verið geysilega miklaf á Tævan og lífskjör eru þar með blóma, einkum ef miðað er við meginlandið. Gjald- eyrisforði ríkisins er um 80 millj- arðar Bandaríkjadollara eða svip- aður og Japans þar sem búa nær 130 milljónir manna. Robert Maxwell: Leiðtogar 11 sovétlýðvelda á fundi í Alma-Ata: Reuter Flugslys í Þýskalandi Talið er, að 26 manns hafi látist þegar flugvél af gerðinni DC-3 hrapaði í gær í mikilli þoku í skóglendi skammt frá Heidelberg í Þýskalandi. Voru þrír flugliðar og 27 farþegar í vélinni, sem var hálfrar aldar gömul eða frá árinu 1942, og var enginn ratsjár- búnaður um borð. Hafði þýskt kvikmyndafyriitæki leigt vélina til skemmtiflugs með starfsmenn sína. Á myndinni er slökkviliðs- maður að huga að vélarflakinu. Vantar millj- arð punda í sjóði MCC London. Reuter. EINN milljarð sterlingspunda, 104 milljarða ISK., vantar í hlut- hafasjóði MCC, Maxwell Com- munication Corp., en það var eitt af helstu flaggskipunum í fyrir- tæly'asamsteypu Roberts heitins Maxwells. Kemur þetta fram í endurskoðendaskýrslu, sem breska blaðið The Sunday Times segist hafa komist yfir. Að sögn blaðsins kemur fram í skýrslunni, að 763 milljónir punda hafi með ólögmætum hætti verið fluttar úr hluthafasjóðum og 240 að auki glatast vegna niðurfærslu á fasteignaverði og taps í viðskipt- um með erlendan gjaldeyri. Er þetta aðeins nýjasta hneykslið varðandi fjármálavafstur Maxwells heitins. Segir The Sunday Times, að hugs- anlega hafí Maxwell hrifsað til sín allt að tveimur milljörðum punda, 208 milljörðum ÍSK. Jeltsín verður yfirmað- ur kjarnorkuheraflans Alma-Ata, Moskvu, Washington, London. Reuter. LEIÐTOGAR 11 af 12 lýðveldum Sovétríkjanna ákváðu á fundi sínum í Alma-Ata á laugardag að taka þátt í hinu nýja samveldi sjálfstæðra rílya og verða Sovétríkin formlega úr sögunni nú um áramótin. Ymsum spurningum er þó enn ósvarað um efnahags- og hermál samveldisríkj- anna en samþykkt var, að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, bæri mesta ábyrgð á kjarnorkuheraflanum. Bandaríkjastjórn og fleiri ríki hafa sent leiðtogum samveldisins árnaðaróskir en Míkhaíl Gorbatsjov, sem nú er að láta af embætti sem forseti Sovétríkjanna, segist ekki hafa mikla trú á framtíð þess. Samfara hruni Sovétríkjanna hafa vestræn ríki haft miklar áhyggjur af sovésku kjarnorkuvopnunum en Andrei Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að lokinni undirrit- un samveldissáttmálans, að Rússland yrði arftaki Sovétríkjanna hvað kjarnorkuvopnin áhrærði. Jeltsín eða Rússlandsforseti verður því yfirmað- ur kjarnorkuheraflans en þó með þeim takmörkunum, að vopnunum má hann ekki beita nema með sam- þykki Hvít-Rússa, Úkraínumanna og Kazaka. Ráða þeir yfir hluta sovésku kjarnorkuvopnanna auk Rússa og Núrsúltan Nazarbajev, forseti Kaz- akhstans, sagði, að ekki væri búið að semja um bvar vopnin yrðu í fram- tíðinni. Leiðtogamir náðu ekki samkomu- lagi um sameiginlega stefnu fyrir heraflann, sem hefur ijórar milljónír manna undir vopnum, en til bráða- birgða var Jevgeníj Shaposhnikov, fráfarandi varnarmálaráðherra Sov- étríkjanna, skipaður yfírmaður hans. Þá var einnig ágreiningur um gæslu á ytri landamærum samveldisins en Jeltsín sagði, að því máli hefði verið vísað til nefndar. Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkraínu, sagði hins vegar, að Úkraínumenn hefðu engin af- skipti af nefndinni því að þeir ætluðu sjálfir að gæta sinna landamæra. I samveldissáttmálanum, sem lagður verður fyrit- þjóðþjng lýðveld- anna, er varla minnst á efnahagsmál- in, sem allt veltur þó á. í þeim efnum er stefna lýðveldanna líka ólík og vilja þau ganga mislangt og mis- hratt í átt til einkavæðingar og mark- aðsbúskapar. Þá má nefna, að Úkra- ínumenn og Hvít-Rússar féllust á, að Rússar fengju sæti fastafulltrúa Sövétríkjanna í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Leiðtogarnir 11 lýstu því yfir, að Sovétríkin væru úr sögunni og Gorb- atsjov þar með atvinnulaus en Jeltsín sagði með bros á vör, að gerðar hefðu verið „viðeigandi ráðstafanir" varð- andi framtíð sovétforsetans. Ekki vildi hann þó útskýra það nánar. Gorbatsjov sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS á sunnudag, að hann væri ekki hættur afskiptum af stjórnmálum og í við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.