Morgunblaðið - 24.12.1991, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991
39
Grímsey;
Jólasveinar í hvert hús
með góðgæti í poka
Senda átti jólarjómann með ferjunni í nótt
Grímsey.
Jólaundirbúningur hefur verið með hefðbundnum hætti hér í
Grímsey. Jólasveinar börðu upp á í öllum húsum eyjarinnar í gær-
kvöldi og heimsóttu börnin og gáfu þeim góðgæti í poka. Jólarjóm-
inn átti að koma með ferjunni Sæfara í nótt er leið og horfur eru á
að Grímseyingar fái jólamessu um þessi jól.
Grímseyingar koma ævinlega
saman í félagsheimilinu Múla og
drekka jólaglögg og borða eitthvert
meðlæti og styrkja með því félags-
heimilissjóð, en á þessa samkomu
er ævinlega vel mætt.
Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon
Elín Guðbjartsdóttir, elsti íbúi
Ólafsfjarðar, er 100 ára í dag,
aðfangadag.
Ólafsfjörður;
Elsti Ólafs-
firðingur-
inn 100 ára
Ólafsfirði
ELSTI Ólafsfirðingurinn, Elín
Björg Guðbjartsdóttir, vistmaður
á dvalarheimilinu Hornbrekku, á
100 ára afmæli í dag, aðfanga-
dag. Hún fæddist á Skeri á Látra-
strönd 24. desember 1891. Hún
er ekkja Sigurðar Jóhannessonar
skósmiðs, en hann lést fyrir 10
árum. Sigurður starfaði sem skó-
smiður í Ólafsfirði í hálfa öld.
Elín ber aldurinn vel. Sjónin er
að vísu farin að gefa sig og heyrn-
in og minnið svíkja stundum. En
hún er glaðlynd og kveikir sér
stundum í sígarettu, segist gera sér
það til gamans. Hún segist lítið
mega horfa á sjónvarpið vegna
augnanna. En hún hlustar á útvarp
en fylgist þó ekki jafn mikið með
því og áður, segir dagskrána ekki
jafn góða og í gamla daga.
Elín man tímana tvenna. Hún á
góðar minningar frá bernskuheimili
sínu á Látraströnd fyrir aldamótin,
átti þá heima í torfbæ og ólst upp
við vinnusemi aldamótakynslóðar-
innar. Hún fluttist árið 1933 til
Ólafsfjarðar með eiginmanni sínum
og hefur séð plássið breytast úr
óásjálegu fiskiþorpi í myndarlegan
kaupstað.
Þau hjónin ólu upp tvö börn en
sjálf voru þau barnlaus. Elín tekur
þessum tímamótum með jafnaðar-
geði. Hún segir að sér líði vel og
hún þurfi ekki að kvarta.
Ættingjar Elínar og«\æjarstjórn
Ólafsfjarðar ætla að halda henni
veislu í tilefni dagsins á annan í
jólum á vistheimilinu Hornbrekku.
- SB
Hátíðarguðsþjónusta verður í
Miðgarðakirkju sunnudaginn 29.
desember, þannig að ef ekki spillist
veður þann dag fá Grímseyingar
jólamessu um hátíðirnar og er það
nokkurt nýmæli. Engin messa var
um síðustu jól vegna veðurs og árið
þar á undan var messað á þrettánd-
anum.
Unglingar sem stunda nám í
landi eru komnir heim til að halda
jól með fjölskyldum sínum og setja
þau svip sinn á lífið hér. Þá hafa
ljós verið kveikt á jólatrjám við fé-
lagsheimilið og við kaupfélagið auk
þess sem á flestum heimilum hefur
verið komið fyrir ljósaseríum í
gluggum. Hér á hjara veraldar er
því bjart yfir í skammdeginu.
Jólatrésskemmtun verður haldin
milli jóla og nýárs sem kvenfélagið
í eynni stendur fyrir og þangað
mæta allir sem vettlingi geta valdið.
Ferjan Sæfari komst ekki til eyj-
arinnar í gær vegna veðurs en hún
var væntanleg m.a. með jólarjóm-
ann sem og aðrar mjólkurvörur
síðastliðna nótt. Ef ekki gæfi á sjó
munu Grímseyingar fá þessar nauð-
synjar með flugi í dag, aðfangadag.
Jólasveinar voru á ferðinni í
gærkvöldi, en þeir hafa um margra
ára skeið heimsótt öll börn í eynni
á Þorláksmessukvöld og fært þeim
eitthvert góðgæti í poka og spjallað
við heimilisfólk. Það má segja að
þetta séu kiwanissveinar, því það
eru kiwanismenn í eynni sem kom-
ið hafa þessum ómissandi jólasið á
hér í Grímsey. -HSH
Ljósadýrð loftin fyllir
Akureyringar vöknuðu upp við norðankóf mikið að morgni Þor-
láksmessu, en er á daginn leið hægðist um og var komið hið
fegursta veður, stillt en nokkuð frost, síðdegis. Húsin í Innbæn-
um kúrðu undir brekkubrúninni ljósum prýdd, en ljósadýrðin
speglaðist í Pollinum. Hæst ber Akureyrarkirkju, sem stendur
af sér öll veður, en allt útlit er fyrir að hið skaplegasta veður
verði á aðfangadag jóla.
Akureyrarbær:
Baldur Dýr-
fjörð ráðinn
sem lögmað-
ur bæjarins
BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að
Baldur Dýrfjörð verði ráðinn
lögmaður Akureyrarbæjar.
Hann mun taka við starfinu af
Hreini Pálssyni, sem gegnt hef-
ur starfi bæjarlögmanns í tæp-
lega 22 ár.
Baldur Dýrfjörð er ættaður frá
Siglufirði, fæddur árið 1962. Hann
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum á Akureyri árið 1982 og lög-
fræðiprófi frá Háskóla íslands árið
1991. Hann starfar nú í lögfræði-
deild Islandsbanka í Reykjavík.
Eiginkona Baldurs er Ásta
Hrönn Jónasdóttir og eiga þau
þijú börn.
Reiknað er með að nýr bæjarlög-
maður taki til starfa fljótlega upp
úr áramótum, en Karl Jörundsson
starfsmannastjóri Ákureyrarbæjar
sagði að sennilegast yrði Hreinn
Pálsson fráfarandi lögmaður bæj-
arins beðinn um að brúa bilið þar
til Baldur kæmi til starfa. Hreinn
hefur verið lögmaður Akureyrar-
bæjar frá því í júní árið 1970, eða
í tæplega 22 ár. Hann hefur stofn-
að lögmannsstofu á Akureyri.
Leiðrétting
í grein Ingimundar Gíslasonar
í blaðinu síðastliðinn laugardag var
sú villa, að sagt var að 2,4% af
votlendi á Suðurlandi hafí verið
ræst fram, standa átti 97,6%.
Gleðilegt
iólakaffi
Á jólunum gera menn það besta
við sig og sína í mat og drykk.
Kaffibrennsla Akureyrar óskar
öllum kaffiunnendum gleðilegra jóla.
s»
KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF