Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991
45
Minning:
JonnaF.H. Vinther
Jonna Fanny H. Vinther var fædd
23. apríi 1943 í Vági á Suðurey í
Færeyjum. Hún ólst upp í föður-
garði, en foreldrar hennar voru
Thomas og Frida Vinther. Móðir
hennar er ennþá á lífi, en faðir henn-
ar dó aðeins nokkrum dögum áður
en hún sjálf kvaddi þennan heim,
þann 24. nóvember. Hún á tvö systk-
ini, sem bæði eru á lífi. Þau eru
Trigvi Vinther, sem býr í föðurhús-
um í Færeyjum, og Andrea, sem býr
í Reykjavík. Hún varð aðeins 48 ára
gömul, á besta aldri.
Þegar hún var 22 ára gömul kom
hún eins og svo margir ungir Færey-
ingar á þeim árum til íslands í at-
vinnuleit. Það sem varð til þess að
hún settist að hér á íslandi var að
hún kynntist Þorsteini Þorsteinssyni
íslenskum pilti úr Keflavík, og gekk
hún að eiga hann þann 22. október
1966 og auðnaðist þeim að halda
upp á silfurbrúðkaupsafmælið sam-
an. Með Þorsteini eignaðist hún tvö
börn, Lilju 25 ára og Sigurð 15 ára.
Hún eignaðist einnig tvö börn í
Færeyjum áður en hún kom til ís-
lands, en vegna þess að erfitt var
fyrir einstæðar mæður þar heima í
þá daga, ólst sonur hennar Tommy
upp hjá foreldrum hennar í Vági,
en dó.ttirin Marjun hjá föðursystur
hennar í Lopra á Suðurey og var
samband þeirra barnanna við móður
sína, eiginmann hennar og hálf-
systkinin á íslandi mjög náið.
Hún var Færeyingur að eðlisfari,
og tilfínningar hennar til fólksins
þar heima og til fósturlandsins voru
ósviknar. Hún fór oft til Færeyja á
sumrin og dvaldi þeins lengi og fjar-
veran frá heimilinu leyfði hjá foreldr-
um sínum og börnum þar ytra.
Margir Færeyingar eins og íslend-
ingar hafa ótal sinnum átt notalegar
stundir á heimili hennar, þar sem
gestrisnin var í hávegum höfð. Hún
var ekki aðeins fyrirmyndar húsmóð-
ir og gestgjafi, heldur lét hún einnig
til sín taka í félagsmálum og var
ein af virkustu félögum Færeyinga-
klúbbsins á Suðurnesjum. Hún var
mörg ár í stjórn, en hvort sem hún
var í stjórn eða ekki, þá var hún
alltaf reiðubúin að hjálpa, og sem
dæmni má nefna, að þegar átti að
hafði veikst alvarlega. Bar hann
veikindin vel eftir atvikum, var hress
<í tali og fullur bjartsýni, enda Land-
helgisgæsluþyrlan á leiðinni til móts
við okkur. Hann andaðist síðan kl.
17.00. Þyrlan þá ókomin.
Síðastliðin 4 ár starfaði Björn
Bjömsson hjá Þorbirninum hf. í
Grindavík sem vélstjóri á bv. Gnúp
GK 11. Gegndi hann starfi sínu vel
og af mikilli ósérhlífni. Ávallt var
hann mjög athugull og fylgdist vel
með vélunum. Ef hægt er að segja
það um nokkurn mann, að hann fínni
meira til með vélunum sínum en
sjálfum sér, þá átti það við um
Bjössa, eins og við kölluðum hann.
Gagnvart vinnufélögum sínum er
svipaða sögu að segja. Kátur og
spaugsamur var hann oft og hafði
frá mörgu að segja. Áttum við marg-
ar góðar stundir saman. Áhugasam-
ur var hann um veiðar og aflabrögð.
Kom hann alltaf aftur á, að fylgjast
með þegar trollpokinn var hífður inn
fyrir.
undirbúa matarveislur, þá lagði hún
að eigin frumkvæði, ótal sinnum eld-
hús sitt undir þessa starfsemi, og
stóð hún ásamt öðrum konum i
klúbbnum oft og tíðum langt fram'
á nótt við matargerð. Var þetta allt
gert í sjálfboðavinnu. Hún var já-
kvæð, lífsglöð og sá aðeins björtu
hliðarnar á tilverunni, og var það
hvatning öllum þeim sem hana
þekktu að gera slíkt hið sama.
Þegar henni í sumar var tilkynnt,
eftir að hafa leitað til læknis vegna
smákvilla að hennar eigin mati, að
hún væri með krabbamein og eftir
erfiðan uppskurð og geislameðferð
kom hún heim aftur af spítalanum,
greindist ekki nokkur breyting á
skapi, jákvæðni eða bjartsýni henn-
ar.
Þegar hún nokkrum dögum fyrir
andlát sitt, eftir að hafa verið lögð
inn á spítala á ný og reyndar allt
fram á síðustu stund, hélt hún þess-
ari ró sinni og gerði að gamni sínu
við þau sem vitjuðu hennar. Sú hugs-
un leitar á mann, að hún var einstök
kona, sem eftir að hafa sýnt kær-
leika, ósérhlífni og fórnfýsi í hví-
vetna, var reiðubúin að mæta
Drottni sínum.
Lengi lifi minning hennar.
Fjölskylduvinur,
Jákup Midjord.
Við minnumst hans sem góðs
félaga er hafði að geyma skemmti-
legan persónuleika og ætíð tilbúinn
að rétta öðrum hjálparhönd.
Þökkum við honum fyrir allar
samverustundirnar og megi hann
hvíla í friði.
Eftirlifandi maka, börnum og
barnabörnum vottum við innilegustu
samúð.
Skipsfélagar
Farve! heim,
heim í drottins dýrðar geim!
Náð og miskunn muntu finna
meðal dýrstu vina þinna;
friðarkveðju færðu þeim.
Farvel heim!
(Matth. Joch.)
Við viljum minnast góðs manns,
Björns Björnssonar, sem móðir okk-
ar var svo lánsöm að kynnast, og
eignast fyrir eiginmann fyrir 13
árum síðan. Þau voru mjög samhent
og hamingjusöm í hjónabandi sínu,
reyndist Bjössi henni og okkur
systkinunum afar vel. Eigum við og
móðir okkar honum mikið að þakka,
og er andlát hans okkur mikill miss-
ir.
Björn heitinn var traustur maður
sem vildi öllum vel og var gaman
að sjá hvað bömin hændust mikið
að honum. Allt frá því að þau voru
smákríli sem toguðu í skeggið, þar
til þau höfðu gaman af að sjá hann
dytta að bílunum og húsinu í Kög-
urseli. Var hann alveg ótrúlega
þolinmóður við þetta smáfólk sem
eins og börnum er von og vísa flækt-
ust fyrir og töfðu með ærslum og
spurningum.
Kveðjum við Bjössa og þökkum
fyrir árin sem hefðu mátt verða
fleiri. Hvíl í friði.
Svanhildur, Guðfinna,
Guðmundur, Hrönn,
Arna Bára og fjölskyldur.
I
*
V
D
A
EYKJAVIK
Skátahúsið, Snorrabraut 60
Hekla v/Laugaveg
Ingvar Helgason, Sævarhöföa 3
Kaupstaður, Mjódd
Bílaborgarhúsið, Fosshálsi 1,
Miklagarður.Sund,
Efra bílaplani v/Kringluna,
Bílabúð Benna, Vagnhöfða
Stilling, Skeifunni
Skátaheimilið, Sólheimum 20 A
Byko, Hringbraut
ARÐASTRÖND
Hjálparsveitin Lómfell
SAFJORÐUR
Skátaheimilið
LÖNDUÓS
Hjálparsveitarhúsið Efstubraut 3
ARMAHLIÐ
Við flugbjörgunarsveitarhúsiö.
ALVÍK
Flugeldamarkaður í söluskúr
neðan við Hafnarbraut
s,
KUREYRI
Stór-flugeldamarkaður Lundi,
söluskúr við Hagkaup, Norðurgötu 2,
við Hita, Draupnisgötu,
Bílasalan Stórholt-Toyota
AURBÆJAR-
HREPPURí
EYJAFIRÐI
AHjálparsveitin Dalbjörg
ÐALDALUR
Hjálparsveit skáta Aðaldal
GILSSTAÐIR
Slökkvistöðin við Tjarnarás
V
ESTMANNAEYJAR
Skátaheimilið við Faxastíg 38
ELLA
Flugbjörgunarhúsið Hellu
F
LUÐIR
Hjálparsveitin Snækollur, Slökkvistööinni.
s
ELFOSS
við Eyrarveg 25
*
VERAGERÐI
Hjálparsveitarhús, Austurmörk 9.
IJARÐVIK -
ICeflavIk
jk.
G
Iþróttavallarhúsið
Stakkshúsiö, Iðavöllum 3d
Ahaldahús Keflavíkur, Vesturbraut
ARÐABÆR
Hjálparsveitarhúsið við Bæjarbraut,
við Lyngás,
Krakkakot á Álftanesi.
K
ÓPAVOGUR
Toyota, Nýbýlavegi 8,
Skátaheimilið, Borgarholtsbraut 7,
Hvellur, Smiðjuvegi,
Teitur Jónasson, Dalvegur 14
(við Reykjanesbraut)
*
FLUGELDAMARKAÐIR
HJÁLPARSVEITA SKÁTA LnHtUmmb.nJ kjergumdnvrita