Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991
Svava Guðjóns-
dóttir - Kveðja
Fædd 8. febrúar 1911
Dáin 10. nóvember 1991
Fáein síðbúin minningarorð um
Svövu Guðjónsdóttur, fyrrum svil-
konu mína og vinkonu. Ung missti
Svava móður sína, fór í fóstur og
síðan snemma að vinna fyrir sér.
Þau voru ung, hún og Oddgeir
— Kristjánsson, þegar þau bundust
tryggðaböndum. Um tvítugt eign-
uðust þau sitt fyrsta barn, dótturina
. Hrefnu. Ekki mun nú veraldarauð-
urinn hafa verið mikill í byijun hjá
ungu hjónunum, enda kreppuár og
kröfur ekki miklar. En svo fór að
þeirra heimili varð eitt af gest-
kvæmustu heimilum í Eyjum þegar
fram liðu stundir. Þau keyptu húsið
Stafnes af Ólafi bróður Oddgeirs
og bjuggu sér þar notalegt heimili,
sem alltaf var gott að koma á, því
þau höfðu bæði það hlýja viðmót
sem þurfti til að fólki liði vel í ná-
vist þeirra.
Oddgeir var einn af stofnendum
Lúðrasveitar Vestmannaeyja 1939
^og stjórnandi hennar meðan hann
lifði. Meðlimir lúðrasveitarinnar
voru meira og minna heimilisvinir
v hjá þeim hjónum og þá ekki síður
vinimir Árni úr Eyjum og Ási í Bæ,
og þeirra konur, enda áttu þeir fé-
lagamir þrír margt sameiginlegt,
Árni og Ási voru ágætir Ijóðasmið-
ir, eins og allir vita, og gerðu texta
við flest laga Oddgeirs. Svava fylgdi
manni sínum í þessu máli sem öðr-
um, enda músíkölsk, hafði góða
altrödd og spilaði sjálf á gítar. Á
~'*þjóðhátíðum, í afmælum og við fleiri
tækifæri var oft tekið lagið á þessu
glaða heimili. Oddgeir fékk styrk
frá bæjarfélagi Vestmannaeyja til
Reykjavíkurfarar, en þar var hann
í hljómfræðinámi hjá Róbert A.
Ottóssyni í einn vetur og var sá
vetur honum notadijúgur, en
ábyggilega lengi að líða hjá Svövu
minni, blessaðri, því að hjónaband
þeirra var afar ástríkt og þau hjón-
in miklir vinir og jafningjar.
Þegar ég kom fyrst inn á heimili
þeirra 1944, fannst mér það ansi
blómlegt og fijálslegt, nokkuð öðm-
vísi en ég hafði átt að venjast að
heiman þar sem allt var í fastari
skorðum. Þarna var alltaf fullt af
vinum og kunningjum, sem litu inn
og alltaf var til kaffí á könnunni,
þó var þetta síðasta árið sem
skömmtunarseðla þurfti fyrir
nokkrum tegundum matvæla, svo
sem kaffi og sykri. Auðvitað voru
skömmtunarseðlarnir alltaf búnir
um miðjan mánuð og þá var vand-
inn að reyna að ná sér einhvers
staðar í miða eða kaffipakka án
þeirra en einhvern veginn bjargaði
Svava þessu alltaf.
Svava var ákaflega sterkur pers-
ónuleiki, hjartarúmið var ótakmark-
að, kímnigáfan alveg sérstök, hún
sá alltaf manna fyrst spaugilegu
hliðarnar á málunum, alltaf var það
þó græskulaust gaman. Hún var
mjög vel greind og tók alltaf þátt
í ýmiss konar umræðum sem fram
fóru við eldhúsborðið hennar, það
var talað um þjóðmál, pólitík og list-
ir, hún hafði sínar ákveðnu skoðan-
ir á hlutunum, en reyndi alltaf að
draga fram það góða í öllu og öllum.
Þau Oddgeir áttu gott bókasafn
og voru bækur og hljóðfæri og þess-
háttar, látin sitja í fyrirrúmi fyrir
ýmsu sem aðrir töldu nauðsynlegt
til daglegra þarfa, svo sem nýjum
fötum og fleiru.
Þegar þau hjón höfðu verið gift
í u.þ.b. sjö ár eignuðust þau dreng-
inn sinn, Kristján, en hann var að-
eins átta ára þegar han fékk bráða-
berkla, sem um það leyti höfðu
stungið sér niður í Eyjum og þurftu
þau að horfa á barnið sitt tærast
upp á rúmum tveimur mánuðum
og enga lækningu að fá.
Tveimur árum seinna eignuðust
þau aðra kærkomna dóttur, Hildi,
og á næstu tveim árum eignaðist
Hrefna dóttir þeirra tvær dætur
þannig að allt í einu voru komnar
þijár litlar stúlkur í Stafnesið og
nóg var að gera hjá Svövu. Hún
kunni þessu vel og dætur Hrefnu,
Sara og Svava, og síðar sonur henn-
ar, Oddgeir, voru alltaf eins og
Svövu eigin börn.
Þá barði sorgin aftur að dyrum
hjá Svövu og fjölskyldu hennar.
Oddgeir varð bráðkvaddur við söng-
kennslu í barnaskólanum, 54 ára
gamall, öllum harmdauði, var það
ægilegt áfall fyrir hana því þau
voru afar samrýmd og voru oftast
nefnd í sömu andrá.
Nokkru seinna seldi hún hús sitt
í Eyjum og keypti sér íbúð í Reykja-
vík, dætur hennar voru þá fluttar
þangað með sínar fjölskyldur, en
þær mæðgur voru alla tíð mjög
samrýmdar. Svava var afar lánsöm
með dætur sínar, tengdasyni og
barnabörn, þau eru öll hið mesta
myndarfólk og launuðu henni
ástríkið vel, uppskar hún eins og
hún hafði sáð. Hún hélt sínum and-
legu kröftum til dauðadags, var við
allsæmileg heilsu og dauðinn kom
hljóðlega, eins og hún hefði sjálf
kosið, hún var aðeins fimm daga á
spítala og bömin hennar voru hjá
henni er hún lést. Ekki er hægt að
óska sér betri dauðdaga.
Eg varðveiti minninguna um
þessa kæru konu sem var ein af
þeim bestu manneskjum sem ég
hefi kynnst. Hrefnu, minni góðu
vinkonu, og öðrum afkomendum
Svövu bið ég blessunar og sendi
þeim innilegar samúðarkveðjur.
Perla Kolka '
Minning:
Pálmi S. Þórðarson
fv. útgerðarmaður
Fæddur 25. maí 1906
Dáinn 16. desember 1991
Nú er hann Pálmi afi minn dáinn
og kominn til guðs, foreldra sinna
og systkina. Afi var fæddur á Fá-
skrúðsfirði árið 1906 og voru for-
eldrar hans þau Þórður Árnason
_*verkamaður og Sigurbjörg Sigurð-
ardóttir, áttu þau alls 8 börn og
ólu upp 1 barn að auki en var hann
afí yngstur af þessum stóra hóp.
Afi var kvæntur Þóru Stefáns-
dóttur, f. 1. júlí 1910 en hún dó
fyrir aldur fram 30. nóvember 1948.
Eignuðust afí og amma 6 börn,
í þessari röð: Alma, Kolbrún, d. 21.
júlí 1937, Stefán, Gústaf, Sigur-
björg og Þórður. Afi var alla sína
ævi mjög kraftmikill dugnaðarmað-
ur. Hann var útgerðarmaður ásamt
bróður sínum Helga Þórðarsyni frá
árinu 1938-71. Skipstjóri var hann
■k bátunum Skrúð, Kötlu, Hafliða
og Hrönn en einnig áttu þeir bræð-
ur bátinn Sigurbjörgina. Þegar afi
hætti í útgerð hætti hann samt
ekki til sjós, hann var á hinum
ýmsu bátum alveg til ársins
1980-81. Afi var góður maður sem
vildi ávallt vera innan um ungt fólk
og hafði mikið gaman af að
skemmta sér. Á fimmtudeginum
áður en hann afi dó heimsótti ég
hann einu sinni sem oftar, og þá
var hann að tala um að við þyrftum
endilega að skreppa fljótlega á
kaffihús en svona var afi. En nú
fer hann á enn betri kaffihús en
ég get boðið honum upp á. Blessuð
sé minning hans afa.
Eg sigli yfir sæinn auða
seint gengur einum förin,
höfnin er hulin í Qarska
hafaldan lemur knörinn.
Hún sýnir mér hoifið til hafnar
á hafinu náttmyrka auða,
og byggir með brosgeisia veikum
brú yfir myrkur og dauða.
(Jónas Guðlaugsson.)
Helga Þórðardóttir
„Dýpsta sæla og sorgin þunga
svifa hljóðlaust yfir storð,“
(Ólöf Sigurðardóttir: Tánn.)
Fregnin um að afi, Pálmi Þórðar-
son, væri dáinn, kom eins og hálf-
gert reiðarslag yfir okkur, því sjúk-
dómurinn sem hijáði hann virtist
um stund vera á undanhaldi.
Öll viljum við fá sem mest út úr
lífinu og fylgjast sem best með því
sem geríst í kringum okkur, en þó
er líkt og við benimst með straumi
sem við ráðum ekki við.
Mörg okkar hafa litla mótspyrnu
gegn gruggugum flaumnum, svo
við týnumst eitt og eitt, en sumir
halda sér lengur í hálmstráið sem
vex meðfram bakkanum, hreinsast
og verða stórir og sterkir eftir.
ILann afi okkar barðist baráttu
sem fæst okkar fá að vita um, en
risti þó rúnir djúpt í sálina og mark-
aði sín spor í andliti hans, en í okk-
ar augum var hann sá stóri og
sterki.
Hann lýsti upp tilveruna þegar
hann stóð í dyrunum heima, heils-
aði með bros á vör og glampa í
augunum stóru, sem allt virtust sjá
og skilja. Okkur börnunum gaf
hann þá bestu gjöf seln hægt er
að fá, kærleika og öryggi og þann-
ig munum við varðveita minninguna
um hann afa.
Pálmi, Garðar,
Kjartan og Dana.
Guðbjörn Þorsteins-
son - Kveðjuorð
Hann Guðbjörn vinur okkar er
látinn. Þessi frétt barst okkur 6.
desember. Þótt við vissum að Guð-
björn hafði átt við þung veikindi
að stríða undanfarin ár, áttum við
ekki von á að hann hyrfi svo skjótt,
þar sem honum virtist líða betur
síðustu vikurnar.
Minningarnar hrannast upp.
Ógleymanlegar gleðistundir áttum
við á rausnarheimili þeirra hjóna,
Svanhildar og Guðbjörns, gegnum
árin.
Mörg voru ferðalögin um okkar
fagra land, upp til fjalla og út með
sjó, og alltaf var Guðbjörn sami
góði félaginn. Hagaði hann ferðinni
eftir veðri og vindum, enda veður-
glöggur með afbrigðum. Oft var
tjaldað á fögrum stað við læk eða
á og var þá grillið tekið fram og
Guðbjöm sjálfkjörinn matreiðslu-
maðurinn. Síðastliðin 9 ár höfum
við verið saman um hvítasunnu í
sumarbústað með þeim hjónum,
okkur til mikillar ánægju og upp-'
lyftingar. Fyrir allt þetta og mikið
meira verður seint fullþakkað.
Í ábyrgðarmiklu starfi sínu sem
skipstjóri var gæfan honum hlið-
holl. Hann missti aldrei mann eða
skip, og jafnan aflaðist vel á skip,
sem hann stýrði.
Við vottum honum virðingu okk-
ar og þakkir og biðjum honum
Guðs blessunar í nýjum heimkynn-
um.
Svanhildi konu hans, börnum og
bamabörnum, sendum við innilegar
samúðarkveðjur, því vissulega hafa
þau mikið misst.
„Vinur þinn er þér allt.
Hann er akur sálarinnar,
þar sem samúð þinni er sáð
og gleði þín uppskorin.
(Spámaðurinn)
Vinkonur
Guðni Þ. Guðmunds-
son - Kveðjuorð
Enn eitt skarð hefír verið höggv-
ið í raðir eldri starfsmanna Sjóvá
með fráfalli Guðna Þ. Guðmundss-
onar, sem lést þann 4. desember
sl. Útför hans var gerð frá Háalei-
tiskirkju þann 13. desember sl. að
viðstöddu fjölmenni.
Hann hóf störf hjá félaginu árið
1931, sem sendisveinn, varð síðan
gjaldkeri lengst af og síðustu árin
stjórnaði hann frá aðalskrifstofu
sambandi við umboðsmenn félags-
ins úti á landsbyggðinni.
Breytingar á skrifstofuhaldi vá-
tryggingafélaga á starfstíma hans
voru byltingarkenndar. Þær
spanna yfir allt frá pennanum til
tölvunnar. Á fyrstu árum sínum
sem gjaldkeri brunadeildar stjórn-
aði hann heilum her ungra drengja
sem ráðnir voru til innheimtu-
starfa, skammtaði þeim verkefni
að morgni, og tók við afrakstri
starfs þeirra að kveldi. Glugga-
umslögin voru þá ekki komin til
sögunnar og innheimta öll og sam-
skipti við viðskiptavini mun per-
sónulegri en nú til dags. Sem
vænta má höfðu drengirnir ekki
alltaf erindi sem erfíði og urðu þá
að tíunda fyrir Guðna gang sinna
erinda. Var þá gott að mæta föður-
legri umsjá hans og uppörvun um,
að betur mundi ganga næsta dag.
Málin sem þeir gátu ekki lokið
skildu þeir eftir hjá Guðna, sem
varð að leit annarra leiða til að
leysa þau, að meðfæddri lipurð og
umburðarlyndi, sem honum var
gefin og hann beitti af ljúfmennsku
við samstarfsmenn, jafnt og við-
skiptamenn félagsins.
Við gamlir samstarfsmenn
Guðna minnumst þess í gegnurn
árin, að drengirnir hans héldu
tryggð við hann sem fulltíða menn,
og ættu þeir erindi við Sjóvá, þá
fóru þeir ekki, án þess að heilsa
upp á Guðna og viðhalda þannig
vináttu við hann, rifja upp gamlar
minningar um samstarfið, sem án
efa hefir haft varanleg uppeldis-
áhrif á þá sjálfa.
Mestan hluta starfsævi sinnar
sinnti Guðni umfangsmiklu og eril-
sömu gjaldkerastarfi sem krafðist
nákvæmni, samviskusemi og ná-
inna samskipta við mikinn fjölda
fólks. Þessi störf leysti hann af
hendi með mikilli prýði. Fögur rit-
hönd og fullkominn frágangur á
bókhaldi voru einnig hans aðals-
ynerki
Síðustu starfsárin hafði Guðni
yfirumsjón með samskiptum aðal-
skrifstofu félagsins við umboð
þess. í því starfi voru fólgnar heim-
sóknir til umboðsmanna úti á landi
og' naut Guðni þeirra ferðalaga
mjög, enda stundum hægt að taka
stöngina með og renna fyrir fisk,
en stangveiði var hans mesta tóm-
stundagaman og maðurinn flínkur
að sveifla flugunni. í þjónustunni
við umboðsmenn nýttust hæfileik-
ar Guðna til fullnustu í öllum sam-
skiptum.
I því starfi var hann þegar hann
lét af störfum hjá Sjóvá fyrir
aldurssakir árið 1985 eftir að hafa
starfað fyrir félagið í 54 ár sam-
fellt. Slíkur starfsaldur hjá sama
aðila gerist nú næsta fátíður ef
ekki einsdæmi og lýsir einstakri
tryggð við vinnuveitandann og um
leið ánægju í starfi að því er ætla
má. Hann var einn örfárra starfs-
manna sem náði því á starfsævinni
að starfa með öllum framkvæmda-
stjórum félagsins frá upphafi til
sameiningar.
Fyrrum samstarfsmenn Guðna
geyma um hann ljúfar minningar
frá löngu og farsælu samstarfi.
Hann var drengur góður.
Eiginkonu, börnum, barnabörn-
um og stórum systkinahópi send-
um við innilegar samúðarkveðjur.
Gamlir samstarfsmenn í Sjóvá.
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og niinningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsíns í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrii’vara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.