Morgunblaðið - 25.01.1992, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992
15
Herbert Guðmundsson
„Einangrunarstefna
meirihluta stjórnar Fé-
lags íslenskra stór-
kaupmanna innan
heildarsamtaka við-
skiptalífsins og út á við
er í raun ekkert annað
en tilraun til þess að
drepa íslenskt viðskipt-
alíf í dróma (stinga
hausnum í sandinn) og
að fremja harakiri á
sinni eigin tilveru.“
kaupmenn og aðra verslunarrekend-
ur í íslensku viðskiptalífí, og að út-
hrópa Verslunarráð íslands sem
hækju hinna stóru, sérlega þeirra
sem skara fram úr í þjónusturekstri.
Harakiri
Þessi skyndilegu umskipti í mála-
rekstri FIS innan viðskiptalífsins
eiga sér ekki minna en dularfullar
forsendur. Látum það vera þótt engu
tauti yrði við komið í áframhaldandi
sameiginlegum skrifstofurekstri VÍ
og FIS. Félögin gátu þó skilið að
þeim skiptum út af fyrir sig. Hver
er þá ástæðan, sú raunverulega,
fyrir framferði meirihluta stjórnar
FÍS síðustu mánuði?
Ekki er nóg með að núverandi
formaður FÍS hafi legið óþreytandi
í því síðan í sumar að skilgreina
Verslunarráð íslands opinberlega
sem ófreskju í garð íslenskrar versl-
unar, heldur hefur hann líka stjórnað
skipulegri atlögu að Verslunarráðinu
með tilmælum um úrsagnir félags-
manna þess, jafnvel með sameigin-
legum texta og á úrsagnarlista, af-
hentum af starfsmanni FÍS.
í þessum darraðardansi hefur
Verslunarráðinu verið lýst sem óvini
verslunarinnar, ofurseldu stórfyrir-
tækjum og einkum stórum þjónustu-
fyrirtækjum, sem beita afli sínu inn-
an VÍ. Tæplega hefur Verslunarráð-
inu oft verið lýst fyrr jafn ranglega
og ódrengilega frá upphafí, fyrir 75
árum til nútímans.
Og hvers kyns er þessi aðför svo
eiginlega? Ráðandi forysta Félags
íslenskra stórkaupmkanna ræðst
upp úr rekstrarlegum vandamálum
að samstarfsaðila sínum og megin-
málsvara íslensks viðskiptalífs,
Verslunarráðinu. í 19 manna stjórn
Verslunarráðsins sitja 6 félagsmann
FÍS. Og í 5 manna framkvæmd-
stjórn Verslunarráðsins sitja 3 fé-
lagsmenn FÍS, undir forystu félags-
manna í FÍS sem jafnframt er for-
maður VÍ.
Á næsta tveggja ára tímabili á
undan voru bæði formaður og vara-
formaður Verslunarráðsins jafn-
framt félagar í FÍS.
í áratug hefur afl atkvæða innan
Verslunarráðsins ekki ráðið neinu
nema um stjórnarkjör. Og sagan
sýnir að þeir sem hafa sóst af verð-
leikum eftir stjórnarsestu hafa náð
kjöri og áhrifum, án valdbeitingar
af nokkru tagi. Stórkaupmenn,
kaupmenn, framleiðendur af öllum
toga og aðilar að þjónustu, hafa
mótað sameiginlega stefnu og störf
Verslunarráðsins, og notið þjónustu
þess inn á við og út á við. Verslunar-
ráðið hefur þannig þjónað tilgangi
sínum í áranna rás, í þágu frjálsra
og heilbrigðra viðskipta á öllum svið-
um íslensks viðskiptalífs, enda er
það tilgangur þess og lífsafl.
Það er vitanlega hörmulegt að
meirihluti kjörinna forystu eins
máttarstólpa félagasamtaka í við-
skiptalífinu, við hlið Verslunarráðs-
ins og innan þess, rói nú öllum árum
að því að ófrægja það, ófrægja eigin
félagsmenn í forystu þess, og draga
um leið værðarvoð yfír knýjandi,
sameiginleg viðfangefni.
Einangrunarstefna meirihluta
stjórnar Félags íslenskra stórkaup-
manna innan heildarsanitaka við-
skiptalífsins og út á við er í raun
ekkert annað en tilraun til þess að
drepa íslenskt viðskiptalíf í dróma
(stinga hausnum í sandinn) og að
fremja harakiri á sinni eigin tilveru.
Höfundur er félagsmálastjóri
Verslunarráðs íslands.
Ásgrímssafn:
Breytingar á
sýningartíma
SAFN Ásgríms Jónssonar hefur
verið lokað í desember og verður
lokað í janúar. Frá 1. febrúar
verður safnið hins vegar opið á
laugardögum og sunnudögum
frá klukkan 13 til 16, en hópar,
sem óska eftir að koma á öðrum
tíma, geta haft samband við safn-
vörð.
í vetur verður sýning á ævintýra-
og þjóðsagnamyndum. eftir Ásgrím
Jónsson í safni hans að Bergstaða-
stræti 74. Við val verka á sýning-
una var m.a. haft í huga að börn
gætu haft gagn og gaman af henni.
---------«------
Leiðrétting
Nokkrar villur slæddust inn í frétt,
sem birtist á miðsíðu Morgunblaðs-
ins í gær, þar sem skýrt var frá
stofnun íslenskrar verslunar. Þar
átti að standa að Kristján Einarsson
væri stjómarmaður fýrir Rekstrar-
vörur, en ekki Heklu hf. Því er
hann fulltrúi FÍS, en ekki BGS. Þá
féll niður nafn Ragnars Ragnars-
sonar frá Jöfri hf. en hann er full-
trúi BGS og nafn Sigfúsar Sigfús-
sonar fará Heklu, sem einnig er
fulltrúi frá BGS.
♦ ♦ ♦--
■ SOVÉSK verðlaunamynd frá
árinu 1977 verður sýnd í bíósal
MIR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag
26. janúar kl. 16. Þetta er myndin
Uppgangan sem gerð var undir
stjórn Larissu Shepitko. Kvik-
myndin lýsir atburðum sem gerðust
í skóglendi Hvíta-Rússlands fyrir
réttum 50 árum, veturinn 1942.
Hópur skæruliða hefur orðið að leita
langt inn í skóginn ásamt fjölskyld-
um sínum undan hersveitum Þjóð-
veija. Vetrarhörkur eru miklar og
vistir á þrotum. Tveir karlmenn úr
hópnum eru sendir eftir mat. Fylgst
er með ferð mannanna í hörku-
frosti og ófærð og hvernig þeir
bregðast misjafnlega við því sem
að höndum ber, annar vinnur hetju-
dáð sem kostar hann lífið, hinn
gerist svikari og bindur enda á eig-
ið líf. Rússneskt tal, enskur texti.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
KAUPIN
í grillsteikum
Nautasteik...........kr. 790,-
m/bak. kartöflu, kryddsmjöri og hrásalati
Lambagrillsteik......kr. 790,-
m/sama
Svínagrillsteik......kr. 760,-
m/sama
ÚTSALA - ÚTSALA
Stórkostlegt úrval af stökum
teppum og mottum
Sérverslun með mottur og teppi