Morgunblaðið - 25.01.1992, Síða 31

Morgunblaðið - 25.01.1992, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANUAR 1992 31 Dulitlir nýársþankar um nýlist, listfræðinga o.fi. eftir Guðmund Guðmundarson Þögnin getur stundum verið býsna hávær. Sýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar í Listasafni Islands var og er talin mikill listviðburður. Bragi Ásgeirsson — sá slyngi gagn- rýnandi og myndlistarmaður — skrif- aði heila síðu í Morgunblaðið, án þess að dæma nokkurt einstakt verk. Þegar maðui- hafði skoðað hug- ljúfa sýningu á myndlist Muggs á 1. hæð (26.000 gestir) munu flestir hafa gengið upp á efri hæðina, þar sem var sýning á ljósmyndaverkum hins mikla frægðarmanns Sigurðar Guðmundssonar. Á önnur verk Sig- urðar legg ég engan dóm. Þau eru hafin upp til skýjanna af ýmsum. Um leið og gengið var inn í salinn trónaði á miðju gólfi mikil ljósmynd í svörtum, þykkum ramma. Ég ætl- aði varla að trúa eigin augum, þegar við mér blasti mynd af séníinu sjálfu, þar sem það sat á klósetti með allt á hælunum — að mér fannst furðu glaðbeitt á svipinn miðað við aðstæð- ur — eins og það vildi segja: Já, bless- uð gjörið svo vel, þótt ég sé dálítið vant við látinn á klóinu í augnablik- inu, en hér eru líka margar fleiri markverðar uppstillingar — allar af mér sjálfum að sjálfsögðu. Já, já, blessuð skoðið ykkur um og verið velkomin! Gaman, gaman. Ég sé ekki ástæðu til að ljalla mikið um hinar ljósmyndirnar en þar gat að líta séníið með þvotta- klemmu á nefinu, sem vafalaust er mjög frumlegt og á öðrum stað var mynd með texta: „Að hringja í Önnu og pissa í könnu“. Sigurður hélt á símtólinu upp að eyranu með vinstri hendi og hlandkannan var einnig rétt staðsett í hægri hendi. Á maður að falla í stafi af aðdáun á þessum listaverkum eða er verið að hafa sýningargesti að fíflum? Þegar þessir dularfulli listamaður kýs að beita hæfileikum sínum með þessum hætti, þorir enginn svo mik- ið sem að hósta! Grafarþögn listfræðinganna verð- ur býsna hávær. En þarna töluðu ljósmynda-lista- verkin sjálf sínu máli og margir höfðu ekki við að trúa að þama væri falinn vonarneisti nýrrar listsköpunar. Það er hins vegar staðreynd að alls konar nýlist er látin blómstra í Listasafni íslands og mörgum gleym- ist ekki ræfilslegt strauborð með drulluskítugu áklæði og neon-lampa til að lýsa herlegheitin, svo allt njóti sín sem best. Það er í felum eins og stendur en prísinn var mjög hár eins og sönnu nýlistarverki sæmdi! Kjarvalsstaðafælni Á sl. ári gustaði all mjög um Kjar- valsstaði, vegna ofdekurs við nýlist- ina. Þegar Yoko Ono fékk geysilega aðsókn (með allt sitt vafasama drasl), vegna fjölmiðlagauragangs og áhuga á popp-goðinu Lennon, þá gerðist það að mjög margir sýningargestir, sem voru talsvert á þriðja tug þús- unda, fengu víst eins konar aðkenn- ingu að andlegu ofnæmi fyrir nýlist- inni, sem kalla mætti Kjarvalsstaða- fælni og láta ekki plata sig þangað auðveldlega. Aðsóknin hrundi rækilega, þegar pökkunarmeistarinn mikli Christo sýndi 12 skítugar og ryðgaðar olíu- tunnur og fjórar innpakkaðar ásamt ljósmyndum af alls konar listaverk- um. Þetta var talinn heimsviðburður! Guðmundur Guðmundarson „Eg hef heyrt og lesið um að hámenntaðir list- fræðingar í Skandinav- íu séu að gera ýmsar þekktar sýningarhallir að eins konar nýlistar- grafhýsum með hrun- inn fjárhag og aðsókn nálægt núllinu. Nú er þessi flensa farin að grassera hér.“ Það væri full ástæða til að óska eftir stuttri greinargerð um sýningu Kjarvalsstaða 1991 um aðsókn, tekj- ur og gjöld á einstakar sýningar. Ekkert pukur! Spilin á borðið! Nýlega var svo ívari Valgarðs- syni, sem er víst óumdeilt séní í ný- listinni, boðið að sýna í aðalsalnum og var það að sjálfsögðu rökrétt framhald þeirrar lönguvitleysu ný- listar, sem þarna virðist sífellt á boð- stólum. Hann stundar svokallaða „naumhyggju" og lét hann sér nægja að stafla upp á miðju gólfi gangstétt- arhellum, nokkrum gulum málning- ardósum og hlaða upp við vegg timb- ur-battningum. Listaverkin „voru knöpp í einfaldleik sfnum og féllu vel að umgjörð sinni“, að sögn list- fræðinga. Enn glutraðist aðsóknin niður á neðsta þrep, enda skilst mér að listfræðingar telji, að sýning- argestir þurfi að fara á námskeið til að geta skilið marga þá undramenn, sem gista einna mest Kjarvalsstaði á síðustu tímum. Því miður óttast ég að slík námskeið yrðu ekki fjöl- sótt fremur en sýningamar. Hins vegar er það stóralvarlegt mál að Kjarvalsstaðafælni er orðin grasserandi meðal almennings. Um listfræðinga o.fl. Þar sem ég hef ekki vit á mynd- list umfram venjulegt fólk ómenntað í þeirri grein, þá langar mig til að vitna aðeins til tveggja óumdeildra myndlistarmanna, sem hafa að sögn ekki verið hallir undir neina pólitík, rekist illa þegar menningarvitar og listfræðingar eru annars vegar með sína skólalærðu speki. Fyrst Einar Hákonai-son. í gömlu viðtali við Gísla Sigurðsson í Lesbók og grein í Morgunblaðinu nýlega segir m.a.: „Þegarég var skólastjóri Handíða- og myndlistaskólans var forskólinn í lagi en strax á öðru ári fara nem- endur að líta á sig sem listamenn og ég get ekki betur séð en náminu sé þá lokið ... átök urðu í skólann út af því að ég vildi að nemendur lærðu ákveðin grundvallaratriði myndlistar. Þau átök eru venjulega kennd við svokallaða nýlistardeild ... Nú er þetta orðinn sandkassaleikur, þar sem hver gerir það sem honum sýnist og ég get ekki séð neina ástæðu til að kosta kennara til að líta eftir þessu föndri ... Þar að auki eru nú sumir þeir sem eiga að heita kennarar útskrifaðir úr nýlistardeild- inni, þar sem öllum hefðbundnum lærdómi var hafnað, svo þeir kunna nú heldur lítið sjálfír. Én það fer ugglaust vel á því að blihdur leiði blindan ... skólinn alltof stór ogþyrfti að sigta frá miklu fleiri á inntöku- prófínu. Að útskrifa 40-50 nenendur á ári er bara út í loftið. Reynslan sýnir að af þeim eru aðeind 2 eða 3, sem ná einhveijum árangri ... Hins vegar telja fíestir sig fulll’æra og ýmsir hætta í námi af því þeir telja sig fullnema og þyrftu að drífa sig í að halda sýningu. “ Að sjálfsögðu kallar slík hrein- skilni á hörð mótmæli og skammir, þótt ég efíst ekki um, að hér er ver- ið að stinga á kýli sem er enn í vexti, án þess að menn geri sér grein fyrir ofdekrínu við ræfíldóm og sýnd- armennsku líkt og í ljóðagerðinni. Að sjálfsögðu ryðjast ýmsir fram á sviðið til að svívirða Einar fyrir hrein- skilnina. Mér finnst full ástæða til að þakaa honum heilshugar fyrir holla hugvekju. Í gamalli grein í Morgunblaðinu segir Kjartan Guðjónsson listmálari: „Listamenn eru tvennskonar, fjöl- miðla-listamenn, sem ekki myndu lifa af daginn án pressunnar, og hinir. Það verður mestur hávaðinn í kring- um þá fyrrnefndu ... og svo er þessi formáli (að prógrammi á yfírlitssýn- ingu Kjaitans), sem égkaus að skrifa sjálfur. Ekki get ég leitað til sérfræð- inga um „fræðilega úttekt“ þar sem ég held að ég sé búinn að móðga þá velflesta með því að bera þeim á brýn kjaftavaðal... Hræðsla ogsnobb hér á landi við listfræðinga er að verða að þjóðarböli Orð í tíma töluð! Ég hef heyrt og lesið um að há- menntaðir listfræðingar í Skandi- navíu séu að gera ýmsar þekktar sýningarhallir að eins konar nýlistar- grafhýsum með hruninn fjárhag og aðsókn nálægt núllinu. Nú er þessi flensa farin að grassera hér. Ég held þess vegna að menningarmálanefnd Kjarvalsstaða og einræðisherrann þar ættu að hyggja vel að gangstétt- arhellunum í kringum þá veglegu byggingu en vera ekki að brölta í því að flytja þær inn á mitt gólf í aðalsal. Gleðilegt nýár! Höfundur er framkvæmdastjóri í Reykjavík. Samstarf óskast Óskað er eftir samstarfi við dugmikinn og ábyrgan aðila, er starfa vill við innflutning. Um er að ræða allt að helmings eignaraðild í fyrirtæki er starfar við mjög sérstæðan og arð- bæran innflutning. Lysthafendur vinsamlegast sendi inn tilboð merkt: „Samstarf - 13763“ á auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. janúar, er greini frá nafni og síma- númeri. Fullum trúnaði heitið og öllum tilboðum svarað. Húsbmienúur - arkitektar h Iméttmaúagar H.K. innréttinga 25. ian.-2. fet. Ertu að byggja eða ætlarðu að endurnýja innréttingarnar? Við kynnum á sýningu okkar um helgina 16 nýjar hurðagerðir á innréttingar okkar. I fulningahurðum kynnum við 5 nýjar gerðir. í plastlögðum hurðum með viðarkanti 7 nýjar gerðir. í viðarhurðum 4 nýjar gerðir. Á öllum þessum gerðum er hægt að fá allt tréverkið í stfl. H.K. tréverk hækkar fasteignaverð. Við hönnum meó þér Innanhúsarkitekt til aðstoóar Sýning um helgina og næstu helgi. Opið laugardag frá kl. 10-18. Sunnudag frá kl. 13-18. H.K. INNRÉTTINGAR, Dugguvogi 23, 104 Reykjavík. Sími 35609, myndsendir 679909. - Geymið auglýsinguna - Lopi, band, bómuUarpeysur, ullarpeysur, værdarvoðir, fínullamærföt Opið daglega frá kl. 10.00-18.00, einnig sunnudaga. Sendum í póstkröfu, símí 91 -666303. UTSALA »hmimél^P SPORTBÚÐIN Ármúla 40, sími 813555 Opió laugardag frá kl. 10-16 20-50% afslátlur Dæmi um veró: Áóur kr. Nú kr. Barnaúlpa 6.490,- 3.990,- Fullorðinsúlpa 8.990,- 5.990,- íþróttagallar 6.990,- 3.990,- Rúskinnsskór 32-46 4.490,- 2.990,- Tvískiptir skíóagallar barna 9.290,- 4.990,- Samfestingar LUTHA 24.900,- 17.900,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.