Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1992 Fréttastj óraskipti á Stöð 2: Ing'vi Ilrafn tckur við af Sigurveign Fréttastjóraskipti verða á Stöð 2 um næstu mánaðamót og tekur Ingvi Hrafn Jónsson þá við stöð- unni af Sigurveigu Jónsdóttur. Að sögn Páls Magnússonar, sjón- varpsstjóra Stöðvar 2, hefur Sig- urveig tekið tilboði um annað starf á vegum íslenska útvarps- félagsins, en að svo stöddu verð- ur ekki gefið upp hvað það starf er. Sigurveig Jónsdóttir mun taka við hinu nýja starfi 1. aprfl nk. Hún tók við fréttastjórastarfinu af Páli Magnússyni í júlí 1990, en var áður aðstoðarfréttastjóri. Sigurveig Jónsdóttir segir að henni hafi boðist betra starf sem henni lítist ágætlega á. „Ég er þar að auki búin að vinna héma á fréttastofunni í fimm og hálft ár og því kannski kominn tími til að breyta aðeins til,“ segir Sigurveig. „Það er mikið álag á manni í þessu starfí og þegar tækifærið bauðst til að breyta til ákvað ég að taka því.“ Ingvi Hrafn Jónsson var um þriggja ára skeið fréttastjóri á Sjón- varpinu en hætti þar störfum í lok nóvember 1988. „Þetta leggst ágætlega í mig og ég álít að á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar sé stór hópur af hæfíleikafólki saman kominn og ég hlakka mikið til þess að byija að vinna með þessu fólki,“ segir Ingvi Hrafn. Hann segir að tíminn verði að Ieiða það í ljós hvort einhveijar breytingar verði gerðar á fréttastof- unni. Ingvi Hrafn hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu fyrirtækisins Eðalfísks í Borgamesi sem og við markaðssetningu afurða þess í Bandaríkjunum, en hann er einn eigenda þess. „Ég mun að sjálf- sögðu fylgjast áfram með velferð fyrirtækisins og það tók mig hart- nær tvær vikur að svara Páli Magn- ússyni en ég komst að þeirri niður- stöðu að það væri ennþá það mikill fréttamaður í mér að ég væri tilbú- inn að deila honum með öðmm í einhvem tíma,“ segir Ingvi Hrafn. Morgunblaðið/Aðalheiður Félagar í björgunarsveitinni á Hellu koma hinum slasaða fyrir í sjúkrabfl sem flutti hann á slysa- deild Borgarspítalans. Ferðalangar á jeppum fund- ust eftir leit á Dómadalsleið Vélsleðamaður slasaðist er hann ók fram af hengju Hellu. KOMIÐ var til byggða í gærkvöldi með mann sem slasaðist í Jökuldölum á laugardag. Þá fundust í gærkvöldi sex ferðalang- ar, sem dvalist höfðu í Landmannahelli, en annar bíll þeirra hafði bilað. Um kl. 19 á sunnudagskvöldið barst flugbjörgunarsveitinni á Hellu beiðni um aðstoð frá hópi vélsleðamanna, sem staddir vom í Jökuldölum skammt frá Land- mannalaugum. Hafði einn mann- anna fallið fram af snjóhengju og slasast á baki. Það var 14 manna hópur á sex jeppum sem hélt í helgarferð í Jökuldali og hugðist dvelja þar fram á sunnudag. Ekið var að Sigöldu þar sem jeppamir vom geymdir, en síðan ekið á vélsleð- um að skála í eigu hópsins um 40-50 km leið. Dvaldi hópurinn í góðu veðri um helgina í Jökuldöl- um. Um hádegi á sunnudag þeg- ar hópurinn var að tygja sig til heimferðar varð það óhapp að einn sleðanna féll fram af snjó- hengju, en ökumaðurinn hafði verið að aðstoða félaga sinn sem festi sleða sinn í skafli skammt frá skálanum. Flugbjörgunar- sveitinni á Hellu barst beiðni á sunnudagskvöld um að aðstoða fólkið við að koma hinum slasaða til byggða, þar sem hann treysti sér ekki til að sitja á sleða aftur til Sigöldu. Tók það björgunar- sveitarmennina um tíu klukku- stundir að komast þessa 40-50 km leið, og urðu þeir að láta fyrir- berast í snjóbílnum á fímmta tíma í aftakaveðri um nóttina. Voru þeir komnir að skálanum um há- degið í gær, og til baka að Sig- öldu kl. 19 í gætkvöldi þar sem læknir og sjúkrabíll tóku á móti hinum slasaða. Var hann fluttur á slysadeild Borgarspítalans, en ekki var talið að um alvarleg meiðsl hafi verið að ræða. Um miðjan dag í gær þegar þetta útkall stóð sem hæst barst flugbjörgunarsveitinni beiðni um að svipast um eftir sex mönnum á tveimur jeppum sem dvalið höfðu í Landmannahelli, og var síðast vitað um ferðir þeirra á sunnudaginn. Hafin var leit í gærkvöldi ásamt björgunarsveit- inni Dagrenningu á Hvolsvelli, og fundust mennirnir heilir á húfí í öðrum bflnum á Dómadalsleið upp úr kl. 21. Þeir höfðu lent í vand- ræðum með annan jeppann, sem affelgaðist á einu dekki. Var þeim veitt aðstoð við að koma bílunum til byggða. AH Fárviðri um allt land: Emi dýprí lægð er á leiðinni KRÖPP lægð gekk yfir landið aðfaranótt mánudagsins og olli óveðrið nokkru tjóni, einkum sunnanlands. Óveðrinu fylgdu þrumur og eldingar. Upp úr hádegi í gær var farið að hvessa norðan- og austanlands. Von er á annarri enn dýpri lægð, eða um 950 millibör. Fara skilin yfir landið fyrir hádegið með austan hvassviðri eða stormi, og snjó- komu eða slyddu sunnan og vest- anlands. Spáð er hægri sunnan- átt með skúrum eða slydduéljum upp úr hádeginu. Meðalvindhraði var rúmir 80 hnútar í Vestmanpaeyjum, en 60 hnútar eru fárviðri. Vitað var um hviður sem náðu allt að 105 hnúta hraða. Jámklæðning fauk af Fiski- mjölsverksmiðjunni í Eyjum og vinnupallar hrundu við fjölbýlishús á Hásteinsvegi. í Keflavík hrundu einnig vinnupallar og lentu þeir á tveimur olíubílum sem skemmdust nokkuð. Rafmagn sló út víða sunnan- lands og að sögn Örlygs Jónasson- ar, rafveitustjóra á Hvolsvelli, varð nokkuit tjón er eldingum sló niður f spenna. Rafmagn var komið á víðast í gær en þó voru sveitabæir í Landsveit enn án rafmagns. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði að óveðrið hefði gengið yfír mestanhluta landsins en Vestur- land og Vestfirðir hafí sloppið einna best. Búist er við að næsta lægð verði gengin yfír landið undir kvöld, en þó fer það eftir því hvar miðju lægðarinnar ber niður. Færð spilltist ekki að ráði í þessu áhlaupi, að sögn Vegagerðarinnar. Hins vegar varð töluverð röskun á millilandaflugi hjá Flugleiðum. Tveimur vélum sem komu frá Orl- ando og Baltimore í Bandaríkjun- um var snúið frá landinu í gær- morgun og þeim lent í Glasgow. Þaðan var flogið með farþega til Reykjavíkur síðar um daginn. Allt flug innanlands féll niður eftir kl. 16 á sunnudag og fram eftir degi í gær. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ um stöðuna í kjaramálum: Piltar fóru niður um ís á Rauðavatni TVEIR unglingspiltar féllu niður um ísinn á Rauðavatni í gærkvöldi er þeir voru þar á vélsleða. Voru þeir fluttir á slysadeild Borgarspítala þar sem þeir voru talsvert blautir en ekki var um nein meiðsl að ræða. Þetta er í annað skipti á örfáum dögum sem vélsleða- menn fara niður um ís en að sögn lögreglu er ís á vötnum í nágrenni Reykjavíkur alls ekki heldur og því vara þeir sleðamenn við að fara út á vötnin. Landssambönd athuga mögnleika á aðgerðum Vilji hjá félögum í VMSÍ að leita eftir samstöðu með öðrum um aðgerðir ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands Islands, segir að komi ekki fljótlega eitthvað út úr þeím samningaviðræðum sem staðið hafa yfir að undan- förnu sé ekki um annað að ræða fyrir verkalýðshreyfinguna en - að fara að huga að því að skipu- leggja aðgerðir til þess að knýja á um niðurstöðu. Með hvaða hætti það verði gert sé hins veg- ar óljóst ennþá. Landssambönd ASI muni skoða það hvert fyrir sig hvað eigi að vera fyrsta skref komi til aðgerða og hvað komi í kjölfarið dugi það ekki til að samningar náist. Fyrsti samningafundur Alþýðu- íslenska álviðræðunefndin í London: Staðan í álniálinu rædd ÍSLENSKA álviðræðunefndin ræddi í gær við forstjóra Atlantsáls- fyrirtækjanna þriggja á fundi í London. „Þetta er yfirlitsfundur til að ræða stöðuna í málinu, meta horfur og ræða tímaáætlanir," sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en fundinum í London var þá ekki lokið. Iðnaðarráðherra sagði að und- anfamar vikur hefði verið unnið að lokagerð samningsins um álver á Keilisnesi í öllum greinum, og nokkurn veginn væri búið að ljúka öllum tæknilegum málum. „Stóra spumingin er hvenær fært verður að hefja framkvæmdir, og hvaða breytingar frestunin þýðir á ýms- um þáttum þessa samnings. Það var einmitt verkefni þessa fundar að meta stöðuna í málinu og meta horfumar í áliðnaðinum og þar með í þessari framkvæmd," sagði hann. sambandsins með vinnuveitendum eftir að kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara var haldinn í gær og hefur annar fundur verið boðað- ur á morgun klukkan 14. Fram- kvæmdastjórn Verkamannasam- bands íslands kom saman til fund- ar í gær fyrir samningafundinn og var þar kynnt niðurstaða funda- ferðar sem forystumenn sambands- ins hafa átt með stjórnum og trún- aðarmannaráðum félaga í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, sagði að á fundunum hefði komið fram vilji til að leita eftir samstöðu við önnur félög og landssambönd um aðgerðir fari ekki að komast hreyfíng á viðræður um nýja kjara- samninga, en samningar hafa verið lausir frá því um miðjan september í haust. „Niðurstaðan úr þessari funda- herferð okkar er að fólk vill að það verði kannað alvarlega um sam- stöðu innan launþegahreyfíngar- innar um aðgerðir og það var ákveðið á framkvæmdarstjómar- fundinum að við kynntum þetta fyrir öðrum landssamböndum í dag (í gær) á fundunum hjá sáttasemj- ara og þau eru að meta sína stöðu með tilliti til þessa,“ sagði Björn Grétar. Hann sagði að fólk legði mikla áherslu á að það yrði breið samstaða um þessar aðgerðir og talað hefði verið um að þær yrðu tímabundnar í fyrstunni ef til kæmi. Ásmundur sagði að á fundinum í gær hefðu komið fram sömu rök og áður hjá atvinnurekendum um að þeir væru ekki tilbúnir til að samþykkja aukin útgjöld fyrir at- vinnureksturinn. Það hefði einnig komið fram að þeir teldu gengisfell- ingu enga lausn á þeim vanda sem við væri að glíma. Til að gengi saman með aðilum yrðu atvinnu- rekendur að koma til móts við kröf- ur verkalýðshreyfingarinnar, vextir yrðu að lækka og ríkisvaldið yrði að endurskoða afstöðu sína í ýms- um málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.