Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1992 23 Morgunblaðið/Rax Guðbjörgin kemur inn til hafnar á Isafirði. I brúnni sjást, annar frá vinstri, er Guðbjartur Asgeirsson skipsljóri en í öðrum gluggum fylgjast skipbrotsmenn af Kross- nesinu með þegar Guðbjörgin leggst að. Aldrei komið með jafn dýrmætan farm að landi - segir Guðbjartur Ásgeirsson, skipstjóri á Guðbjörgu ÍS-46 Isafirði. „Oft hefur nú Guðbjörgin komið með verðmætan farm að landi, en aldrei sem nú,“ sagði Guðbjartur Asgeirsson skipstjóri við frétta- ritara þegar hann kom til hafnar í fyrrakvöld með 8 skipverja af Krossnesinu, eftir að hafa bjargað þeim úr tveim gúmmíbjörgunar- bátum á slysstað. „Fyrsti stýrimaður, Runólfur Pétursson, var í brúnni og var að enda við að kasta, þegar hjálpar- beiðnin barst. Hann byrjaði strax að spóla inn trollinu og kallaði á mig upp. Það var um það leyti sem ég kom í brúna andartaki seinna, að Krossnesið fór að dofna á radar- skerminum og datt svo út. Strax og við höfum náð inn trollinu skut- um við upp hvítum leitarljósum og fengum strax svar frá blysum í bátunum. Við vorum ekki nema um 800 faðma í burtu svo það var ekki löng stund þar til við komum að bátunum tveim. Við lögðum að fyrri bátnum og og náðum þaðan um borð einum manni, fórum svo rakleitt að hinum og tókum um borð hina sjö. Það gekk mjög vel, enda var ágætis veður og við gátum tekið þá inn um dyr á stjórnborðs- síðunni. Einn þeirra hafði hlotið höfuðhögg og blæddi úr honum. Stýrimaðurinn saumaði sárið og hreinsaði og þótti læknum engin ástæða til að bæta þar um betur eftir að í land var komið. Á meðan náði Sléttanesið níunda manninum úr sjónum. Ég hafði samband við Landhelg- isgæsluna um farsíma klukkan 8.04 og var síðan í stöðugu sam- bandi við hana. Það varð svo úr að ég tók að mér að stjórna leit þeirra 26 togara sem voru þarna í nágrenninu og komu allir strax til hjálpar. í samráði við Landhelg- isgæsluna, sem lagði til upplýs- ingar um strauma og hugsanlegt rek, var svæðið kembt allan dag- inn. Töluvert var af braki úr skip- inu, fiskikassar, trollpoki og ýmis- legt smádót.“ Lík eins mannanna sjást Leitin að þremenningunum bar ekki árangur í fyrradag og í gær voru ekki skilyrði til leitar. Um klukkan tíu á sunnudagsmorgunn, tveimur tímum eftir að Krossnes sökk, sáu togararnir lík eins mannsins á floti í sjónum. Haffari frá Súðavík bar beðinn um að ná honum um borð en maðurinn sökk þegar þeir voru að reyna að ná til hans. Það gekk á með dimmum éljum, en var nokkuð stillt og bjart á milli, svo aðstæður til leitar virtust nokkuð góðar. Stjórnstöð slysavarnadeildanna á ísafirði var mönnuð allan daginn og sendi hún björgunarbátinn Daníel Sigmundsson til móts við Sléttanesið, með lækni, en ekki var talið ráðlegt vegna veðurs að lækn- irinn færi um borð og fylgdi björg- unarbáturinn Sléttanesinu til hafn- ar í Boiungarvík. Miklar bollaleggingar hafa verið um með hvaða hætti skipið sökk. Guðbjartur sagði það illskiljanlegt, Guðbjartur Ásgeirssou stjóri á Guðbjörgu IS. en hann taidi ólíklegt að sjór hefði komist á millidekk með þessum afleiðingum eins og talað hefur verið um. Millidekkið í Krossanesinu er aðeins lítið aðgerðarpláss aftast, en síðan tekur lestin við og nær upp að dekki, sem er frekar óvenju- legt í íslenskum skuttogurum. SJOMANNANNA AF KROSSNESI SH-308 LEITAÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir staðinn þar sem Krossnes SH-308 sökk snemma á sunnudagsmorgun. Fiskikassar úr skipinu fljóta um staðinn þar sem það lagðist skyndilega á hliðina og sökk. Neðst á myndinni má greina hvar olía úr tönkum Krossness flýtur á sjónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.