Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 SJOSLYSIÐ A HALAMIÐUM Eini möguleikinn til að ná honum um borð - segir Bergþór Gunnlaugsson sem kastaði sér fyrir borð á Sléttanesi til að bjarga skipverja af Krossnesi ísafirði. Frá Helga Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „ÉG TEL að þetta hafi verið eini möguleikinn til að ná honum um borð. Flotg-allinn var fráflaksandi og maðurinn orðinn mjög þrekað- ur. Hann gat enga björg sér veitt í sjónum, gat ekki einu sinni talað og umlaði bara þegar ég kom að honum,“ sagði Bergþór Gunnlaugs- son, annar stýrimaður á Sléttanesi ÍS 808 frá Þingeyri, en hann fleygði sér í sjóinn til að bjarga Garðari Gunnarssyni skipveija á Krossnesi. Garðar hafði verið 20 mínútur eða hálftíma í sjónum, blautur í flotgalla sem hann náði ekki að renna upp, og var auk þess fótbrotinn. „Veðrið var ekki slæmt, en það var kvika og myrkur. Við sáum fyrst galla á fioti sem reyndist mannlaus og stuttu seinna birtist annar og var Garðar í honum,“ sagði Bergþór. „Það er eiginlega röð tilviljana sem veldur því að við rákumst þarna á manninn. Skipstjórinn manúeraði að honum þannig að það var orðið styttra í hann. Síðan henti ég mér frá borði með taug og Markúsarne- tið og synti að honum,“ sagði hann. Bergþór sagði að Garðar hefði ekki náð að renna upp rennilásnum á fiot- gallanum og gallinn því verið fullur af sjó og Garðar orðinn kaldur. Hann hefði verið orðinn þrekaður og ekk- ert getað gert, ekki einu sinni talað, þegar hann komst til hans, aðeins umlað. Hann hefði þó verið með meðvitund allan tímann. Eina ráðið að hifa hann í flotgaUanum „Hann var 20-30 metra frá bak- borðssíðunni. Ég tók hann fyrst björgunarsundtaki og kallaði á strák- ana að draga mig að borði og náði honum þannig nær skipinu," sagði Bergþór. Hann kallaði háseta, Halld- ór Lárus Sigurðsson, til sín í sjóinn. „Þegar ég kom að síðunni var ég hræddur og farinn að hugsa um það hvernig í ósköpunum væri hægt að koma manninum um borð. Þegar átti að grípa til Markúsametsins var það allt orðið flækt utan um fæturn- ar á mér. Ég hefði aldrei getað kom- ið honum í það. Eina ráðið var að hífa hann í flotgallanum. Ég tók við króknum og setti hann niður við hlið- ina á okkur á meðan við smelltum sáman lykkju sem er framan á þess- um björgunargöllum. Það var velta á skipinu, ég fylgdist með kvikunni og smellti síðan króknum á við réttar aðstæður. Kranamaðurinn dró bó- muna að og dró Garðar síðan upp með síðunni. Þetta gekk vel fyrir sig,“ sagði Bergþór. Þrekið búið Bergþór var orðinn mjög þrekaður þegar búið var að ná slasaða mannin- um upp úr sjónum. Hann sagðist hafa verið búinn að ná handfestu á leiðaranum við dymar á síðunni en ekki náð að hífa sig uppúr. Hann hefði heldur ekki fundið fyrir þrepun- um fyrr en skipverjar á Guðbjörginni lýstu upp með kastara og þá hefðu skipgfélagamir náð taki á honum og kippt innfyrir. „Átökin tóku mikið á mig, allt þrek var búið og ég lá bara á dekkinu þegar ég komst um borð,“ sagði Bergþór. Hann sagðist þó hafa haldist þurr og því ekki verið kalt. Hann sagðist hafa haft um annað að hugsa en klukkuna og vissi því ekki hvað hann hefði verið lengi í sjónum. Bergþór sagði að tryggingamál hefðu ekkert komið upp í hugann á meðan á björguninni stóð, en fram hefur komið að skipverji á Oskari Halldórssyni sem slasaðist við það að kasta sér í sjóinn hefur ekki talið sig fá sanngjarnar bætur. Bergþór sagði að þetta mál hefði komið upp eftir á, þá hefðu strákamir farið að ræða það. Þetta er í fyrsta skipti sem Bergþór bjargar mannslífí. „Vonandi þarf maður ekki að gera það aftur,“ sagði hann. Markúsarnetið kom ekki að notum Bergþór sagði að Markúsametið kæmi ekki að notum við svona að- stæður og það gæti verið hættulegt. Menn fæm út með fljótandi spotta á eftir sér og í öldugangi gæti það flækst. í þessu tilviki hefði hann verið hættur að getað athafnað sig með manninn í sjónum. Hins vegar hefði Björgvinsbelti komið sér vel þama. Hægt hefði verið að smokra lykkjunni undir hendurnar á mannin- um og hífa báða um borð í einu. „Ég hefði kannski verið fimm mínútum fljótari að ná honum upp með Björg- vinsbelti," sagði Bergþór. Taldi hann ráðlagt að fá Björgvinsbeltið í alla togara, jafnvel í staðinn fyrir Mark- úsametið. Bergþór sagði að fræðslan í Slysa- varnaskóla sjómanna hefði komið sér vel við meðhöndlun á sjúklingnum þegar búið var að ná honum um borð. Þá hefðu reglulegar björguna- ræfíngar um borð gert menn ömgg- ari við björgunarstörfin. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Bergþór Gunnlaugsson, annar stýrimaður á Sléttanesi, við flotgall- ann, sem Garðar Gunnarsson, skipverji á Krossnesi var í þegar Bergþór bjargaði honum úr sjónum. Skipverjar á Sléttanesi skáru gallann í sundur, til að ná Garðari úr honum. Kristján Jóns- son, flugmaður á Fokker-flug- vél Landhelgis- gæslunnar og Benóný As- grímsson, þyrluflugstjóri, tóku þátt í leit að skipverjun- um þremur, sem saknað er eftir að Kross- nes sökk á Halamiðum á sunnudags- morgun. Sæmileg skilyrði til leitar úr lofti - segir Kristján Jónsson flugmaður á Fokker-vél LHG „SKILYRÐI til leitar úr lofti voru sæmilega á Halamiðunum þegar við flugum yfir leitar- svæðið,“ segir Kristján Jónsson flugmaður á Fokker-vél Land- helgisgæslunnar sem kölluð var út á sunnudagsmorguninn. „Það voru þetta 5—6 vindstig og gekk á með éljum en eftir því sem leið á daginn varð lengra á milli éljanna.“ Kristján segir að Fokkerinn með níu manna áhöfn hafí verið kominn á leitarsvæðið um sama leyti og þyrlan. „Við sáum strax hve leitar- svæðið var afmarkað og mikið af skipum á því. Það var hægt að sjá nokkuð nákvæmlega hvar Krossa- nesið sökk þar sem mikil olíubrák var þar a sjónum og fiskkassa- breiða. Á meðan þyrlan fór og sveimaði yfir miðju leitarsvæðinu fórum við hringinn í kringum út- jaðra þess og leituðum undan vindi frá þeim stað sem togarinn sökk.“ Í máli Kristjáns kemur fram að Fokkerinn var yfir leitarsvæðinu meðan eldsneytisbirgðir hans leyfðu og það hefði verið maður í hverjum glugga vélarinnar að svipast um á haffletinum fyrir neðan. Við sáum tölu- vert brak á floti - segir Benóný Ásgrímsson þyrlu- flugmaður hjá Landhelgisgæslunni „VIÐ sáum töluvert af braki á floti á þeim stað sem togarinn sökk eftir að við komum á leitarsvæðið, olíubrák, fiskkassa, fatnað og fleira,“ segir Benóný Ásgrímsson þyrluflugmaður hjá Landhelgis- gæslunni sem tók þátt í leitinni að skipveijunum af Krossnesinu á Halamiðunum um helgina. „Við sveimuðum yfir leitarsvæðinu í um klukkutíma en svæðið var afmarkað og um tuttugu skip á því svo að mínu mati var það nyög vel leitað." Benóný segir að hann hafí verið kallaður út um klukkan 8.20 á sunnudagsmorguninn en þyrlan var komin í loftið um klukkan 8.43. „Þyrlan er ekki útbúin afísingar- búnað og gátum því ekki flogið stystu leið og fórum út fyrir Snæ- fellsnesið og Bjargtanga. Á leiðinni öfluðum við okkur upplýsinga um kringumstæður og er við vorum staddir út af Bjargtöngum kom- umst við í samband við Örvar HU sem setti okkur inn í stöðuna. Þá var búið að bjarga átta mönnum um borð í Guðbjörgu og einum um borð í SIéttanesið,“ segir Benóný. Að sögn Benónýs fengu þeir einnig fregnir frá bátnum Haffara um að einn maður hefði sést á floti við bátinn og hélt þyrlan því fyrst þangað tií leitar. „Við fengum fregnir frá skipveijum um að þeir hefðu misst þennan mann úr sjón- máli frá sér en við hófum strax að undirbúa björgun um borð hjá okk- ur. Er við komum til Haffara og leituðum í kringum bátinn var þenn- an mann hvergi að sjá,“ segir Ben- óný. „Um leið og við leituðum í kringum Haffara hafði læknir okk- ar samband við bæði Guðbjörgu og Sléttariesið til að spyrja hvort þörf væri á honum um borð í þessum skipum. Frá Guðbjörgu bárust þau boð að allir mennirnir væru hressir en frá Sléttanesinu komu þau boð að maðurinn þar væri fótbrotinn og hjartasjúklingur. Hinsvegar væri ástand hans í jafnvægi og ekki þörf á lækninum. Þar að auki væri björgunarbáturinn Daníel Sig- mundsson frá ísafirði á leiðinni með lækni um borð. Við spurðum hvort við ættum að taka þennan mann til okkar og fljúga með hann á sjúkrahús en fengum það svar að hann treysti sér ekki með þyrlunni." í máli Benóný kemur fram að þyrlan hefði aðeins um klukku- stundar flugþol yfir leitarsvæðinu og því var henni flogið til ísafjarðar til eldsneytistöku, um klukkan 11.35 og þar var hún höfð í við- bragðsstöðu. „Veðurspáin var svo þannig að um klukkan 3 um daginn var ákveðið að senda þyrluna aftur suður til Reykjavíkur," segir Ben- óný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.