Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 Kísiliðjan, Mývetn- ingar og silungurinn eftir Dagbjart Sigurðsson Enn einu sinni er verið að deila um framtíð Kísiliðjunnar við Mý- vatn. Tilefnið núna er það, að iðnað- arráðherra ætlar að framlengja vinnsluleyfið fyrir marslok nk. Það er margt sem ég ekki skil í því sem sagt er í þessu sambandi. Það er líka ýmislegt sem ég þykist hafa séð og tekið eftir í 75 ár á vatns- bakkanum. Eins lengi og elstu menn muna, og auðvitað miklu lengur, hafa ver- ið sveiflur í lífríki Mývatns. Stund- um er allt í blóma nokkur ár í röð og virðist vera mjög gott jafnvægi á lífi í vatninu. En þegar minnst varir verður breyting á þessu, án þess að íbúamir við vatnið geti gert sér grein fyrir því hvað hefir gerst. Þá koma auðvitað fram ýms- ar getgátur, sem allt til þessa hafa reynst haldlitlar. Líffræðingar og alls konar vísindamenn hafa stund- að hér rannsóknir árum og áratug- um saman, en ekki komist að neinni niðurstöðu. Síðust var sérfræðinga- rannsóknarnefnd sem skilaði skýrslu í sumar. Skýrslan sú var svo óákveðin, svo loðin, að menn gátu túlkað hana á ýmsa lund, hver eftir sínum geðþótta. Sérfræðinganefndin og setflutningar Innfæddir Mývetningar vilja að eftirkomendurnir eigi þess kost að kynnast Mývatni sem líkast því sem það hefur verið sl. áratugi. Hinn mikli gróður sem er í vatninu veld- ur því að vatnið grynnkar mjög ört, svo að eftir fáar aldir, kannski styttri tíma, verður það ekki til sem stöðuvatn, aðeins lækjarsprænur frá uppsprettunum að Laxárósum. Með því að dæla botnleðjunni upp lengist sá tími, sem Mývatn verður til. Það tel ég hiklaust jákvæð áhrif frá Kísiliðjunni. Sumir telja að sveiflurnar í lífríkinu séu stærri nú en áður var. Það finnst mér eðli- legt, þar sem vatnið er orðið mun grynnra en áður og botngróðurinn, „marinn“, mun meiri og stórvaxn- ari og myndar því árlega þykkra lag, sem rotnar og fellur á botninn og myndar botnleðju. Það er rétt að sveiflan í lífríki Mývatns var niður á við á árunum fyrir 1990. Sumir sem um þessi mál fjalla telja að breyting til hins verra hafí orðið um 1970. Ég get ekki fallist á það að neitt hafi gerst sérstaklega er snerti sveiflurnar í lífríkinu og veiðinni. Sveiflurnar fara vaxandi eftir því sem vatnið verður grynnra og gróðurinn meiri. Hitasveiflur í veðráttunni eru miklu sneggri og hafa meiri áhrif, sérstaklega eftir Kröflueldana, en þá munu heitar uppsprettur hafa færst suður með austurströndinni um nokkur hundr- uð metra. Sérfræðinganefndin varð þó ekki vör við neitt sem benti til þess að Kísiliðjunni væri þar um að kenna. Það eina sem talað var um í skýrsl- unni var það, að setflutningar hefðu breyst. Ég átta mig nú ekki almenn- ilega á því, hvernig hægt er að rökstyðja þessa miklu setflutninga- kenningu um Teigasund. Mér finnst það ótrúlegt að það fari mörg tonn eða tugir tonna af botnleðju í gegn um Teigasund á hveijum sólar- hring, alltaf þegar vatnið er autt. Fyrir alllöngu var ég vel kunnugur á þessum slóðum og varð aldrei var við neitt sem benti til þess að botn- inn væri að ryðjast aftur og fram um Teigasund. Skammt sunnan við sundjð er Gígjarpollur, einn dýpsti blettur í Mývatni. Ég hef ekki heyrt að þar grynnki neitt meira en ann- ars staðar. Botndýralífið í Ytriflóa er smátt og smátt að færast í eðlilegt horf sambærilegt við það sem er í Syðri- flóa. Nú veiðist meiri og betri sil- ungur á dælda svæðinu í Ytriflóa, heldur en áður þekktist og kafendur virðast ekki í neinum vandræðum þar. Talið er í skýrslunni, að meðal- dýpi í Ytraflóa sé um 2,70 m. Eftir því seip ég best veit er dýpi í megin- hluta Syðriflóa heldur meira en þetta, sérstaklega þar sem kafendur halda sig mest á meðan þær eru í sárum og yngri. Dýpið getur því ekki haft áhrif á fæðuöflun kaf- anda, enda ekki sjáanlegt að þær forðist dýpkuðu svæðin. Búseta fólks í Mývatnssveit Tilkoma Kísiliðjunnar hafði mikl- ar breytingar í för með sér hér í Mývatnssveit. Fólki fjölgaði, bú- skapur dróst saman eða lagðist nið- ur á sumum býlum. Því verður ekki breytt aftur í fyrra horf, enda hefur mér skilist að búskapur sé af hinu illa vegna náttúruverndarsjónar- miða og landgræðslu. Það er alveg út í hött af Náttúruverndarráði að heimta að Kísiliðjan verði lögð nið- ur, ekki bara frá mannlegu sjónar- miði að flæma fólk burtu, heldur verður líka að gá að því hvað þeir tækju sér fyrir hendur sem kysu að vera kyrrir. Og sérfræðinganefndin góða get- ur ekki bent á neitt sem Kísiliðjan skaðar, nema ef vera skyldu þessir undarlegu setflutningar sem ekki hefur verið með neinum rökum bent á að ættu sér stað milli Ytri- og Syðriflóa. Það er alveg furðulegt að nokkr- ir menn geti svo kæruleysislega og með litlum rökum lagt það til að líf fjölda fólks, já heils sveitarfé- lags, skuli lagt í rúst. Enn eitt gerir það fráleitt að kenna Kísiliðjunni um sveiflur í líf- ríkinu. Það eru engar sveiflur í vinnslu hjá Kísiliðjunni. Ef hún hefði slæm áhrif á lífið í vatninu, þá ætti það að vera jafnt og fremur vaxandi frá ári til árs. Starfsemi mannanna hlýtur allt- af að hafa einhver áhrif á náttúr- una. Hér hefur starfsemi Kísiliðj- unnar þegar orðið til góðs og forðað því í bili a.m.k. að Ytriflói yrði að sefmýri. ER JÖRÐIN FLÖT EÐA HNÖTTÓTT? eftir Gest Ölafsson Að læra af sögunni Á þriðju öld var uppi stjömufræð- ingur sem hét Ptolemus. Hann setti fram þá kenningu að sólin snerist kringum jörðina. Þessi kenning var viðtekin á þeim tíma vegna þess að hún dugði til að skýra ákveðin fyrirbæri. Allt fram á 16. öld studd- ust vísindamenn við þessa kenn- ingu. Meira en þúsund árum eftir að Ptolemus setti fram sína kenningu buðu þeir Kópemikus og Galíleó upp á nýja heimsmynd. Þeir héldu því fram að jörðin snerist í kringum sólina. Ekki urðu allir jafn ánægðir með þessa kenningu og um árabil barðist Rannsóknarrétturinn gegn þessari villu þótt vísindamenn sæu að hún dugði mun betur til að skýra fyrirbrigði sem áður voru á huldu. Kenningar eða hugmyndafræði eru mikilvægar. Þær hafa áhrif á þá heimsmynd sem við höfum og hvernig við bregðumst við margs- konar málum. Þegar ný kenning kemur fram, sem virkar betur en sú sem fyrir er, hefur hún tilhneig- ingu til þess að ýta fyrri „sannind- um“ til hliðar. Þetta gerist oft með byltingu eins og nú á sér stað víða í heiminum eða með átakaminni þróun. Þannig lögðust vistabönd af þegar ný hugmyndafræði kom til sögunnar og nýir atvinnumöguleik- ar opnuðust og sama má segja um „byggðastefnu“ undanfarinna ára- tuga sem ekki virkaði eins og hún átti að gera. Nýir tímar Nú hafa menn víða um heim verið að sannreyna nýja kenningu sem er sú að ríkisforsjá virkar ekki nema að takmörkuðu leyti. Opin- berir starfsmenn á skrifstofum í Reykjavík geta samkvæmt þessari kenningu ekki búið til velmegun fyrir þjóðina nema að takmörkuðu leyti frekar en starfsbræður þeirra austur í Sovét sem var. Þetta geta hins vegar einstaklingar og fyrir- tæki ef þau fá til þess nauðsynlegt svigrúm. Sérstaklega á þetta við ef opinberir aðilar skilja þessa kenn- ingu og leggja þessum aðilum lið. Þótt þessi kenning sé ekki ný hefur samt engin ríkisstjórn hér á landi skilið hana betur en sú sem nú situr. Aldrei fyrr hafa jafn marg- ar dyr staðið Islendingum opnar til samstarfs, samvinnu og viðskipta um allan heim. í öllum áttum gefur að líta ónotaða möguleika ef við getum létt af okkur því oki sem við höfum leitt yfir okkur með opin- berri forsjárhyggju. Þessi ríkis- stjórn hefur gert sér grein fyrir því að við erum að tengjast hagkerfum aðliggjandi þjóða í æ ríkara mæli og að við verðum að binda okkar bagga sömu hnútum og þær. Hún hefur líka lagt á herslu á að auka valfrelsi fólks, dreifa ákvarðana- töku og að láta menn taka ábyrgð á eigin ákvörðunum. Þessi ríkis- stjóm hefur líka gert sér grein fyr- ir því að það eru takmörk fyrir því hvað við höfum efni á að hafa marga opinbera starfsmenn í vinnu og það sem meira er — hún hefur lagt í það óvinsæla verk að gera eitthvað í málinu. Þetta gerist auðvitað ekki barátt- ulaust frekar en hjá þeim Kópernik- usi og Galíleó því alltaf eru það einhveijir sem hafa hagsmuni af óbreyttu ástandi. Þó ættu þeir sem vilja sjá að geta séð það að sá gróð- ur sem hefur vaxið hér á landi á Rosmhvalsnesi í skjóli einokunar og með ríkisvernd er sömu tegund- ar og sá sem óx í garðinum hjá honum Markosi heitnum á Filipps- eyjum. Þetta er ekki sú aðstaða og möguleikar sem íslendingar og ís- lensk fyrirtæki þarfnast. Þeir opinberu starfsmenn sem við höfum og margir hveijir vinna störf sín af kostgæfni, verða að gera sér grein fyrir og skilja það sem er að gerast í heiminum í kringum okk- ur. Þótt margir núverandi íslenskir embættismenn séu komnir í beinan karllegg frá embættismönnum Danakonungs hér á landi og þótt sá andi svífi víða ennþá yfir vötn- um, verðum við að reyna að gera okkur grein fyrir því að þessi tími er liðinn. Við erum að taka nýjar hugmyndir og ný kynslóð hefur gert sér grein fyrir því að frelsi virkar en ríkisforsjá ekki. Hvað er til ráða? Hér er alls ekki verið að tala fyrir frelsi hins ríka og volduga til þess að níðast á þeim sem er minni máttar, heldur frelsi einstaklinga og fyrirtækja til orða og athafna án þess að gengið sé á rétt annarra og án óþarfa forsjár og takmarkana opinberrar óskhyggju hvort heldur um er að ræða byggðastefnu, loð- dýrarækt, Iaxeldi eða álver, og gera fólki og fyrirtækjum kleift að setja sér raunhæf og framkvæmanleg markmið. Eftir að álið brást hefur talsvert verið rætt um að rétt væri að reyna að Iaða til okkar fyrirtæki erlendis frá, en þetta er einmitt það sem flestar aðrar þjóðir eru líka að reyna að gera. í þessu sambandi er rétt að skoða þau gylliboð sem fyrir- tækjum standa til boða í þessum ríkjum. í Frakklandi t.d., þar sem göngin milli Englands og Frakk- lands taka land, stendur fyrirtækj- um nú til boða 10 ára skattfrelsi; 8% byggingarstyrkur; 16% styrkur til vélakaupa; 18% þátttaka í launa- kostnaði í 5 ár; ókeypis sérkennsla fyrir starfsmenn og lán til 10 ára með 3% vöxtum. Hér á landi mega HÓTEL HOLT í HÁDEGINU Þríréttaður hádegisverður alla daga. Verð kr. 1.195.- RÉIAIS& CHATEAUX. Bergstaðastræti 37, sími 91-25700 Dagbjartur Sigurðsson „Á sumri komanda bendir margl til þess að veiðin glæðist í Mý- vatni og að niðursveifl- an í lífríkinu sé gengin yfir að þessu sinni. En ennþá grynnkar vatnið sunnan Teigasunds. Hvað er hægt að gera því til bjargar sem fyrst? Eg sé engan ann- an möguleika en Kísil- iðjuna.“ Silungurinn I hvert sinn núorðið sem aftur- kippur kemur í lífríkið og veiðina Gestur Ólafsson „Þótt þessi kenning sé ekki ný hefur samt eng- in ríkisstjórn hér á landi skilið hana betur en sú sem nú situr.“ fyrirtæki kallast góð ef þau geta samið um einhvern frest á gatna- gerðargjaldi. Hvernig í ósköpunum eigum við að geta keppt við fyrir- tæki sem njóta svona hlunninda? Við getum samt mikið lært af öðrum þjóðum í þessum efnum. Virk utanríkisþjónusta Þýskalands er t.d. ein aðal ástæðan lyrir vel- gengni meðalstórra (Mittelstand) þýskra fyrirtækja erlendis eftir seinni heimsstyijöld. Það er ekki einungis Bush Bandaríkjaforseti sem reynir að liðka fyrir viðskiptum Bandaríkjamanna víða um heim heldur halda flestöll ríki Bandaríkj- anna líka úti sérstökum „sendiráð- um“ til þess að laða til sín fyrir- tæki. Þetta er sá raunveruleiki sem við þurfum að keppa við og þetta þurfa opinberir starfsmenn að skilja. Hér eins og annars staðar þarf að ryðja nýjum hugmyndum braut. Það sem okkur stendúr hugsan- lega nær er til dæmis „tómstunda- iðnaður" eða framboð á aðstöðu til alls þess sem fólk vill gera í frí- stundum sínum. Þetta er sú atvinn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.