Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 Forkosmngarnar í Maine: Bush vinnur yfir- burðasigur á Buchanan Mjótt á munum milli Paul Tsongas og Jerry Brown hjá demókrötum Portland, Maine. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti gjörsigraði flokksbróður sinn Patrick Buchanan í forkosningum Repúblikanaflokksins í ríkinu Maine á sunnudag. Hlaut Bush rösk 90% atkvæða en það varð þó til þess að draga mesta broddinn úr sigri forsetans að vikuritið Newsweek birti í gær niðurstöður skoðanakönnunar sem sýna að einungis 44% bandariskra kjósenda telja verulegar líkur á að hann nái endurkjöri í forsetakosningunum sem fram eiga að fara 3. nóvember nk. í Maine var einungis verið að kjósa um 1% kjörmanna á flokks- þing repúblikana en Bush var engu að síður sagður þurfa á góð- um sigri að halda til þess að hleypa þrótti í baráttu sína fyrir því að hljóta endurkjör. Hann varð fyrir nokkru áfalli í forkosn- ingum í New Hampshire á dögun- um er dálkahöfundurinn og sjón- varpsmaðurinn Buchanan hlaut 37% atkvæða. hlotið 15,3% atkvæða og öldunga- deildarmennirnir Tom Harkin frá Iowa 5,2% og Bob Kerrey frá Nevada 3,1%. 15,6% kjósenda skiluðu auðu. í Maine var einung- is í húfi um 'h% fulltrúa á flokks- þingi demókrata þar sem fram- bjóðandi flokksins í forsetakosn- ingunum verður formlega valinn. Forkosningar fara í dag fram í Suður-Dakóta. George Bush á kosningaferða- lagi. A innfelldu myndinni má sjá Pat Buchanan sigri hrósandi eftir forkosningarnar í New Hampshire. Þegar einungis átti eftir að telja ókrataflffksi/rí“mS"1! Dgæv Viðræðumar um frið í Miðausturlöndum: hafði Paul Tsongas, fyrrum öld- ungadeildarmaður frá Massachu- setts, hlotið 29,7% en Jerry Brown, fyrrum ríkisstjóri í Kali- fomíu, 29,3% en hann háði harða kosningabaráttu í ríkinu. Bill Clin- ton ríkisstjóri Arkansas hafði þá Hætt við leit að tjaldi Amundsens Ósló. Frá Jaii Gunnar Furuly, frétta- ritara Morgunblaðsins. MONICA Kristensen, norski heimskautakönnuðurinn, hef- ur í bili hætt við leitina að tjaldinu, sem Roald Amunds- en setti upp á Suðurheim- skautinu fyrir 80 árum. í staðinn fyrir að takast á hendur umfangsmikinn gröft á Suðurheimskautinu á sunnudag urðu Monica og leiðangursmenn hennar að láta sér nægja að standa stutt við. Þau settu tjald- ið upp til sannindamerkis um heimsóknina og til þess að kanna hvemig það stendur sig, en urðu síðan frá að hverfa í 38 gráða frosti og vindstrekk- ingi. James Baker setur skilyrði fyrir lánaábyrgðum til Israela Washington, Jerúsalem. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjastjórn myndi ekki veita ísraelum 10 milljarða dala lánaábyrgðir nema að þeir hættu við áform sín um frekara land- nám gyðinga á hernumdu svæð- unum. Yitzhak Shamir, forsætis- ráðherra Israels, sagði að Israel- ar myndu aldrei geta gengið að slíkum skilyrðum. ísraelar og arabar hófu á ný friðarviðræður sínar í Washington í gær og búist er við stormasömum fundum vegna þessa máls og aukinnar spennu í Miðausturlöndum eftir árás ísraela á búðir skæruliða í suðurhluta Líbanons í síðustu viku. Margir fréttaskýrendur sögðu að viðræðurnar kynnu jafnvel að renna út í sandinn. James Baker kom fyrir banda- ríska þingnefnd sem_ Qallar um lánaábyrgðirnar sem ísraelar hafa óskað eftir til að geta fjármagnað innflutning hundruð þúsunda gyð- inga frá Sovétríkjunum fyrrver- andi. Baker kvaðst hafa sagt ísrael- um að þeir ættu aðeins tvo kosti: annaðhvort hættu þeir við landnám- ið og fengju lánaábyrgðimar - eða að þeir héldu áfram við þær bygg- ingaframkvæmdir sem þegar væru hafnar en fengju mun minni fjár- hæð og aðeins fyrir framkvæmdir utan hemumdu svæðanna. Sú upp- hæð sem færi í framkvæmdir á hemumdu svæðunum yrði dregin frá lánaábyrgðunum. Er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn setja pólitísk skilyrði fyrir lánveit- ingum til ísraels. Áður höfðu sérfræðingar í mál- efnum Miðausturlanda spáð því að palestínska sendinefndin í friðarvið- ræðunum myndi ganga af fundi til að knýja á Bandaríkjastjóm um að lýsa því yfir opinberlega að hún væri andvíg áformum um frekara landnám gyðinga á hernumdu svæðunum. Yitzhak Shamir sakaði Banda- ríkjastjórn í gær um að hafa tekið afstöðu með aröbum í deilunni um landnámið. Hann sagði að ísraelar gætu ekki undir nokkrum kringum- stæðum fallist á að gyðingar mættu ekki búa á hemumdu svæðunum. „Eg tel að engin stjórn sem verður mynduð eftir þingkosningamar 23. júní fallist á slíka kröfu,“ bætti hann við. Sveitarstjórnarkosningar í Rúmeníu: Stj órnarandstaðan sigraði í Búkarest Búkarest. Reuter. MIKLAR breytingar urðu í rúm- enskum stjórnmálum í sveitar- stjórnarkosningunum um helg- ina en þá vann stjórnarandstað- an sigur í mikilvægum kjördæm- Mál 14 ára írskrar stúlku sem er þunguð eftir nauðgun: um. Að sögn embættismanna í Búkarest, höfuðborginni, fékk Lýðræðislega samfylkingin, sem 14 stjórnarandstöðuflokkar stóðu að, meirihluta í fimm kjör- dæmum af sex í borginni og 55% atkvæða á móti 43% Endur- reisnarráðsins. Hæstiréttur beðinn að heimila stúlk- unni að leita eftir fóstureyðingu A 66% Ira fylgjandi að fóstureyðingar verði heimilaðar í undantekningatilvikum Dublin. Daiiy Telegraph. Reuter. FORELDRAR 14 ára írskrar stúlku, sem er barnshafandi eftir að hafa verið nauðgað af föður bestu vinkonu hennar, fóru þess á leit við hæstarétt írlands í gær að dómstóllinn breytti úrskurði undirrétt- ar og heimilaði dótturinni að fara til Englands og gangast þar und- ir fóstureyðingu. Búist var við því í gær að vitna- leiðslur fyrir hæstarétti tækju tvo daga en hveijar sem niðurstöður réttarins verða er talið líklegt að stjórnar Alberts Reynolds forsætis- ráðherra bíði miklir erfíðleikatímar. Reynolds er sagður binda trúss sitt við að rétturinn taki málstað stúlkunnar og úrskurði að lög Evr- ópubandalagsins (EB) um ferða- frelsi milli aðildarrikja og alþjóðleg- ar mannréttasamþykktir um sama efni, sem írar hafí skrifað undir, séu írskum lögum æðri. Lögmenn stúlkunfiar halda því fram að írsk lög nái ekki yfír írska þegna sem staddir eru utan heimalandsins og aðild íra að mannréttindasam- þykkt Sameinuðu þjóðanna (SÞ) tryggi írum ferðafrelsi hvað sem ákvæðum írsku stjómarskrárinnar líður. Úrskurði hæstiréttur hins vegar stúlkunni í óhag er forsætisráðherr- ann sagður ekki eiga annarra kosta völ en efna til þjóðaratkvæðis til að knýja fram breytingar á löggjöf sem bannar meðal annars fóstur- eyðingar, hjónaskilnaði og samkyn- hneigð. Stúlkan, sem gengið hefur í skóla í kaþólsku klaustri, var komin til London til þess að gangast undir fóstureyðingu er saksóknari írlands, Harold Whelehan, fékk borgardóm Dyfl- innar til þess að setja lögbann á ferðalagið og fyrirhugaða fóstu- reyðingu. Þeim úrskurði freista foreldrarnir nú að fá hnekkt. Þeir eru sagðir sannir kaþólikk- ar en töldu sig í góðri trú vera að breyta rétt með því að leita eftir fóstureyðingu og rannsókn- arlögreglan var sömu skoðunar. Vonaðist hún til að vefjasýni úr fóstrinu myndu taka af öll tví- mæli um hver það var sem olli þungun stúlkunnar. í þjóðaratkvæði árið 1983 voru tveir þriðju hlutar kjósenda and- vígir því að slakað yrði á fóstureyð- ingarlöggjöfínni en samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var um helgina hefur almenningsá- litið snúist við og eru 66% írsku þjóðarinnar nú fylgjandi því að í vissum undantekningartilvikum verði eyðing fósturs heimiluð. Mál írsku stúlkunnar hefur vald- ið mikilli ólgu á írlandi og klofíð kaþólsku þjóðina í tvær fylkingar hófsamra og íhaldssamra. Málið hefur sömuleiðis vakið undrun á alþjóðavettvangi. Jafnaðarmanna- flokkurinn í Svíþjóð hvatti sænsku stjórnina til þess um helgina að endurskoða og jafnvel aflýsa fyrir- hugaðri opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna til írlands í apríl. Þó svo fóstureyðingar séu óheim- ilar í írlandi þá hefur fátt hindrað írskar konur í að binda endi á þung- un sína því að jafnaði fara 20 írsk- ar konur daglega til Bretlands til fóstureyðingar. Sigur Lýðræðislegu samfylking- arinnar eru mestu pólitísku tíðind- in síðan Endurreisnarráðið, undir forystu fyrrverandi kommúnista, sigraði í kosningunum 1990 með tveimur þriðju atkvæða. Radu Campeanu, leiðtogi samfylkingar- manna, sagði, að nú væru dagar einsflokksræðis í landinu liðnir og hann kvaðst viss um; að úrslitin hefðu veruleg áhrif á niðurstöður þing- og forsetakosninga innan þriggja mánaða. Fyrri umferð kosninganna fór fram 9. febrúar en vegna þess, að ekki var um hrein úrslit að ræða í meira en helmingi kjördæmanna, var kosið aftur í þeim á sunnudag. Endurreisnarráðið kom til valda eftir desemberbyltinguna gegn harðstjórn Nicolaes Ceausescus en sumir forystumanna þess hafa ver- ið gagnrýndir fyrir kommúníska fortíð. Það hefur þó beitt sér fyrir umbótum í átt til markaðsbúskap- ar en óánægja landsmanna með bág lífskjör og óeining innan þess hefur gert því erfítt fyrir. Ekki er búist við endanlegum tölum úr kosningunum fyrr en undir viku- lok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.