Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992
41
1
I dag verður til moldar borinn
Jón Olafsson, Háteigsvegi 50. Hann
varð fyrir bíl er hann var gangandi
á leið heim til sín í yndislegu veðri
^ hinn 13. þ.m. Hann var oft að dunda
í bílskúrnum hjá Guðmundi Rúnari,
syni sínum á Álfhólsveginum og
| gekk þá gjarnan heim, sérstaklega
ef gott var veður.
Jón var ættaður að vestan. Hann
I fæddist 18. apríl 1916. Foreldrar
hans hétu Sigurbjörg Valgerður
Jónsdóttir og Ólafur Valdimar
Ólafsson og bjuggu þau á Nausta-
brekku í Rauðasandshreppi. Þau
eignuðust tíu börn og eru nú aðeins
þrjú þeirra eftir á lífi, þau Sigríður,
Baldvin og Ósk, sem býr í Banda-
ríkjunum.
Árið 1933 hleypti Jón heimdrag-
anum og kom til Reykjavíkur að fá
sér vinnu. Vinnustaðirnir hans voru
ekki margir. Hann vann fyrst lengi
í verksmiðjunni á Álafossi, eða
kringum sautján ár. Síðan vann
hann nokkur ár hjá Ólafi bróður
sínum við prjónavélar, en eftir það
) vann hann hjá Sölunefnd varnar-
liðseigna.
Eftirlifandi kona hans er Bjarney
| Guðmundsdóttir, en henni kynntist
hann á Álafossi. Foreldrar Bjarneyj-
ar voru Guðrún Pálsdóttir, ættuð
| úr Biskupstungum og Guðmundur
Einarsson frá Geirakoti í Flóa.
Systkini Bjarneyjar eru tvö, Sigríð-
ur og Einar kvæntur undirritaðri.
Jón og Bjarney eiga fjóra syni,
barnabörnin eru ellefu og barna-
barnabörnin eru þrjú. Synirnir eru;
Páll Birgir, en kona hans er Guðrún
Baldursdóttir og eiga þau þrjú börn,
Baldur, Guðrúnu og Pál. Guðrún á
einn son, Árna Pál; Guðmundur
Rúnar, kvæntur Ingibjörgu Jóns-
dóttur. Þau eiga tvo syni, Guðjón
Einar og Sigurð Gunnar. Einnig á
Guðmundur Rúnar tvo syni af fyrra
hjónabandi, Inga og Jón. _Einn son
átti Ingibjörg áður, Jón Ólaf; Sig-
urður Valur, en hans kona er Mar-
grét Gunnarsdóttir og eiga þau þrjú
börn, Arnþór, Einar og Bjarneyju
Ingu; Órnar Jón, en sambýliskona
hans er Sigrún Ásta Sigurðardóttir.
Þau eiga einn son, Hjalta Rúnar,
en áður átti Ásta soninn Sigurð.
Allir eru synir þeirra Jóns og
Bjarneyjar duglegir og mannvæn-
legir menn og öll er þessi fjölskylda
afskaplega hjálpleg og yndislögt
fólk. Hef ég ekki áður kynnst svo
mikilli samheldni, allir eru boðnir
og búnir til að hjálpa ef eitthvað
bjátar á.
Jón var maður ljúfur í viðmóti
og dagfarsprúður. Man ég ekki eft-
ir að hafa nokkum tíma séð hann
skipta skapi síðan ég kom, inn í
þessa fjölskyldu fyrir hartnær tutt-
ugu og fimm árum. Hann var mik-
ill útivistarmaður og gekk mikið
úti. Hann var afar léttur á fæti og
minntist hann oft á hve gaman
hefði verið að ganga fjörugrjótið
fyrir vestan og klifra í klettum þeg-
ar hann var unglingur, en í því var
hann ákaflega fimur. Hann var
einnig mjög góður sundmaður og
hafði yndi af að synda í sjónum þar.
Jón og Bjarney fóru oft í sólar-
landaferðir og vissi Jón þá ekkert
betra en að liggja í sólbaði. Hann
gat legið á ströndinni daglangt, því
hann var mikill sóldýrkandi.
Læt ég nú þessum fáu línum lok-
ið og bið Guð að styrkja þig, elsku
Bjarney mín, svo og aðra aðstand-
endur.
Magnea S. Hallmundsdóttír.
um áratugaskeið, og allar samveru-
stundirnar á Háteigsveginum hjá
ömmu og afa þökkum við af alhug.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Biðjum Guð að styrkja ömmu og tengda-
mömmu og blessa afa á ókunnum slóðum.
Tengdadætur og barnabörn.
Minning:
Jón Olafsson
Fæddur 18. apríl 1916
Dáinn 13. febrúar 1992
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu
tekur árlega sinn toll í mannlífum,
ekki síst á löngum og dimmum
vetrarkvöldum, þegar ytri skilyrði
eru hvað erfiðust. Umferðarslysin
eru alltaf jafrí ömurleg, hvort sem
ungir eða aldnir eiga í hlut, og eru
stöðug áminning til allra vegfar-
enda um ábyrgð þeirra í umferðinni.
Það kom samstarfsmönnum Jóns
Ólafssonar hjá Sölu varnarliðseigna
í opna skjöldu, er þeir fréttu, að
Jón Ólafsson hefði látist í umferðar-
slysi að kvöldi 13. febrúar sl. Jón
lét af störfum hjá fyrirtækinu í
ársbyijun 1989 vegna aldurs, en
þá hafði hann starfað þar af stakri
trúmennsku í 30 ár.
Fyrstu árin, sem Jón Ólafsson
starfaði hjá Sölu varnarliðseigna,
var fyrirtækið starfrækt í Effersey,
en síðar í nokkur ár á Suðurlands-
braut, unz það flutti starfsemi sína
að Grensásvegi 9 árið 1965.
Jón starfaði alla tíð sem lyftu-
maður, sem svo er kallað, en gekk
að öðru jöfnu að þeim störfum , sem
fyrir lágu og vinna varð. Þurfti
ekki að kvarta undan störfum hans.
Hvort tveggja var, að hann var elju-
samur og stundvís með afbrigðum.
Ekki hafði Jón með öllu skilið við
Sölu varnarliðseigna, því að ávallt
var leitað til hans um aðstoð við
næturvörslu, þegar næturvörður
forfallaðist.
Eg vil að leiðarlokum þakka Jóni
Ólafssyni fyrir góða viðkynningu
um leið og Ijölskyldu hans eru
sendar samúðarkveðjur.
Alfreð Þorsleinsson.
Tengdafaðir okkar og afi lést af
slysförum 13. febrúar sl. og langar
okkur að minnast hans með örfáum
orðum.
Þar sem við vitum að Jón kærði
sig ekkert um lofræður um sjálfan
sig munum við virða það, þótt af
nógu sé að taka. Við viljum aðeins
þakka ljúf kynni sem staðið hafa
t
Útför
RAGNHEIÐAR MAGNÚSDÓTTUR
fyrrum húsfreyju,
Fremri-Brekku,
Dalasýslu,
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. febrúar
kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ástvaldur Magnússon,
Guðbjörg Helga Þórðardóttir,
Erna Kolbeins.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GERD HALLVARÐSSON,
Seljahlíð,
Hjallaseli 55,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Seljahlíðar.
Birgir Sigurjónsson,
Hallvarður Sigurjónsson,
Helga Maria Sigurjónsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför
GUÐMUNDU ODDSDÓTTUR
frá Þykkvabæjarklaustri.
Þóranna, Gísli Brynjólfsson
og aðrir vandamenn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR ALEXANDERSDÓTTUR,
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áðurtil heimilis
á Bræðraborgarstíg 35.
Sæmundur Ingi Sveinsson, Anna Jóhannesdóttir,
Vilhelmína Soffa Sveinsdóttir, Þorsteinn Ásgeirsson,
Guðlaug Helga Sveinsdóttir, Grímur Friðbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning:
Hólmfríður S.
t
Guðm undsdóttir
Fædd 15. apríl 1938
Dáin 9. febrúar 1992
Með fáeinum orðum langar mig
að minnast Hólmfríðar, vinkonu
minnar. Hún var bæði vinkona mín
og mér tengd, því hún var gift Birni
Þorvaldssyni móðurbróður mínum.
Fríðu kynntist ég fyrst að ráði,
þegar þau Bjössi sáu um heimili
móður minnar í veikindaforföllum
hennar. Við vorum þá þrjú systkin-
in, á viðkvæmum aldri. Á okkur
Fríðu var sjö ára aldursmunur. Hún
var þá nítján ára en ég tólf.
Ilún hafði þá eijginleika að vera
jafningi og vinur. Eg minnist þeirra
kvölda sem við sátum við handa-
vinnu og röbbuðum.
Síðustu fimmtán árin bjuggu þau
Fríða og Bjössi á Olafsfirði og var
þá samgangur minni en ég hefði
óskað.
Fríða var heilsteypt og sönn
kona, glaðvær í lund, góð húsmóðir
og öll verk eins og hannyrðir léku
í hendi og bar heimili hennar þess
glögg merki. Fríða var að jafnaði
heilsuhraust þar til illvígur sjúk-
dómur vitjaði hennar.
Þau Bjössi og Fríða eignuðust
fjögur börn og lifa þijú þeirra móð-
ur sína: Þorvaldur Þór, kvæntur
Ernu Haraldsdóttur, Guðmundur
Þorbjörn, kvæntur Elínu Osk Hall-
dórsdóttur og Elín Arndís, gift Árna
Sveinbjörnssyni. Þau Bjössi og
Fríða urðu fyrir þeirri miklu sorg
að missa dóttur sína, Elínu eldri,
aðeins sextán mánaða gamla.
Það er sárt að horfa á eftir Fríðö
í blóma lífsins. En hún var trúuð
kona og sannfærð um að líf væri
að þessu loknu. Síðustu mánuði bjó
hún sína nánustu undir brottför sína
og í þeirri vissu að nú væri aðeins
kvaðst að sinni. Þeirra er sár sorgin.
Ég og fjölskylda mín sendi þeim
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Elín Nóadóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts
SIGRIÐAR PÁLSDÓTTUR,
Hvanneyrarbraut 58,
Siglufirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Siglufjarðar.
Hulda Steinsdóttir,
Hilmar Steinólfsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar
SVEINLAUGAR H. SVEINSDÓTTUR,
Hjallagötu 4,
Sandgerði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 11-B Landspítalans
fyrir frábæra umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
\
Birna Pétursdóttir,
Sveindís Pétursdóttir,
Sigurður R. Pétursson,
Jóhanna Pétursdóttir,
Anna Marý Pétursdóttir,
Pétur Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Björn Kristjánsson,
Ágúst Einarsson,
Guðný Edda Magnúsdóttir,
Níels Karlsson,
Guðmundur Knútsson,
Okkar innilegustsu þakkir fyrir þá samúð og hlýhug, sem okkur
var sýndur við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SVEINSÍNU G. JÓRAMSDÓTTUR,
Nönnugötu 8,
Reykjavfk.
Valgerður Magnúsdóttir,
Bragi Lárusson, Sólveig Matthíasdóttir.
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Skrifstofa Sölu varnarliðseigna verður lokuð
vegna jarðarfarar JÓNS ÓLAFSSONAR þriðjudag-
inn 25. febrúar frá kl. 13.00-15.00.
Sala varnarliðseigna.
I