Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1992 Starfsmannaráð Ríkisspítalanna: Áhyggjur vegna spam- aðaraðgerða stjórnvalda RÍKISSPÍTALARNIR eru stærstu vinnustaðir landsins með 3.000 starfsmenn. Starfs- mannaráði þykir því skylt að tjá sig um sparnaðaraðgerðir sljórnvalda, segir í frétt frá ráð- inu. Starfsmannaráð lýsir áhyggjum sínum vegna þeirra sparnaðarað- gerða sem ákveðið hefur verið að grípa til. Starfsmannaráð óttast að aðgerðimar leiði til ófullnægj- andi þjónustu við sjúklingana með ófyrirsjáanlegum afleiðingum sem kunna að draga úr öryggi þeirra, en leiða e.t.v. til útgjaldaauka fyr- ir samfélagið umfram þann spam- að sem kann að nást. Starfsmannaráð vill sérstaklega vekja athygli á, að á undanfömum árum hafa Ríkisspítalarnir leitast við að auka sérhæfða þjónustu sem ekki er annars staðar í boði í land- inu. Starfsmannaráð óttast, að með sparnaðaraðgerðum kunni þessi þjónusta að dragast saman og jafnvel leggjast niður. Þannig geti aðgerðimar leitt til stöðnunar og afturfarar, sem tekið getur mörg ár að vinna upp. Þá skal á það bent, að Ríkisspít- ölum er gert að reka heimilisein- ' íngar fyrir fjölda fatlaðra og hætta er á að spamaðurinn geti leitt til þess að þeirra aðbúnaður og kjör rými. Að lokum skal á það minnt að Ríkisspítalamir em ein mikilvæg- asta menntastofnun landsins fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni. Því er nauðsynlegt að tryggja áframhaldandi vaxtarbrodd á sviði nýjunga og framfara ekki síst á hinum sérhæfðari sviðum. Að öðr- um kosti er hætta á að Ríkisspítal- arnir dragist aftur úr og geti ekki áfram sem áður boðið bestu mögu- legu þjónustu. - ^ (Fréttatilkynning) Gunnar Jónsson, gjaldkeri Röskvu, afhendir Sveinbirni Björnssyni, rektor Háskóla Islands, fyrsta hluta framlags félagsins til styrktar- sjóðs fatlaðra stúdenta. Röskva gefur fé í styrkt- arsjóð fatlaðra stúdenta RÖSKVA, samtök félagshyggju- fólks í Háskóla íslands, hefur falið háskólanum til vörslu fyrsta hluta framlags félagsins til styrktarsjóðs fatlaðra stúd- enta, fjögur hundruð þúsund -Jarónur. Um er að ræða ágóða af útgáfu blaðsins Háskóli í 80 ár, sem Röskva gaf út síðastliðið sumar til að minnast áttatíu ára afmælis háskólans. Um þessar mundir stendur yfir lokaátak til innheimtu styrkja vegna útgáfunnar og mun sjóðurinn verða formlega stofnað- ur þegar því lýkur en þangað til verður féð í vörslu háskólans, seg- ir í fréttatilkynningu. - segir Ölafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins MIÐSTJORN Alþýðubandalagsins hefur sent frá sér ályktun þar sem varað er við alvarlegum horfum í atvinnumálum og sagt að aldrei fyrr frá því að lýðveldi var stofnað hafi þjóðin staðið frammi fyrir eins mikilli hættu á stórfelldu atvinnuleysi. Meginrót vandans sé stjórnarstefnan, ríkisstjórn Davíðs Oddssonar þurfi að fara frá, og Alþýðubandalagið sé reiðubúið til að taka þátt í að skapa nýja stjornarstefnu um aðgerðir til atvinnuleysi. Jafnframt þurfi að í sjávarútvegsmálum. „A þessum miðstjórnarfundi var tvennt meginniðurstaða af umræð- um sem þar fóru fram og kemur fram I ályktun fundarins. Annars vegur telur Alþýðubandalagið að hér þurfi að mynda nýja ríkisstjórn_ og lýsir sig reiðubúið til viðræðna um það. Jafnfram er lögð áhersla á að það þurfi að skapast samstaða um nýja stjórnarstefnu með sam- tökum launafólks, atvinnulífs, sveitarfélaga og ýmissa annarra aðila, vegna þess að við teljum að þau miklu verkefni sem hér við blasa, meðal annars í atvinnumál- um, verði ekki leyst af ríkisstjórn sem reynist hafa misst svo milynn stuðning sem raun ber vitni hjá þessari og tortryggni ríkir út í,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, konia i veg fyrir langvarandi skapast samstaða um nýja stefnu formaður Alþýðubandalagsins, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að liður í þeirri end- urreisn sem þyrfti að eiga sér stað væri önnur sjávarútvegsstefna en hér hefði verið við lýði. Það væri í sjálfu sér ekki nýtt að Alþýðu- bandalagið lýsti því yfir. Það hefði verið afstaða þess í nokkur ár. Flokkurinn hefði hins vegar staðið að framlengingu fiskveiðistjórnar- laganna um ákveðinn tíma á síð- asta kjörtímabili gegn því að stefn- an yrði endurskoðuð fyrir árslok 1992. „Við teljum að núverandi stefna hafi hvorki leitt til skynsamlegrar uppbyggingar flotans né skynsam- legrar nýtingar fiskistofnanna og endumýjunar þeirra. Við höfum hins vegar haft það sem afstöðu að þótt við leggjum fram ákveðin grundvallarviðhorf eins og við gerðum í samþykktum landsfundar okkar, þá teljum við ekki vænlegt að stjórnmálaflokkarnir komi að þeim viðræðum með alveg fast reist hvað þeir vilji hver fyrir sig, af því að um sjávarútvegsstefnuna þarf að myndast mjög víðtækt samkom- ulag. Við höfum því farið þá leið að leggja fram nokkur grundvall- aratriði sem voru samþykkt á landsfundinum hjá okkur,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að flokkurinn legði megináherslu á að núverandi fram- kvæmd fiskiveiðistjórnunarlaganna væri í ósamræmi við 1. greinina þar sem kveðið væri á um það að fiskimiðin í kringum landið væru þjóðareign og nýting aflaheimilda skapi ekki rétt til eignar. „Til við- bótar höfum við lagt áherslu á að í framkvæmt þurfum við að tryggja þrennt. í fyrsta að fiskimiðin séu í reynd þjóðareign og þjóðin fái arðinn af þeim, í öðru lagi að at- vinnuhagsmunir byggðalaganna séu tryggðir og í þriðja lagi að uppbygging fiskiskipaflotans og fiskvinnslufyrirtækjanna sé á þann veg að hámarksarður fáist,“ sagði Ólafur Ragnar ennfremur. Hópurinn sem útskrifaðist úr rekstrar- og viðskiptanámi Endurmenntunarstofnunar Há- skóla Islands á laugardag. Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands: Guðbrandur Magnússon tekur við viðurkenn- ingu fyrir bestan námsárangur. Brautskráning 17 rekstrarfræðinga víðtækt samkomulag SAUTJÁN nemendur voru á laugardag útskrifaðir úr rekstrar- og viðskiptanámi Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands. Nám- ið stendur í þijú misseri og er ætlað fólki sem vill öðlast þekkingu í þeim greinum er snerta rekstur fyrirtækja og stofnana. Markmið- ið er að öðlast öryggi og getu til að takast á við rekstur og sljórn- un og er leitast við að gefa nemendum fræðilega yfirsýn um leið og þeim eru kynntar hagnýtar aðferðir sem reynst hafa vel í rekstri fyrirtækja. Helstu efnisþættir námsins eru rekstrarhagfræði, reikningshald og skattskil, fjármálastjórn, stjórn- un og skipulag, starfsmannastjórn- un, upplýsingatækni í rekstri og stjórnun, markaðs- og sölufræði, framleiðslu- og birgðastjómun, réttarreglur og viðskiptaréttur, þjóðhagfræði, stefnumótun og áætlanagerð. { frétt frá Endur- menntunarstofnun Háskóla ís- lands segir að nám í rekstar- og viðskiptafræðum samsvari um 18 eininganámi á háskólastigi. Kennt er í 360 stundir á 56 vikum, auk valgreina. Einnig er þátttakendum í náminu boðið upp á viðbótarnám- skeið eða staka fyrirlestra, sem ýmist eru. ókeypis eða gegn vægu þátttökugjaldi. Gerðar eru kröfur um heimavinnu sem samsvarar um sjö klukkustundum á viku að með- altali, með prófundirbúningi. Nám- ið fer fram seinni hluta dags og um helgar, svo nemendur geti stundað sína vinnu með náminu. Þeir nemendur sem luku námi á laugardag eru: Baldur Einarsson, tæknifræðingur Gatnamálastjóra Reykjavíkur, Flosi Kristjánsson, kennari Hagaskóla, Guðbrandur K. Jónasson, forstöðumaður vinnsludeildar Reiknistofu bank- anna, Guðbrandur Magnússon, framkvæmdastjóri Prenttækni- stofnunar en hann náði jafnframt bestum námsárangri, 8,77 í meðal- einkunn, Guðrún Kristinsdóttir, aðalbókari Húsasmiðjunnar, Ingi- björg Óskarsdóttir, aðalbókari Iðn- tæknistofnunar íslands, Kristbjörg Þórðardóttir, fræðslustjóri Hjúkr- unarfélags íslands, Kristján Sigur- geirsson, kerfisfræðingur, Vá- tryggingafélagi íslands, Lárus Kristinn Jónsson, stud. econ., Paul B. Hansen, deildartæknifræðingur gámadeildar Eimskipafélags ís- lands, Páll Gunnar Pálsson, mat- vælafræðingur, Sjólastöðinni, Sig- ríður Halldórsdóttir, skrifstofu- stjóri Iðntæknistofnunar íslands, Sigurður Sigurðsson, launafulltrúi Járnblendiverksmiðjunnar á Grundatanga, Siguijón Guð- mundsson, forstöðumaður tölvu- deildar Krabbameinsfélagsins, Sonja Egilsdóttir, fulltrúi, Verð- lagsstofnun, Viðar Þorsteinsson, sérfræðingur, lánaeftirliti íslands- banka og Þyri Emma Þorsteins- dóttir, sölustjóri, Stefáni Thorar- ensen hf. Námið var í upphafi skipulagt af þeim Bolla Héðinssyni viðskipta- fræðingi, Gísla S. Arasyni rekstr- arfræðingi og lektor við viðskipta- deild HÍ og Páli Jenssyni rekstrar- verkfræðingi og prófessor við HÍ. Fyrirmyndin var einkum sótt til Bandaríkjanna þar sem háskólar hafa um langa hríð boðið upp á nám af þessu tagi fýrir fólk úr atvinnulífí. -------» ♦ ♦------- ■ SÝNINGARSKRÁ kvikmynda sem sýndar verða í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10 í mars og aprílmánuði liggur nú frammi. í mars verður m.a. sýndur myndaflokkur eftir tvo af frumheijum sovéskrar kvik- myndagerðar, þá Trauberg og Kozintsév. Fyrsta kvikmyndin í þríflokknum, Æska Maxíms, verður sýnd á sunnudag, 1. mars kl. 16, en hinar myndinar í flokkn- um eru Maxím snýr aftur (sýnd 8. mars) og Vilborgar-hverfið (15. mars). Meðal annarra kvikmynda sem sýndar verða í bíósal MÍR á næstu vikum er Hamlet mynd frá árinu 1966 gerð eftir leikriti Shakespeares ' undir stjórn Kozintsévs. Einnig má nefna Prins- essuna á bauninni, Móður Maríu og Járnflóðið. Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins: Um sjávarútvegsstefn- una þarf að myndast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.