Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1992
Geðþóttaákvarð-
anir æðri lögum?
Munu íslenskir læknar hrökklast
frá sérnámi í miðjum klíðum?
eftir Sigurberg
Kárason
Tilefni þessara skrifa um láns-
hæíl framhaldsnáms (sérfræði-
náms) íslenskra lækna á erlendri
grundu er grein Lárusar Jónssonar
framkvæmdastjóra Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna (LÍN), sem
birtist í Morgunblaðinu 4. febrúar
sl. Þar segir hann lækna í fram-
haldsnámi erlendis ekki eiga skilið
námsaðstoð frá LÍN vegna hárra
tekna en á sama tíma eru sumir
þeirra að hrökklast frá námi vegna
örðugleika við að framfleyta fjöl-
skyldu sinni.
Vegna skrifa Lárusar þótti stjórn
Félags ungra lækna (FUL) nauð-
synlegt að rekja gang málsins og
leiðrétta villandi málflutning fram-
kvæmdastjórans. Svo virðist sem
læknar i framhaldsnámi erlendis
séu einu háskólanemarnir sem fá
enga fyrirgreiðslu lánasjóðsins.
Vekur það furðu að læknar einir
mæti slíkri óvild.
Sögnlegt yfirlit: 1. þáttur
Allt fram til ársins 1983 var
framhaldsnám lækna við erlendar
menntastofnanir talið lánshæft,
enda uppfyllir slíkt nám öll skilyrði
um lánshæfni eins og þau birtast í
1., 2. og 3. grein laga um námslán
og námsstyrki nr. 72 frá 1982 og
4. grein reglugerðar um námslán
og námsstyrki skv. 16. grein áður-
nefndra laga, og einnig í grein 1.2.
í úthlutunarreglum LIN fyrir árin
1991/92.
Árið 1983 hætti stjóm sjóðsins
að viðurkenna lánshæfi framhalds-
náms lækna án þess að nokkur
breyting væri gerð á lögum þar að
lútandi. Það var því einvörðungu
um breytta túlkun stjórnar á laga-
ákvæðum að ræða, en ekki breyt-
ingu á lögunum. Skv. bréfi frá Árna
Þór Sigurðssyni fyrrverandi for-
manni stjómar LÍN, dagsettu 19.7.
’90, finnast þó ekki formlegar sam-
þykktir stjórnarinnar um málið fyrr
en árið 1989. Vekur það nokkra
furðu.
Hinn 15.6. ’89 svarar Sigurbjörn
Magnússon þáverandi formaður
stjórnar lánasjóðsins erindi Félags
ungra lækna um málið. Bréf hans
er ákaflega rýrt af rökum. Það ein-
kennist af vanþekkingu á fram-
haldsnámi lækna og er það miður,
þar sem umrætt bréf virist vera sá
grundvöllur sem núverandi stjóm
LÍN kýs að byggja umijöllun sína
á. Fyrir atbeina Jóns Atla Árnason-
ar læknis fékkst þessi misskilningur
leiðréttur í valdatíð síðustu stjórnar
LÍN en af óskiljanlegum ástæðum
hefur þessi skilningur glatast. Rekj-
um nú þennan feril.
Hinn 26.2. 1990 skrifaði Jón
Atli stjórn lánasjóðsins bréf þar sem
hann fór þess á leit að framhalds-
nám hans í lyflækningum í Banda-
ríkjunum við University of Wiscons-
in í Madison yrði metið lánshæft, í
samræmi við gildandi lög og regl-
ur. Hinn 18.4. 1990 var málaleitan
hans hafnað án nokkurra skýringa.
Fékk hann sent afrit af ársgömlu
bréfi Sigurbjöms Magnússonar til
stjómar FUL, sem nefnt er hér að
framan. í fyrsta lagi er staðhæft
að sérfræðinám lækna sé ekki „nám
við hefðbundnar háskólastofnanir"
og að læknar séu „í fullri vinnu á
sjúkrahúsum um leið og þeir ávinni
sér ákveðin sérréttindi. I öðru lagi
er fúllyrt að í flestum tilvikum sé
um laun að ræða og þau hærri en
nemi almennri framfærslutrygg-
ingu lánasjóðsins. í þriðja lagi kem-
ur fram að stundi læknar aftur á
móti nám við lánshæfan skóla eigi
þeir rétt á námsláni og undanþágu
frá endurgreiðslu námslána meðan
á námi stendur. Víkjum nú nánar
að þessum sérkennilegu fullyrðing-
um.
Fer námið ekki fram við
hefðbundnar
háskólastofnanir?
Engum vafa er undirorpið að
háskólasjúkrahús sem íslenskir
læknar hafa numið við, hvort heldur
í Bandaríkjunum, Bretlandi eða á
Norðurlöndunum eru í miklum met-
um. Það er undarlegt að nám í
mismunandi fræðum við sömu há-
skólastofnun skuli ekki_ vera jafn
rétthátt fyrir stjórn LÍN. Til að
sækja um námsaðstoð hjá LIN
þurfa læknar að senda inn gögn
um nám sitt skv. 15. grein reglu-
gerðar um námslán og námsstyrki.
Einnig ber sjóðnum skylda til að
kanna hvort menntastofnunin sem
námið er sótt hjá fullnægi kröfum
sjóðsins, skv. 1. grein sömu reglu-
gerðar. Lánasjóðurinn brýtur þessa
reglu á læknum í framhaldsnámi
með því að framkvæma ekki ein-
staklingsbundna athugun á högum
námsmanns heldur skýlir sér bak
við vafasama túlkun á lögum um
LÍN.
Það er undarleg staða að ríkis-
stjórnir landanna sem læknar sækja
sitt framhaldsnám til líta á þá sem
námsmenn en stjórn LÍN gerir það
ekki. Víða þarf að sækja um land-
vistarleyfi og það er til að mynda
veitt í Bandaríkjunum á þeim
grundvelli að um námsmann sé að
ræða og í takmarkaðan tíma, 7 ár.
Eru læknar í sérnámi að
ávinna sér sérréttindi?
Ekkert nám veitir sérréttindi
heldur eingöngu rétt til að bera
ákveðið fræðimannsheiti. Að sér-
námi loknu fá læknar eins og aðrir
háskólaborgarar einungis réttindi
til að titla sig sem sérfræðinga í
þeirri grein læknisfræðinnar sem
þeir lögðu stund á.
Sérstaða lækna í framhaldsnámi
er einungis bundin við viðfangsefn-
ið. Rétt eins og efnafræðingur í
doktorsnámi stundar að öllu jöfnu
vinnu á rannsóknarstofu samhliða
bóklegu námi sinnir læknir við
framhaldsnám á háskólasjúkrahúsi
ekki eingöngu lestri bóka og tíma-
rita eða fræðagrúski. Umönnun
sjúklinga er snar þáttur í námi og
þjálfun sérhvers læknis en efna-
fræðingurinn gerir hinsvegar til-
raunir með efnahvörf. í báðum til-
vikum fer námið fram undir hand-
leiðslu háskólakennara og annarra
sérfræðinga. Áfangapróf eru tíð í
Sigurbergur Kárason
„Læknar í framhalds-
námi hafa aldrei farið
fram á nein forréttindi
umfram aðra náms-
menn. Læknar munu þó
ekki sætta sig við að
verða dregnir í dilka
ójafnaðar án þess að
fyrir því séu skýr rök
eða lagabókstafir. Geð-
þóttaákvarðanir sljórn-
ar LÍN hafa valdið gríð-
arlegum vanda og virð-
ast engir námsmenn
aðrir en læknar í fram-
haldsnámi hafa fengið
slíka útreið.“
framhaldsnámi lækna og rannsókn-
ir mikilvægur hluti námsins.
Eru laun lækna í
framhaldsnámi hærrien
framfærslugrunnur LÍN?
Það er mismunandi eftir löndum
og menntastofnunum hvernig búið
er fjárhagslega að læknum í sér-
námi. Á virtustu háskólasjúkrahús-
unum byija menn oft nám sitt í
launalausum stöðum. Sumar stofn-
anir bjóða upp á framfærslustyrki
án tillits til vinnuframlags, og á
öðrum fást greidd laun fyrir verk-
legan þátt námsins. Flestir fram-
færslustyrkir sem læknar njóta í
námi eru jafnháir grunnframfærslu
LÍN fyrir einstaklinga og duga ekki
Norrænt gigtarár 1992:
Kostnaður þjóðfélagsins
vegna gigtarsjúkdóma
eftirJúlíus Valsson
Gigtin kostar þjóðarbúið a.m.k
10 milljarða árlega
Gigtarsjúkdómar og gigtarein-
kenni eru algengustu vandamálin
sem valda því að fólk leitar til lækn-
is. Einungis kvef og aðrir hliðstæð-
ir kvillar eru algengari. í Svíþjóð
kosta gigtarsjúkdómar upphæð sem
samsvarar um 20% af útgjöldum
samfélagsins á hveiju ári. I Banda-
ríkjunum eru samsvarandi töiur
mun lægri eða um 5%. Erfitt er að
meta nákvæmlega þennan kostnað
hér á landi en hann er að öllum lík-
indum nær sænska hlutfallinu en
því bandaríska. Sé gert ráð fyrir
að 15% íslenskra þjóðarútgjalda
fari til gigtarsjúkdóma er mjög var-
lega áætlað að þeir kosti 10 millj-
arða árlega eins og stundum hefur
komið fram.
Til samanburðar má nefna að
heildarkostnaður vegna heilbrigðis-
og tryggingamála hér á landi er
nálægt 40% af þjóðarútgjöldum eða
um 43 milljarðar á þessu ári. I þess-
um tölum felst ýmiss beinn og
óbeinn kostnaður m.a. vegna vinnu-
taps, sjúkrahúss- og heiisugæslu-
kostnaðar, læknishjálpar sérfræð-
inga, sjúkra- og iðjuþjálfunar,
hjálpartækja, lyfjakostnaðar, ferða,
sjúkradagpeninga, endurhæfingar
og örorkubóta.
Oþægindi frá hreyfi-
og stoðkerfi
í rannsókn Ólafar A. Steingríms-
dóttur og fleiri aðila um einkenni
frá hreyfi- og stoðkerfi meðal ís-
lendinga á aldrinum 16-65 ára,
sem birtist nýlega í tímariti Gigtar-
félags íslands, kemur fram að slík
óþægindi eru mjög algeng. Óþæg-
indi í hálsi, hnakka, herðum, öxlum
og neðri hluta baks eru mest áber-
andi. í rannsókninni kemur fram
að um 14 þús-
und konur og
um 11 þúsund
karlar urðu
óvinnufær
vegna óþæginda
frá mjóbaki ein-
hvern tíma á ár-
inu.
Samkvæmt
ársreikningi
Tryggingastofn-
unar ríkisins fyrir árið 1990 námu
heildarörorkugreiðslur á því ári
rúmum 2 milljörðum króna. Á því
ári voru skráðir öryrkjar á íslandi
á aldrinum 16-67 ára alls 7.489
talsins, konur voru 4.403 og karlar
3.086. Einstaklingar sem nutu ör-
orkubóta á árinu 1990 vegna sjúk-
dóma í hreyfi- og stoðkerfinu (ICD9
710-740) voru alls 1.395 talsins,
konur 1.005 og karlar 390.
Alls voru greiddir sjúkradagpen-
ingar vegna gigtarsjúkdóma í
51.511 dag og voru algengustu
sjúkdómsgreiningar og dagafjöldi
vegna hvers og eins þeirra sem hér
segir: Bakveiki 17.055 dagar, slit-
gigt 6.903 dagar, vefjagigt (fibr-
omyalgia) 3.368 dagar og iktsýki
1.863 dagar. Kostnaður vegna
sjúkraþjálfunar var um 26 milljónir
króna og er langstæstur hluti þeirr-
ar upphæðar vegna sjúkdóma í
stoðkerfinu. Árlega slasast um 800
manns í umferðinni hérlendis og fá
um 40% þeirra hálstognun (whip-
lash). Heildarkostnaður tiygginga-
félaganna á árinu 1990 vegna háls-
áverka var u.þ.b. 600 milljónir og
áætlað er að kostnaður annarra,
einkum atvinnulífsins, sé 100 millj-
ónir. Flestir sem hljóta varanlega
örorku vegna þeirra eru með ein-
kenni vefjagigtar.
Hver króna til gigtlækninga
skilar sér fertugfalt til baka
Ljóst er að mjög margir þjást af
til að framfleyta fjölskyldu. Taki
LÍN ekki tillit til þess brýtur það í
bága við lög sjóðsins sbr. lög um
námslán og námsstyrki nr. 72 frá
’82 en þar segir í 3. grein: „aðstoð
við námsmenn skv. lögum þessum
skal nægja hveijum námsmanni til
að standa straum af eðlilegum
náms- og framfærslukostnaði þegar
eðlilegt tillit hefur verið tekið til
fjölskyldustærðar." Einnig mætti
nefna 21. grein í reglugerð um
námslán og námsstyrki og grein
4.4. í úthlutunarreglum LIN árið
1991/92.
Að sjálfsögðu ætti stjórn LÍN að
taka tillit til þessara tekna lækna
eins og annarra námsmanna skv.
grein 3.4. og 3.5. í úthlutunarregl-
um LÍN fyrir ’91-’92 og beita
lækna ekki öðrum úthlutunarregl-
um en alla aðra sambærilega náms-
menn. Læknar í framhaldsnámi eru
ekki allir einhleypingar eins og LÍN
virðist álíta heldur eiga þeir flestir
fjölskyldu, enda um þrítugt er fram-
haldsnám hefst.
Er námið lánshæft eða ekki?
Að framansögðu ætti að vera
ljóst að framhaldsnám lækna er
stundað við lánshæfa skóla. Þeir
ættu því að vera lánshæfir og eiga
rétt á námsaðstoð skv. seinasta
atriðinu sem vitnað var til í bréfi
Sigurbjöms.
Sögulegt yfirlit: 2. þáttur
Þáttaskil urðu 1990 enda höfðu
orðið stjórnarskipti í LÍN. Jón Atli
læknir hélt málinu stöðugt vakandi
með sífelldum sendibréfum. Honum
tókst að leiðrétta misskilning
stjómar LÍN um eðli og uppbygg-
ingu framhaldsnáms lækna og
sýndi fram á að framhaldsnám hans
í lyflækningum væri fullt nám við
lánshæfan skóla skv. lögum nr. 72
frá 1982. Þá sendi Ámi Þór Sig-
urðsson þáverandi formaður stjórn-
ar LIN frá sér bréf fyrir hönd sjóðs-
ins hinn 19.9. ’90. Þar segir: „Nú-
verandi stjórn LÍN lítur svo á að
sémám lækna sé lánshæft nám,
óháð því hvort slíkt nám er stundað
við almennar sjúkrastofnanir,
læknaháskóla eða almenna háskóla.
Þessi hefur ávallt verið skilningur
LÍN, að undanskildum starfstíma
fyrrverandi stjórnar lánasjóðs-
ins... Stjóm sjóðsins vill árétta
að sérnám lækna er að öllu jöfnu
lánshæft, en farið verður með tekj-
ur (ef einhveijar) viðkomandi á
sama hátt og gerist um lánþega
hjá Lánasjóði íslenskra náms-
manna“.
Fjárhagsleg afkoma Iækna í
framhaldsnámi hefur ávallt verið
erfiðari í Norður-Ameríku og á
Bretlandseyjum en á Norðurlönd-
Júlíus Valsson
sjúkdómum og sjúkdómseinkennum
í hreyfi- og stoðkerfi líkamans og
að mjög stór hluti útgjalda til heil-
brigðismála er vegna hreyfi- og
stoðkerfisvandamála. Hér er oft um
að ræða sjúkdóma og sjúkdómsein-
kenni sem koma má í veg fyrir og
lækna með markvissum aðgerðum
ef hafíst er handa í tíma.
Það þykir fullsannað að fátt borgi
sig betur í beinhörðum peningum
en að Iækna gigt. Bandarískir arð-
semisútreikningar hafa leitt það í
Ijós (sjá töflu), en samkvæmt þeim
borgar sig best, næst á eftir því
að fyrirbyggja slys með því að nota