Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1992 13 rísa hér upp nokkrir menn og hrópa hástöfum að Kísiliðjan sé búin að menga svo vatnið að hér sé allt að fara til fjandans. Margir þessir menn þekkja hér lítið til, eru ekki búsettir við vatnið og hafa hvorki stundað hér veiði eða rannsóknir, en fá því miður rangar upplýsingar. Núverandi stjórn Veiðifélagsins Mývatns hefur brugðist. Hún hefur aldrei boðað til fundar í félaginu um þessi mál og reyndar ekki aðal- fund í ein tvö ár. Út á við gefur hún í skyn að starfsemi Kísiliðjunnar muni vera hættuleg og lætur sem hún geri það í umboði félagsins. Það er alveg fráleitt, þar sem mik- ill meirihluti félagsmanna hefur undirritað álit sem er gagnstætt stjórn félagsins. Hvort er marktæk- ara, 2/3 hlutar félagsmanna eða umboðslaus stjóm, sem ekki boðar félagsfundi? Fram til ársins 1977 var mikil ofveiði í vatninu. Menn veiddu aðal- lega í net. Netin voru alltaf að batna, verða veiðnari. Fram undir 1930 riðu menn netin sín sjálfir úr garni eða tvinna, ekki mjög fínu og netin voru ekki djúp, um 10 möskva. Þinjir og felliþráður var úr uliartogi. Það var mjög seinlegt að búa til svona net og þau entust illa. Þess vegna áttu menn yfirleitt fá net þar til farið var að nota inn- fluttar netaslöngur. Fyrst voru þau úr bómull, síðan nælon og loks girn- isnet úr mjög fínum þræði. Við * hverja breytingu óx veiðin. Nú er svo komið, að það er þýðingarlaust að reyna annað en net úr girni, girnisnet nr, 0,20. Ofveiðitímabilið byijaði á sjötta áratugnum og var ofveiðin orðin svo geigvænleg að árið 1977 var gerð tilraun til að takmarka veiði við fjögur net á veiðiréttarhafa. Þeir sem frekastir voru undu þessu illa, en .létu þó ugrein sem hvað mest hefur vaxið í nálægum löndum undanfarin ár og gæti reynst bændum, landeig- endum og öðrum hér á landi mikil- væg búbót þegar að þrengir í hefð- bundnum landbúnaði. Hér er um mun fjölbreyttari starfsemi að ræða en gistingu, eða það sem venjulega flokkast undir ferðamál. Hér er átt við að gera sér fulla grein fyrir nýtingarmöguleikum jarða og „þróa“ þar fjölbreytta aðstöðu og starfsemi á grundvelli þessara mög- uleika. Fáir gera sér enn fulla grein fyrir því hvað við eigum mikla möguleika á þessu sviði ef rétt er á haldið og ef opinberir aðilar koma ekki í veg fyrir að bændur geti nýtt sér þessa möguleika. Þess sjást þó engin merki að opinberir aðilar skilji mikilvægi þessa máls og vilji gera nokkuð til að liðka fyrir þess- ari þróun. Ennþá eru opinberir aðilar t.d. haldnir svo mikilli hræðslu við út- lendinga að þess er skemmst að minnast að sérstakt leyfi dóms- málaráðherra þurfti til þess að þýsk kona gæti eignast sumarbústað vestur á fjörðum. Samt finnst okkur sjálfsagt að við getum átt lönd og byggingar um allan heim. Auðvitað gengur þ'etta ekki ef við viljum hrista af okkur forræðisklafa fortíð- arinnar og ganga til samstarfs við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli. Auðvitað eiga Islendingar að fá að nota og ráðstafa fasteignum sínum á viðlíka hátt og þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Þótt núverandi ríkisstjórn hafi gert margt vel er enn margt ógert. Við búum enn við nærri 30 ára gamla skipulagslöggjöf sem ekki hefur tekist að endurskoða þrátt fyrir margar tilraunir. Þessi skipu- lagslöggjöf er barn hins gamla tíma og alls ekki mótuð í anda þess frjáls- ræðis og valddreifingar sem nú er víðast hvar stefnt að. Á hinn bóginn vantar þar líka sjálfsögð ákvæði og skilgreiningar á gagnkvæmum rétt- indum fólks eins og komið hefur á daginn í deilum um Sogn og um það hvort sambýli fatlaðra sé stofn- un eða íbúð. Aðrar þjóðir hafa fyr- ir löngu fundið lausn á þessum málum. „ísalands óhamingju verður allt að vopni“ Allt frá því að Bjarni Thoraren- kyrrt liggja í bili. Eftir að núgild- andi arðskrá tók gildi, arðskrá sem er ekki að öllu leyti samkvæmt lög- um um lax- og silungsveiði, eins og hún á þó að vera. Til að afsaka ofveiðina er svo kennt um mengun frá Kísiliðjunni. Dr. Tumi Tómasson, vatnalíf- fræðingur, spáði því haustið 1989, að uppsveifla væri í vatninu í fisk- stofnum Mývatns. Árin 1990 og 1991 mundi verða mikið af smásil- ungi í vatninu, leirlos yrði horfið og urriðinn í Laxá færi að horast og smækka. Árin 1992 og 1993 sagði dr. Tumi að allt yrði í blóma í vatninu, myndi svo dala aftur 1994. Hann sagði að þessum sveifl- um gæti svo sem seinkað um eitt til tvö ár og árferði hefði sín áhrif á það. Og viti menn. í fyrrasumar fóru að sjást greinileg merki um batn- andi árferði í vatninu. Silungurinn byijaði að fitna aftur, endurnar komu upp ungum sínum og flykkt- ust út á vatnið og kornáta (krabba- dýr) sást í silungsmögum, og í sum- ar var ekki sjáanlegt annað en að lífið í vatninu væri í fegursta blóma. Fuglalíf mjög mikið, sérstaklega duggönd og skúfönd mjög áber- andi. Urriðinn úr Laxá var aftur á móti með magrara móti og mývarg- ur fremur lítill. Af hveiju í ósköpunum er kenn- ingum dr. Tuma ekki haldið meira á lofti? Er hann í ónáð hjá Náttúru- verndarráði? Lokaorð Á sumri komanda bendir margt til þess að veiðin glæðist í Mývatni og að niðursveiflan í lífríkinu sé gengin yfir að þessu sinni. En enn- þá grynnkar vatnið sunnan Teiga- sunds. Hvað er hægt að gera því til bjargar sem fyrst? Ég sé engan sen lét frá sér fara þessi fleygu orð höfum við haft þau eftir þegar á móti hefur blásið. En auðvitað er hamingjan í höndum okkar sjálfra. Auðvitað getum við hrist af okkur þessi orð og smíðað okkar gæfu sjálf úr öllum þeim möguleikum sem við höfum yfir að ráða ef við fengj- um til þess svigrúm og frelsi. En ef við viljum það verðum við að hætta að beijast gegn þeim vindum frelsis og framfara sem nú fara um gervallan heim. Það verða alltaf einhveijir sem óska þess að jörðin sé flöt, en við þurfum ekki að trúa því lengur^ Höfundur er arkjíekt og skipulagsfræðingur. --------------- Ráðstefna um konur og öldrun ÖLDRUNARRÁÐ íslands í sam- vinnu við Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar gengst fyrir ráðstefnu sem ber yfirskriftina Konur og öldrun föstudaginn 28. febrúar nk. Ráðstefnan verður haldin í Borgartúni 6 og hefst kl. 13.15. Þema ráðstefnunnar er, eins og yfirskriftin ber með sér, konur og öldrun. Um þessar mundir eru mál- efni aldraðra mjög ofarlega á baugi í þjóðfélaginu og því athyglisvert að kynnast því hvernig staðreyndir og ímynd um aldraðar konur blasa við. Þarna verður m.a. fallað um viðhorf til aldraðra kvenna, upplifun kvenna á öldrun og elli í bókmennt- un, greint verður frá rannsókn á lífsstíl aldraðra og samnorræna verkefninu gamlar konur á Norður- löndum. Ráðstefnustjóri verður Hólmfríð- ur Gísladóttir, deildarstjóri félags- máladeildar Rauða kross Islands. Framsöguerindi flytja: Helga Kress prófessor, Sigríður Jónsdóttir félagsfræðingur, Sigurveig H. Sig- urðardóttir yfirfélagsráðgjafi og Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi. Ráðstefnan er öllum opin. annan möguleika en Kísiliðjuna. Það getur ekkert fyrirtæki staðið undir þeim kostnaði nema Kísiliðjan af því að hún getur breytt leðjunni í verðmæti, auk þess að vera styrk- asta stoðin undir atvinnu og efna- hag Mývatnssveitar. Ég vil því skora á alla þá sem unna velferð Mývatns og Mývatnssveitar, að snúa bökum saman og veijast þess- um vanhugsuðu og ástæðulaust árásum á Kísiliðjuna, og þar með meginþorra Mývetninga. Höfundur er bóndi. Grafarvogsbúar Komum sjónarmiðum okkar á framfæri. Fjölmennum á almennan borgarafund með Markúsi Erni borgarstjóra og Vil- hjálmi Þ. borgarfulltrúa í kvöld kl. 20.30 í Hverafold 1-3, 2. hæð. Á 15MÍN EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR LÍKA NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað . Þú setur frosið brauðið í bökunarpokanum í ofninn og lýkur bakstrinum á fimmtán mínútum. Afraksturinn er nýbakað, mjúkt og ilmandi hvítlauksbrauð. •sioiNisao j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.