Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 20
20
!)i>l M t ?.f- fi'U-y.f■rtiiHJWtf R1P t fWfW-iltffiift
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992
SH 50 ára í dag:
Framtíðin verður
væntanlega góð
- segir Huxley Ólafsson einn stofnendanna
M orgu nblaðið/Sverrir
Kammersveit Reykjavíkur og Rannveig Bragadóttir á æfingu á Kjarvalsstöðum í gær.
Rannveig Bragadóttir á tón-
leikum Kammersveitarinnar
FJÓRÐU og síðustu tónleikar
Kammersveitar Reykjavíkur í
Reykjavík á þessum vetri verða
haldnir á Kjarvalsstöðum
fimmtudaginn 27. febrúar og
hefjast þeir kl. 20.30.
Efnisskráin að þessu sinni er
AÐEINS FYRIR
SÖLUMENN
Viltu njóta starfsins betur?
Ljúka sölunni á auðveldari
hátt?
Svara mótbárum af meira
öryggi?
Konráð Adolphsson.
Dale Carnegie0 sölunámskeiðið
er einu sinni í viku í 12 vikur frá kl. 9:00-12:30
og er eingöngu ætlað starfandi sölumönnum.
Námskeiðið er metiðtil háskólanáms í Bandaríkjunum.
Námskeiðið getur hjálpað þér að:
★ Gera söluna auðveldari
★ Njóta starfsins betur
★ Byggja upp eldmóð
★ Ná sölutakmarki þínu
★ Svara mótbárum af öryggi
★ Öðlast meira öryggi
★ Skipuleggja sjálfan þig og
INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMA
812411
FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐIÆVILANGT
samansett af Qórum verkum, sem
öll eru samin á síðustu 40 árum
og eru þau öll aðgengileg, létt og
skemmtileg. Tónleikarnir heíjast á
Nonett eftir B. Martinu. Þetta var
eitt af síðustu verkum þessa merka
tékkneska tónskálds og þykir bera
einkenni tékkneskrar alþýðutón-
listar fyrri alda. Þá verður flutt
Morgan I eftir Pál P. Pálsson sem
hann samdi fyrir Rut Magnússon
og Kammersveitina 1981. Að
þessu sinni er það Rannveig
Bragadóttir sem syngur einsöng-
inn og er hún komin til landsins
frá Vínarborg til að taka þátt í
þessum tónleikum. Páll P. Pálsson
stjómar eigin verki.
Eftir hlé bregður Blásarakvint-
ett Reykjavíkur á leik í hinu bráð-
skemmtilega verki L. Berius Opus
Number Zoo þar sem hljóðfæra-
leikaranir bregða sér einnig í hlut-
verk leikara.
Að lokum verður flutt verkið
Folk Songs eftir Derio, en í því
verki tekur hann þjóðlög frá ýms-
um löndum og útsetur fyrir mezzo-
sópran og 6 hljóðfæraleikara.
Rannveig syngur einnig þetta verk
en stjómandi verður Bemharður
Wilkinson. 18 hljóðfæraieikarar
taka þátt í tónleikunum.
(Fréttatilkynning)
UM sjö þúsund manns opna í
dag afmælisgjafir, sem Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna gef-
ur starfsfólki og sérstökum
gestum sínum í tilefni hálfrar
aldar afmælis samtakanna. Af-
mælisveizlan verður haldin í um
70 frystihúsum, frystitogurum,
söluskrifstofum og flutninga-
skipinu Hofsjökli. Pakkamir
eru hugsaðir sem táknræn gjöf.
Forseti íslands Vigdís Finn-
bogadóttir verður gestur í aðal-
stöðvum SH við AðaLstræti og
sjávarútvegsráðherra, Þor-
steinn Pálsson, heimsækir
Granda. Úti um Iand verður auk
starfsfólks einnig márgt góðra
gesta.
Huxley Ólafsson er einn hinna
14, sem stofnuðu SH og sá eini,
sem enn er á lífi, 87 ára gamall.
Hann segist halda að SH eigi eft-
ir að halda velli, þó mikið sé talað
um frelsi í öllum sköpuðum hlut-
um. „Frelsi er vandmeðfarið og
kunni menn ekki að fara með það,
getur það í raun orðið ófrelsi.
Hvað varðar útflutning er annað
viðhorf ríkjandi en í innflutningi.
Þegar margir bjóða sömu vöruna
er líklegt að hæsta verðið náist
ekki. Við þekkjum vel hvemig fór
í skreiðinni, en þar vora margir í
útftutningum. Mér virðist ganga
vel hjá Sölumiðstöðinni og haldi
þeir sínu striki, verður framtíðin
fyrirtækinu væntanlega góð.
Menn þurfa að gæta þess að vera
„ungir“ þó þeir eldist," segir Hux-
ley.
Huxley hafði rekið frystihúsið
H/F Keflavík í um 6 ár, þegar SH
var stofnað. Þá var frystiiðnaður-
inn ung grein og tækninni í ýmsu
ábótavant. „Þegar ég byijaði var
fryst í skúffum og var til þess
notaður kældur pækill sem rann
í kringum skúffumar. Það fraus
Huxley Olafsson.
alveg sæmilega í þessu,“ segir
Huxley í viðtali við afmælisútgáfu
Frosts, tímarits SH.
I Frosti segir ennfremur svo:
„Huxley hefur í senn verið þátt-
takandi í mótun Sölumiðstöðvar-
innar og áhorfandi. „Það er fyrir
beztu að þjappa mönnum saman
og láta þá ekki bjóða niður fyrir
hveijum öðram þegar um útflutn-
ing er að ræða. Öðra máli gegnir
um innflutning. Þá snýst þetta
raunveralega við. Frelsið er ágætt
að vissu leyti. Þeir era bara fáir
sem þola það.““
Foss á Síðu
FORSÍÐUMYND Morgunblaðsins á
sunnudag er ekki tekin undir Eyja-
fjöllum eins og fyllyrt var í texta
undir mynd, heldur allmiklu austar
eða á Síðu og er það bærinn Foss,
sem myndin er af. Lesendur era
beðnir velvirðingar á þessu.
Tónlist Todmobile og Sálarmn-
ar gefin út á Norðurlöndum
Hljómsveitirnar Mezzoforte, Sálin hans Jóns míns og Todmobile
eru um þessar mundir í hljómleikaferð á Norðurlöndunum, en þar
hafa m.a. verið gefnar út hljómplötur með Todmobile og Sálinni
hans Jóns míns auk hljómplötu Friðriks Karlssonar. Steinar hf.
hefur haft milligöngu um útgáfuna en það er hollenska útgáfufyr-
irtækið CNR sem gefur plöturnar út.
STJORIMUIMARSKOLIIMIM
Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðin‘
Steinar Berg ísleifsson, forstjóri
Steina hf., segir að fyrirtækið
hafi á síðasta ári gert samning
við CNR um útgáfu á íslenskri
tónlist, en þetta fyrirtæki er að
hasla sér völl í Evrópu og hefur
sett upp skrifstofur á Norðurlönd-
unum. „Þetta er alvöra mál og við
höfum orðið varir við mikinn og
góðan áhuga á þessu. Þetta er til-
raun Steina hf. og hljómlistar-
manna til að skapa starfsgran-
dvöll annars staðar en bara á ís-
landi og við erum að reyna fyrir
okkur með að markaðssetja ís-
lenska tónlist í öðram löndum. Hér
er of lítill markaður fyrir tónlistar-
fólk og því teljum við nauðsynlegt
að fínna annan markað," segir
Steinar Berg.
Hann segir að ætlunin sé að
ná öllum þeim árangri sem hægt
sé að ná og að unnið verði mark-
visst að því.
Todmobile spilaði í Gautaborg
um helgina á Norrænni rokkhátíð
en Mezzoforte og Sálin hans Jóns
míns fóra til Óslóar í gær þar sem
hljómsveitimar þijár spiluðu í
gærkvöldi á Rockefeller-skemmti-
staðnum, sem er að sögn Steinars
einn helsti hljómleikastaðurinn í
Ósló. Annað kvöld spila hljóm-
sveitimar svo á WOW-skemmti-
staðnum í Stokkhólmi. „CNR hef-
ur lagt mikið upp úr því að hljóm-
sveitimar sýni sig, ekki síst eftir
að þær fóra allar saman á sam-
norrænt tónlistarþing sem haldið
var í Kaupmannahöfn í september
síðastliðnum og fengu þar mjög
góðar viðtökur," segir Steinar
Berg.
Á BARNA- OG FULLORÐINSFATNAÐI
HOLLENSKA VERSLUNARFÉLAGID
FAXAFENI 9-2. HÆÐ T.V. OPIÐ FRÁ KL. 1 0-1 8 OG LAUGARDAGA FRÁ KL.10-16