Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 „ ó unnuc&xgtjr i dag> -Jónas. Mvort x/iLtu epla- eixx. jarðaberjasc*f&?- " hroturhans. TM R©q U.S Pat Ott.—all righta reserved e 1992 Los Angeies Times Syndicate Hann er af gamla skólan- um, þessi... BRÉF TTL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Misréttiskerfi Frá Einari Birni Bjarnasyni: VEGNA skrifa fornvinar míns Snorra Guðjóns Bergssonar í Morg- unblaðinu hinn 20. febrúar sl. tel ég mig knúinn til að skrifa í blaðið. Það er óumdeilanlegt að Shamir forsætisráðherra Israels „var“ hryðjuverkamaður á sínum tíma m.a. grunaður um að hafa skipulagt og borið ábyrgð á morðinu á Folke Bernadotte sendimanni SÞ árið 1948. Það er einnig óumdeilanlegt að Arafat hefur hingað til verið álit- inn vera hryðjuverkamaður á Vesturlöndum. Það er líka óumdeilanlegt að bæði palestínuarabar og gyðingar frömdu ýmis hryðjuverk í Palestínu árið 1948. Menn hafa í seinni tíð viljað rifja upp þessi hryðjuverk núverandi og fyrrverandi ráða- manna gyðinga, þegar þeir hafa sem mest verið að fordæma hryðjuverk Frá Hilmari Jónssyni: MIG LANGAR til að þakka Sigurði Guðjónssyni rithöfundi tvær grein- ar í Morgunblaðinu um ritstjórnar- stefnu þess. Augljóst er að þegar ákvarða á birtingu eða forgang birt- inga á greinum í Morgunblaðið þá eru menn mismunandi jafnir og eru meðhöndlaðir samkvæmt því. Dæmi: Fyrir jól kom út viðtalsbók við einn sanntrúaðasta stalínista landsins. Ritdómari Morgunblaðs- ins, sem er nafntogaður hægri maður, fór mjög mildum orðum um skoðanir þessa misheppnaða trú- boða. Ekki ætla ég að mótmæla svo kristilegu hugarfari nema síður sé. En slíka meðferð hlaut hins vegar ekki undirritaður, sem var svo vit- grannur að gefa út andófsbók gegn rauðri mafíu á íslandi. Ritdómari Morgunblaðsins, sem er sagður sagnfræðingur, vitnaði í annan rit- stjóra blaðsins, sem eitt sinn hafði komist að þeirri greindarlegu niður- stöðu að ég væri geðveikur, stað- festi þá skoðun yfirboðara síns og taldi rit mitt þar af leiðandi lítils palestínuaraba. Sambærileg hryðju- verk palestínuaraba geta ekki á neinn hátt talist vera réttlæting eða afsökun á hryðjuverkum gyðinga árið 1948. Það er misjafnt hvort misrefti og kúgun er meiri í arabaríkjunum eða ísrael. Það fer ekki á milli mála að misrétti og kúgun er meiri í írak og Sýrlandi en í ísrael. En hvað með Jórdaníu, Egyptaland og Túnis t.d.? Eru símar palestínuaraba hler- aðir í þeim löndum? Þeim smalað saman í gettó og eignir þeirra gerð- ar upptækar? Þeim bannað að ferð- ast úr landi eða innanlands? Bannað að vinna á vegum hins opinbera og yflrleitt aðeins í lítilmótlegri vinnu? Látnir iðulega sæta ofsóknum og pyntingum o.s.frv.? Skýringin á því að ekki nema 62 palestínuarabar hafa flust frá her- numdum svæðum í ísrael síðan Int- ifada braust út, er ekki sú að ísrael- virði. Slíkar skoðanir er að sjálf- sögðu öllum frjálst að hafa. Hitt er alvarlegra fýrir ritfrelsi og Morg- unblaðið að þeir sem eru á öndverð- um meiði við ritdómarann og rit- stjórann skuli niðurlægðir með því að grein þar sem tekinn er upp hanski fyrir H.J. skuli látin bíða birtingar í einn mánuð eða lengur eins og nú hefur gerst. Menn velta því fyrir sér hvort sú annálaða víð- sýni Morgunblaðsins í þjóðmálum — og ég hefi góða reynslu af henni í sambandi við bindindismál — sé sú að til þess að fá birt skrif í blaðinu verði menn á einhvern hátt að smjaðra fyrir ritstjórunum. Að öðr- um kosti eigi þeir á hættu að vera lýstir geðveikir og um þá skrifað bullandi níð. Ef þetta er ritstjórnar- stefna Morgunblaðsins þá gætu orð Sigurðar Guðjónssonar og raunar Guðbergs Bergssonar líka ræst, að Morgunblaðsins bíði sömu örlög og Þjóðviljans. HILMAR JÓNSSON, bókavörður Hátúni 27 Keflavík ar séu svona góðir. Að Gyðingar hafi fyrirgert rétti sínum til þessa lands með u.þ.b. 2000 ára ijarveru sinni. Palestínuarabar eru ekki til- búnir til að lúffa fyrir gyðingum og flytjast burt frá Palestínu/Ísrael af þessari ástæðu, fremur en við ís- lendingar myndum vera tilbúnir til að flytjast héðan ef einhverjir papar kæmu hingað og hernæmu landið og segðust hafa rétt til búsetu hér vegna þess að þeir hefðu verið hér á undan forfeðrum okkar. Það er rétt að lýðréttindi í ísrael eru töluverð fyrir gyðinga sam- kvæmt stjórnarskrá landsins, en palestínuarabar njóta þeirra ekki nema að takmörkuðu leyti. Þar sem þeir viðurkénna yflrleitt ekki ísra- elsríki eða sig sem þegna þess rík- is, er aðeins lítill hluti araba sem hafa sóst eftir því að láta skrá sig sem ríkisborgara í ísrael, þ.e. aðeins lítill hluti araba í ísrael er með ísra- elskan ríkisborgararétt. Þó að ríkis- borgararétturinn tryggi þeim kosningarétt, mega þeir ekki gegna herþjónustu. Þar sem mikill hluti almennra réttinda í ísrael er bundin við þá sem hafa gegnt herþjónustu, bæði konur og karlar, er ljóst að ísraelskir arabara fara mjög halloka að þessu leyti. Þeir mega líka aðeins búa á vissum svæðum landsins og meirihluti landsins er bannsvæði fyrir þá, og þannig má lengi telja. Þetta misréttiskerfi er ekki hægt að réttlæta með misrétti í arabaríkj- um. Ég minni líka á að ísraelsmenn vilja telja sig til vestrænna lýðræð- isþjóða, sem þýðir að þeir verða að sætta sigt við að vera bornir saman við þann staðal. Morð araba á hernumdu svæðun- um á meðbræðrum sínum, eru einn- ig óréttlætanleg. Það er þó hægt að skilja ástæðuna fyrir þeim. Þeir líta á sig sem hernumda þjóð og á ísraelska herinn sem hernámslið. Það er vel þekkt í sögunni að við slíkar aðstæður verða öfgakennd viðhorf oft ofan á hjá báðum aðilum og fólk sem starfar með hernámslið- inu á það á hættu að vera drepið sbr. Frakkland frá 1940-1944. Varðandi opinbera heimsókn Davíðs Oddssonar til ísraels, gagn- rýni ég hana ekki ef hún var farin í því markmiði að þrýsta á ísraelsk stjórnvöld til að semja við palestínu- araba. EINAR BJÖRN BJARNASON nemi í stjórnmálafræði Brekkugerði 30 Reykjavík Ritsíj órnarste fna Morgunblaðsins Víkverji skrifar að er alveg ljóst, að hinar nýju Fokker-vélar Flugleiða jafn- gilda byltingu í samgöngum innan- lands. Flug á milli staða hér heima fyrir er nú að komast á sama stig, að því er varðar þægindi, og milli- landaflugið. Hinai: nýju vélar standa jafnfætis millilaridaþotum í öllum aðbúnaði að farþegum og eru afar þægilegar í flugi. Af þeim sökum ættu þær að stuðla að auknum ferð- alögum innanlands. Hitt er svo annað mál, að verð- munur á flugferðum innanlands og til Glasgow t.d. er orðinn ótrúlega lítill. Vel má vera, að fólk vilji frek- ar nota peningana sína til að skreppa til Skotlands heldur en til Akureyrar. Hvað sem því líður er engin spurning, að hinar nýju Fokker-vél- ar marka merk þáttaskil í samgöng- um hér innanlands. Væntanlega verða viðbrögð landsmanna í sam- ræmi við það. xxx Jarðgöngin í gegnum Ólafsfjarð- armúla eru ótrúlega mikið mannvirki. Þau hafa gjörbreytt samgöngum milli Ólafsfjarðar og nærliggjandi byggðarlaga og eiga áreiðanlega eftir að hafa margvís- leg áhrif á atvinnulífið á Ólafsfirði og við Eyjafjörð. Þau sýna líka í sjónhendingu, hvernig hægt er að gjörbreyta tengslum milli byggðar- laga og aðstöðu fólks á landsbyggð- inni. Þeir, sem efast um réttmæti þess að byggja göng á Vestfjörðum fyr- ir sömu upphæð og varið hefur verið í ráðhúsið og hina svonefndu perlu í Reykjavík, ættu að aka um jarðgöngin í gegnum Ólafsfjarðar- múla. Það er engin spurning um, að samgöngubætur af þessu tagi eiga eftir að koma víða við sögu á næstu árum og áratugum. xxx egar ekið er um Dalvík sker ein verksmiðjubygging sig úr en það er verksmiðja Sæplasts hf. Þetta fyrirtæki er lýsandi dæmi um hvað hægt er að byggja upp mynd- arlegan atvinnurekstur á lands- byggðinni. Grundvöllurinn er tengslin við sjávarútveginn og sú sérþekking, sem við Islendingar höfum á öllu því, sem lýtur að sjáv- arútvegi. Stjórnendur og starfsfólk Sæplasts hafa hins vegar nýtt þessa þekkingu og þessi tengsl með þeim hætti að til fyrirmyndar er og vísað veginn í uppbyggingu á iðnaði tengdum sjávarútvegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.