Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 52
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 VERÐ f LAUSASÖLU 110 KR. Bjargað úr háska Skuttogarinn Guðbjörg frá ísafirði leggur að gúmmíbjörgunarbát með sjö skipbrotsmönnum af Grundarfjarðartogaranum Krossnesi á Halamiðum stuttu eftir að Krossnes sökk þar að morgni sunnudags. Maðurinn í öðru opi bátsins er að taka við kaðalstiga sem hent er til hans úr dyrum á stjórnborðssíðu skipsins þar sem mennirnir voru teknir inn á þilfar. Myndina tók skipveiji á Guðbjörginni, Flosi Arnórsson. Kanada sker þorskkvót- .ann niður um 65.0001 Snöggar breytingar á framboði eða eftirspurn hafa alltaf slæm áhrif á markaðinn, segir Friðrik Pálsson forstjóri SH STJÓRNVÖLD í Kanada hafa kynnt niðurskurð á þorskkvóta sínum í Atlantshafi um þriðjung. Leyfilegur afli verður því lækkaður úr 185.000 tonnum í 120.000 og verða veiðar fyrri hluta ársins skornar niður um helming. Þorskkvóti þessa árs var ákveðinn í desember sl. á grunni mælinga fiskifræðinga, sem gáfu til kynna að stofnstærðin væri 1,1 milljón tonna. I síðustu viku var nú mæling kynnt, en samkvæmt henni var stofn- inn þá aðeins 780 þúsund tonn og hrygningastofninn, 7 ára fiskur og eldri, talinn 130 þúsund tonn, en hafði mælst 270 þúsund tonn í fyrri rannsóknum. Fiskifræðingar lögðu því til að veiðin fyrri hluta ársins yrði takmörkuð við 25 þúsund tonn, sem er um helmingi minna en veitt var á sama tíma í fyrra. Stjórnvöld hafa ákveðið að fara eftir þessum ■M? Lést í slysi við köfun ÞORVALDUR Borgfjörð Gísla- son, 37 ára gamall vélstjóri, beið bana á laugardagskvöld þegar hann var við köfun að losa veið- arfæri úr skrúfu Heimaeyjar VE á Lónsbugt, skainiut austur af Stokksnesi. Óljóst er um tildrög slyssins að sögn Sigríðar Krist- insdóttur, staðgengils sýslu- manns á Höfn. Sjópróf hefjast líklega í Vest- mannaeyjum í dag en verður svo fram haldið á Höfn. Þorvaldur B. Gíslason var fædd- ur 30. júlí 1954 og bjó á Víkur- braut 11, Höfn. Hann var vélstjóri á Haukafelli SF-111 frá Horna- firði. Hann lætur eftir sig eigin- konu og þijú börn. Þorvaldur Borgfjörð Gíslason tillögum og ýmsar fleiri aðgerðir voru kynntar í gær til þess að byggja þorskstofninn upp á ný. Meðal ann- ars er þess krafizt að erlendar þjóðir hætti ofveiði undan lögsögu Kanada, loðnuveiðar hafa verið bannaðar og rætt er um að stórauka selveiðar. Þorskafli við austurströnd Kanada var 180.000 tonn 1980 en fór hæst í 265.000 tonn um miðjan síðasta áratug. „Mér fínnast þetta slæmar frétt- ir,“ segir Friðrik Pálsson, forstjóri SH. „I fyrsta lagi vegna þess að svona snöggar breytingar á framboði eða eftirspurn hafa alltaf slæm áhrif á markaðinn. í öðru lagi þá hlýtur þessi staða þorskstofnsins á þessum slóðum að vekja spurningar um það hvort eitthvert samhengi geti verið milli breytts ástands hjá okkur og þeim. Til skamms tíma litið mun minnkandi framboð líklega draga úr þrýstingnum sem verið hefur á þors- kverðið. Kanadamenn hafa framleitt mjög mikið af frystri loðnu fyrir Japani. Þar hafa þeir verið í vissri samkeppni við okkur. Þeir hafa þó verið með stærri loðnu en við og því að hluta til á öðrum markaðshluta, en þessi vissa hlýtur að þýða það að við reynum að framleiða eins mikið af frystri loðnu og við getum að te- knu tilliti til stærðar hennar," segir Fiiðrik. Vegna minnkandi loðnustofns, en loðnan er mikilvægasta fæða þorsks- ins, verða loðnuveiðar innan kanadí- skrar lögsögu bannaðar þetta ár. Gísli Árnason Sigmundur Elíasson Saknað eft- ir að Kross- nes fórst MENNIRNIR þrír sem saknað er eftir að Krossnes SH-308 fórst á Halamiðum á sunnudagsmorg- un heita Gísli Árnason, 61 árs, Hans Guðni Friðjónsson, 34 ára, og Sigmundur Magnús Elíasson, 32 ára. Gísli Ámason fæddist 3. mars 1930, hann er kvæntur og faðir fjögurra uppkominna barna. Hann er háseti á Krossnesinu og til heim- ilis á Grundargötu 60, Grundar- firði. Sonur Gísla, Sævar, er einn skipveijanna á Krossnesinu sem bjargað var um borð í Guðbjörgu. Hans Guðni Friðjónsson fæddist 12. júní 1957. Hann er tveggja barna faðir. Hann er vélstjóri á Krossnesinu, til heimilis á Eyrar- vegi 5 i Grundarfirði. Hans Guðni Friðjónsson Sigmundur Elíasson fæddist 18. apríl 1959, kvæntur og faðir þriggja bama. Hann er matsveinn á Krossnesinu og til heimilis á Grundargötu 4 í Grundarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.