Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBIAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 Ríkisstyrkur til vöruflutninga Niöurgreiöslur til flutninga á föstu verölagi (1992) 1400 1200 1000 800 600 400 200 0 / / ./ 1065 1138 1250 -859- -275 ~2T7 lu 2Q7L 1082 145 m Ath: Tölurnar eru unnar úr fjárlögum hvers árs □ Flutningar á landi ■ Fiutningar á sjó 1988 1989 1990 Ár 1991 1992 eftir Jón Leví Hilmarsson Mikil umræða hefur undanfarið verið um ríkisstyrk til Ríkisskipa. Framlag ríkisins til fyrirtækisins hefur á síðastliðnum 4 árum verið um 200 milljónir króna á verðlagi 1992. Líta má á þessa tölu sem niðurgreiðslu á flutningskostnaði út á land. í þessari umræðu allri hefur það aldrei komið fram að helsta sam- keppnisgrein sjóflutninga, þ.e. vöruflutningar á landi, nýtur í raun ríkisstyrks, sem er margföld þessi tala. Réttir aðilar borga ekki Miklu fé er árlega varið til við- halds á vegakerfínu eða rúmlega 2.000 milljónum kr. á ári. Skiptist sá kostnaður í sumarviðhald og snjómokstur. Snjómoksturinn hef- ur verið um 20% af viðhaldskostn- aðinum á undanförnum árum. Sumarviðhald er einkum fólgið í allskyns viðhaldi á yfírborði vega. Samkvæmt erlendum könnunum valda þungir flutningabílar 99% af sliti vega. Mér er ekki kunnugt um að athugun á þessu hafi farið farm hér á landi, en telja má víst að talan sé svipuð hér. Ekki þarf ann- að en að virða fyrir sér illa útleikna malarvegi á vorin til að sannfæra sig um það. Þumalfingursregla um slit á veg- um segir að slitið sé í hlutfalli við öxulþunga í Ijórða veldi og sam- kvæmt því slítur bifreið með öxul- þunga 10 tonn vegi jafnmikið og 30.000 fólksbílar með öxulþunga 750 kg. Þannig veldur ársumferð fólksbíla til staða eins og ísafjarðar u.þ.b. jafnmiklu sliti á þjóðvegum og 10-20 þungir flutningabílar. Eigendur þungaflutningabif- reiða ættu samkvæmt ofansögðu að greiða mikinn meirihluta kostn- aðar við viðhald vega. Ef gert er ráð fyrir að um 95% af sumarvið- haldinu sé vegna stóru bílanna þá ættu þeir að borga a.m.k. um 1.500 milljónir kr. á ári vegna viðhalds vega. Snjómokstur og viðhald veg- merkinga kemur öllum jafnt til góða, þótt oft virðist vera mokað eingöngu til að koma fiutningabíl- um í gegn. Eins og staðan er nú eru það í reynd eigendur fólksbif- reiða (bensínbifreiða) sem borga brúsann að miklu leyti. 1200 milljónir í niðurgreiðslur Ljóst er að miklir skattar eru innheimtir af bifreiðaeigendum og nemur sú upphæð miklu meiru en því, sem varið er til vegagerðar og viðhalds vega í landinu. Ef tekjur af bifreiðaeigendum eru bornar saman við heildarfram- lag til vegagerðar, þá sést að tekj- ur af bensíngjaldi og þungaskattar (s.k. markaðir tekjustofnar) eru samtals um það bil jafnháar og það sem vegagerðin fær á fjárlögum hvers árs. Þessi gjöld hafa verið að meðaltali milli 5 og 6 milljarðar á ári á verðlagi 1992 og hafa um 80% verið innheimt með bensín- gjaldi og föstum þungaskatti en um 20% samkvæmt mæli. Aðrir skattar á bíleigendur renna til sam- eiginlegra þarfa. Bensíngjaldið og fastur þunga- skattur leggjast einkum á fólksbíla- eigendur, en þungaskattar, sem innheimtir eru eftir mæli, eru fyrst Brids____________ Umsjón Arnór Ragnarsson Frá Skagfirðingum Eftir 2 kvöld (10 umferðir) í aðaltvl- menningskeppni Skagfirðinga, er staða efstu para orðin þessi: Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 206 LárusHermannsson-ÓskarKarlsson 165 Höskuldur Gunnarsson - Gunnar Valgeirsson 140 Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 108 Dúa Ólafsdóttir - Ólína Kjartansdóttir 83 Rósa-Þorsteinn 83 Hjálmar S. Pálsson - Sveinn Þorvaldsson 72 Sigrún Jónsdóttir - Ingólfur Lilliendahl 63 Spilamennsku verður fram haldið næsta þriðjudag. Bridsdeild Rangæinga Staða efstu para í aðalsveitakeppn- inni eftir 4 umferðir: RafnKristjánsson 81 Daníel Halidórsson 78 EirikurHelgason 77 HalldórGunnarsson 74 Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Efst urðu eftir- talin pör: Elsa Bjartmarz — Guðjón Jónsson 126 Guðjón Siguijónsson - Ingvarlngvarsson 124 Gísli Sigurkarlsson - Halldór Armannsson 124 Eyþór Hauksson — Björn Svavarsson 123 Maria Ásmundsdóttir - Steindór Ingimundars. 115 AFMÆLISTILBOÐ SJANGHÆ "Það kvab vera fallegt í Kína." orti Tómas. En þab er fleira en fegurbin í Kína sem heillar, - kínversk matargerb er fræg um allan heim og heldur nafni þessa vfölenda og fjölmenna ríkis hátt á loft. Sjanghæ, framvörbur kínverskrar matargerbarlistar í Reykjavík, er sjö ára um þessar mundir. Af því tilefni bjóbum vib sjö rétta sérvalinn afmælismatsebil í sjö daga, 25. febrúar - 2.mars. AFMÆLISRÉTTIR SJANGHÆ FORRÉTTIR: L Litlar vorrúllur / Eggjasúpa AÐALRÉTTIR: I Peking önd með engifer Swanton kjúklingur meb Hoi Sin sósu H Tang súrsætt svínakjöt Sjanghæ lambakjöt með lauk Gengis Khan nautakjöt með Hwang Siu Allt þetta fyrir 1.490.- pr. mann ( Aöeins fyrir 2 eða fleiri. / fÍ Afmælistiíboð í hádeginu: Súpa og 7 réttir af Kínavagninum abeins 550 krónur Láttu sjá þig - þú sérð ekki eftir því ! Að sjálfsögbu er matseðill hússins í fullu gildi. Jón Leví Hilmarsson „Skattheimtuna á bens- ínið þyrfti að færa yfir á rétta notendur t.d. með gjaldi á vörubif- reiðar eftir þunga þeirra og lækka bensín- gjaldið og fasta þunga- skattinn samsvarandi, þannig að heildartekjur yrðu þær sömu. Það myndi þýða lækkun á þessum gjöldum um 25%, eða að bensín mætti lækka um 6-7 kr. hver lítri.“ og fremst greiðslur af þungaflutn- ingabílum, þ.e. bifreiðum þyngri en 4 tonn. Ef bornar eru saman tekjur af þungaskatti flutningabifreiða og það sem ætla mætti að væri hlutur þeirra í viðhaldi vega fyrir síðustu 5 ár, kemur í ljós að það vantar að meðaltali um 400 milljónir á ári upp á að tekjurnar dugi fyrir hlut þessara bifreiða í viðhaldinu. Enn- fremur þurfa þeir að borga sinn hlut í öðrum kostnaði við vegagerð í landinu. Ef gert er ráð fyrir að hlutur þungaflutningabifreiða yrði áfram sá sami og verð hefur, þyrfti að innheimta uim 2.300 milljónir af þeim á ári og um 3.200 milljón- ir af fólksbílaeigendum. Nú er inn- heimtan af þungaflutningabílum um 1.200 milljónir kr. á ári þannig að hún þyrfti næstum að tvöfaldast til að standa undir þeirra hlut í kostnaðinum. Næsta þriðjudag hefst þriggja kvölda Butler-tvímenningur. Allir vel- komnir. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30. Bridsfélagið Muninn Lokið er tveimur umferðum af þremur í meistaratvímenningi félags- ins en alls taka 19 pör þátt í keppninni. Staðan: ValurSímonarson-StefánJónsson 58 Gunnar Gupbjömsson - Sigurður Brynjólfsson 47 Jóhann Benediktsson - Sigurður Albertsson 37 KarlEinarsson-KarlG.Karlsson 33 HalldórAspar-Sumarliðilámsson 29 Hæsta skor kvöldsins: Gunnar Gupbjömsson - Sigurður Brynjólfsson 69 ValurSímonarson-StefánJónsson 60 Jóhann Benediktsson - Sigurður Albertsson 27 Gestur Auðunsson - Siprður Davíðsson 21 Gerð var skoðanakönnun í grunn- skólanum í síðustu viku um áhuga nemenda á brids. 53 unglingar sýndu málinu mikinn áhuga og er stefnt að því að kenna þeim byijunarreglurnar í þessari skemmtilegu íþrótt á næst- unni. Síðasta umferðin í tvímenningnum verður spiluð nk. miðvikudag. Mjög vel fer um spilarana í slysavarnarhús- inu. Spilamennskan hefst kl. 20. Næsta keppni verður aðalsveita- keppni vetrarins. Nýir þálttakendur og áhorfendur eru ætíð velkomnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.