Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 10
io MORÓUNBLÁÐIÐ ÞRlÐJUDAGUR 25. FÉBRÚAR Í992 Fagurfræði matarborðsiiis Myndlist_____________ Bragi Ásgeirsson Að sækja sér viðfangsefni í hluti er tengjast matarvenjum fólks er jafn gamalt málaralist- inni, og hefur verið gert í ótal útgáfum fram á daginn í dag. Það er ofur eðlilegt, því að kjami málaralistarinnar felst í nánsta umhverfi iðkenda hennar og þeirri hugmyndafræði sem að þeim er haldið eða þeir tileinka sér. Pop-listamennirnir máluðu neysluvenjur fólks og jafnvel límdu mataráhöld og matarleifar hvers konar sem af gengu, jafn- vel vindlingastubba, á viðkom- andi borði og settu í kistur úr plastgleri, sem síðan voru hengd- ar upp (Daniel Spoerri). Amerískir listamenn hafa og mjög sótt til matarborðsins um myndefni og óspart fært í stílinn og hefur áhrif þeirrar áráttu mátt sjá á sýningum hér heima, t.d. í myndum Louise Matthías- dóttur og Ragnheiðar Jónsdóttur Ream. Það eru og einnig sterk amerísk áhrif sem streyma úr myndum Egils Eðvarðssonar, sem um þessar mundir heldur sína fjórðu einkasýningu í list- húsinu Nýhöfn og stendur hún til 4. marz. Áður hafði hann sýnt í Gall- eríi Sólon íslandus 1977, Norr- æna húsinu 1982, og Galleríi G ngskör 1986, svo sýningar hans eru nokkuð reglulega með 4-6 ára millbili. Egill hóf myndlistamám í Bandaríkjunum að loknu stúd- entsprófi á Akureyri, en dvaldi þar einungis í eitt ár og söðlaði þá yfír í MHÍ. En Egill hefur þó haldið tryggð við þau áhrif sem hann varð fyrir í Bandaríkj- unum og þau skína mun betur í gegn en t.d. áhrifin af skólavist hans hér heima. Sannast hér hið fornkveðna, að lengi býr að fyrstu gerð. Kannski má það teljast ofur eðlilegt því að Bandaríkin, og raunar umheimurinn allur, held- ur sínum listamönnum margfalt betur fram en við íslendingar, og raunar bætum við um betur! Það er sá angi pop-listar, sem leggur áherslu á „malarískan" blæbrigðaríkdóm, sem helst hef- ur einkennt myndverk Egils á sýningum hans og um leið þörfin til að segja smásögur úr nánasta umhverfi. Sýningin í Nýhöfn er engin undantekning, því að nú segir Egill smásögur af matar- borði heimilisins eða vinnu- staðarins og færir í myndrænan búning. Sýningin er þó um margt mjög frábrugðin fyrri sýningum hvað meðhöndlun litarins snertir, en hins vegar þekkjum við hér aftur hina tæknilegu lipurð og sam- viskusamlegu vinnubrögð. Lista- maðurinn hættir sér hvergi út á hálan ís, en kýs að hafa öryggið að leiðarstefi. Við það verður sýningin óhjá- kvæmilega nokkuð eintóna, sem kann að vera i senn styrkur hennar og veikleiki, allt eftir því hvaða augum menn líta málið. Sjálfur vildi ég óska þess, að Egill tæki á sig meiri áhættur, og er raunar viss um að hann hefði ávinning af. Ég á -hér ekki við að hann 'eigi að nota sterkari litasam- bönd, því hann mætti mín vegna allt eins vinna einungis i hvítu, svörtu og gráu, en það sem fyrir mér vakir eru fjölþættari vinnu- brögð og meiri dirfska og dýpt í formrænni útfærslu. Heildsalar Framundan eru óráðnir umbrotatímar. Höfum trausta og góða kaupendur að heildversl- unum með mikla veltu. Einnig sterk fyrirtæki sem vilja auka ársveltu sína með því að nýta betur hjá sér húsnæði og mannafla. Öll mál eru meðhöndl- uð sem trúnaðarmál. Hafið samband sem fyrst. uamnssEssxM SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Hárgreiðslustofa Til sölu eða leigu falleg og nýtískuleg hárgreiðslu- stofa, miðsvæðis. Laus um næstu mánaðamót. 4 stólar, 2 þurrkur. Góð og björt aðstaða. rynTTiT77?TT7?^ITVIT71 SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 011 RH 01 07fl LÁRUS Þ' VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJQRI- , L\ I I 0 / U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteiönasau Nýjar eignir á söluskrá: Góð íbúð við Eskihlíð á 1. hæð 4ra herb. 103,3 fm nettó. Töluvert endurbætt. Gott skápa- rými. Föndur- og geymsluherb. í kjallara. Húsið var sprunguþétt og málað sl. sumar. Með frábæru útsýni yfir borgina I lyftuhúsi við Arahóla 2ja herb. mjög góð íbúð á 4. hæð. Rúmgóðar svalir. Húsið var klætt að utan sl. sumar. Góð langtímalán um kr. 2 millj. fylgja. A góðu verði í Hafnarfirði Glæsileg efri hæð 4ra herb. 113 fm í þríbhúsi við Strandgötu. Allt sér. Rúmgott geymsluris fylgir. Frábært útsýni. Steinhús ein hæð 129,5 fm nettó auk bílskúrs 36 fm við Háabarð. Allt eins og nýtt. Ræktuð lóð. Eignaskipti möguleg á íbúð í austur- hluta borgarinnar. Leitum að góðri 4ra herb. íbúð við Breiðvang eða nágrenni. Fjársterk- ur kaupandi. Glæsileg eign á góðu verði Endaraðhús í syðstu röð í Fellahverfi 158,3 fm endurbyggt. Allt eins og nýtt. Kjallari er undir húsinu. Sérbyggður bílskúr. Glæsileg ræktuð lóð. Margskonar eignaskipti möguleg. Fellsmúli - Álftamýri Suðurfbúðir á 3. hæð 3ja og 4ra herb. Vinsamlegast leitið nánari upp- lýsinga. Á vinsælum stað í Vogahverfi Steinhús ein hæð 165 fm auk bílskúrs 23 fm. 5 svefnherb. m.rn. Glæsi- leg lóð. Skipti æskileg á sérbýli eða góðri 4ra herb. íbúð með bílskúr. Suðuríbúð með góðum bílskúr 2ja herb. ibúð á 2. hæð 59,2 fm nettó sunnarlega í Hólahverfi. Góður bílskúr upphitaður. Sanngjarnt verð. • • • Lítið einbýlishús óskast í borginni eða nágrenni. Ennfremurgóðsérhæð. __________________________________ Fjársterkir kaupendur. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 AIMENNA FASTEIGNASAl AH Boddíhlutir — Ijós,grill o.fl. 1 intemational 11 FJÖÐRIN Skeifunni 2, sími 81 29 44 V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiöill! Alexander Goldfeder Tónlist Jón Ásgeirsson Alexander Goldfeder er rússn- eskur píanóleikari, sem hélt. tón- leika í íslensku óperunni sl. laug- ardag. í efnisskrá er ritað, að hann hafí tekið einleikarapróf frá Tónlistarháskólanum í Moskvu 1970, undir handleiðslu Yakov Flehar. Líklega hefur nefndur Fle- har leikið hér á landi fyrir mörgum árum og nafn hans þá verið staf- sett Flíer. Margir minnast enn snilldarleiks hans og til hans var ljóðað af Vilborgu Dagbjartsdótt- ur, fyrir flutning hans á b-moli sónötunni eftir Chopin. Á efnisskránni voru verk eftir Mozart, Chopin, Debussy, Schu- bert, Rakhmaninov, Liszt, Prokofí- ev og Gershwin. Þetta var blönduð efnisskrá, sitt lítið af hveiju en allt góð verk. Tónleikarnir hófust á D-dúr sónötu K.311, eftir Moz- art og þá gat strax að heyra að tækni hefur Goldfeder afbragðs- góða . Það er svo með Mozart, að hann þarf að leika á skýran máta og léttur tónstíll hans býður upp á tæknileik, sem þó þarf að hemja, því annars glatast hinn „músíski“ leikur meistarans. Margt gerði Goldfeder fallega en ofgerði á köflum í hraða, ekki svo að hann léki „af sér“, heldur fór hann stundum offari í meðferðinni á tónmáli Mozarts. Eftir Chopin lék Goldfeder Skersó nr. 1, í h-moll, Impromtu- fantasíuna og tvo valsa, í cís-moll og Des-dúr (ekki Es-dúr, eins og stóð í efnisskrá) og þar mátti heyra hinn rússneska píanóskóla í sínu besta formi. I Eyju gleðinnar eftir Debussy var leikur Goldfeders glæsilegur, þó nokkuð fjarri þeim stíl sem margir vilja heyra hjá Debussy. As-dúr Impromtan (ekki B-dúr- )eftir Schubert var falleg og lát- laus í flutningi Goldfeders og þar sýndi hann að píanósnillingur þarf ekki erfið verk til að leika vel. í Moment Musicale eftir Rakhmaninov og þriðju sónötunni, eftir Pokovfíev, var flutningur Goldfeder hreint frábær og væri eftirsóknarvert að heyra þennan ágæta píanóleikara glíma við eitt- hvert af stærri tónverkum píanó- bókmenntanna. Ein af Petrarca- sonnettunum eftir Liszt og þijár prelúdíur eftir Gershwin voru ágætlega leiknar en eru vart nógu rismikil verk til að enda slíka „bravúratónleika" sem þessa. Goldfeder mætti sem best láta aftur heyra í sér og þá taka til meðferðar hin stærri og þyngri verkefnin í þvi stóra safni píanó- skáldskapar, sem meistararnir hafa gefið þjóðum heims og endur- skapast til lifandi listar í höndum snillinga hljómborðsins. í efnisskrá er þess getið að Goldfeder dvelji „á íslandi ásamt fjölskyldu en kona hans, Ivgenia, er listdansari og kennir hjá ís- lenska dansflokknum og við List- dansskólann". ÓTRÚLEGT EYJAGJALD „KR. 2.500,-" a.m.k. tvisvar á dag tll Vestmannaeyja Heígarpakki til Vestmannaeyja: Gisting í tvær nætur á Hótel Bræðraborg með morgunverði, flug fram og til baka ADEINS kr. 1.900,- ÆÞ Isumsnue vJKf REYKJAVÍKURFLUGVELU -yjijy SÍMI 616060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.