Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 19 Atvinnumál — Vökumál eftir Börk Gunnarsson Þann 30. júlí síðastliðinn stofn- uðu Vökumenn atvinnumálanefnd Stúdentaráðs. í samstarfi við upp- lýsingaþjónustu HÍ var haldin at- vinnumálaráðstefna þann 31. jan- úar. Á þessa ráðstefnu mættu rúm- lega 1.000 manns og hlýddu á er- indi um nýsköpun í atvinnulífínu, tóku þátt í pallborðsumræðum um atvinnuástandið í sínu fagi og skoð- uðu að lokum fjölda hagnýtra verk- efna sem fyrirtæki kynntu í and- dyri Háskólabíós. Þessi stóra ráð- stefna heppnaðist í einu og öllu mjög vel. Þegar svo vel hefur tekist til sem raun ber vitni og áhugi stúd- enta á málefninu er svo bersýnileg- ur er ákaflega mikilvægt að áfram verði haldið að vinna að þessum málum. Það hlýtur að vera takmark okkar flestra að hefja störf eftir útskrift við eitthvað sem tengist því fagi sem við höfum eytt árunum í að læra. En þær aðstæður sem eru í landinu nú gefa ekki tilefni til þess að námsmenn geti búist við því að fá störf við sitt hæfi. Þrátt fyrir mikið falið atvinnuleysi sem felst í því að háskólamenntað fólk sættir sig við störf sem ekki tengj- ast menntun þeirra þá eru samt sem áður komnar fram tölur um mesta atvinnuleysi hér á íslandi sem hefur þekkst. Við þessar aðstæður er nauðsynlegra en nokkru sinni áður að efla tengsl Háskólans og atvinn- ulífsins. Tilgangurinn með því er þríþættur: í fyrsta lagi að ýta und- ir nýsköpun í atvinnulífinu og fjölga þannig störfum. í öðru lagi að upp- fylla þarfir vinnumarkaðarins fyrir starfsfólk með ákveðna sérmenntun og síðast en ekki síst að hvetja stúd- enta til að hugsa um hvað bíður þeirra að námi loknu. Akademískt frelsi Þegar talað er um að skapa tengsl við atvinnuh'fið verður að tryggja að fullt akademískt frelsi haldist. Á mörgum stöðum við er- lenda háskóla eru fyrirtæki komin það djúpt inn í starf háskólanna að þau eru farin að stjóma því námi sem boðið er upp á. Það er hættuleg þróun sem Vaka vill ekki ýta undir á nokkurn hátt. Kosturinn við okkar tillögur í atvinnumálum er sá að frelsi akademíunnar er á allan hátt tryggt. Hugmyndirnar felast ekki í að troða upp á nemend- ur því sem fyrirtækin vilja koma á framfæri heldur er ætlunin að auka valmöguleika stúdenta. Atvinfiu- málanefndir í hveiju fagi munu Hafnarfjörður; Alþjóðlegt skákmót standa fyrir fundum sem hverjum og einum er fijálst að mæta á. Gagnabankinn er hugsaður fyrir þá sem vilja upp á sitt eindæmi leita að verkefnum sem gætu gagn- ast fyrirtækjum úti í atvinnulífinu. Þannig er átakið eingöngu í því fólgið að auka það sem fyrir er. Þannig getum við slegið tvær flug- ur í einu höggi og unnið okkar vana- bundnu vinnu í skólanum en jafn- framt fengið greitt fyrir hana frá fyrirtækjum. Þeir sem eru uggandi um framtíðina geta þannig strax myndað tengsl við atvinnulífið og þar með aukið líkurnar á að þeir fái vinnu við sitt hæfi að námi loknu. Atvinnumálastefna Vöku — Atvinnumálanefnd í hvert fag Þessi nefnd er að huga að því hvað gerist eftir útskrift. Nefndin á að koma á fundum þar sem fengn- ir eru útskrifaðir nemar úr viðkom- andi fagi og hafa haslað sér völl í atvinnulífinu. Þeir geta bent á möguleika þessarar menntunar í atvinnulífinu. Einnig getur nefndin haldið fundi um það framhaldsnám sem í boði er fýrir hvert fag. Nefnd- in á með öðrum orðum að kynna nemendum sínum lífið eftir útskrift fyrir hvert og eitt fag. „Áframhaldandi upp- bygging á sviði atvinnu- mála innan Háskólans er nauðsyn. Virkja þarf þann mikla áhuga sem stúdentar hafa sýnt til að byggja upp varanleg tengsl við atvinnulífið með hagsmuni Háskól- ans, stúdenta og at- vinnulífsins í huga. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem Vaka mun setja á oddinn á næsta starfsári.“ að velja. Það gerist aðeins með því að Stúdentaráð sé í stöðugum tengslum við fyrirtækin. Koma þarf þessum verkefnum á tölvutækt form þannig að stúdentar geti kom- ist í þau hvenær sem þeim hentar. Upplýsingar um við hvaða störf útskrifaðir nemar vinna Gera þarf könnun á því hvaða störf stúdentum bjóðast að loknu námi. í öilum erlendum háskólum eru til upplýsingar um það hvað menn hafa tekið sér fyrir hendur eftir útskrift. Slíkar upplýsingar auðvelda okkur að gera okkur grein fyrir því hvernig þróunin er á okkar fagsviði. Atvinnumiðlun fyrir útskrifaða nema Börkur Gunnarsson Gagnabanki og lokaverkefnamiðlun Atvinnumálanefnd Stúdentaráðs hélt uppi stöðugum tengslum við fyrirtæki til að tryggja að nóg af verkefnum bærust inn á atvinnu- málaráðstefnuna á sínum tíma. Halda þarf þessum tengslum opnum og auka við þau þannig að ávallt sé úr mörgum nýjum verkefnum Það er lítil fyrirhöfn að auglýsa upp atvinnumiðlun fyrir útskrifaða stúdenta þannig að fyrirtæki með framtíðarstörf á lausu geti sent inn beiðni um starfsmann. Þetta má vinna í samvinnu við Atvinnumiðlun námsmanna á sumartíma en í sam- vinnu við hlutastarfamiðlunina á veturna. er nauðsyn. Virkja þarf þann mikla áhuga sem stúdentar hafa sýnt til að byggja upp varanleg tengsl við atvinnulífið með hagsmuni Háskól- ans, stúdenta og atvinnulífsins í huga. Þetta er eitt af þeim verkefn- um sem Vaka mun setja á oddinn á næsta starfsári. Lokaorð Áframhaldandi uppbygging á sviði atvinnumála innan Háskólans Höfundur er heimspekinemi og skipar 1. sæti á framboðslista Vöku til Stúdentaráðs. SKAKFELAG Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær nieð stuðningi fyrirtækja í Hafnarfirði og víðar munu halda alþjóðlegt skákmót í Hafnarfirði. Þetta er í fyrsta skipti sem alþjóðlegt skákmót er haldið í Hafnarfirði. Mót.ið fer fram í menningar- og listamið- stöðinni Hafnarborg og hefst 16. mars og lýkur 29. mars. Mótið verður í 8. styrkleikaflokki sem þýðir að meðalstigin verða yfir 2.426 elo-stig. Mótið mun gefa möguleika á stórmeistaratitli og al- þjóðlegum meistaratitli og er þetta í fyrsta skipti í mörg ár sem hafnf- irskir skákmenn hafa tök á því að tefla um að ná alþjóðlegum meistar- atitli. Eftirtaldir skákmenn taka þátt í mótinu: Jón L. Árnason stórmeist- ari, Margeir Pétursson stórmeistari, S. Conquest frá Englandi, stórmeist- ari, Þröstur Þórhallsson, alþjóðlegur meistari, Hannes Hlífar Stefánsson, alþjóðlegur meistari, J. Howell frá Englandi, alþjóðlegur meistari, J. Levitt frá Englandi, alþjóðlegur meistari, P. Motwani frá Skotlandi, alþjóðlegur meistari, Björgvin Jóns- son, Helgi Áss Grétarsson, Ágúst Sindri Karlsson og Björn Björnsson. l____'-ÍL... .1.....: TILBOÐSDAGAR AFSLATTUR Dagana 15. fcbrúar til 3. mars verða hreint ótrúlegir tilboðsdagar í Shrifstofuvélum að Nýbýlavegi 16 ■ Kópavogi, þar sem allar vörur verða seldar á verulega laegra verði, eða með allt að 60% afslætti. Dæmi um verðlækkun Omron 1002 sjóðsvél StarLC-20 prentari Handok 386 tölva )neð litoskjá SilverReed, EZ-45 öflug skrifstofuritvél Xerox 7009 bréfasími Xerox 5028-1. Ijósritunarvél með öllu, 28 eintök á mín. Xerox 5009-2 áfkastar 8 eintök á mín. Verð áður Verö á tilboðsdögum 25.800 19.900 25.950 18.900 133-400 99.900 48 800 39.900 99 731 59.900 540.782 449.500 80.769 68.654 Jafnframt veröa litabönd, disklingar, bréfasímapappír og aörar rekstrarvörur seldar á tilboösveröi, eöa meö 15-60% afsL Ekki missa af þessu frábæra tækifœri. Komdu í Skrifstofuvélar, Nýbýlavegi 16, Kópavogi, strax í dag. SKRIFSTOFUVELAR Nýbýlavegi 16, Pósthólf 397, 202 Kópavogur, sími 64 12 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.