Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 15 Lækkun bensínverðs Af þessu má ljóst vera að Ríkis- skip eru ekki ein um að njóta ríkis- styrkja vegna vöruflutninga út s land. Flutningsaðilar á landi eru styrktir um upphæð sem er marg- föld sú upphæð sem Ríkisskip fær. Rétt er að taka fram að þetta gild- ir um alla þungaflutningabíla. Bæði vörubfla og flutningabíla. Ef réttmætt er talið að fella nið- ur ríkisstyrki vegna sjóflutninga ætti það sama að ganga yfir land- flutninga og því þyrfti að breyta innheimtukerfinu þannig að þeir aðilar sem valda kostnaðinum borgi fyrir þjónustuna. Skattheimtuna á bensínið þyrfti að færa yfir á rétta notendur, t.d. með gjaldi á vörubifreiðar eftir þunga þeirra og lækka bensíngjald- ið og fasta þungaskattinn samsvar- andi, þannig að heildartekjur yrðu þær sömu. Það myndi þýða lækkun á þessum gjöldum um 25%, eða að bensín mætti lækka um 6-7 kr. lítri. Hér á landi eru um 15.000 vörubifreiðar og ef innheimta ætti fyrir þessum kostnaði af þeim, væri um að ræða um 75.000 kr. á hveija bifreið á ári að meðaltali (svona um það bil verð á einu vöru- bíladekki). Ef þetta yrði gert þýddi það, að samkeppnisstaða flutningagrein- anna myndi jafnast og gerði skipa- félögum auðveldara að keppa um flutninga við vöruflutninga á landi. Æskileg þróun Á síðustu árum hefur aukin áhersla verið lögð á umhverfisvernd og orkusparnað. Árangur hefur tvímælalaust verið umtalsverður. Rannsóknir erlendis hafa leitt í ljós að orkunotkun og loftmengun frá sjóflutningum er innan við helm- ingur þess, sem hún er við vöru- flutninga á landi yfir hvert tonn sem flutt er. Þannig stuðla sjóflutn- ingar að betra umhverfi og orku- sparnaði. Ennfremur má geta þess að þróun svokallaðra tvíbytna (Cat- amaran), þ.e. tveggja skrokka skipa sem sigla á 30-40 hnúta hraða, er mjög hröð um þessar mundir og hafa slík skip sinnt fólks- og gámaflutningum við Nor- eg og í Norðursjó, þar sem sjólag er oft síst betra en hér við land. Tvíbytnur sem náð geta 50-60 hnúta hraða voru sjósettar á síð- asta ári. Slíkt skip gæti til dæmis siglt frá Reykjavík til ísafjarðar á 4-5 tímum við bestu aðstæður. Þaé myndi þýða byltingu í flutninga- málum landsmanna. Ekki er að efe að við íslendingar munum nýt; okkur þessa tækni áður en lang um líður. Um þessar mundir er verið a< taka á ýmsum málum, sem haf; skekkt samkeppnisstöðu atvinnu greina þannig að réttur saman burður á kostnaði við framleiðsh og þjónustu fáist fram. Þetta má er í þeim flokki og eðlilega eig; neytendur eins og svo oft áðu mestra hagsmuna að gæta. Ekk þarf að efa að alþingismenn oj aðrir þeir, sem um málið hafa ai segja, munu hafa áhuga á, að þess breyting geti náð fram að gang; sem fyrst. Höfundur er verkfræðingur og starfar sem forstöðumaður tæknideildar Hafnamálastofnunar. etur konungur er við völd, en látum það ekki á okkur fá. Timi breytinga og endurskipulagningar. Það er ekki sist núna sem það er áriðandi að sinna likamanum rétt og vel. Við höldum okkar striki, nú sem áður, og bjóðum upp á likamsrœktarkerfi, sem efla fyrst og fremst kvenlega feg- urð og almenna hreysti. Hvort sem um er að rœða aðfœkka aukakilóunum og auka sjálfstraustið, halda sér i góðaform- inu eða hefja þjálfun eftir langt hlé, þá bjóðum við upp á viðeigandi œfingakerfi. Semfyrr er megináhersla lögð á að veita persónulega þjónustu, byggða á langri og dýrmœtri reynslu og traustum hefðum. EIMN SEM ÁÐUR BJÓÐUM VIÐ UPP Á EFTIRFARANDIKERFI: mannle ALMENNT KERFI Þetta kerfi hentarfyrst og fremst þeim sem vilja smá aga og ætla sér að ná öruggum árangri. Fastir timar tvisvar í viku, auk frjáls tíma á laugardögum. Ákveðin byrjun og markviss uppbygging út alla dagskrána. Mæling og mat í upphafi og við lok námskeiðs. Mataræði tekið fyrir. Vigtað í hverjum tíma. Megrunarkúr fyrir þær er þess óska. RÓLEGT OG GOTT - 50 ára og eldri Oft er þörf en nú er nauðsyn. Hollar og góðar æfingar sem stuðla öð því að viðhalda og auka hreyfigetu líka- mans, og auka þar með vellíðan og þol. Aldrei of seint að byrja. PULOGSVITI - 17áraog eldri Tilvalið fyrir þær sem eru í ágætu formi, en vilja taka góða rispu til að halda sér við ... og svo er þetta svo gaman! • 2 púltímar, 2-3svar í viku. • Allt sem er innifalið í almenna kerfinu tilheyrir þessu kerfi líka, ef óskað er. TOPPITILTÁAR - fyrir konur á öllum aldri Þetta kerfi er eingöngu fyrir konur sem berjast við aukakílóin. Við stefnum að góð- um árangri í megrun, bættri heilsu og já- kvæðara lífsviðhorfi. Uppbyggilegt, lokað námskeið. • Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn. • Strangur megrunarkúr sem fylgt er eft- ir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mat- aræði og hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir förð- un, klæðnað, hvernig á að bera líkam- ann og efla sjálfstraustið. • Sérstök líkamsrækt sem þróuð hefur verið í 25 ár og hefur margsannaðgildisitt. • Lokafundur í lok námskeiðs. • Fengnir verða sérstakir gestirtil leiðbeiningar. Einkaviðtalstímar við Báru hvem fóstudag. Boðið upp á bamapössunfrá kl. 10-16 alla daga. INNRITUN ALLA DAGA í SÍMA 813730 og 79988. Nœsta námskeið hefst 2. mars. s 'íj SUÐURVERI • HRAUNBERGI 4 Ósvikið kafíibragð Með aðeins hálfu koffeinmagni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.