Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 Sími 16500 Laugavegi 94 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350 Á BILUN í BEINNI ÚTSENDINGU OG TORTÍMANDINN. „Skcmmtileg, rammíslcnsk nútíma alþýöusaga." - AI Mbl. „Ingaló er bæöi fyndin og dramatísk" - HK DV. „Það lciöist engum að kynnast þcssari kiarnastelpu" - Sigurður A. Friðþjófsson, Hclgarbl. Leikendur: Sólvcig Arnarsdóttir, Haraldur Hallgríms. o.fI. Leikstjórn og handrit: Ásdís Thoroddscn. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. - Miðaverð kr. 700. 8. SÝNINGARMÁNUÐUR BÖRN NÁTTÚRUNNAR Tilnefnd til Óskarsverð- launa sem besta erlenda kvikmyndin 1991. Sýnd í A-sal kl. 5. Sýnd i B-sal kl. 9. BILUN í BEINNI ÚTSENDINGU Tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna *** Pressan ***** Bíólínan * * *>/2 HK DV * * ★ ★ S.V. Mbl. Sýnd ki. 6.40. Bönnuð i. 14ára. Tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna ★ * *'/2 Al MBL. Sýnd kl. 11. Bönnuð innan 16. Rætt um atvixmumál a landsbyggðinni Búðardal. HVERNIG snúa íbúar landsbyggðarinnar vörn í sókn í atvinnumálum? Er það gert með hefðbundnum hætti með því að bíða eftir lausn að sunnan, nýrri stóriðju eða með myndun þrýstihópa á ríkisstjórnina og þing- menn um meiri aðstoð við sjúk fyrirtæki? Nei, segja íbúar Dalasýslu og Reykhólahrepps, því þeir ætla að fara aðra leið. Þeir ætla að stofna ný atvinnutækifæri og bæta rekstur starfandi fyrirtækja að eigin frum- kvæði og á eigin forsendum. Þetta var að minnsta kosti niðurstaða fjölmennrar ráðstefnu sem haldin var í Búð- ardal fyrir nokkru. Þessi tveggja daga ráð- stefna var kölluð „leitarráð- ctefna" því leitað var á kerf- isbundinn hátt að nýjum at- vinnutækifærum. Ráðstefn- an var haldin á vegum svo- nefnds Átaksverkefnis í at- vinnumálum sem héraðs- nefndir Dalasýslu og A- Barðastrandarsýslu (Reyk- hólahreppi) standa að og komið var á fót síðastliðið haust. Rúmlega 60 manns tóku virkan þátt í þessari leit. Á ráðstefnunni kom fram mikili vilji íbúa þessa stóra svæðis til meiri samstarfs á ýmsum sviðum, svo sem skipulagi á flutningum á vöru og fólki, þjónustu ýmis- konar, fræðslumáium og fleira. Allir voru sammála um að sameining Dalasýslu í eitt sveitarféiag, jafnvel beggja sýslnanna í eitt sveit- árfélag væri á næsta leiti og myndi mjög bæta rekstrar- umhverfi fyrirtækja, þjón- ustu við íbúa og búsetuskil- yrði fólks. Ef hins vegar ekk- ert verði að gert og engu breytt, fækki íbúum enn frekar og þjónustu hraki svo búsetuskilyrði versna til muna. Fjölmargar nýjar hug- myndir komu fram á ráð- stefnunni um ný atvinnu- tækifæri. Unnið verður að útfærslu og framkvæmd þessara hugmynda í verkefn- ishópum á næstu mánuðum. Af slíkum verkefnum mætti nefna verkefni í ferðaþjón- ustu, endurvinnslu og sorp- eyðingu, úrvinnslu sjávar- gróðurs, sumarbúðir barna -og vinnslu á leir. Einnig verða í framhaldi af ráð- stefnunni starfandi vinnu- hópar sem vinna eiga að ýmsum sameiginlegum mál- um til hagsbóta fyrir at- vinnulífíð. - Krístjana fflPBOMPTU SIMI 2 21 40 SPENNU-TRYLLIRINN ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 300 Á ALLAR MYNDIR NEMA: „AF LÍFI OG SÁL“ UKAMSHLUTAR Þegar Bob fékk ógræddan nýjan handlegg... ... fékk hann miklu, miklu meira en hann ótti von ó BODYPART OHUGNANLEG SPENNA SEM HELDUR ÞER I HtLJAR GREIPUM ALLAN TÍMANN! Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. ADDAMS FJÖLSKYLDAN KRÖNVITTNET Sýnd kl. 5.05, 9.05 og 11.05. Bönnuð innan 12 „THECOMMIT MENTS" TVOFALT LIF VERONIKU Stórgóð og eldfjörug gamanmynd, með urvals leikurum. Hvernig skildi Mavis Turner (Lizu Minnelli) ganga aðgera ósköp venjulegt fólk, sem síður en svo eru neinir hasar- kroppar eða hæfileikamanneskjur að boðlegum dönsur- MYNDIN VAR 5 VIKUR A TOPP-10 I BRETLANDI. Aðalhlutverk: Liza Minnelli, Shelley Winters, Bill Irwin, Ellen Greene, Julie Walters. Leikstjóri er Lewis Gilbert, sem meðal annars hefur leik- stýrt „Educating Rita“, „Shirley Valentine" og þremur James Bond-myndum. Sýndkl. 5, 7, 9 og 11.10. thef DOUBLE LIFE o( veronika *** SV. MBL. Sýnd kl. 7.05. Sýnd kl. 7.05. Fáarsýningareftir. Sýnd kl. 7.05 og 11.05. Fáar sýningar eftir. Björgunarsveitin að æfingu. Morgunblaðið/Silli Kvennadeild SVFÍ á Húsavík 55 ára Húsavík. UM ÞESSAR nnindir minnist Kvennadeild Slysavarna- félags íslands á Húsavík 55 ára afmælis síns en hún var stofnuð 7. febrúar 1937; Aðalhvatamaður að stofn- un deildarinnar var Lára Árnadóttir og fyrstu stjórn hennar skipuðu auk Láru, Auður Aðalsteinsdóttur, Gertrud Friðriksson, Guðný Pálsdóttir og Margrét Ásmundsdóttir. Fyrstu árm starfaði deildin aðallega og öflugt að fjársöfnun til styrktar Slysavarnafélaginu og til kaupa björgunartækja fyrir staðinn. Árið 1959 var að tilhlut- an kvennadeildarinnar stofnuð björgunarsveit ungra og vaskra manna og fékk hún nafnið Garðar. Fyrsti formaður og stjórn- andi sveitarinnar var Vil- hjálmur Pálsson og starfar hann enn í sveitinni sem starfar af miklum krafti og mæta félagarnir, sem er um 50, vikulega til æfinga og eftirlits með tækjum og búnaði. Núverandi formað- ur björgunarsveitarinnar er Jón Kjartansson. Sveitin er vel búin tækjum til björgun- ar bæði á sjó og landi, en hún býr við mjög lélegan og þröngan húsakost sem mikill áhugi er fyrir að bæta úr og unnið er að því. Núverandi stjórn kvenna- deildarinnar skipa Hrönn Káradóttir, formaður, Birna Sigurbjörnsdóttir, Fanney Óskarsdóttir, Málmfríður Sigtryggsdóttir og Stein- þóra Guðmunsdóttir. Konurnar minntust tíma- mótanna á ýmsan hátt í sambandi við aðaifund fé- ‘ lagsins sem var þriðjudag- inn 18. febrúar. - Fréttaritari. Samstaða um óháð ísland: EE S-sammngnrimi óheillagj örningnr STJÓRN Samstöðu hefur fjallað um nýútkomna þriðju útgáfu samningsins um Evrópskt efnahagssvæði. Sú „bragarbót“ sem íslenskir ráðamenn voru að lofsyngja um síðustu helgi felur það m.a. í sér að gengið hefur verið langt til móts við kröfur EB-dómstólsins frá 14. desember sl. í sérstakri bókun með samningnum hafa EFTA- ríkin fallist á að setja í lög sína ákvæði, sem fela í sér að reglur EES-samningsins séu æðri landslögum við- komandi ríkis, ef til árekstra kemur. Sé leitað eftir úrskurði EB-dómstóls- ins vegna deilumála verður niðurstaða hans bindandi og endanleg. Ef samningar takast ekki innan EES- nefndarinnar og ekki er fall- ist á að leita eftir úrskurði EB-dómstólsins getur samningsaðili gripið til gagnaðgerða og fellt hluta af samningnum úr gildi. í stað EES-dómstóls er þann- ig komið flókið kerfi til lausnar ágreiningsmála þar sem Evrópubandalagið hef- ur undirtökin á flestum sviðum. í öllum EFTA-ríkjunum nema hér á landi draga ráðamenn engan dul á, að samningsniðurstaðan nú sé mun lakari fyrir EFTA en síðastliðið haust. Evrópubandalagið setur það skilyrði fyrir staðfest- ingu EES-samningsins af sinni hálfu, að því verði tryggður veiðiréttur á 3.000 .tonnum af karfa innan ís- lenskrar lögsögu. Jafnframt hefur nú verið fallist á að endurskoða áður afmörkuð veiðisvæði, ef ekki tekst að ná þessum afla þar með hagkvæmum hætti. Samningnum hefur nú á ný verið vísað til EB-dóm- stólsins til umsagnar. Lík- legt verður að telja að dóm- stóllinn muni leggja blessun sína yfir samninginn, þar sém í flestum atriðum hefur verið orðið við kröfum hans. Því má búast við, að Alþingi fái samninginn til meðferð- ar og ríkisstjórnin heimti að þingið staðfesti hann með hraði. Öll EFTA-ríkin nema ís- land líta nú á samninginn um evrópskt efnahagssvæði sem stundarfyrirbæri, áður en þau fái inngöngu í Evr- ópubandalagið. Verði samn- ingurinn samþykktur stó- reykst hættan á að ísland verði dregið inn í Evrópu- bandalagið innan fárra ára og glati þar með endanlega efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði. Stjórn Samstöðu heitir á íslendinga að halda vöku sinni og fylkja liði gegn þessum óheillagjörn- ingi. (FrítUtUlkyiining; frá Samstöðu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.