Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 Barentshaf: 25 Kosið 17. marsí S-Afríku F.W. de Klerk, forseti Suður- Afríku, hefur ákveðið, að þjóðarat- kvæðagreiðs- lan meðal hvítra manna um afstöðu þeirra til um- bótastefnu stjórnarinnar verði 17. mars. Þá verða þijár milljón- ir hvítra kjósenda spurðir þess- arar spurningar: „Styðurðu áframhald þeirra umbóta, sem forsetinn hófst handa við 2. fe- brúar 1990, og hafa að markmiði að ná samningum um nýja stjórnarskrá?" De Klerk ætlar að segja af sér bíði hann ósigur í atkvæðagreiðslunni en til hennar var boðað vegna ósig- urs stjómarflokksins, Þjóðar- flokksins, í aukakosningunum nýlega. Missti hann þingsæti í hendur íhaldsflokknum, sem berst fyrir fullri aðskilnaðar- stefnu. Eistlendingar gagnrýndir Vítalíj Tsjúrkín, talsmaður rúss- neska utanríkisráðuneytisins, gagnrýndi eistnesk stjórnvöld í gær fyrir að gefa samverka- mönnum nasista frá því í seinni heimsstyijöldinni upp sakir. Vís- aði Tsjúrkín til ákvörðunar eist- neska þingsins um að náða þá sem sakfelldir voru af sovéskum dómstólum eftir stríð. Ekki hef- ur fengist staðfest í Eistlandi að slík ákvörðun hafi verið tekin. Flóttafólkið aftur heim Hæstiréttur Bandaríkjanna hef- ur úrskurðað, að stjórnvöld hafi fulla heimild til að senda aftur heim þúsundir Haitibúa, sem leitað hafa til Bandaríkjanna að undanförnu. Féllst rétturinn á röksemdir stjórnarinnar, sem sagði, að fólkið væri að flýja bág kjör á Haiti en ekki pólitískar ofsóknir. Var úrskurðurinn kveðinn upp daginn eftir að her- foringjastjómin á Haiti og stjórnarandstaðan náðu sam- komulagi um að koma aftur á lýðræði og kalla heim Jean- Bertrand Aristide forseta. Var um það samið fyrir milligöngu, Samtaka Ameríkuríkja. Honecker á sjúkrahús Erich Honecker, fyrrum leiðtogi austur-þýskra kommúnista, var lagður inn á sjúkrahús í Moskvu í gær en hann hefur haldið til í chíleska sendiráðinu í borginni í 11 mánuði. Helmut Kohl Þýskalandskanslari sagði í gær, að hann hefði ekkert á móti því, að Honecker færi á rúss- neskt sjúkrahús svo fremi hon- um væri ekki leyft að fara til Chíie. Þjóðveijar vilja, að Honec- ker verði framseldur þeim. Honecker, sem er 79 ára að aldri, var lagður inn á Botkín- stofnunina í Moskvu en hann er með krabbamein. Er hann mjög sjúkur og þýska dagblaðið Kurier am Sonntag hefur það eftir eiginkonu hans, Margot, að hann sé þegar búinn að velja tónlistina við útför sína. Breytingar á Alsírstjórn Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ríkisstjóm Alsírs og er það liður í tilraunum valdahaf- anna til að taka á ástandinu í landinu, fátækt og atvinnuleysi. Stjórnarandstaða heittrúar- manna hefur þó gagnrýnt þær og segir augljóst, að allt muni sitja við það sama. Reuter Lögreglumaður í átökum við stuðningsmenn kommúnista á MajaTtovskíj-torginu í Moskvu á sunnudag. Harðlínukommar ruddust í gegnum lögreglugirðingar og héldu ólöglegan útifund í grennd við Kreml til þess að minnast þess að 74 ár voru liðin frá því Sovéthernum fyrrverandi var komið á laggirnar. Lögreglan berst við kommúnista í Moskvu Rússar játa umframveiði Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fróUaritara Morgunblaðsins. RÚSSAR hafa í fyrsta skipti við- urkennt að togarafloti þeirra veiði umfram leyfilega kvóta í Barentshafi. Norska fréttastofan NTB hefur eftir Valerij Sjleinik, aðstoðarforstjóra hafrannsókna- stofnunarinnar í Murmansk, að rússneskir togarar hafi veitt um- fram kvóta í fyrra. Samkvæmt opinberum tölum lönduðu togarar frá Sovétríkjunum fyrrverandi rúmlega 40.000 tonnum af „rússaþorski" hjá norskum fisk- vinnslufyrirtækjum í fyrra. Það sam- svarar ríflega þriðjungi rússneska þorskkvótans fyrir árið 1991. Þess vegna hafa Norðmenn haft lúmskan grun um að Rússar hafi veitt umtal- svert fram yfir kvóta. Menn halda að miklu meiri fiski hafi verið landað í Noregi en fram kemur í opinberum tölum. Á þann hátt hafa rússneskir sjómenn fengið kærkomnar svartar tekjur og fiskvinnslufyrirtækin mjög ódýrt hráefni. Samkvæmt fréttum NTB hafa rússnesku togararnir ver- ið með meiri afla um borð en gefíð var upp til útgerðanna heima á Kóla- skaga. Það sem á milli bar var selt í Noregi og áhöfnin skipti andvirðinu Moskvu. The Daily Telegraph. Öryggislögreglan í Moskvu barðist við nokkur þúsund harðlínukommúnista á götum borgarinnar á sunnudag er Rússar héldu upp á „Dag hers- ins“. Þetta er í fyrsta sinn í að minnsta kosti tvö ár sem lög- reglan hefur þurft að beita kylfum gegn mótmælendum í borginni þrátt fyrir mikla ólgu vegna versnandi lífskjara. Mótmæléndurnir hrópuðu víg- orð gegn fasisma og zíonisma að lögreglunni, brutust framhjá röð lögreglumanna á Tverskaja-götu og reyndu að leggja blómsveiga að leiði óþekkta hermannsins við Kremlarmúra. Fólkið kastaði gijóti og flöskum að lögreglunni og reyndi að velta lögreglubifreið sem varð á vegi þess. Fréttastofan TASS sagði að um 10.000 manns hefðu tekið þátt í mótmælunum og virt þannig að vettugi bann borgarstjórans við útifundum í miðborg Moskvu. Ennfremur kom til átaka við vesturenda Kremlar. Viðbrögð lögreglunnar þar voru fumkennd og hún virtist ekki vita hvernig hún ætti að taka á mótmælendun- um. Nokkrir lögreglumenn urðu viðskila við félaga sína og það eina sem virtist bjarga þeim frá bar- smíðum var hár aldur árásar- /ICCORD Verð frá: 1.548.000,- Greiáslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00- 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 (0 1 mannanna. „Beijið þá, lúskrið á þeim, hundunum,“ hrópaði gamall maður sem hvatti fólkið til dáða. Sjónvarpið í Moskvu sýndi myndir af aldraðri konu sem reyndi árang- urslaust að rífa spýtu úr girðingu til að geta beitt henni sem barefli. Á meðal þeirra sem ávörpuðu mótmælendurna voru nokkrir her- menn. Hvatt var til þess að Borís Jeltsín yrði dreginn fyrir rétt og mótmælendur púuðu í hvert sinn sem minnst var á Jevgeníj Shapos- hníkov, yfirmann herafla Sam- veldis sjálfstæðra ríkja. Mótmæ- lendurnir kröfðust þess að herinn yrði ekki leystur upp. Margir héldu á myndum af Jósef Stalín og átt- menningunum sem reyndu að ræna völdunum í ágúst. Aðrir fóru ekki leynt með andúð sína á gyð- ingum. „Á meðan einn gyðingur er enn í Rússlandi öðlumst við ekki frelsi," hrópaði einn mótmæ- lendanna að lögreglumanni. Hjólsagarblöð þau endast! ÁRVÍK ARMÚU 1-HEYKJAVlK-SlMI 687222 -TELEFAX 687295 „Lengi lifi rússneska intifadan,1' hrópaði annar í hátalara. á milli sín. Sölurnar voru ekki til- kynntar norsku fisksölusamlögun- um. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 NAMSKEIÐ FYRIR BÖRN 9 ÁRA OG ELDRI Körfugerð 3. mars-7. apríl, þriðjudaga kl. 10.00-12.00 f.h. - kr. 7.000,- Myndvefnaður 7. mars-11. apríl, laugardaga kl. 10.00-12.00 f.h. - kr. 7.000,- Útskurður 4. mars-8. apríl, miðvikudaga kl. 16.00-18.00 - kr. 7.000,- Prjón 3. mars-7. apríl, þriðjudaga kl. 16.00-18.00 - kr. 9.000,- Leðursmíði 5. mars-9. apríl, fimmtudaga kl. 16.00-18.00 - kr. 9.000,- I A í .1 A I 'i NAMSKEIÐ FYRIR FULLORÐNA Bútasaumur 3. mars-7. apríl, þriðjudaga kl. 19.30-22.30 - kr. 8.000,- Prjóntækni 12. mars-9. apríl, fimmtudaga kl. 19.30-22.30 - kr. 8.000,- Fatasaumur, sumarfatnaðurb. mars-30. apríl, fimmtudaga kl. 19.30-22.30 - kr. 10.000,- Útskurður 12. mars-30. apríl, fimmtudaga kl. 19.30-22.30 - kr. 8.000,- Tóvinna 4. mars-8. apríl, miðvikudaga kl. 19.30-22.30 - kr. 8.000,- Litaðar körfur 16. mars-6. apríl, mánudaga kl. 20.00-23.00 - kr. 5.000,- Skrifstofa skólans er opin mánud.-fimmtud. kl. 16.00-18.00 og föstudaga kl. 9.00-11.00. Skráning fer fram á skrifstofu skólans í síma 17800. i V >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.