Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) IP* Þú ert með mörg járn í eldinum í starfí þínu í dag. Þú hefur nægar hugmyndir og löngun til að hrinda þeim i fram- kvæmd. Fjárhagshorfurnar fara batnandi úr þessu. Naut > (20. apríl - 20. maí) <rf% Þú átt gott samstarf við maka þinn í dag og það svífur róman- tík yfir vötnunum hjá ykkur. Vinir ykkar bjóða tii veislu og þú skrifar undir samning. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú semur frið við erfiða per- sónu. Þér gengur frábærlega vel í starfi þínu og velgengnin kann að vera innan seilingar. Gríptu þau tækifæri sem gef- ast. Krabbi (21. júní - 22. júlí) I Þú þarft að taka mikilvæga ákvörðun í dag. Leitaðu álits hjá sérfræðingum. Þú nýtur lífsins í kvöld og slappar ræki- lega af. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú heldur áfram að vinna að breytingum heima við. Sjálfs- agi sem þú hefur tamið þér kemur þér að miklu gagni í starfí þínu. Fjármálin taka já- kvæða stefnu. Sinntu fjölskyld- unni í kvöld. ^_______:___________________ Meyja (23. ágúst - 22. septemberi Þú ert heldur betur út undir þig í dag og nýtur góðs af ákveðnu samstarfí fyrir tilstilii vinar þíns. Þér fínnst maki þinn sérlega nákominn þér núna. Vog (23. sept. - 22. október) Þú ert í aðstöðu til að auka tekjur þínar verulega núna. Eftir viðtal við yfirmenn þína færðu freistandi tilboð. Fjöl- skyldan er í fyrsta sæti hjá þér í kvöld. } Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Skilningi þínum og innsæi er viðbrugðið í dag. Þú sinnir verkefni sem gerir kröfur til sköpunarhæfíleika þinna og tekst ferðalag á hendur. Börnin eiga alla athygli þína í kvöld. Bogmaöur (22. nóv. — 21. desember) m í dag er tilvalið fyrir þig að hefjast handa við könnunar- verkefni. Sinntu fjánnálunum og ræddu við bankann þinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Þú eignast nýja vini núna og 'átt auðveit með að koma skoð- unum þínum á framfæri. í kvöld ferðu út með maka þínum og þið eigið rómantíska stund saman. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Sterkur leikur af þinni hálfu styrkir stöðu þína umtalsvert í dag. Starfshæfni þín er með ágætum og þú nærð góðum árangri með fjármálin. Fiskar '(19. febrúar - 20. mars) -2T Þú skiptir um ráðgjafa núna. Hlutirnir ganga að mestu eftir þínu höfði í dag. Þú nýtur góðs af vinfengi þínu við ákveðna aðila og maki þinn lætur sinn hlut ekki eftir liggja. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Verkefni sagnhafa er að finna leið til að samnýta alla mögu- leika. Hann spilar 3 grönd eftir að hafa opnað á 2 gröndum og norður lyft í þrjú: Norður ♦Á65 *52 ♦8543 ♦Á762 Suður ♦ 10732 VÁK4 ♦ ÁKG *KD5 Vestur kemur út með hjarta- tíu. Hvernig er best að spila? Átta slagir sjást og sá níundi gæti komið á þrjá vegu: Með tígulsvíningu eða 3-3-Iegu í öðr- um láglitnum. Vandamálið er hins vegar þetta: Ef sagnhafi byrjar á því að prófa laufið og svínar svo tr'gli, er hann illa sett- ur ef vömin skiptir yfir í spaða í þessari legu: Vestur ♦ G8 ¥ D1094 ♦ D62 ♦ G1084 Þá fer Norður ♦ Á65 ¥52 ♦ 8543 ♦ Á762 Austur ♦ KD94 ¥ G873 ♦ 1097 ♦ 93 Suður ♦ 10732 ¥ ÁK4 ♦ ÁKG ♦ KD5 síðasta innkoman á blindan og með henni fríslagur- inn á tígul. Leiðin út úr þessari klípu er einfaldlega sú að spila strax spaða upp á ás og svína tígli. Vörnin getur aldrei tekið nema þrjá slagi á spaða hvort sem er. Umsjón Margeir Pétursson Enski stórmeistarinn dr. John Nunn sigraði á alþjóðamótinu í Wijk aan Zee árin 1990 og 1991, en í ár var hann heillum horfinn og vermdi lengi botnsætið. í lokin náði hann sér þó að strik. I næst- síðustu umferð kom þessi staða upp í skák Nunn (2.615) sem hafði hvítt og átti leik, og hins öfluga júgóslavneska stórmeistara Predrag Nikolic (2.635). 30. Hxb7! - Dxb7, 31. Bxc-5 (Þar sem bæði Re5 og Hf8 standa í uppnámi vinnur hvítur peðið til baka með vinningsstöðu) 31. — Rg6, 32. Bxf8 - Hxf8 (32. - Rxf8, var skárra en svartur h'efur skiljanslega viljað halda gagn- sóknarmöguleikanum Rf4) 33. Db3! - Da7, 34. Dxe-b6+ - Ke8, 35. Re4 og með tveimur peðum meira vann Nunn örugg- lega. Sigrar í tveimur síðustu skákunum dugðu honum þó aðeins til að komast upp í 12-13. sætið af 14 keppendum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.