Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍÐJUDÁGúk 25. FEBRÚAR 1992
43
Grínlandsliðsmenn
skemmta á Sögu
Skemmtanir
GuðmundurSv. Hermannsson
ÞAÐ ER greinilega að koma upp
nokkur verkaskipting milli stóru
danshúsanna sem bjóða upp á
skipulagðar kvöldskemmtanir. A
Hótel íslandi eru áhersla lögð á
söng og dans en á Hótel Sögu á
grín og glens. Og hálft íslenska
grínlandsliðið treður um þessar
mundir upp í Súlnasal Hótel Sögu
á nýrri kvöldskemmtum sem
nefnist Gysbræður á söguslóðum.
Dagskráin er undir stjórn Egils
Eðvaldssonar og Jónas Þórir er
hljómsveitarstjóri.
Gysbræður eru Spaugstofu-
mennirnir Karl Ágúst Ulfsson og
Sigurður Siguijónsson ásamt Þór-
halli Sigurðssyni, Ladda. Þessir
kappar eru ekki óvanir að vinna
saman og blandan ætti að vera ör-
ugg formúla fyrir góðri skemmtun
oggóðri aðsókn.
A frumsýningunni var raunar
troðfullt hús og ekki annað að sjá
og heyra en að áhorfendur skemmtu
sér hið besta. Skemmtikraftarnir
þræddu vel troðnar slóðir og á svið-
inu brá fyrir kunnum persónum af
Stöðinni og ýmsum kónum sem
hafa hengt sig utan á Ladda gegn-
um árin.
Mér fannst raunar að þeir félag-
ar hefðu mátt vera ögn frumlegri
og sumir brandararnir voru í
þynnsta lagi. En á móti kemur að
um þá gildir vafalaust það sama
og frægar hljómsveitir: Flestir
áheyrendur vilja fá að heyra gömlu
vinsælu lögin á hljómleikunum þótt
þeir hafí heyrt þau oft og mörgum
sinnum áður á hljómplötum. Að
auki er sjáifsagt varla hægt að
ætlast til þess að í miðri þorra-
blóta- og árshátíðavertíðinni geti
þessir menn búið til langa skemmti-
dagskrá þar sem öll atriði eru drep-
fyndin.
Fyrir skemmtunina á sviðinu var
Gysbræður í fullum skrúða.
boðið upp á þríréttaðan kvöldverð.
í forrétt var hægt að velja um reyk-
soðinn silung með sinnepssósu og
humarskeljasúpu með íjóma. Und-
irritaður valdi silunginn sem var
mikið sælgæti og humarsúpan fékk
bestu meðmæli eiginkonunnar. í
aðalrétt var léttsteiktur lamba-
hryggur með kryddhjúp, grísageiri
eða grænmetisréttur. Við fengum
okkur bæði lambasteikina og sáum
ekki eftir því, þar sem kjötið var
mjög ljúffengt og alveg mátulega
steikt; raunar er langt síðan undir-
ritaður hefur fengið jafn góða
lambasteik. I eftirrétt fengum við
okkur mjög góðan ís með kalúasósu
en einnig var hægt að gæða sér á
súkkulaðitertu. í stuttu máli var
þetta ágætis máltíð.
Á vínseðlinum voru fimm tegund-
ir hvítvína og sex tegundir rauðvína
auk þess sem hægt var að fá rósa-
vín, freyðivín eða kampavín. Verðið
á vínunum var frá 2.100 krónum
upp í tæpar fjögur þúsund krónur.
Þjónustan gekk fljótt og vel fyrir
sig og það var fagmannlegt yfir-
bragð yfir öllu, hvort sem það
tengdist máltíðinni eða skemmtun-
inni á eftir. Og í heild fær þetta
kvöld góða einkunn.
PHILCO
Philco vélarnar sem bæöi
ÞVO OG ÞURRKA
Áhyggjulaus þvottur frá
upphafitil enda. Spararpláss,
enginn barki, engin gufa.
Vélarnar spara orku með því
að taka inn á sig bæði heitt og
kaltvatn, þægilegrageturþað
ekki vérið.
LA103 ÞVOTTAVÉL + ÞURRKARI
• Tvöföld vél í einu tæki.
• Tekur 5 kg í þvott, 2,5 kg í
þurrkun.
• Alit að 1000 snúninga vinda.
• Ræðivari.
• Vfirhitunarvari.
• Ryðfritt stál í ytri og innri belg.
RETT VERÐ 73.600,
£4.980
\^TFkr.stgf
ÞU SPARAR 5.200,
LA104 ÞVOTTAVEL
+ ÞURRKARI
• Tvöföld vél í einu tæki.
• NÝTT Tekur 6 kg í þvott,
þurrkar 3,5 kg.
• 400-1000 snúninga vinda.
• Rofi sem metur tímaþörf.
• Rafeindastýrð hleðslujöfnun.
• Ræði- og yfirhitunarvari.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
ísantíuKQum,
'WtJvi
<c. ® „ *
n -t,.
ÍENGINN VENJULEGUR