Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 Um skoðanafrelsi og GATT-samningíi eftir GunnlaugA. Júlíusson í Morgunblaðinu 29. janúar er viðtal við utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, þar sem hann beinir til undirritaðs nokkrum orðum vegna þeirrar umræðu sem spunnist hefur út frá fundaherferð hans um landið nýlega. í útvarps- viðtali föstudaginn 24. janúar líkti hann bændasamtökunum og starf- semi þeirra við „Stalínískan flokk og stalínísk vinnubrögð", málfiutn- ingur þeirra „væri svona Suður- Afríka" og „skipuleg ófrægingar- herferð væri í gangi gegn honum“. Hér talar utanríkisráðherra Íslands. Utanríkisráðherra endurtekur áþekkar fúllyrðingar í Morgunblað- inu 29. janúar og talar þar um að undirritaður ætti að biðjast afsök- unar á að hafa „skipulagt óhróður og dylgjur um utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytið“ og umrædd 'blaðagrein sé „dæmi um rangfærsl- ur og dylgjur í sinn garð“. Einnig er talað um að „órökstuddar dylgjur hafi verið settar fram af hagfræð- ingi Stéttarsambandsins", minnst á „dylgjur hagfræðingsins" og að síð- ustu „skipulagðar dylgjur sem sé ósæmilegt fyrir hagfræðinginn að koma á kreik“. Nú syndum við fisk- arnir, sögðu hornsílin. Hin hræðilega blaðagrein Ég hef gert nokkuð af því á ■ undanförnum árum að rita blaða- greinar, bæði í upplýsingaskyni fyr- ir þá sem málið varðar hveiju sinni og síðan til að koma pesónulegum skoðunum á framfæri, ef mér þykir svo henta. Mun ég halda þvi áfram meðan mér þykir ástæða til. Þar sem grein sú sem ég birti í Tíman- um 21.1. ogDegi 22.1. ogutanríkis- ráðherra hefur gert mest veður út af, hefur ekki birst í Morgunblað- inu, læt ég hér fylgja hér með sam- anþjappað innihald hennar, lesend- um til glöggvunar og til viðmiðunar við orðaval utanríkisráðherra. I AFGASRULLUR fyrir bilaverkstæöi m______ trr Olíufélagið hf 603300 greininni er gerður samanburður á ýmsum atriðum í tillögu Dunkels og tilboði ríkisstjómarinnar frá ár- inu 1990. í upphafi tek ég það fram að mér þykir það undarleg yfirlýsing af hálfu utanríkisráðherra að telja tillögu Dunkels hagstæðari tilboði ríkisstjórnarinnar, þar sem stað- reyndir séu allt aðrar og í raun þveröfugar að mínu mati. Síðan geri ég eftirfarandi samanburð: 1. I tilboði ríkisstjórnarinnar var tekið fram að ekki verði hvikað frá magntakmörkunum á innflutningi, í tillögu Dunkels er lagt til að þær -hverfi með öllu, en stiglækkandi jöfnunartollar komi í staðinn. 2. I tilboði ríkisstjórnarinnar var rætt um að leyfa innflutning á unn- um mjólkur- og kjötvörum, sem á verði lögð breytileg jöfnunargjöld, þannig að samkeppni verði einungis á gæðagrunni. Rætt var um 1-2% af innanlandsneyslu í þessu sam- hengi. I tilboði Dunkels er lagt til að opna fyrir 3-5% þvingaðan inn- flutning, sem á yrðu lagðir mjög lágir eða lágmarks tollar. 3. í tilboði íslands var gerð krafa um að allar viðmiðanir verði verð- tryggðar með öllu, í tillögu Dun- kels er einungis talað um að taka megi tillit til „óðavet'ðbólgu". 4. I tilboði Islands var boðið að draga úr útflutningsbótum um 65% en í tillögu Dunkels um 36% á samn- ingstímanum. A Islandi hefur nú verið tekin ákvörðun um að hætta greiðslu útflutningsbóta á landbún- aðarafurðir. Með tillögu Dunkels yrðu fluttar til landsins búvörur, sem nytu stórfelldra útflutnings- bóta, og myndu á vissan hátt verða verðleiðandi fyrir íslenska búvöru- framleiðslu. 5. í tilboði íslands var gerð sú krafa að hvert land geti mótað sína landbúnaðarstefnu óáreitt, enda þótt eilítið væri opnað fyrir inn- flutning búvara. Með tiilögu Dunk- els er stefnt að því að framleiðsla búvara flytjist með tímanum til þeirra svæða sem af náttúrunnar hendi geta framleitt hana ódýrt. 6. í tilboði íslands var gert ráð fyrir að heilbrigðisreglur yrðu óbreyttar, en í tillögum Dunkels er gert ráð fyrir gjörbreytingu á þessu fyrirkomulagi, m.a. með sönnunar- skyldu innflutningslands, ef það vill banna innflutning einhverra búvara af heilbrigðisástæðum. í lok greinarinnar segir síðan orðrétt: „í GATT-samningunum eins og öðrum er það meginatriði að báðir ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavfk Símar 624631 / 624699 Hreyfilistahúsið býður Taijiquan námskeið með íslenskum leiðbeinendum. Taijiquan er kínversk leikfimi sem byggir upp líkama og sál, veitir hugarró og eykur líkamsorku. Taijiquan er tilvalin heilsurækt fyrir fólk á öllum aldri. HREYFILISTAHUSIÐ Vesturgötu 5, sími 62 94 70 c Kennsla fer einnig fram í Gallerí Sport, Mörkinni 8, Rvk. „Eins og kemur fram í þessum útdrætti, þá er ég ósammála utanríkis- ráðherra í mati á til- lögu Dunkels hvað varðar hag bænda. Ég tel mig hins vegar hafa sama rétt og aðrir þjóð- félagsþegnar til að láta skoðanir mínar í ljós, bæði sem einstaklingur og einnig starfs mín vegna.“ aðilar geti sætt sig við niðurstöð- una, annars er ekki hægt að tala um samninga. Þegar fyrrgreindur samanburður er skoðaður er ekki nema von að velt sé fyrir sér hvað liggi á bak við þær fullyrðingar utanríkisráðherra að tillögu Dunk- els séu hagstæðari íslenskum bænd- um en tilboð það sem sett var fram af hálfu ríkisstjórnarinnar á haust- dögum 1990. Það verður einnig að umhugsunarefni, þegar slíkum full- yrðingum er haldið fram og maður þekkir staðreyndir málsins, sem eru þveröfugar, hvað standi á bak við málflutning um önnur umfangsmik- il og flókin erlend samskipti, svo sem EES-samningana.“ Eins og kemur fram í þessum útdrætti, þá er ég ósammála utan- ríkisráðherra í mati á tillögu Dunk- els hvað varðar hag bænda. Ég tel mig hins vegar hafa sama rétt og aðrir þjóðfélagsþegnar til að láta skoðanir mínar í ljós, bæði sem ein- staklingur og einnig starfs mín vegna. Ég taldi það eðlilegt að reifa sjónarmið mín og koma því sem mér fannst mestu varða í umræðu um GATT málin í blaðagreinum, m.a. til upplýsingar fyrir bændur lansins sem málinu tengjast á ótví- ræðan hátt. Utanríkisráðherra hef- ur einnig komið sínum sjónarmiðum um þessi mál á framfæri m.a. í fjöl- miðlum og á fundum víða um land. Viðbrögð við andsvörum Nú er það svo að sem betur fer er það ekki einsdæmi í þjóðfélaginu að menn greini á afstöðu til ein- stakra málefna og geta þar valdið bæði mismunandi hagsmunir og ólík þjóðfélagssýn. Rétt manna til- þess ber að virða, enda er skoðana- frelsi einn af hornsteinum þess þjóð- félags sem við byggjum. Því hafa mér komið afar mikið á óvart hin ofsafengnu viðbrögð utanríkisráð- herra við þessu greinarkomi. Að telja einfalda blaðagrein, sem birtist í Tímanum og Degi, sem er varla hægt að telja til áhrifamestu ijöl- miðla hérlendis jafnvel þótt báðir væru lagðir saman, vera dæmi um „skipulagðan óhróður og dylgjur um ráðherra og ráðuneytið“, „skip- ulagt kerfi sem minnir á Stalínískan flokk og Stalínísk vinnubrögð", að „menn séu sendir með skrifaða heimastíla, þar sem ófræging á ein- staklinginn sé aðalatriðið" og „mál- flutningurinn sé svona Suður-Afr- íka“ er ósköp einfaldlega langt fyr- ir utan og ofan minn skilning. Þeg- ar sr. Halldór Gunnarsson afhendir utanríkisráðherra ómerkt afrit af þessari blaðagrein sem ég sendi honum samkv. beiðni, þá veit ég það með vissu að presturinn lét þess glögglega getið við ráðherra Gunnlaugur A. Júlíusson að hér væri um að ræða grein eftir undirritaðan, þannig að þar fór ekkert á milli mála um uppruna textans. Engu að síður kýs ráð- herra að halda því fram að stungið hafi verið að honum „umburðar- bréfi nafnlausu, sem dreift hafi verið um sveitir“. Ráðherra kveðst síðan í viðtali við fréttamann út- varps hafa verið beðinn af viðkom- andi bónda um að sýna ekki nokkr- um manni greinina, vegna þess að bóndinn óttaðist um sinn hag ef kæmist í hámæli hver hann væri. Hér er ekki lítið sagt. Af afsökunarbeiðnum Skagfirskir bændur báðu utan- ríkisráðherra afsökunar á þeim orð- Skagafirði. Ráðherranum finnst það aftur á móti firnamikil ósvífni hjá Stéttarsambandi bænda þegar það fer fram á að utanríkisráðherra biðjist afsökunar á því að hafa sak- að það um Stalínísk vinnubrögð, líkja því við Stalínískan flokk og segja að það sé kerfi sem sé svona Suður-Afríka. Ég læt öðrum eftir að meta hverra viðbrögð eru ris- . hærri. Þegar undirritaður er krafinn um afsökunarbeiðni vegna þess að hann hefur látið skoðanir sínar í ljós í blaðagrein í Tímanum og Degi, án þess að efnisatriði greinarinnar hafi verið hrakin, heldur er einvörð- ungu þrástagast á að í henni sé farið með dylgjur, alið á ósannind- um og hamrað á ósönnum upplýs- ingum, er ekki hægt að líta á slíkan málflutning sem efnisiega gagnrýni heldur nauðvörn. E.s. Ráðherra segir í lok viðtals í Morgunblaðinu 29. janúar að hann hirði ekki um að svara öðru því sem sr. Halldór spyr um. í því sambandi er rétt að minna á að sr. Halldór spurði ráðherra m.a. að því hvers vegna hann harðneitaði því austur á Hvoli að hafa gefið íslensku samn- inganefndinni í GATT-viðræðunum fyrirmæli um að samþykkja málam- iðlunartillögu sænska landbúnaðar- ráðherrans sem lögð var fram í Brussel í desember 1990, þegar hann í viðtali við DV þann 8. des. 1990 segist hafa gefið íslensku sendinefndinni fyrirmæli um að samþykkja fyrrgreinda tillögu án fyrirvara. Höfundur er hagfræðingur Stéttarsambands bændn. Eitt atriði úr leikverki MH. Leikfélag MH sýn- ir verk eftir Brecht LEIKFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir í kvöld, þriðjudaginn 25. febrúar, óper- ettuna „Upphaf og endir Mahag- onny-borgar“ eftir Brecht og Kurt Weill í þýðingu Böðvars Guðmundssonar. Verkið var fyrst sett upp árið 1939 í Þýska- landi og vakti þá hneykslan margra vegna innihalds síns. í stuttu máli ijallar leikritið um gleðiborgina Mahagonny sem er stjórnað af ekkjufrú Begbick og skósveinum hennar, þeim Fatty og Þrenningar-Móses. Til Mahagonny flykkist lýðurinn úr öllum heims- hornum til að flýja hversdagsleik- ann og gera sér glaðan dag. Þar eru bæði stúlkur og vín sem hvort- tveggja fæst fyrir lítinn pening. Til Mahagonny koma fjórar kemp- ur frá Alaska með Jimmy Mahoney í broddi fylkingar. Jimmy er mikill uppreisnarseggur og hristir upp í „friðsömu" stjórnskipulagi ekkjufrúarinnar og hefnist að lok- um fyrir það. Halldór E. Laxness leikstýrir verkinu og Guðni Franzon stjórnar 35 manna hljómsveit sem skipuð er ýmsum hljóðfærum. Þýski dans- höfundurinn Sylvia von Kospoth sér um hreyfistjórnun og Égill Ingibergsson um lýsingu. Sýningar verða í hátíðasal Menntaskólans við Hamrahlíð þriðjudaga, fimmtu- daga, laugardaga og sunnudaga. (Fréttatilkynning) ------♦ ♦ »------------ Macintosh fyrir byqendur Grunnatriði Macintosh, Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byrjendur. Tölvu- og verkfræðiþjónustan '& Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásve^i 16 • stofnuð 1. mars 1986 ^ ’ Leiðrétting: Verð miðað- ist við þriggja vikna ferð VEGNA fréttar í Morgunblað- inu á sunnudag, um verð á sólar- landaferð fjögurra manna fjöl- skyldu, vildi Ferðaskrifstofa Reykjavíkur koma á framfæri leiðréttingu. Samkvæmt upplýsingum ferða- skrifstofunnar voru gerð þau mis- tök þar, að reikna með þriggja vikna ferð fyrir fjölskylduna, í stað tveggja vikna, eins og Morgun- blaðið hafði farið fram á . Tveggja vikna ferð íjölskyld- unnar til Spánar í júlí kostar 180.505 krónur staðgreitt og eru þá öll gjöld, s.s. flugvallaskattur, innifalin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.