Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 Gestur Jóhannesson, Akureyri - Minning stofurnar. Nokkuð er það, að úr þeim skóla komu margir við meiri visku á sumum sviðum en miðlað er í dag á margra ára skólagöngu. Öll náðu þessi systkini háum aldri og er Gestur sá síðasti sem hverfur sjónum okkar. Á annan dag jóla árið 1926, gift- ist Gestur Lísbeti Tryggvadóttur. Móðurætt henar var úr Skagafirði, en föðurætt úr Fnjóskdal. Þar hall- aðist ekki á með þeim hjónum hvað dugnað og vinnusemi snerti og kom það sér oft vel fyrir þau í lífsbarátt- unni. Þau fluttu fljótlega til Akur- eyrar og þar stundaði hann ýmiss konar verkamannavinnu. Þau eign- uðust 4 börn: Báru, Rögnu, Tryggva og Sigurð, sem öll eru búsett hér á Akureyri. Bamabömin urðu 13 og bamabarnabörnin eru nú orðin 26. Á þessum fyrstu búskaparárum þeirra var atvinnuleysi töluvert héma og víða fátækt og bágindi. En Gestur var eftirsóttur til vinnu og einhvem veginn tókst þeim að sjá heimilinu farborða svo þar leið enginn skort. Sótari bæjarins var hann um 18 ára skeið og var eftir það oft nefndur Gestur sótari og kunni hann þeirri nafngift vel. Eftir það vann hann í mörg ár í verk- smiðjum Sambandsins, eða þar til hann varð að hætta þar fyrir aldurs sakir, og þó rúmlega það. Hann þótti enginn eftirbátur sér yngri manna til vinnu, þótt kominn væri yfir sjötugt, og þar eins og annars staðar þjónaði hann húsbændum sínum af sömu trúmennsku og ein- kenndi hann alla tíð. Hann var mikill verkalýðssinni og barðist fyrir bættum hag hinna vinnandi stétta. Eflaust muna marg- ir eldri borgarar hann með rauða fánann í 1. maí-göngunni ár hvert. í minningabrotum í bók séra Bolla Gústavssonar má lesa er hann sér fyrir sér hvar: „Sótarinn gengur fremstur og heldur á Rauðum fána, mikill um herðar, kjálkabreiður og andlitið veðurbitið undir húfu- skyggninu." Þegar heim var komið eftir langan og strangan vinudag, setti hann gjarnan upp gleraugun og las Þjóðviljann sinn spjaldanna á milli. Svo hurfu þeir af sjónarsvið- inu um svipað leyti, Þjóðviljinn og hann. Gestur réðst fljótlega í það stór- virki, ásamt mági sínum, að byggja hús við Norðurgötu 34. Þar var fjöl- skyldan með smábúskap í skúr á baklóðinni til að drýgja heimilistekj- urnar. Seinna byggði hann svo á Reynivöllum 2, stórt hús, og þótti þá mörgum í mikið ráðist af dag- launamanni. En með harðfylgi og útsjónarsemi þeirra hjóna gekk það NOTAÐU PENINGANA ÞÍNA í EITTHVAÐ ÁNÆGJULEGRA EN DRÁTTARVEXTI Við minnum á gjalddaga húsnæðislána sem var 1. FEBRÚAR 1, MARS____________________ leggjast dráttarvextír á lán með byggingavísitölu. cSb HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANOSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK ■ Sl'MI 696900 Fæddur 6. september 1897 Dáinn 13. febrúar 1992 Það var friðsæll og ljúfur viðskiln- aðurinn hjá hinni 94 ára kempu, Gesti Jóhannessyni, er hann kvaddi þennan heim síðdegis 13. þessa mánaðar. Sáttur við lífið, sáttur við dauðan og sáttur við Guð og menn. í huga hans komst aldrei hinn minnsti efi að um framhaldslíf eftir veruna hér á jörðu og óttalaus fól hann það sínum Drottni á vald. Síð- ustu vikumar var harm farinn að þrá það að fá að „kveðja", eins og hann komst að orði. Það eina sem hann óttaðist í sambandi við dauð- ann, var í veikindum konu hans og þegar hún lá banaleguna, ef hann yrði kallaður á brott á undan henni. Honum auðnaðist það að geta ann- ast hana uns yfir lauk og eftir það var honum ekkert að vanbúnaði. Gestur, tengdafaðir minn, var fæddur að Vestari-Krókum yst í Fnjóskdal, 6. september 1897, sonur hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Jóhannesar Sigurðssonar. Þau fluttu svo að Ytra-Hóli sinn stóra bamahóp, fimm syni og fimm dæt- ur, við vinnu og eljusemi eins og tíðarandinn bauð. Þá var ekki hægt að stóla á styrki né tryggingar þó eitthað bjátaði á, heldur aðeins á eigin mátt og megin. Enda var þeim ekki fisjað saman þessum systkin- um, og alla tíð þekkt fyrir annað en að sitja auðum höndum. Ekki var um mikla skólagöngu að ræða í þeirra uppvexti, nema í skóla lífs- ins, en þann skóla nýttu þau sér vel. Gamall maður þarna úr sveit- inni sagði frá því á efri árum, að mikil hátíð hafi verið hjá sér og sín- um systkinum í æsku, þegar Sigríð- ur á Ytra-Hóli kom í heimsókn. Enginn hafi sagt eins skemmtilega sögur og hún. Ekki efa ég að frá- sagnarlist hennar hafl einnig fallið í góðan jarðveg hjá þeim Hólsbörn- um. Stundum er sagt að háskóli fyrri tíma hafi verið íslensku bað- ★ GBC-Pappírstætarar ÞýsK framleiðsla Ýmsar stær&ir og gerðir fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 dæmi upp og alla tíð voru þau frek- ar veitendur en þiggjendur. Aldrei hafði Gestur svo mikið að gera, að hann hefði ekki tíma til að leggja náunganum lið ef á lá. Þyrfti að gera við þak, slá lóð, eða moka snjó af stétt, var Gestur mættur og oftar en hitt, óbeðinn. Ég veit að þeir eru margir sem minnast hans með þakklátum huga. Móðir Lísu, Hólmfríður Hall- grímsdóttir, bjó hjá þeim í mörg ár og létti undir með Lísu við heimil- isverkin, en hún vann töluvert utan heimilisins. Undir það síðasta, þegar Hólmfríður var farin að heilsu, ann- aðist Gestur hana ásamt konu sini og fleirum, af mestu alúð. Hendum- ar hans virtust ekki vel fallnar til hjúkrunarstarfa, stórar hijúfar og vinnulúnar. Þær reyndust þó duga vel til þeirra starfa sem og annarra, auk þess sem hans hlýja, góða hjarta sló í takt við umönnunina, og það hefir ekki lítið að segja. Eftir að hún fór á sjúkrahús og þar til hún lést heimsótti hann hana nánast daglega og mataði hana á stöppuð- um ávöxtum sem hafði með sér í krukku. Oftast fór hann á milli á hjólinu sínu, það sem og annað sem hann þurfti að komast leiðar sinnar og það hentaði Gesti vel. Ekki sá hann þó ástæðu til að fara alltaf að ýtrustu nákvæmni eftir umferðar- reglunum, þó bílakostur bæjarbúa hefði aukist verulega á því tímabili sem hann steig reiðhjól sitt á götum Akureyrar. En hann slapp furðan- lega frá óhöppum. í þau tvö skipti sem hjólið hans fór halloka í þeim viðskiptum reisti Gestur það við og hélt ferð sinni áfram og fannst óþarfí að íjasa neitt þar um. Aftur reyndi svo á alúð hans og umhyggju þegar heilsu konu hans fór að hraka. Þá tók hann að Iokum við eldamennskunni, auk þess að hjúkra og hlynna að henni. Þó naut hann þessi erfíðleikaár góðrar að- stoðar Rögnu, dóttur sinar og henn- ar manns, Davíðs, en þau bjuggu alla tíð á neðri hæðinni á Reynivöll- um 2. Lísu var það óljúf tilfínning að flytja burt af heimili sínu, svo hann stóð eins lengi og stætt var. í nóvember 1984, þegar heilsa hans sjálfs fór að bila, var breyting ekki umflúin. Þau fluttu þá á Dval- arheimilið Hlíð og nutu þar hins besta atlætis. Lísa virtist ánægð og þakklát, svo lengi sem hún gat látið það í ljós. Hún lést svo 28. sept. 1989 og hafði þá verið rúmlliggj- andi um nokkurt skeið. Gestur sat sem fyrr með pijónana sína á stól við rúmið hennar, þar til yfirlauk. Gestur var glaðlyndur maður oft- ast kátur og hress og með spaugs- yrði á vörum. Aldrei minnist ég þess í þau 37 ár sem ég þekkti hann, að hann missti stjóm á skapi sínu, og var hann þó alls ekki skap- laus maður, en fór vel með það. Ljúfmennskan og hjálpsemin sátu alltaf í fyrirrúmi. Hann hafði gaman af því að ferð- ast um landið og var með afbrigðum minnugur á þá staði sem hann fór um, þótt langt væri um liðið. Það var gaman að vera með honum út á Flataeyjardal, þar sem hann þekkti hvem hól og hveija hæð með nafni. Þá flutu gjarna með sögur frá liðnum tíma. Mest undraðist ég þó minni hans, þegar hann var rúm- lega níræður fór með okkur hjónun- um fram að Sörlastöðum í Fnjóskad- al. Þessa leið hafði hann farið ríð- andi með ungu fólki, þegar hann var 21 árs. Enn mundi hann nöfn á kennileitum sem mættu augum okkar og bæjum, sem komnir vom nú í eyði og hvar þeir höfðu staðið. Nú síðast, viku fyrir andlátið þuldi hann af veikum mætti upp skyld- leika á fólki úr dalnum sínum, og er ég þess fullviss að þar var rétt með farið. Nú fáum við ekki lengur svör við ýmsu því sem okkur hefur láðst að spyija hann um. Nú er of seint að skrifa niður eft.ir honum örnefnin á Flateyjardalnum, eins og ég ætlaði alltaf að gera, en kom ekki í verk. Það er svo ótal margt sem nú er orðið of seint.En við megum vera þakklát fyrir allt sem hann hefír gert fyrir okkur. Við megum líka vera þakklát fyrir að hann fékk að halda sinni andlegu reisn fram til hins síðasta, þó líkaminn væri út- bmnninn. Við þökkum starfsfólki Hlíðar frábæra ummönnun og hlýju í garð þeirra Lísu og Gests, þessi ár sem þau dvöldu þar. , Þegar löngum starfsdegi er lokið, þá er gott að hvílast. Blessuð sé minning þeirra beggja. Kristín Halldórsdóttir. Minning: Ásdís Kristjánsdóttir Fædd 12. júní 1919 Dáin 18. febrúar 1992 Mig langar að minnast elsku- legrar föðursystur minnar Ásdísar Kristjánsdóttur. Eðlilega leitar hugurinn aftur í tímann til bems- kunnar þar sem Ása kom mikið við sögu. Við systurnar dvöldumst hjá þeim hjónum Ásu og Halla þegar foreldrar okkar vom erlend- is. Ekkert var skemmtilegra en að fá að fara til Ásu þar sem við systur vissum að yrði verulega dekrað við okkur. Ása sagði okkur systmm eftir andlát foreldra okkar að ef við hefðum ekki átt góða bernsku þá vissi hún ekki hver hefði það. Það sem hún áttaði sig ekki á var að hún átti stóran þátt í að móta þessa hamingju á okkar bernskuárum. Ég man aldrei eftir henni öðm- vísi en kátri og brosandi jafnvel þó hún væri helsjúk, hún virtist alltaf fínna eitthvað til að vera glöð yfir. Ófáar stundir áttum við þijár systur ásamt móður okkar hjá þeim Ásu og Halla þegar þau voru nýkomin frá Ástralíu með spenn- andi sögur og myndir þaðan. Þótt Ása hafi verið lítt talandi á ensku kom hún með spennandi sögur frá Singapore og fleiri stöðum, faðm- andi þá sem hún átti góð sam- skipti við, þrátt fyrir litla kunnáttu í málinu, en þannig var hún gerð. Ekki var meiningin að koma með neina lofræðu um hana Ásu frænku, enda vita þeir það best sem hana þekktu hvaða mann hún hafði að geyma. Mig langar bara að þakka henni yndislegar minningar og ég votta ykkur, Halli, Ema og Sissí, mína bestu samúð. Auður. Ásdís Kristjánsdóttir var fædd á Þingeyri við Dýrafjörð, en flutt- ist ung til Reykjavíkur. Hún gift- ist þar Haraldi Kristinssyni, frænda mínum. Af fyrstu minningum frá bemskuárum mínum minnist ég Ásu, eins og hún var alltaf kölluð, þakklátum huga sem enn hefur aukist við kynni fullorðinsára. Hið góða andrúmsloft á heimili hennar og snyrtimennska, sam- fara víðsýni hugans um málefni lífsins og góðvild til allra er hún þekkti. Eg minnist dóttur þeirra hjóna Ásu og Halla, Unnar, sem var jafnaldra og leiksystir mín, en lést á besta aldri og var öllum harmdauði. Önnur dóttir þeirra hjóna er Ema. Hún og maður hennar John eru búsett í Ástralíu ásamt sonum sínum. Ema kom heim til íslands til að vera við jarð- arför móður sinnar. Hið góða hug- arfar og ágæt greind Ásu og ekki síst hin prúðmannlega framkoma manns hennar gerði heimsóknir á heimili þeirra mér ógleymanlegar. Viðræður um sameiginleg hugðar- efni voru þroskandi og bætandi. Þar sat gleði og góðvild í fyrir- rúmi. Ég þakka henni fyrir allar samverustundir okkar. Guðs blessun fylgi minningu hennar. Guðbjörg K. Kjartansdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Hjartkær móðursystir mín Ás- dís Kristjánsdóttir lést sl. þriðju- dag eftir löng og erfið veikindi og verður í dag kvödd frá Dómkirkj- unni. Ásdís var búin að fá hvert veikindaáfallið á fætur öðru, en samt kom lát hennar eins og reið- arslag yfir okkur ástvini hennar. Við höfðum freistast til að ýta hugsun um dauða langt í burtu enda þótt góðu dögunum færi stöðugt fækkandi. Ása var fædd 12. júní 1919 á Þingeyri við Dýrafjörð. Hún var dóttir hjónanna Kristjáns Sig. Kristjánssonar kennara og Guð- rúnar Þorbjargar Kristjánsdóttur. Systkini hennar voru Kristján, fæddur 27. ágúst 1903, dáinn 24. maí 1971, Guðni, fæddur 28. júlí 1905, dáinn 20. september 1977, Einar, fæddur 5. febrúar 1907, dáinn 28. september 1980, Ingi- björg, fædd 2. júní 1911, dáin 20. ágúst 1938, Kristinn Rósinkrans, fæddur 18. mars 1913, dáinn 14. desember 1930, Álfhildur, fædd 19. október 1916, Bjarni, fæddur 4. mars 1924, dáinn 4. september 1988 og Baldur, fæddur 7. febrúar 1921, dáinn 7. mas 1921. Nú er Álfhildur móðir mín ein eftir af systkinahópnum. Ása giftist Haraldi Kristinssyni 15. janúar 1944 og hafði þeirra fallega hjónaband því varað í 48 ár er hún lést. Þau eignuðust tvær dætur Unni Ámýju, 13. ágúst 1946, sem lést 18. febrúar 1985, aðeins 38 ára gömul frá tveim ungum sonum, og Ernu, fædd 24. apríl 1952, sem býr í Melbourne í Ástralíu ásamt manni sínum John Moore. Þau eiga tvo syni, en hafa auk þess alið upp syni Unnar eftir að hún lést. Þau Ásdís og Harald- ur ólu einnig upp Sigrúnu Magnús- dóttur fædda 19. maí 1957, hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.