Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 Frumvarp til laga um dýravemd Löng*u tímabært segir umhverfisráðherra EIÐUR Guðnason umhverfisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um dýravemd. I fyrstu grein laganna segir: „Lög þessi taka til allra hryggdýra, en þó einkum til þeirra sem em í vörslu eða umsjón manna.“ Umhverfisráðherra varaði áheyrendur við þeim óvana og hrekkvísi að taka einstakar greinar fmmvarpsins úr samhengi. Eiður Guðna- son umhverfis- ráðherra sagði þetta frumvarp eiga sér alllang- an og sögulegan aðdraganda en það var í febrúar 1974 að þáver- andi mennta- málaráðherra fól dýravemdunar- nefnd að endurskoða lög um dýra- vernd frá 1957. Síðan hafa fimm frumvörp verið samin þótt ekki hafði þau öll verið lögð fram fyrir hið háa Alþingi. Ráðherra taldi ■ það löngu tímabært að við rækjum af okkur slyðruorðið og samþykkt- um ný dýraverndarlög. Það frumvarp sem umhverfis- ráðherra hafí framsögu fyrir í gær er samið að nefnd er umhverfis- ráðherra skipaði í ágúst á síðasta ári til að endurskoða það frumvarp sem lagt var fram til kynningar á 113. löggjafarþingi 1991. Helstu breytingar sem framvarpið gerir ráð fyrir varða stjóm og skipulag dýravemdarmála og eftirlit með framkvæmd laganna. Sett verði á stofn sérstakt dýravemdarráð sem taki til landsins alls. Ráðið komi í stað dýraverndarnefndar sam- kvæmt núgildandi lögum. Settar verið á stofn dýravemdamefndir í héraðum landsins til að auka og tryggja eftirlit með framkvæmd laganna. Svæðaskipting taki mið af skiptingu landsins í umdæmi héraðsdómstólanna. Opinberam aðilum er fengið aukið vald til að grípa til aðgerða vegna illar með- ferða á dýram. Auk þessara meginbreytinga era ýmis ákvæði umorðuð og þau gerð markvissari •en samsvarandi _ákvæði gildandi laga. Þarf ekki að hvísla í návist katta Ráðherra rakti einstakar grein- ar framvarpisins. Fyrsta grein framvarpsins kveður á um gildis- svið laganna: „Lög þessi taka til allra hryggdýra, en þó einkum til þeirra sem eru í vörslu eða umsjón manna.“ Umhverfísráðherra vildi fullvissa viðstadda um að ýmsir talsmenn dýravemdar hefðu viljað ganga allmiklu lengra að sjálf- sögðu bæri að fara vel með öll dýr en eðlilegt hefði þótt að leggja höfðuðáherslu á þau dýr sem væra í vörslu manna eða umsjá. Umhverfisráðherra varð að greina frá því að nokkuð hefði á því borið að ýmsir hefðu gert sér leik að því að taka einstakar setn- ingar úr samhengi og mistúlka, t.d. 3. málsgrein 3. greinar: „Haga skal lýsingu, upphitun, loftræst- ingu, rakastigi og öðrum atriðum í vistarverum dýra í samræmi við þarfír þeirra dýra sem þar eru. Forðast ber óþarfa hávaða.“ Eiður Guðnason umhverfísráðherra sagði ljóst að menn þyrfti ekki að hvísla í eldhúsinu þótt heimilis- kötturinn væri viðstaddur. í 2. málsgrein 4. greinar er nýmæli: „Sérstakt eftirlit skal haft með dýram sem haldin eru á stórvirkum tæknibúum. Áður en slík bú era tekin í notkun og að minnsta kosti árlega eftir það skal héraðsdýralæknir eða fulltrúi yfir- dýralæknis skoða vistarverur og tæknibúnað sem ætlað er dýram og fullvissa sig um að hvort tveggja sé í samræmi við lög og reglugerðir." Þriðji kafli laganna íjallar um sérstakt dýrahald annað en í land- búnaði þar er m.a. kveðið á um að sérstakt leyfi þurfí til hvers konar ræktunar, verslunar, þjálf- unar, tamningar, geymslu og leigu dýra í atvinnuskyni og ekki falli undir búfjárhald. Einnig þurfi sérstakt leyfí til að setja á stofn dýragarða, dýrasýningar eða dýrahappdrætti. Sérstakt leyfí þarf einnig til veiða villtra dýra fyrir dýragarða og önnur söfn lif- andi dýra. Ráðherra greindi frá því að dýrahald í þessu samhengi teldist vera í atvinnuskyni ef tekj- ur af því næðu lágmarki virðisauk- askattslaga. Að endingu lagði umhverfísráð- herra til að frumvarpinu yrði kom- ið í umsjón umhverfismálanefndar og vænti ráðherrann þess að það fengi sem skjótasta afgreiðslu og yrði orðið að gildandi lögum á sumri komanda. Jón Helgason umhverfísráð- herra það að flytja þetta framvarp. Þeir vissu það best sem sem með búfé sýsluðu að dýravernd yrði að hafa í heiðri. Jón var sammála umhverfisráðherra um það að mönnum hætti til að taka einstaka greinar eða setningar úr samhengi og mistúlka. Ræðumaður óttaðist að svo gæti orðið raunin um 17. grein frumvarpsins: „Oheimilt er að nota lifandi dýr við tilraunir, rannsóknir, framleiðslu eða prófun lyfja og sjúkdómsgreiningu. Ef nauðsynlegt er talið að nota þurfi lifandi dýr við slíkt og ekki eru þekktar aðrar leiðir til að ná sama árangri getur umhverfisráðherra veitt sérstaka undanþágu frá þessu ákvæði.“ Jón Helgason benti á að á bændur þessa lands reyndu ýmsa nýbreytni sem tilraunir gætu talist þótt þær snertu ekki líðan dýranna á nokkurn hátt. Það myndi æra ráðherrann ef hann yrði að veita leyfí fyrir hverri til- raun og nýbreytni í búfjárhaldi. (F-Sl) þakkaði Jón Þíngsályktunartíllaga um sendiráð í Japan FJÓRIR þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að koma á fót ís- lensku sendiráði í Japan á árinu 1993. Jafnframt undirbúningi þar að lútandi verði unnið að endurskipulagningu á starfsemi sendi- ráða og fastanefnda Islands til að stofnun nýs sendiráðs leiði ekki til teljandi kostnaðarauka í utanríkisþjónustunni í heild.“ Hjörleif- ur Guttormsson (Ab-Rv) er fyrsti flutningsmaður en meðflutnings- menn eru Gunnlaugur Stefánsson (A-Al), Jón Helgason (F-SI) og Kristm Emarsdóttir (SK-Rv). í greinargerð með tillögunni benda flutningsmenn á að ekkert íslenskt sendiráð sé til staðar í þremur heimsálfum: Asíu, Afríku og Ástralíu. Flutningsmenn telja að vegna vaxandi samskipta og markaðsmöguleika í fjölmennum ríkjum Austur-Asíu sé tímabært að koma á fót íslensku sendiráði í þeim heimshluta og hljóti Japan að vera þar efst á blaði. Efnahags- veldi Japana hafi vaxið hröðum skrefum undanfarin ár og keppi þeir nú við fremstu stórveldi um foiystu í heimsviðskiptum. I greinargerðinni er þess einnig getið að undanfarið hafí Japan ýerið í fjórða til fimmta sæti hvað varðaði verðmæti útflutnings héð- an til einstakra landa. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafí starfrækt söluskrifstofu í Tókíó síðan haustið 1990. Samskipti okkar og Japana í menningarmálum hafí einnig ver- ið nokkur og farið vaxandi. Stofn- un sendiráðs ætti að styrkja þenn- an góða grundvöll og auka enn frekar gagnkvæm samskipti ís- lands og Japans. Jafnframt hefði íslenskt sendiráð í Tókíó allt aðra aðstöðu til að gæta íslenskra hagsmuna í þessum heimshluta en unnt er héðan eða frá sendiráðum okkar á Norðurlöndum en nú fari sendiráð Islands í Moskvu form- lega með samskiptin við Japan. Talsverður kostnaður er því fylgjandi að koma á fót sendiráði og reka það. Til að vega upp á móti þessum tilkostnaði Ieggja flutningsmenn til að jafnhliða und- irbúningi að stofnun sendiráðs í Japan verið unnið að endurskipu- lagningu á sendiráðsstarfsemi okk- ar annars staðar, m.a. með það fyrir augum að heildartilkostnaður við utnaríkisþjónustuna vaxi sem minnst þótt stofnað verið til nýs sendiráðs. Fyrsti flutningmaður, Hjörleifur Guttormsson (A-Al), sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði ekki mótað ákveðnar tillögur hvar yrði dregið úr tilkostnaði í utanrík- isþjónustunni. Utnaríkismálanefnd og fulltrúar utanríkisráðuneytisins hlytu að fara yfír það mál í ljósi breyttra aðstæðna á alþjóðavett- vangi. Meðflutningsmaður Hjör- leifs að tillögunni, Kristín Einars- dóttir (Sk-Rv), vildi einnig skoða starf utanríkisþjónustunnar í hinu nýja ljósi. Kristín beindi mjög sjón- um til Brussel, nánar tiltekið að fastanefnd ísland að Norður- Atlantshafsbandalaginu, NATO. Vellíðan og vélvæðing Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) hefði viljað sjá miklu þykkara og efnismeira frum- varp. Hún kom ekki auga á það að hlutverk dýraverndar- ráðsins væri svo frábragðið þeirra dýra- verndunarnefnd sem hingað til hefur starfað, ennfremur fannst þingmanninum hlutverk dýraverndunarnefnda í héraði ekki vera nægjanlega vel skilgreint. Guðrún uggði að hagur fíðurfjár, svína og loðdýra á stór- virkum vélvæddum tæknibúum væri ekki nægjanlega tryggður. Þingmanninum sýndist 4. grein frumvarpsins ekki nægjanlega ströng né sterk til þess að hún gæti borið viðunandi ávöxt í að- búnaði og velferð þessara dýra. Eiður Guðnason umhverfis- ráðherra sagði að auðvitað hefði mátt hafa þetta frumvarp, miklu stærra og ítarlegra en hann væri ekki sannfærður um að það hefði orðið betra fyrir vikið. Umhverfis- ráðherra sagði að reynt hefði ver- ið að hafa einstakar greinar stutt- ar og setja almennar reglur en umhverfísmálanefnd myndi að sjálfsögðu taka sjónarmið Guðrún- ar Helgadóttur og annarra til at- hugunar. Fyrstu umræðu um frumvarpið varð til lykta leidd en atkvæða- greiðslu var frestað. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Haraldur Friðriksson t.v. og Bragi Þór Haraldsson t.h. við eitt af vetrarfarartækjuni björgunarsveitarinnar. Afmælisfagnaður Skagfirðingasveitar Sauðárkróki. SEXTIU ár voru liðin hinn 1. febrúar sl. frá stofnun slysavarnar- deildar á Sauðárkróki. Aðal frumkvöðull að stofnun deildarinnar 1. febrúar 1932 mun hafa verið Jónas Sveinsson læknir, sem var fyrsti formaður félagsins og gegndi því starfi allt til þess að liann flutti frá Sauðárkróki til I tilefni þessara tímamóta hafði Björgunarsveitin Skag- fírðingasveit opið hús í Sveinsbúð á Sauðárkróki, félágsheimili deildarinnar, þar sem gestum gafst kostur á að skoða tækja- kost deildarinnar ásamt hinu glæsilega félagsheimili sem nefnt er eftir Sveini Sölvasyni sem lengst allra hefur verið í stjórn og forsvari fyrir Skagfirðinga- sveit. í stuttu spjalli við þá Braga Þór Haraldsson formann Björgunarsveitarinnar og Harald Friðriksson formann slysavarn- ardeildarinnar kom fram að fjöldi gesta, tæplega hundrað manns, hefði heimsótt Sveinsbúð, og þegið veitingar í boði kvenna- deildarinnar og fagnað með þeim björgunarsveitarmönnum á þess- um tímamótum. Þá bárustu deildinni ágætar gjafir, þannig færði Kvenfélag Sauðárkróks deildinni fjóra mjög vandaða sjónauka, þar af einn vatnsheld- Reykjavíkur. an og sérstaklega gerðan til notkunar á sjó, einnig mynd- varpa og nýja og stóra töflu til notkunar í björgunarstöðinni. Þá gáfu Lions- og Kiwanis-menn deildinni á árinu fjórar vandaðar talstöðvar, tvær í bílana og tvær handvirkar með öllum fylgihlut- um. Þeir Bragi og Haraldur sögðu daginn hafa verið ánægjulegan, en þó hefði eitt það besta, verið stofnun nýrrar deildar, unglinga- deildarinnar Trölla, með sautján stofnfélögum, en þar er formaður Þorsteinn Jónsson. Haraldur og Bragi sögðu mik- ið starf innan deildarinnar meðal annars hefði mikið mætt á félög- unum í fyrravetur þegar febrú- aróveðrið setti flest úr skorðum, svo eitthvað væri nefnt og nýlok- ið væri þátttöku í fatasöfnun vegna bágstaddra Kúrda en það var samstarfsverkefni slysa- varnardeilda um allt land. - BB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.