Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 4
4 ;r f-J'rrnifi'-v* -?* <?ur- t f?1f?1 ffifWfíWfU* MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 Olíufélagið tapar ESSO- samningiim kaupi Q-8 VILHJÁLMUR Jónsson forstjóri Olíuféiagsins hf. til 32ja ára, eða frá 1959-1991 segir að ef Sambandið selji Q-8 31% hlut sinn i Olíufélag- inu, muni Olíuféiagið missa alla sína viðskiptasamninga við ESSO. Hann telur því líklegt að hér rísi fjórða olíufélagið, þegar tima líða. Vilhjálmur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi erlenda eigna- raðild i olíufélögum á íslandi stangast á við lög um stjórn fiskveiða, þar sem öll olíufélögin ættu hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum, en einung- is Islendingar mættu eiga og reka sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi „Sjálfsagt þarf Sambandið á því að halda að selja þennan hlut sinn í Olíufélaginu, en ég tel víst að hægt sé að selja hlut þess hér innanlands, ef til þess er ætlaður hæfilegur tími,“ sagði Vilhjálmur. Hann benti á að Olíufélagið væri eina alíslenska olíu- félagið, og kvaðst telja æskilegt fyr- ir hagsmuni lands og þjóðar að hér væri að minnsta kosti eitt olíufélag sem aðeins sinnti innlendum hagsm- unum. „Ef af sölu á hlut Sambands- ins í Olíufélaginu til Kúwait Petrole- um verður, þá falla auðvitað niður allir samningar sem félagið hefur.nú við ESSO og umboð þess fyrir ESSO- vörur fellur niður. ESSO-smuroIíur eru nú með allt að 45% markaðshlut- deild hér,“ sagði hann og kvaðst ekki draga í efa að margir yrðu reiðu- búnir til þess að taka að sér ESSO- umboðið ef af sölunni til Q-8 yrði, og þar af leiðandi einnig framkvæmd á flugeldsneytissamningum við ýmis erlend flugfélög. „Líklegt er því að af þessu myndi spretta fjórða olíu- félagið hér á landi, þegar tímar liðu,“ sagði Vilhjálmur. Olíufélagið á, eins pg hin tvö olíu- félögin, hlut í sjávarútvegsfyrirtækj- um um land allt. Vilhjálmur var spurður hvaða áhrif hann teldi að kaup Q-8 á hlut Sambandsins í Olíu- félaginu kæmi til með að hafa á veðrétt þeirra sjávarútvegsfyrir- tækja, með hliðsjón af lögum nr. 34 sem samþykkt voru á Alþingi í fyrra: „Öll olíufélögin þrjú eiga svipaðar upphæðir í hlutafé í sjávarútvegsfyr- irtækjum. OLÍS er að 25,6% hluta í erlendri eign og Skeljungur rúmlega 20%. Ekkert hefur verið aðhafst í þessu, þrátt fyrir lögin. OLÍS hefur nýlega skráð sig fyrir 25 miiljónum í hlutafé í Ámesi og 10 milljónum norður á Dalvík. Ef Olíufélagið verð- ur í erlendri eign að hluta, tel ég að það sé komið á sama bát og hin félög- in. En mér er spum - Er nóg að setja lög sem banna erlenda fjárfest- ingu í sjávarútvegsfyrirtækjum, en fylgja þeim ekki eftir? Það er spurning hvort þetta eigi ekki við hjá hinum olíufélögunum líka, þótt þeirra erlenda eignaraðild hafi orðið til fyrir lagasetninguna, vegna þess að bráðabirgðaákvæði í lögum 34 frá 1991, tilgreínir að tak- markanir sem lögin setja við fjárfest- ingu erlendra aðila í atvinnurekstri hér nái ekki til slíkrar fjárfestingar sem átt hafi sér stað fyrir gildistöku þeirra, enda séu þær fjárfestingar samkvæmt heimildum í eldri lögum. Nú er það svo, í lögum um stjórn fiskveiða, að slík fjárfesting er ein- ungis íslenskum ríkisborgurum heimil,“ sagði Vilhjálmur Jónsson. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 25. FEBRUAR YFIRLIT: Um 400 km norðaustur af Langanesi er 972 mb djúp og víð- áttumikíl lægð sem hreyfist norðaustur, en um 500 km suðsuðaustur af Hvarfi er 978 mb lægð, sem hreyfist norður og síðar norðvestur. SPÁ: Allhvöss austan- og suðaustanátt og snjókoma eða slydda um norðanvert landið, sunnan og suðvestan strekkingur, slydduél eða súld sunnanlands og suðvestanlands. Híti +3 til -e3 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Breytileg eða suðvestlæg átt, víðast fremur hæg. Él um vestanvert landið er annars þurrt að mestu. Frost 1 til 6 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Alihvöss sunnan og suðvestan átt og fremur kalt. Éi um sunnan og. vestanvert landið en annars þurrt. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r * r * r r * r r r r r * / Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.. 10° Hitastig V V Súld Skúrir Slydduél Éi = Þoka V Ý Alskyjað stig.. FÆRÐ A VEGUM: Sæmileg færð er á Suður- og Vesturlandi, en þó eru hálkublettir viða á vegum, einkum ó Reykjanesbraut. Fært er um Hellisheiðí og Þrengsli, en Mosfellsheiði er fær fyrlr jeppa og stærri bíla. Fært er fyrir Hval- fjörð, um Snæfellsnes f Dali og þaðan tii Reykhóla. Brattabrekka er ófær. Frá Brjánslæk er fært um Kleifaheiði tii Patreksfjarðar og þaðan um Mikiadal til Tálknafjarðar. Botns- og Breiðadalsheiðer eru ófærar, en fært er á milli Bolungarvíkur og Súðavíkur. Fært er um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og Drangsnes, en ófært um Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðurlandi er fært til Síglufjarðar og Akureyrar, en ófært vegna veðurs frá Dalvík til Ólafsfjarðar. Fært er frá Akureyri um Þingeyjarsýslur með ströndinni til Vopnafjarðar. Á Austurlandi er Breiðdalsheiði ófær, en Oddskarð fært fyrir jeppa og stærri bíla. Síðan er fært frá Austfjörðum um Suöurströndina til Reykjavikur. Vegagerðin VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hlti veður Akureyri +2 snjókoma Reykjavík________^2 snjóél Bergen 7 rígning a 8. kist. Heteinki vantar Kaupmannahöfn S þokumóða Narssarssuaq +23 léttskýjað Nuuk +24 léttskýjaö Ósló 5 úrkomaígr. Stokkholmur 4 skýjað Þórshöfn 3 hélfskýjað Algarve Amsterdam Barcelona Berifn Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando París Madeira Róm Vin Washington Winnipeg 13 súld 7 þokumóða 12 skýjað 5 léttskýjað vantar 11 þokumóða 8 skýjað 8 rigningogsi 3 þokumóða 9 mistur 12 heiðskfrt 8 skýjað 8 alskýjað 11 rigning 14 skýjað vantar 4 alskýjað 19 alskýjað 8 skýjað vantar 13 heiðskfrt 8 iéttskýjað 7 rigning +18 þokumóða / DAG kl. 12.00 Heimlld: Veðurstofa í$land$ (Byggt ó veðurspá kl. 16.15 i gær) Morgunblaðið/Arni Sæborg Yetrarveður í garði húss við Hagamel'og Hofsvallagötu lét voldugt reynitré undan veðurhamnum um helgina og lagðist á hliðina, eins og sést á efri myndinni. Þessu tré mun hafa verið plant- að fyrir hálfum fimmta áratug, en þessi hluti Hagamelsins byggðist um 1956. A neðri myndinni sópar Þórólf- ur Magnússon, flugstjóri hjá ís- landsflugi, snjó af Twin-Otter flugvél félagsins áður en haldið var í loftið. Það er sama hver fararskjótinn er, flugvél eða bíll, til þess að öllum öryggiskröfum sé sinnt er nauðsynlegt að hreinsa vel snjóinn, svo að flugvélamar fljúgi og bifreiðastjórar sjái út um glugga bifreiðanna. Morgunblaöiö/PPJ Beidni um löghald á eigur viðmæl- anda í ævisögu LAGT hefur verið fram hjá borg- arfógeta í Reykjavík beiðni um löghald á eignir Maríu Guðmunds- dóttur, jjósmyndara og fyrrver- andi fyrirsætu, vegna þess að ekki varð af útkomu bókar fyrir jólin um ævi hennar, skv. upplýsingum frá borgarfógetaembættinu. Það er Fróði hf. og Gullveig Sæmunds- dóttir, sem ætlaði að skrifa með Maríu bókina, er leggja fram kröf- ur um að eignir hennar hér á landi verði kyrrsettar vegna málssókn- ar sem þau hyggjast fara í vegna skaðabótakröfu sem þau telja sig eiga á hana. Málið er til meðferð- ar hjá borgarfógeta. Löghalds- beiðendur þurfa að leggja fram tryggingu, sem ekki hefur verið ákveðin enn, og beðið verður greinargerðar af hálfu Mariu. En hún hyggst einnig fara fram á skaðabætur í sama máli. Efnislega mun mál þetta vera mjög óvenjulegt. Gerður hafði verið samningur við Fróða hf. um útgáfu bókarinnar, og var áformað að Gull- veig Sæmundsdóttir ynni með Maríu ævisögu hennar eða ágrip úr ævi hennar, en 50% bókarinnar áttu að vera myndir sem María legði til. Voru þær byijaðar að vinna saman. Kom í ljós að María gat ekki sætt sig við hvemig úr því efni sem hún lagði fram væri unnið og vildi hætta samvinnunni. Myndirnar hafði hún ekki lagt fram. Gullveig vildi vinna úr samtölum þeirra og efni, sem María hafði látið henni í té, og Fróði að gefa bókina út gegn vilja Maríu. María hugðist leggja lögbann á efn- ið, en tryggingarkröfur fyrir lög- banninu voru of háar til þess að hún treysti sér til þess og var lögbannið afturkallað. Bókin kom ekki út í haust. Fróði og Gullveig Sæmundsdóttir leggja nú fram hjá fógeta löghalds- beiðni á eigur hennar til að tryggja að þær verði fyrir hendi þegar búið verður að reka fyrir dómstólum fyrir- hugað mál gegn henni. Eigur Maríu hér á landi eru íbúð sem hún erfði eftir foreldra sína með innbúi, sem hún hefur viljað eiga óbreytta hér á íslandi. Hún starfar nú { París sem tískuljósmyndari, en kemur oft til íslands og dvelur þá á heimili sínu. -----» ♦--«---- Utanríkismálanefnd; Tillaga um stuðning við ákvörðun utan- ríkisráðherra PÁLL Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði fram tiliögu á fundi utanríkismála- nefndar í gær um að ncfndin lýsti yfir stuðningi við ákvörðun utan- ríkisráðherra um að þiggja ekki heimboð til ísraels. Tillagan var ekki tekin til afgreiðslu á fundin- um. „Samkvæmt þingsköpum er ut- anríkismálanefnd til ráðuneytis rík- isstjóminni um utanríkismál. Ég tel ástæðu til þess að beita mér fyrir viðurkenningu á sjónarmiðum Jóns Baldvins þegar við erum sammála. Ég te! ástæðu til þess að utanríkis- málanefnd láti ráðherrann vita að hún er samþykk ákvörðun hans,“ sagði Páll í samtali við Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.