Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 9 Tvívirkir - stillanlegir - viðgeranlegir HÖGGDEYFAR Eitt virtasta nafn á höggdeyfum í heiminum og það ekki að ástæðulausu! Ómissandi þegar öruggur akstur og ending skipta máli. Olíuhöggdeyfar - gashöggdeyfar Ábyrgð - viðgerðarþjónusta (*Gas höggdeyfar eru ekki viðgeranlegir) ímmmsupx Varahlutaverslun Bíldshöfða 18 - Reykjavlk - Sími 91-672900 233 je YHhá. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 Blomberg eldunartækin hlutu hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF hönnunarverðlaun fyrir framúr- skarandi glæsilega og hugvit- samlega hönnun. Enginn býður nú meira úrval af innbyggingartækjum I sam- ræmdu útliti en Blomberg I Komdu til okkar og kynnstu Blomberg af eigin raun, hringdu eða skrifaðu og fáðu sendan 60 síðna litprentaðan bækling á ís- lensku. Hjálmar, Andlitshlífar og Hlífðargleraugu Skeifan 3h-Sími 812670 Atvinnuleysi og gagnaðgerðir Atvinnuleysi hefur aukizt verulega í jan- úar og það sem af er febrúarmánuði. Stjórnvöld, verkalýðsforusta og vinnu- veitendur hafa af þessu vaxandi áhyggjur og kröfur hafa komið fram um aðgerðir til að fækka atvinnulausum. Svipað at- vinnuleysi I Visbendingu, riti Kaupþings hf. um efna- hagsmál, sem út kom nýlega, er gerð könnun á atvinnuleysi undanfar- in ár og komist að þeirri niðurstöðu, að það sé svipað og verið hefur undanfarin ár, miðað við janúartölur. Ekki sé ástæða til sérstakra ráð- stafana aukist atvinnu- leysi ekki mikið unifram. það sem verið hefur síð- ustu árin. Greinin fer hér á eftir, en hún ber yfirskriftina „Atvinnuleysi": „Fréttir um mikið at- vinnuleysi í janúar koma þeim vel sem vilja að gerðir verði kjarasamn- ingar um litlar eða engar kjarabætur. Um 3,2% vinnuafls reyndust at- vinnulaus og það er hærra hlutfall en áður hefur mælst hér á landi. Ef samið verður um meiri kauphækkanir en innstæða er fyrir, er hætta á, að hér skelli á fjöldæitvinnuleysi, svipað því sem er í mörgum nágrannalandaiuia. Fréttimar minna á að sú ógn er kannski ekki eins fjarlæg og margir hafa haldið. Hér má líka hafa í huga að ýmislegt bendir til þess að atvinnuleysis- tölur hér á landi séu lægri en ef notaðar væru sömu mæliaðferðir og annars staðar. Núna eru óvenjumargir atvinnu- lausir í byggingarstarf- semi og í þeim hópi eru verkameim, iðnaðar- memi og verkfræðingar. Frestun álversfram- kvæmda á mikinn þátt í þessu. En ef að er gáð er vandinn ekki eins mik- ill og ætla mætti. Miklar árstíðarsveiflur eru í at- vinnuleysi. Það hefur jafnan verið langmest í janúar. Atviimuleysi í janúar var 2,4-3,1% 1989- 1991, en meðalatvinnu- leysi allt árið var þá 1,5-1,7%. Að miklu leyti er hið mikla atvinnuleysi í nýliðnum janúarmánuði fremur árstíðabundið vándamál en varanlegt Það stafar meðal annars af því að frystihús nota Atvinnuleysistrygginga- sjóð til þess að draga úr launakostnaði þegar lítið er um verkefni. Þau geta sagt fastráðnu fiskverka- fólki upp með fjögurra vikna fyrirvara og það fær síðan atvinnuleysis- bætur. Ef þeirra væri ekki kostur má slá þvi föstu að verkafólkið færi fram á lengri uppsagnar- frest, þvi að uppsagnir í byijun árs mega víða heita árviss viðburður. Auk þess fá fiskvinnslu- fyrirtæki greidd 75-80% launakostnaðar úr At- vinnuleysistrygginga- sjóði, ef hráefni skortir, þótt fólki sé ekki sagt upp. Hversu marg- ir missa at- vinnunaog hve lengi? I lífskjarakönnun sem Hagstofan og Félagsvís- indastofnun gerðu árið 1988 kom fram að um 8% þeirra sem verið höfðu á viimumarkaði eftir 1982 (113 af 1391) höfðu einhvern tima ver- ið atvinnulaus síðastliðin fimm ár. Á þessum tima var atvinnuleysi innan við 1% að meðaltali. Ef atvinnuleysi verður áfram 1,5-2% kæmi því ekki á óvart að nálægt 15% fólks á vinuumark- aði yrðu einhvem tíma atvinnulaus á fimm ámm. Samkvæmt lauslegri könnun Hagstofu á at- vinnuleysi í nóvember síðastliðnum hafði þá um þriðjungur atvhmulausra verið án atvinnu í mánuð eða skemur, 40% höfðu verið atvinnulausir í 1-3 mánuði, en tæp 30% höfðu verið án atvinnu lengur en þrjá mánuði. Um 8% höfðu verið at- vinnulaus lengur en ár og þar var roskið fólk langfjölmennast (einkum sextugir og eldri). * A að reyna að draga úr at- vinnuleysi? Á ámnum 1986-1988 var aðeins mn hálft pró- sent vinnufærra manna án atviimu að meðaltali, en árið 1989 hækkaði þessi tala í 1,5-2% og hefur verið á þvi bili síð- an. Ber að snúa þessu í fyrra horf? Niðurstöður kannana Þjóðhagsstofn- unar og Félagsmálaráðu- neytis á spum eftir vinnuafli sýna að 0,5% atvinnuleysi jafngildir í raun vinnuaflsskorti. Ár- ið 1987 og fram á árið 1988 vildu atvinnurek- endur, sem rætt var við, fjölga starfsfólki um yfir 3%. Þar sem þetta vinnu- afl var ekki allt fyrir hendi þurftu fyrirtæki að yfirbjóða launatilboð hvert I\já öðm til þess að fá hæft starfsfólk. Launaskrið (kauphækk- anir umfram kjarasamn- inga) var mikið og verð- bólga einnig. Á scinni hluta árs 1988 breyttist þetta. Síðan hafa vinnu- veitendur ýmist viþ'að fækka starfsfólki um hálft prósent eða minna eða þá fjölga þvi um iim- an við eitt prósent. Vinnumarkaður hefur nánast verið í jafnvægi og launaskrið hefur verið lítið eða ekkert. Verð- bólga hefur mhmkað. Ef reynt yrði að færa at- vinnuleysi niður á það stig sem var á ámnum 1986-1988 myndi verð- bólga án efa aukast aft- ur. Aukist atvinnuleysi ekki mikið frá því sem verið hefur undanfarin ár virðist því ekki vera ástæða til þess að gera sérstakar ráðstafanir til þess að draga úr því.“ Stærstu íjölmiðlaverðlaun Norðurlanda 150.000 danskar krónur Nordpris -92 Norræna ráðherranefndin veitir þrenn verðlaun á árinu 1992. Hver verblaun nema 150.000 dönskum krónum. í samkeppninni sigra þau þrjú verk sem best lýsa norrænum veruleika, norrænni samvinnu, Norður- löndum innan Evrópu eða öðrum viðfangsefnum sem augljóslega tengjast Norðurlöndum. þátttakendum er frjálst að velja framsetningu efnisins. það getur verið í lausu máli eða bundnu, heimildarverk, leikverk, grein eðagreinasafn, _ hljóðvarps- eða sjónvarpsþáttur. Efnið skal þó birt eða flutt á árinu 1992. NORDPRIS -92 skiptist í þrjá flokka: Prentað mál, hljóbvarp og sjónvarp. í hverri dómnefnd sitja fimm fulltrúar fjölmibla. Allir fréttamenn á Nórburlöndum og sjálfstjórnar- svæðunum geta tekið þátt í samkeppninni. Innsend verk skulu hafa borist Norrænu ráðherra- nefndinni eigi síðar en 1. janúar 1993. Reglur um "NORDPRIS -92” er hægt að fá hjá Norrænu ráðherranefndinni: Nordisk Ministerrád, Informationsafdelingen/Upplýsingadeild, Store Strandstræde 18,1255 Kobenhavn K, sími/póstsími: +45 33 1147 11 (póstsími eftir skrifstofutíma +45 33 11 52 32). Norræna ráðherranefndin VJlterkurog kJP hagkvæmur auglýsingamiðin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.