Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
SJOSLYSIÐ A HALAMIÐUM
Krossnes SH 308
sökk á örstuttum
tíma um kl. 8:00 á
sunnudagsmorgun.
Þriggja manna er
saknað.
Önnur 19 fiskiskip
voru að veiðum á
þessum slóðun á
aðfararnótt sunnu-
dags, þar á meðal
Guðbjörg ÍS 46 og
Sléttanes ÍS 808
sem björguðu 9
mönnum.
Flakið af Menju, togara
sem sökk í Halaveðrinu
1925, er á 66°45'N og
24°42'V, um 4 sjómílur
austnorðaustur af þeim
stað sem Krossnesið
sökk á
Kögur
Straumnes
Horn
Ritur
neserUnn
Göltur
Sauðanes
Barði
#lsafjörður
Sléttanes
Kópur
Blakknes
Látrágrunn
Bjargtangar
Fjármál o g menning
Krossnes sökk á 3-4 mínútum:
Guðsgjöf að ekki
fór enn verr
- segir Hafsteinn Garðarsson skipstjóri
Isafirði. Frá Helga Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
„ÞETTA gerðist allt á svipstundu. Það er guðsgjöf að þetta fór ekki
enn verr,“ sagði Hafsteinn Garðarsson skipstjóri á Krossnesi SH 308
í samtali við Morgunblaðið. Hafsteinn sagðist lítið geta sagt vegna
þess hvað allt hefði gerst hratt. Hann sagðist hafa sínar hugmyndir
um hvað olli því að Krossnesið fórst en vildi láta það koma fram við
sjóprófin. Rætt var við Hafstein, Sigurð Olaf Þorvarðarson fyrsta stýri-
mann og Torfa Alexandersson háseta í gærmorgun um atburðina og
hafði Hafsteinn aðallega orð fyrir þeim félögum.
Blómlegt atvinnulíf og
traustur efnahagur eru
undirstaða góðra lífskjara í
nútímasamfélagi. Það er því
eða ætti að vera keppikefli
þjóðar, sem stríðir við ýmis
kreppueinkenni á líðandi
stundu, að þróa atvinnuvegi
sína og efnahagslíf að þeirri
þjóðfélagsgerð, sem gefið hefur
mestan árangur i verðmæta-
sköpun á hvern vinnandi þegn.
Eða með öðrum orðum að laga
atvinnulíf sitt og þjóðarbúskap
að efnahagslegum veruleika
umhvérfisins, það er að þeirri
framvindu sem orðin er og fyr-
irséð er á mikilvægustu við-
skiptasvæðum okkar beggja
megin Atlantsála.
Það verður ekki horft fram
hjá þeim veruleika að sjálf þjóð-
félagsgerðin vegur þungt á
vogarskálum velferðar hjá
þjóðum heimsins. Verkin sýna
merkin, bæði í fyrrum ríkjum
sósíalismans í Austur-Evrópu
og samkeppnisríkjum Vestur-
Evrópu og Norður-Ameríku.
Svipuðu máli gegnir um fleiri
þungavigtarþætti í samfélög-
um fólks. Máski fyrst og fremst
menntir og vísindi. Það er tví-
mælalaust allra hagur að búa
í vel upplýstu samfélagi, hver
sem skólaganga fólks er. Þess
vegna er skólaskylda lögboðin.
Þess vegna er flokkast réttur
einstaklingsins til náms til
mannréttinda.
Vísindarannsóknir margs
konar þjóna í raun öllum, bæði
heild og einstaklingUíh. Niður-
stöður slíkra rannsókna eru
oftar en ekki þess eðlis að þær
styðja almenningsheill, til
dæmis rannsóknir á sviði heil-
brigðisþjónustu eða tækniþró-
unar fyrir atvinnulífið. Vísinda-
þekking berst auðveldlega milli
manna og þjóða. Og það er
engin tilviljun að þær þjóðir,
sem veija hæstu hlutfalli þjóð-
artekna sinna til almennrar og
sérhæfðrar menntunar og til
vísinda og rannsókna búa að
hæstum þjóðartekjum og
mestri velferð. Menntun og
þekking skila kostnaði sínum
fljótlega til samfélagsins. Það
var stóraukin menntun, þekk-
ing og tæknikunnátta sem
margfaldaði þjóðartekjur okkar
á tuttugustu öldinni.
Þorvaldur Gylfason segir
m.a. í grein, „Fjármál og menn-
ing“, í Fjármálatíðindum (júlí
1991): „Það er til að mynda
ekki alveg víst, hvort við ís-
lendingar hefðum verið í stakk
búnir að breyta þjóðfélagi okk-
ar úr bláfátæku og frumstæðu
bændasamfélagi í fjölbreytt og
forríkt nútímasamfélag á
nokkrum áratugum, eins og
okkur hefur tekizt að gera við
erfiðar aðstæður að ýmsu leyti,
hefðum við ekki átt traustan
bakhjarl í bókmenntum for-
feðra okkar. Og það er heldur
ekki sjálfgefið, að okkur takist
að varðveita þennan árangur
að öllu leyti, ef við leggjum of
litla sameiginlega rækt við bók-
menntir, listir og menningarlíf
í landinu. Til að laða ungt fólk
aftur heim frá námi og störfum
í útlöndum og til að halda land-
inu í sómasamlegri byggð verð-
um við að halda vöku okkar í
menningarmálum. “
Erfiðara er að vísu að meta
listir til fjár en menntir og vís-
indi, þótt einstök listaverk séu
að vísu metin til ógrynnis fjár-
muna. Listir eru fyrst og fremst
hluti af þjóð- og heimsmenn-
ingu og veita milljónum manna
lífsfyllingu. Þegar bezt lætur
eru þær ómetanlegar. Fornar
bókmenntir íslendinga eru til
dæmis hornsteinar þjóðernis
okkar, sem og menningar- og
stjórnarfarslegs sjálfstæðis.
Sex til átta hundruð ára texti,
skráður á skinn í klaustrum
landsins, og meira en fjögur
hundruð ára þýðing biblíunnar
á íslenzku, skiluðu móðurmál-
inu óskemmdu-til samtímans.
Listir þjóðarinnar á líðandi
stundu þjóna og mikilvægu
hlutverki í tilveru okkar, þótt
sitt hvað orki tvímælis þá gert,
nú sem fyrr, hér sem annars
staðar. Og það er áreiðanlega
rétt hjá Þorvaldi Gylfasyni „að
ef fjöldi menntafólks hefði aldr-
ei snúið aftur heim frá námi í
útlöndum, væri ekkert Þjóðleik-
hús í landinu, engin Sinfóníu-
hljómsveit, ekkert Listasafn
íslands, engin Ópera. Þá væri
þjóðarbragurinn annar en hann
er nú, lífskjörin áreiðanlega
lakari og lífsgæðin minni“.
Á samdráttartímum, eins og
þeim sem við nú lifum, verður
þjóðin að velja og hafna og
raða verkefnum og viðfangs-
efnum í forgangsröð. Og það
er hygginna manna og þjóða
háttur að hemja útgjöld innan
ramma ráðstöfunartekna. En
það þarf jafnframt að muna
vel hvað gerir þjóð að þjóð. Að
menntir, vísindi og listir eru
vörður við þann veg sem liggur
til þroska, þekkingar og betri
tíðar.
Hafsteinn sagðist hafa verið í
koju þegar skipið fór á hliðina. Hon-
um og félögum hans ber saman um
að ekki hafi liðið nema 3 til 4 mínút-
ur þar til allt var yfirstaðið. Haf-
steinn sagði að brugðist hafí verið
rétt við öllum aðstæðum og mennirn-
ir átta sem komust í gúmbjörgunar-
bátana komist í þá á svipstundu.
Hafsteinn komst upp í brú og var
síðastur þaðan út þegar skipið sökk.
Lenti hann í sjónum eins og flestir
áttmenninganna. Aðeins tveir þeirra
átta manna sem bjargað var úr gúm-
björgunarbátunum komust alveg í
flotgalla. Hinir voru flestir hálf-
klæddir í þá og einn var ekki í galla.
Hafsteinn sagðist aðeins hafa komist
í skálmarnar á sínum flotgalla. Hann
sagði aðspurður um öryggismálin að
flotgallarnir væru mikið öryggis-
atriði en á notkun þeirra væru
ákveðnir gallar, sem hann vildi ekki
lýsa fyrr en við sjóprófin.
„Frábær umönnun"
Flestir skipverjarnir á Krossnesi
eru frá Grundarfirði, einn er úr Ól-
afsvík. Margir þeirra hafa verið á
skipinu frá því það var keypt til
Grundarfjarðar fyrir fimm árum.
Skipið var 296 brúttórúmlestir að
stærð í eigu Hraðfrystihúss Grund-
arfjarðar hf. Hafsteinn er fyrsti
stýrimaður og afleysingaskipstjóri
og hefur verið á Krossnesi frá því
það kom til Grundarfjarðar. „Þetta
var gott skip, ég hef alltaf kunnað
vel við það.“ sagði Hafsteinn. „Við
vonumst til að komast heim sem
fyrst, þar bíður fólk eftir okkur,“
sagði hann. Skipverjarnir fóru síðan
í gærkvöldi með flugvél til Stykkis-
hólms og þaðan heim. Teknar voru
skýrslur af skipverjum og björgun-
armönnum á ísafirði í gær og fyrra-
dag og var starfsmaður Sjóslysa-
nefndar viðstaddur. Sjópróf fara
fram hjá sýslumannsembættinu í
Stykkishólmi. Jón Magnússon sýslu-
maður sagði í gærkvöldi að sjóprófin
færu líklega fram á miðvikudag.
Hafsteinn, Sigurður Ólafur og
Torfi vildu koma á framfæri þakk-
læti til allra sem hafa hjálpað þeim
og tekið þátt í leitinni að félögum
þeirra þremur. „Við höfum fengið
frábæra umönnun. Sérstaklega var
tekið vel á móti okkur um borð í
Guðbjörgu og eins föður mínum sem
• Morgunblaðið/RAX
Hafsteinn Garðarsson skipstjóri
Krossness, nýkominn úr læknis-
skoðun á sjúkrahúsinu á ísafirði.
Sléttanesið bjargaði úr sjónum. Við
viljum senda öllum sem að þessu
hafa komið okkar bestu þakkir.
Móttökur hafa verið á sömu lund
hvar sem við höfum komið hér á
ísafirði,“ sagði Hafsteinn.
Gagnrýni á fréttaflutning
Hafsteinn sagði að það hefði verið
mikið áfall að missa skipið og annað
áfall að gera sér grein fyrir því um
borð í Guðbjörgu að þijá menn vant-
aði. Þegar hefðu verið gerðar ráð-
stafanir til að láta aðstandendur
þeirra vita. Það tæki sinn tíma og
það hefði verið þeim áfall að heyra
frétt um slysið í hádegisfréttum Rík-
isútvarpsins, þremur tímum eftir
björgunina, án þess að þeir vissu
hvort búið væri að ná í alla aðstand-
endur og leit að mönnunum rétt að
byija. Hann sagði í gærmorgun að
þetta atriði væri honum og mörgum
félögum hans efst í huga eftir þessa
atburðarás og vildi koma gagnrýni
sinni á framfæri.
„Þetta er ekki mennskt. Það
mætti halda að svona slys væru
fréttamönnum eins og konfektkassi
sem færður er litlum börnum. Ég tel
að fréttastofan ætti að biðjast afsök-
unar á þessu,“ sagði Hafsteinn.
MORGUNBLAÐIÐ ’ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992
27
Ljósmynd/Flosi Amórsson
Þrír skipbrotsmenn af Krossnesi
með nokkrum björgunarmönnum
sínum í matsalnum í Guðbjörgu á
leið til ísafjarðar síðdegis á sunnu-
dag eftir erfiðan dag á Halamið-
um. Lengst til vinstri sést á andlit
Runólfs Péturssonar fyrsta stýri-
manns Guðbjargar. I sófanum silja
síðan Torfi Alexandersson háseti
af Krossnesi, Birkir Kristjánsson
netamaður á Guðbjörgu, Víðir
Ólafsson yfirvélsljóri Guðbjargar,
Guðmundur Freyr Guðmundsson
netamaður af Krossnesi og Jón
Snorrason annar stýrimaður af
Krossnesi. Lengst til hægri sést
Asgeir Pálsson annar stýrimaður
á Guðbjörgu teygja sig í ösku-
bakka
1 gftp? 1
r Morgunbiadið/Árni Sæberg
Átta togaranna sem fínkembdu leitarsvæðið á sunnudag. Myndin er tekin úr Fokker-vél Landhelgisgæslunnar.
Morgunblaðið/Arni Jónasson
Á myndinni hér að ofan sjást skip-
verjar á Súlnafelii EA svipast um
eftir skipbrotsmönnum skömmu eft-
ir að Krossnesið sökk. Á mydninni
hér til vinstri sést Krossnes SH-308
í Grundarfjarðarhöfn 12. febrúar
síðastliðinn, en það var í síðasta
skipti sem togarinn kom til heima-
hafnar. Krossnesið kom þangað með
vélbátinn Grundfirðing í togi, en
báturinn var á hörpudisksveiðum
undan Eyrarfjalli er hann fékk plóg-
inn í skrúfuna og missti við það afl
og rak að landi. Var Krossnesið
nærstatt er óhappið varð og kom
fyrst að Grundfirðingi. Skipverjum
á togaranum tókst að koma línu og
kaðli um borð í bátinn, sem síðan
var dreginn í land.
Morgimblaðið/Hallgrímur Magnússon
Fyrst fór Guðbjörgin framhjá en svo
lenti ég í ljósgeislanum frá Sléttanesinu
Rætt við Garðar Gunnarsson sem var bjargað
fótbrotnum og þrekuðum úr sjónum
„ÞAÐ er lítið hægt að segja um hvað kom fyrir, þetta gerðist allt svo snöggt. Ég
var kominn út á dekk í vinnugallanum, við vorurn þar sex og það var verið að byrja
að hífa, þegar skipið fer skyndilega að hallast á bakborða og engu skipti þótt hætt
væri að hífa og slakað þess í stað. Menn vissu ekki almennilega hvað var að ger-
ast, trúðu ekki að þetta gæti skeð.“ Með þessum orðum lýsti Garðar Gunnarsson 59
ára sjómaður frá Grundarfirði aðdraganda þess að Krossnes SH-308 sökk á sunnu-
dagsmorgun á Halamiðum. Hann er faðir Hafsteins skipstjóra á Krossnesinu. Garðar
komst ekki í gúmbjörgunarbát en var bjargað úr sjónum um borð í Sléttanes ÍS,
fótbrotnum og langt leiddum af kulda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð á sjúkra-
húsi fyrir um það bil einu ári. Morgunblaðið ræddi við Garðar á Landakotsspítala í gær.
„Við fórum upp í brú, komum þangað
allir nema tveir að því er ég best veit, og
fórum í flotgallana," sagði Garðar, „en þetta
gerðist svo snöggt að ég komst ekki almenni-
lega í gallann áður en báturinn valt alveg á
hliðina. Ég húrraði í sjóinn og þá lenti ein-
hver hlutur á fætinum á mér og braut hann.
Sjór komst inn í gallann. Ég náði ekki að
bjprgunarbátunum, var kominn alveg að
öðrum þeirra en þá flaut hann frá og fjar-
lægðist. Ég veit ekki hvað olli því, hvort það
var einhver ólga í sjónum meðan skipið var
að sökkva. Ég heyrði að þeir voru að kalla
í mig úr gúmmíbátnum og þeir hentu ábyggi-
lega línu í áttina að mér en ég náði henni
ekki.“
Garðar kvaðst ekki gera sér grein fyrir
tímanum sem leið meðan hann dvaldi í sjón-
um. Hann var spurður um hvað hann hefði
hugsað meðan hann beið þess sem verða
vildi. „Ég veit ekki almennilega, ætli maður
hugsi ekki mest um það að svamla og bíða
og sjá hvað setur,“ sagði Garðar. Hann
kvaðst hafa vitað af skipum skammt undan.
„Fyrst fór Guðbjörgin framhjá án þess að
taka eftir mér en skömmu síðar kom Slétta-
nesið. Það sigldi aðeins nær og þá lenti ég
í ljósgeislanum frá þeim. Ég var orðinn mjög
kaldur þegar þeir náðu mér um borð en í
sjónum hafði ég dofnað upp og gerði mér
ekki nákvæmlega grein fyrir því hvað þetta
stæði tæpt.“
Vissir þú strax að sonur þinn hefði komist
í bátinn?
„Nei, ég vissi ekkert um hann fyrr en ég
var kominn um borð í Sléttanesið og þeir
sögðu mér að hann væri kominn um borð í
Guðbjörgu."
Morgunblaðið/Þorkell
Garðar Gunnarsson í rúmi sínu á Landakoti í gær. Við rúmið sitja systir Garðars,
Sigrún Gunnarsdóttir, og frændi hans, Svanur Jóhannsson.
Garðar sagði að hins vegar hefði sér hlýn-
að fljótlega þegar þeir á Sléttanesinu hefðu
verið búnir að skera utan af honum flotgall-
ann og færa hann úr blautum fötum en
vefja hann þess í stað í sængur og teppi.
Frá Bolungarvík var hann fluttur á sjúkra-
hús en síðan rakleiðis með flugvél suður á
Landakot. Þar reiknar hann með að liggja
í nokkra daga. Hann hefur verið á Krossnes-
inu af og til í þijú ár en hann á að baki
áratugalangan feril sem sjómaður og skip-
stjóri. :
r