Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKEFTI/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 Viðskipti Tilboðsmarkaðar Kaupþings Hlutafélag Nafnverð Lægsta Meðal Hæsta Söluverð Aðlind hf. 248.000 1,04 1,040 1,04 257.920 Ehf. Alþýðubankans hf. 1.827.841 1,25 1,618 1,70 2.956.651 Ehf. Iðnaðarbankans hf. 1.855.950 1,62 2,210 2,47 4.102.541 Ehf. Verslunarbankans hf. 971.985 1,15 1,417 1,48 1.377.104 Eimskip hf. 861.147 4,50 5,550 5,85 4.779.121 Flugleiðir hf. 3.874.685 1,90 2,033 2,10 7.879.088 Grandi hf. 675.009 2,58 2,720 2,85 1.835.703 Hampiðjan hf. 50.000 1,65 1,688 1,84 84.400 Hlutabréfasjóðurinn hf. 901.475 1,55 1,680 1,71 1.514.170 Marel hf. 1.743.500 1,85 2,014 2,40 3.511.700 Olíufélagið hf. 708.000 4,50 4,840 5,50 3.426.700 Skagstrendingur hf. 232.838 4,50 4,857 4,90 1.130.906 Skeljungur hf. 224.600 5,40 5,404 5,45 1.213.665 Stöð 2 hf. 3.350.000 1,00 1,009 1,03 3.380.000 Sæplast hf. 363.593 6,80 7,035 7,40 2.557.865 Tollvörugeymslan hf. 898.524 1,15 1,279 1,30 1.149.498 Tölvusamskipti hf. 75.000 4,10 4,100 4,10 307.500 Útg. fél. Akureyringa hf. 1.780.376 4,20 4,604 4,95 8.197.594 SH verktakar hf. 300.000 1,00 1,000 1,00 300.000 SAMTALS 20.942.523 49.962.126 Hlutabréf Sala á tilboðsmarkaði Kaupþings 50 milljónir Útflutningsráð Ferð til Eystrasaltsríkjanna FULLTRUAR frá ólíkum sviðum íslensks viðskiptalífs munu fara í viðskiptaferð til Eystrasaltsríkjanna um miðjan mars næstkomandi fyrir tilstilli Utflutningsráðs Islands. Að sögn Maríu E. Ingvadóttur forstöðumanns erlendra samskipta Utflutningsráðs eru Eystrasalts- löndin kjörin til fjárfestinga þó arður muni ekki skila sér fyrr en eftir nokkur ár. María segir að líklega fari um 8-10 manns frá íslandi og vonast hún til að þeir sem fari hafi umboð til ganga til alvöru viðræðna og jafnvel samninga við fyrirtæki í þessum ríkjum. „Meðal þeirra sem fara eru full- trúar frá Pósti & síma sem hafa m.a. í hyggju að reyna að selja þangað hugbúnað og tækni. Einnig mun einn fulltrúi fara frá verkfræð- istofu sem hefur unnið hugbúnað tengdan símabúnaði og ýmsar aðrar hugbúnaðarlausnir. Þá er í athugun að þangað fari veitingamaður sem ásamt nokkrum iðnaðarmönnum hefur áhuga á að endurbyggja hót- el og reka það síðan,“ segir María. „Aðilar frá sjávarútveginum hér- lendis ættu að geta kannað margt í þessum löndum þar sem í Eystra- saltslöndunum vantar bæði þekk- ingu og hráefni honum tengdum. Þá hafa Eistlendingar sýnt áhuga á að kaupa lifandi sauðfé og ef til vill mun Búnaðarfélagið senda full- trúa þangað til að kanna markaðinn af alvöru. Ég hef einnig verið í sambandi við heilbrigðisgeiran en áhugi hefur verið frá Eystrasalts- ríkjunum um starfsþjálfun fyrir lækna og hjúkrunarfólk.“ María vill hvetja þá sem hafa áhuga á að kanna möguleika á við- skiptum við Eystrasaltsríkin að hafa samband við Útflutningsráð en ferðin mun taka um sjö til tíu daga. Aðspurð um hvort ekki fælist mikil áhætta í viðskiptum við Eystrasaltsríkin sagði María að svo væri. „Hins vegar eiga þessi ríki von á stuðningi frá öðrum ríkjum. Evrópubankinn í London var settur á fót til að lána í fjárfestingar í þessum löndum. Þá má einnig vænta aðstoðar frá Norræna fjár- festingabankanum. Bandaríkin munu veita fyrrum Sovétríkjum aðstoð og vonast Eýstrasaltsríkin til að fá hluta af henni. Hagkvæmt er að fjárfesta núna í þessum lönd- um en menn verða að gera sér grein fyrir því að líklega yrði þar um að ræða vöruskipti eða langtímafjár- festingu. ÍSLENSKIR véla- og tækjafram- leiðendur gætu orðið úti i kuldan- um ef ekki verður vel fylgst með þeim gæða- og öryggisstöðlum sem krafist verður í kjölfar Evr- ópsks efnahagssvæðis (EES). Þetta kemur meðal annars fram í Deiglunni, fréttabréfi Félags málmiðnaðarfyrirtækja. Sigur- bergur Björnsson verkfræðingur hjá Landssambandi iðnaðar- manna sagði í samtali að full ástæða væri til að íslenskir fram- leiðendur hæfust handa við að kynna sér hvaða kröfur verða gerðar um öryggi og gæði. Sigurbergur sagði að íslensk fyrir- tæki hefðu nokkuð svigrúm til aðlög- unar eða til ársloka 1994, en eftir þann tíma verður frámleiðslan að uppfylla þær kröfur sem settar eru fram í tilskipun EB um vélar. „Is- lenskir framleiðendur þurfa að kynna sér þessi atriði og fylgjast með þeim kröfum sem þarf að upp- fylla. Ef framleiðendur ætla að Verða samkeppnishæfír eftir 1994 verða bæði öryggis- og gæðamál að vera í lagi,“ sagði Sigurbergur. Upplýsingaöflun um kröfurnar sem gerðar verða eru þegar hafnar SALA á tilboðsmarkaði Kaup- þings fyrir hlutabréf frá því markaðurinn var á stofn um miðjan nóvember hefur numið alls um 50 milljónum króna. Mest viðskipti hafa átt sér stað með hlutabréf í Flugleiðum eða fyrir alls 3,9 milljónir að nafn- virði. Yegið meðaltal á gengi og hefur Sigurbergur á undanförn- um mánuði setið ráðstefnu og fundi erlendis um gæðamálefni og staðla. Hann hefur ritað skýrslur þar sem gefið er yfirlit yfir efni fundanna og sagði hann að haldinn yrði fund- ur með framleiðendum og í fram- haldi af því yrðu þeir hafðir með í ráðum um frekari aðgerðir, svo sem námskeið og fræðslufundi. VERSLUNARRÁÐ íslands efnir til morgunverðarfundar um einkavæðingu hjá Reykjavíkur- borg þar sem aðalspurningin verður hvort eitthvað sé að ge- rast í þeim efnum. Framsögumað- ur verður Markús Orn Antonson. Einnig munu Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi, Vilhelm Westman hótelstjóri, Víglundur Þorsteinsson bréfanna var 2,03 á þessu tíma- bili. Viðskiptin á tilboðsmark- aðnum hafa verið mjög róleg það sem af er árinu en heldur hefur lifnað yfir þeim nú í fe- brúar. Kaupþing hefur tekið saman yfirlit yfir verð og heildarfjárhæð- ir í viðskiptum með hlutabréf í einstökum félögum frá 1. nóvemb- er til 19. febrúar. Sambærilegar upplýsingar munu ekki hafa verið birtar áður yfir hlutabréfaviðskipti hjá verðbréfafyrirtækjunum. Á meðfylgjandi töflu sést hæsta og lægsta verð bréfanna á tímabil- inu svo og vegið meðaltal. Tilboðs- markaðurinn er opinn öllum þeim sem vilja kaupa og selja hlutabréf en lágmarksupphæð viðskipta er 200 þúsund krónur. Má nefna að önnur verðbréfafyrirtæki hafa í einhveijum mæli beint sínum við- skiptum inn á markaðinn. Af hálfu Kaupþings er á það bent að svo virðist sem enn sé nokkurt bil á milli hugmynda kaupenda og selj- enda um gengi hlutabréfa en með aukinni úpplýsingagjöf um við- skipti og gengi er búist við það fari minnkandi. forstjóri og Brynjólfur Bjarnason forstjóri segja álit sitt og reifa hu- myndir í tengslum við einkavæðingu fyrirtækja borgarinnar. Fundarstjóri verður Ragnar S. Halldórsson. Fundurinn hefst kl. 8.00 á morg- un, miðvikudag og verður honum lokið kl. 9.30. Þáttakendur eru beðn- ir um að skrá sig hjá Verslunarráði. cWseagate Seagate®er skrásett vörumerki Seagate Technology Inc. Harðir diskar fyrir Macintosh tölvur • 40% allra tölvudiska í heiminum eru framleiddir af Seagate • Viö seljum Seagate tölvudiska fyrir Macintosh í stæröum frá 84 MB upp í 1000 MB • Viö bjóöum verö sem ekki hafa þekkst áöur 25% kynningarafsláttur ST1239N 205 MB 63.114 Staðgreitt m/vsk (%‘Seagate SÍMI: 91- 627333 • FAX: 91- 628622 aco Traust og örugg þjónusta í 15 ár Iðnaður Véln- og tækjafram- leiðendur gætu lent úti íkuldanum Verslunarráð Einkavæðing hjá Reykjavíkurborg? EKKI FLEIRI SENDIFERÐIR EFTIR FRÍMERKJUM ALCATEL PÓSTSTIMPILVELIN AUÐVELD OG ÖRUGG I NOTKUN. NÁKVÆM BURÐARGJÖLD, ENGINN UMFRAMKOSTNAÐUR. HEFUR AUKASTIMPIL FYRIR NAFN FYRIRTÆKIS OG AUGLÝSINGAR. GREIÐIR FYRIR FLJÓTVIRKARI M EÐFERÐ PÓSTSENDINGA POSTUR NVTT TÆKI A MARKAÐNUM SKRIFSTOFUVÉLAR NÝBÝLAVEGI 16/SÍMI 641222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.