Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/LESBOK 50. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stríðið í Nagorno-Karabak: Reuter Rán og gripdeildir í Albaníu Albönsk kona er hér klyfjuð matvælum sem hún tók ófrjálsri hendi í vöruhúsi í borginni Lushnje, um 100 km suður af Tírana, höfuðborg Albaníu. Vöruhúsið sést brenna í baksýn. Vegna alvarlegs matar- skorts hefur mikið verið um innbrot í vöruhús og geymslur í Albaníu að undanförnu og matvælum stolið. í ránshópunum eru stundum mörg þúsund manns, aðallega konur og böm. Herinn og lögreglan fá lítt við ráðið. Hersveitum skipað að fara frá átakasvæðinu Reuter Sungið í kosningabaráttunni Imelda Marcos, ekkja Ferdinands Marcos, einræðisherra Filippseyja, syngur hér eftirlætis ástarsönginn sinn á fundi vegna komandi forseta- kosninga í landinu. Stuðningsmenn hennar eru augljóslega hrifnir af söngnum og mynda sigurmerki með fingrunum. Enginn lýsti tilræðinu á hendur sér í gær en Kenneth Baker innan- ríkisráðherra taldi fullvíst að írski lýðveldisherinn -hefði verið að verki. „Þetta er svívirðileg árás og hún sýnir að IRA-mönnum stendur al- gjörlega á sama um fórnarlömbin sem þeir kjósa að ráðast á — sak- lausa farþega og óbreytta borgara. Þeim er alveg sama hveija þeir ráð- ast á, særa eða drepa,“ sagði ráð- herrann. Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. HERMÖNNUM Samveldis sjálf- stæðra ríkja var fyrirskipað að fara frá Nagorno-Karabak í gær vegna harðnandi bardaga Azera og Armena í héraðinu. Jevgeníj Shaposhníkov, æðsti yf- irmaður herafla samveldisríkjanna, fyrirskipaði hermönnunum þetta eftir að gerðar höfðu verið árásir á herstöð þeirra í Stepanakert, höfuð- stað héraðsins. Fréttastofan Inter- fax sagði að hermönnum hefði ekki aðeins verið skipað að fara frá Nagomo-Karabak heldur einnig frá landamærum Armeníu og Az- erbajdzhans. Talsmaður varnarmálaráðuneyt- is Samveldisins sagði að Shaposhn- ' íkov hefði ennfremur gefið her- Lundúnir: 25 særast í sprengju- tiiræði í lestastöð Lundúnum. Keuter. 25 MANNS særðust er sprengja sprakk í lestastöð í miðborg Lund- úna í gærmorgun þegar fólk var á leið til vinnu sinnar. Lögregluyf- irvöld sögðu að írski lýðveldisherinn (IRA) hefði staðið fyrir tilræð- inu „í því augnamiði að drepa“. Sprengjan sprakk á salerni eins af brautarpöllum London Bridge- stöðvarinnar í þann mund sem lest var að nema staðar við hann. „Við stóðum á næsta palli þegar við heyrðum háværa sprengingu. Það voru glerbrot og reykur út um allt og hávaðinn í veinandi fólkinu var ógurlegur," sagði skólastúlka sem var í stöðinni. Lögregluyfirvöld sögðu að send hefði verið viðvömn um sprengjutil- ræðið á dulmáli til sjónvarpsstöðvar á Norður-írlandi en lögreglunni hefði ekki gefist nægur tími til að grípa til viðeigandi aðgerða. Lestasamgöngur lögðust niður í borginni eftir sprengjutilræðið og þúsundir manna í úthverfunum komust því ekki til vinnu sinnar á réttum tíma. Mikil bílaumferð var á götunum og ferðum strætisvagna var fjölgað. Um 120.000 manns fara um London Bridge-stöðina á degi hveijum. Heróín flæðir um A-Evrópu The Daily Telegraph. UPPTAKA heróíns, sem reynt hefur verið að smygla um Austur- Evrópu, hefur auídst um 50% frá því járntjaldið svokallaða féll, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna. Embættismennirnir segja að upp- takan hafi aukist úr fjórum tonnum árið 1988 í rúm sex tonn árið 1990. Um það bil tonn af heróíni var gert upptækt í Tékkóslóvakíu einni í fýrra. Áætlað hefur verið að einung- is um 10% eiturlyfjanna, sem smygl- að var um landið, hafi náðst. Talið er að árið 1988 hafi 65% heróíns í Vestur-Evrópu verið smygl- að um Tyrkland, Búlgaríu og Júgó- slavíu. Nú er hins vegar áætlað að árið 1990 hafi 80% heróínsins farið um Austur-Evrópu. mönnum fyrirmæli um strangari öryggisgæslu í öllum birgðastöðv- um og herstöðvum þar sem hergögn eru geymd. Ef Azerar og Armenar skiluðu ekki vopnum, sem þeir hafa náð af samveldishemum, yrði her- sveitum falið að finna og eyðileggja þau. Azerskir og armenskir embættis- menn sögðu að skæruliðar beggja fylkinganna hefðu þegar beitt há- þróuðum vopnum, árásarþyrlum og skriðdrekum frá samveldishernum í bardögunum. Skæmliðamir hefðu stolið stríðstólunum, keypt þau eða „þjóðnýtt". Talsmaður innanríkisráðuneytis- ins í Azerbajdzhan sagði að Armen- ar hefðu beitt árásarþyrlum af gerð- inni Mi-24 í árásum sínum á borg- ina Shusha, síðasta vígi Azera í Nagorno-Karabak. Fólk væri tekið að flýja borgina vegna nokkurra daga stórskotaárása Armena. Embættismenn í Azerbajdzhan sögðu að fótgangandi flóttamenn frá bænum Khojaly, sem Armenar náðu á sitt vald í vikunni, biðu nú dauða síns í snævi þöktu íjalla- skarði í grennd við bæinn. Ali Akbar Velayati, utanríkisráð- herra írans, ræddi við stjómvöld í Armeníu í gær og kvaðst ætla að halda áfram friðarumleitunum sín- um. Hann varð að hætta við fyrir- hugaða ferð sína til Nagomo-Kara- baks vegna bardaganna. Sameinuðu þjóðirnar: írakar hafna samvinnu um tortímingu Scud-verksmiðja Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÍRAKAR neituðu í gær að ganga að kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að þeir heimiluðu eftirlitsmönn- um samtakanna að eyðileggja verksmiðjur sem notaðar hafa verið til að framleiða Scud-eld- flaugar. Þeir lögðu til að málið yrði rætt þegar háttsettir íraskir embættismenn færu í heimsókn til höfuðstöðva Sam- einuðu þjóðanna í mars. Hefjast átti handa við að eyði- leggja verksmiðjumar á miðviku- dag en írökum var tvisvar gefínn sólarhrings frestur til að ganga að kröfu Sameinuðu þjóðanna. Rolf Ekeus, oddviti eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið falið að tortíma gjöreyðing- arvopnum Iraka, gaf Irökum loka- frest til klukkan 19 í gærkvöldi að ísl. tíma til að láta undan síga. Hann sagði að ef írakar höfnuðu samvinnu myndu eftirlitsmennim- ir fara frá írak og öryggisráðið taka ákvörðun um hugsanlegar refsiaðgerðir. Svar íraka kom fram í bréfi frá sendinefnd þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum til framkvæmdastjóra samtakanna. Thomas Pickering, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði blaðamönnum að hann hefði ekki lesið bréfíð en sér skildist að í því væm „sjö blaðsíður af ,-,neii““. Heimildarmenn innan Samein- uðu þjóðanna sögðust telja að rík- in fimmtán, sem eiga aðild að ör- yggisráðinu, myndu samþykkja harðorða yfírlýsmgu til að mót- mæla afstöðu íraka. Pickering sagði að Bandaríkjastjórn vildi að írösku embættismennimir kæmu tafarlaust til Sameinuðu þjóðanna. Öryggisráðið sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að það gæti haft „alvarlegar afleiðingar" fyrir ír- aka ef þeir fæm ekki eftir ályktun- um Sameinuðu þjóðanna um tor- tímingu gjöreyðingarvopna. Iraks- stjórn sendi samtökunum bréf í vikunni þar sem hún kvaðst ekki fallast á samvinnu í málinu nema þau afléttu viðskiptabanni á Iraka vegna innrásar þeirra í Kúveit í ágúst 1990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.