Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 27 y Svæðissamtök við Eystrasalt í burðarliðnum: Gæti þýtt að leiðir Islands og annarra Norðurlanda skildi - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að margt bendi til að Islendingar standi nú á tímamótum í utanrikismál- um. Vísbendingar séu um að tvær meginstoðir utanríkisstefn- unnar séu að molna, samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins og Norðurlandasamvinnan. Hvað hið síðamefnda varðar þá verði Norðurlönd önnur en ísland upptekin á næstunni af aðlög- un að Evrópubandalaginu og stofnun svæðissamtaka við Eystra- salt. Verið geti að þar með verði íslendingar viðskila við kjarn- ann í norrænu samstarfi. „Fyrir skömmu komu fram skiptar skoðanir, m.a. hér inna- lands, um það hvort Norður- landaráð ætti að bjóða Eystra- saltstríkin velkomin til þátttöku í Norðurlandaráði eða hafna því. Flestir voru þeirrar skoðunar að Norðurlandaráð ætti að varð- veita í óbreyttri mynd, það ætti ekki að veita Eystrasaltsríkjun- um viðtöku en hins vegar mætti koma á formlegum samstarfs- tengslum milli Norðurlandaráðs og ráðs Eystrasaltsríkjanna. Nú hafa þessi mál tekið aðra stefnu. Fyrir nokkrum mánuðum ráðg- uðust þeir saman utanríkisráð- herrar Danmerkur og Þýska- lands í Rostock í fyrrum Austur- Þýskalandi um samstarfsform ríkjanna við Eystrasalt í framtíð- inni. Niðurstaðan varð sú að þeir boða sameiginlega, Hans- Dietrich Genscher og Uffe Elle- mann-Jensen, til fundar í Kaup- mannahöfn þann 6. mars næst- komandi sem á að verða upp- hafsfundur að stofnun sérstaks Eystrasaltsráðs. Til þess fundar buðu þeir upphaflega Svíþjóð, Finnlandi, Rússlandi, Eystra- saltslöndunum þremur og Pól- landi auk gestgjafalandánna, Þýskalands og Danmerkur. Norðmenn munu hafa bak við tjöldin leitað eftir því að þeir yrðu með á þessum upphafsfundi og það varð niðurstaðan. Framtíðarskipan við Eystrasalt Þetta er nokkuð athyglisverð þróun. Það eru Evrópubanda- lagslöndin, Þýskaland og Dan- mörk, sem taka hér frumkvæðið. Þau stefna að því að koma á svæðissamtökum sem spanna Norðurlönd — nema ísland — og öll önnur riki norðan, austan og sunnan Eystrasalts. Það er ljóst af fundarboði og erindisbréfum þeirra félaga Genschers og Jens- ens að þeir hugsa þetta sem framtíðarskipan á þessu svæði. Horft til aldamóta og lengra verður þama í þeirra huga eins- konar undirsvæði innan Evrópu- bandalagsins. Þetta er því nokk- uð framsýn pólitík. Samstarfið er hugsað mjög víðtækt. Það tekur til efnahags- og atvinnumála, samgöngumála, umhverfismála og er í raun og veru galopið fyrir mjög víðtækri samvinnu á öllum sviðum, hugs- anlega jafnvel víðtækari en nú þekkist innan Norðurlandaráðs. Manni sýnist í fljótu bragði að þetta þýði út frá sjónarmiði nor- rænnar samvinnu hingað til að Norðurlönd verði fyrst og fremst upptekin af samningum sínum við Evrópubandalagið og sam- starfi sínu í framhaldi af því sem undirsvæði Evrópubandalags og svo af þessu svæðisskipulagi framtíðarinnar í kringum Eystrasaltið. Þetta gæti með öðrum orðum þýtt að Norður- landaráð og norræn samvinna eins og við þekkjum hana sé komin að leiðarlokum, að Eystra- saltsráðið og Evrópubandalags- aðildin taki þar raunverulega við og þeir tímar séu í nánd að það skilji leiðir Norðurlanda og ís- lands sem einangrist frá þessu samstarfi. Áheyrnaraðild hafnað Á seinasta ríkisstjórnarfundi lagði ég fram ítarleg gögn um þetta mál og þar fór fram um- ræða um það. Niðurstaðan varð sú að mér var falið að leita eftir því við fundarboðendur að ís- landi yrði veitt áheymaraðild á þessum fyrsta fundi. Rök okkar vora þau að þótt Island ætti ekki land að Eystrasalti þá vær- um við sem aðilar að norrænni samvinnu áhugasamir um að fylgjast með hvaða stefnu þessi þróun tæki. Ég átti því samtöl við utanríkisráðherra Noregs og Danmerkur. Okkar málaleitan fékk góðan stuðning hjá Thor- vald Stoltenberg, utanríkisráð- herra Norðmanna, en svör Uffe Ellemann-Jensens voru skýr og klár, þau voru „nei“. Rök hans voru þau að það samrýmdist ekki upphaflegu boðsbréfi fund- arboðenda. Einnig væri það svo að sum þeirra ríkja sem boðuð væru til upphafsfundarins hefðu lagt að fundarboðendum að út- víkka fundarboðið, þannig vildi Rússland að Hvíta-Rússland yrði með og Pólland að Tékkóslóvak- ía yrði með. Þessu hefðu fundar- boðendur hafnað og þar með gætu þeir ekki samþykkt aðrar boðflennur. Þetta þykir mér nokkuð athyglisvert. Ég geri ráð fyrir því að forsætisráðherra og umhyerfisráðherra sem munu tala í almennu umræðunum og um framtíð norrænnar samvinnu á væntanlegu Norðurlandaráðs- þingi í Helsinki taki þetta mál upp og veki athygli Norðurlanda þjóða annarra á því að þetta kunni að boða það að íslending- um verði ekki í framtíðinni til setunnar boðið í norrænu sam- starfi,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði engan vafa leika á því að sú staðreynd að Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, ávarpar Norðurlandaráðsþingið í næstu viku tengdist þessari þró- un. „Menn hafa orðað það svo í gamni og alvöru að sameinað Þýskaland sé hér að endurvekja Hansabandalagið frá fyrri tíð. Jón Baldvin Hannibalsson Þetta er þýskt framkvæði. Þetta er partur af austurpólitík hins nýja sameinaða Þýskalands og mér þætti ekki ósennilegt að Kohl vildi með nærveru sinni undirstrika að hér væri á ferð- inni þýskt frumkvæði sem tæki ekki einungis til Norðurlanda og Eystrasaltslanda heldur í fram- tíðinni einnig til Rússlands sjálfs. Þetta er því væntanlega nokkur pólitískur atburður." Jón Baldvin sagði að það væri auðvelt að sjá ýmsa sameigilega hagsmuni þeirra ríkja sem ætla að standa að nýja svæðissam- bandinu en örðugra að sjá hvaða sameiginlegu hagsmunir það væru að útiloka Island. „Nema þessi ríki vilji ekki að þetta fram- tíðarskipulag Eystrasaltsþjóða blandist inn í hið stærra svið sem er samstarf Bandaríkjanna og meginlandsþjóðanna í Atlants- hafsbandalaginu," sagði utanrík- isráðherra. Er hann var spurður hvort þau litu þá svo á að ísland væri fordyri Bandaríkjanna, svaraði hann: „Eða á amerísku áhrifasvæði." Tímamót í utanríkismálum Ennfremur sagði Jón Baldvin: „Þetta eitt með öðru er vísbend- ing um að við erum nú að nálg- ast viss tímamót í okkar utanrík- ispólitík. Sú stefna var mótuð upp úr stríði, ekki hvað síst að frumkvæði Bjarna Benedikts- sonar, að byggja öryggis- og samskiptastefnu íslands á nokkrum meginstoðum, annars- vegar varnarsamningum við Bandaríkin og aðildinni að Atl- antshafsbandalaginu og hins vegar á víðtæku samstarfi Norð- urlandaþjóðanna á alþjóðavett- vangi. Visbendingar eru um að þessar tvær meginstoðir séu nú að molna. Ef við lítum til Evrópu þá bendir allt til þess að innan fárra ára verði ísland eina ríkið innan Norðurlanda sem verði utan Evr- ópubandalagsins og þessa nýja svæðissambands Eystrasalts- þjóðanna, hinsvegar er þess að vænta að varnarsamtök Evrópu- bandalagsins, Vestur-Evrópu- bandalagið, muni á næstu árum taka í vaxandi mæli við því hlut- verki að samræma og skipu- leggja öryggi og varnarsamstarf meginlandsþjóðanna. Ef við lítum vestur um haf þá era þar mörg teikn á lofti sem benda til þess að þeim öflum í bandarískum stjórnmálum sem eru orðin uppgefin á að bera byrðar Evrópumanna í varnar- samstarfínu innan Atlantshafs- bandalagsins vaxi fískur um hrygg. Ameríka fyrst, er ekki bara slagorð. Þess sjást mörg merki innan bandaríska þingsins að þeirri skoðun vex fylgi. Bandaríkjamenn þurfa að huga meir að undirstöðum eigin efna- hagslífs. Þeir munu ekki taka því vel ef Evrópubandalagið eina ferðina enn bregður fæti fyrir GATT-samningana. Fari svo að frambjóðandi demókrata nái kjöri í forsetakosningunum á hausti næstkomandi getur það markað þáttaskil, þ.e.a.s leitt til þess að Bandaríkin stígi stærri skref í átt til einangrunarstefnu. Með öðram orðum: Það kann að vera að það togni á þeirri undir- stöðu Atlantshafsbandalagsins sem er varnarsamstarfið þvert yfir Atlantshaf. Sá tími kann að vera í nánd að Bandaríkin kalli heim leifarnar af bandarískum hersveitum á meginlandi Evrópu. Það myndi þá endanlega tákna endalok þess kerfis sem upp var komið eftir stríð. Spurningin er sú hvort það kunni einnig að kalla á breytingar á varnarsamn- ingi íslands og Bandaríkjanna og jafnvel leiða til þess að eftir- litsstöð Atlantshafsbandalagsins hér á landi gegni smám sarrian í framtíðinni veigalitlu eða jafn- vel málamyndahlutverki. Að lok- um yrði stóra spurningin þessi: Hvar ætla íslendingar að skipa sér í sveit með þjóðum í því fram- tíðarskipulagi sem verður til fýr- ir augum okkar á næstu árum? Við erum komin að vegamótum,“ sagði Jón Baldvin. Fríverslun við Bandaríkin og Kanada Utanríkisráðherra spáði því ennfremur að hér á landi yrði mikið rætt um það á næstunni hvort það væri okkur að meina- lausu að verða viðskila við kjarn- ann í Norðurlandasamstarfinu með þessum hætti sem áður greinir. Þær raddir kynnu að gerast háværari að íslendingar ættu að fylgja hinum Norður- landaþjóðunum sem nú hyggjast sækja sameiginlega um aðild að Evrópubandalaginu. Spurt yrði m.a. hvort okkur dygði að hafa samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði til þess að leysa við- skiptaleg vandamál okkar og Evrópubandalagsins og hvort við ættum að leitast eftir samsvar- andi fríverslunarsamningum við Bandaríkin og Kanada og nýta þannig með formlegum hætti sérstöðu okkar sem tengiliður Atlantshafssamstarfsins. Gæsiusveitir til Kambódíu ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti í gær með 15 sam- hljóða atkvæðum að senda 22.000 manna friðargæslusveitir til Kambódíu. Hefur stofnunin aldrei sent jafn fjölmennt gæslulið til við- sjárverðra svæða og verður verkefnið kostnaðarmeira en áður. í gæslulið- inu verða 15.900 hermenn, 3.600 borgaralegir lögreglumenn og 2.400 óbreyttir borgarar. Verður hlutverk sveitanna nánast að fara með stjórn landsins og er gert ráð fyrir að kostn- aður við úthald sveitanna nemi 1,9 milljörðum dollara, jafnvirði 115 milljarða ÍSK. Gert er ráð fyrir að fijálsar kosningar fari fram í landinu í maí á næsta ári, 1993. Felldu hermann í Líbanon ÍSRAELSKIR hermenn á eftirlitsferð í suðurhluta Líbanons í gær tóku líb- anskan hermann í misgripum fyrir óvinveittan skæruliða og felldu hann. ísraelsk yfirvöld sögðust harma at- burðinn en sögðu hermanninn hafa verið á ferð að nóttu til á svæði þar sem vitað er að skæraiðar hafast við. Uppreisn lýkur í Níger HERMENN í Afríkuríkinu Níger hafa risið upp gegn stjórnvöldum vegna ógreiddra launa og tekið ráða- menn í gíslingu. í gær létu þeir hins vegar forseta þingsins og innanríkis- ráðherra landsins láusa eftir að hafa fengið loforð um úrbætur en þeir eiga m.a. inni bónusgreiðslur sem þeim var heitið er þeir voru sendir til þátttöku _ í alþjóðahemum sem hratt innrás íraka í Kúveit. Talið var í gær að uppreisnin væri á enda og forsætisráðherranmn, Amadou Cheiffou, sem fór huldu höfði í þorpi einu í landinu miðju, ætti ekki lengur handtöku yfir höfði sér. —----» ♦ ♦---- Austur-Tímor: Refsað fyrir fjöldamorð Jakarta. Reuter. TALSMAÐUR herafla Indónesíu skýrði frá því á fimmtudag að sex háttsettum herforingjum hefði verið refsað fyrir fjöldamorð á óbreyttum borgurum á Austur- Tímor í nóvember. Þrír þeirra hefðu verið reknir úr hernum og hinir hætt störfum um stundar- sakir. Fjöldamorðin áttu sér stað þegar hermenn skutu á hóp syrgjenda í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, 12. nóvember. Sjónarvottar segja að 100 manns hafi beðið bana en samkvæmt rannsókn yfirvalda voru fórnarlömb- in helmingi færri. Stjómarerindrekar í Jakarta sögðu að herinn hefði refs- að mönnunum til að sefa reiði ríkja, sem hafa veitt Indónesum efnahags- aðstoð á undanförnum árum. „Við höfum lært mikla lexíu,“ sagði Edi Sudradjat, æðsti hershöfð- ingi Indónesíu, er hann skýrði frá ákvörðun hersins eftir að sérstök nefnd hafði rannsakað fjöldamorðin. Hann sagði að refsingarnar væru lið- ur í tilraunum heryfirvalda til að skapa meiri aga innan hersins. Áustur-Tímor var áður portúgölsk nýlenda og Indönesar réðust inn í landið árið 1975. Erlend ríki hafa ekki viðurkennt yfirráð þeirra yfír landinu. Fámennar sveitir skæruliða, sem berjast fyrir sjálfstæði Austur- Tímor, hafa hvað eftir annað gert árásir á indónesíska herinn. BILASYNING í DAG KL. 10 -14 Komiö og skoðið 1992 árgeröirnar af MAZDA ! RÆSIR HF SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVlK S.61 95 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.