Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 Mjólkárvirkjun: Mesta orkufram- leiðsla frá upphafi Bíldudal. FRAMLEIÐSLUMET var sett á síðasta ári hjá Mjólkárvirkjun. Orku- framleiðsla var 61,2 GW stundir, en árið áður 1990, voru framleidd- ar 57,8 GW stundir. Þetta er langmesta orkuframleiðsla í virkjun- inni frá upphafi en virkjunin var tekin í notkun árið 1958. Helgi Helgason stöðvarstjóri seg- ir þessu að þakka góð vatnsár og lítið um bilanir í stöðinni á síðasta ári. Helgi segir meðaltal mega- vatnsstunda á dag hafi verið 167 allt árið í fyrra en mest 192 stund- ir. „Árið í ár er mjög svo óvenju- legt. Það rigndi mikið í janúar, leys- ingar hafa verið óvenju miklar á þessum tíma árs, sem reyndar telst vera sá erfiðasti á ári hveiju hvað orkuframleiðslu varðar. En ég held að það sé of snemmt að segja til um hvort annað framleiðslumet verður sett í ár, það verður tíminn að leiða í ljós,“ sagði Helgi Helga- son að lokum í samtali við Morgun- blaðið. - R. Schmidt. Eitt verka írisar. Iris Friðriksdóttir sýn- ir í Gallerí einn einn ÍRIS Friðriksdóttir opnar sýn- ingu í Gallerí einn einn að Skóla- vörðustíg 4a, Reykjavík, í dag, laugardaginn 29. febrúar kl. 16.00. Þetta er hennar önnur einkasýn- ing en hún hélt sýningu í Nýlista- safninu á síðastliðnu ári. Einnig hefur hún tekið þátt í mörgum sam- sýningum m.a. í Svíþjóð, Hollandi og Þýskalandi. íris stundaði nám í Textíldeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1980-84 og fram- haidsnám í Maastricht í Hollandi 1984-86. Hún hefur ætíð notað þau efni sem hver hugmynd krefst en ekki einskorðað sig við neitt eitt efni. Á sýningunni í Gallerí einn einn er að finna ný verk verk unnin úr m.a. járni, hitaplötu, tvinna og sápu. Sýningin er opin daglega kl. 14.00-18.00 og henni lýkur 12. mars. Morgunblaðið/Grímur Á myndinni eru stúlkurnar 11 sem þátt taka í keppninni um fegurðardrottningu Vestmannaeyja 1992. Efsta röð til vinstri: Ólöf Viðfjörð Hreiðarsdóttir, 20 ára nemi, Guðrún Guðmundsdóttir, 20 ára nemi, Kristjana Ingólfsdóttir, 18 ára nemi og Anna Lára Guðjónsdóttir, 18 ára nemi. Miðröð frá vinstri: María Þórsdóttir, 20 ára nemi, Steinunn Jónatansdóttir, 18 ára neini, Hrefna Sigur- björg Jóhannsdóttir, 19 ára nemi og Ingibjörg Jónsdóttir 18 ára nemi. Neðsta röð frá vinstri: Hrönn Róbertsdóttir, 18 ára nemi, Brynja Jónsdóttir, 17 ára nemi og Lóa Hrund Sigurbjörnsdóttir 18 ára nemi. Fegurðardrottning Yest- mannaeyja krýnd 1 kvöld Vftstmanneviar. Vestmanneyjar. FEGURÐARDROTTNING Vestmannaeyja 1992 verður krýnd á miðnætti í kvöld í Samkomuhúsinu í Eyjum. 11 Eyjastúlkur taka þátt í keppninni og hafa þær staðið í ströngu undanfarnar vikur við undirbúning fyrir keppnina. Tískuvöruverslunin Flott og flipp- að hefur séð um framkvæmd keppninnar í Eyjum í samvinnu við Fegurðarsamkeppni íslands og Ragnheiður Borgþórsdóttir hefur séð um þjálfun stúlknanna. af Lýð Ægissyni og tileinkað keppninni í Eyjum. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar mun síðan leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Þátttakendur í fegurðarsam- keppninni koma fram í síðkjólum og á sundfötum og verður vinsæl- asta stúlkan valin úr hópi þeirra. Á miðnætti verða síðan Ljós- Ýmislegt verður á dagskrá keppniskvöldsins í Eyjum. Sam- komuhúsið opnar kl. 19.00 og þá verður boðið upp á fordrykk. Borðhald hefst kl. 20.00 þar sem borin verður fram þríréttuð mál- tíð. Arna Þorsteins mun síðan syngja nokkur lög og frumflutt verður lagið „Hún“ sem samið er myndafyrirsæta Vestmannaeyja og Fegurðardrottning Eyjanna 1992 krýndar. Dómnéfndin verður skipuð Ól- afi Laufdal, sem verður formaður, Esther Finnbogadóttur, Bryndísi Ólafsdóttur, Ernu Jóhannesdóttur og Arnfinni Friðrikssyni. Heiðar Jónsson snyrtir verður kynnir kvöldsins. Fegurðardrottning Vestmanna- eyja hlýtur margvísleg verðlaun. Utanlandsferð með Flugleiðum, fataúttekt, skó, máltíð á Holiday Inn, skartgripi, penna, íþróttavör- ur og margt fleira. Grímur. Rússnesk-íslenska verslunarfélagið hf. stofnað: Ætlunin að greiða fyrir við- skiptum og veita upplýsingar Jón Guðjónsson Jón Guðjóns- son fyrrver- andi skip- stjóri látinn JÓN Guðjónsson fyrrverandi skip- stjóri og útgerðarmaður lést á Vífilsstaðaspítala 25. febrúar síð- astliðinn á áttugasta aldursári. Jón fæddist 15. september 1912 á Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, son- ur Guðjóns Péturs Jónssonar sjó- manns og Sólveigar Þorleifsdóttur. Hann fór fyrst til sjós á 12. aldurs- ári. Hann tók próf í vélstjórn og síð- ar öðlaðist hann skipstjórnarréttindi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og stofnaði útgerðarfélagið Stíganda hf. á Ólafsfirði 1948. Hann rak það til ársins 1967. Hann lét smíða bát- ana Stíganda ÓF og Gunnólf ÓF og var lengst af skipstjóri á Stíganda. Jón bjó á Óiafsfirði árin 1963 til 1984, er hann fluttist til Reykjavík- ur. Eiginkona hans var Bára Arn- grímsdóttir, sem lést áríð 1990. Jón verður .jarðsunginn frá Bústaða- kirkju á þriðjudag klukkan 15. * Fyrrverandi yfirmaður APN á Is- landi stj órnarformaður félagsins STOFNAÐ hefur verið hlutafélag undir nafninu Rússnesk-íslenska verslunarfélagið hf. sem er ætlað greiða fyrir viðskiptum við Rússland og veita upplýsingar um viðskiptastofnanir og fyrirtæki í lýðveldinu. Stofnendur félagsins eru Vladímír Verbenko, fyrrver- andi yfirmaður Novosti fréttastofunnar á íslandi (APN), auk nokk- urra einstaklinga hérlendis. Verbenko er stjórnarformaður félags- ins en Sverrir Orn Sigurjónsson viðskiptafræðingur framkvæmda- stjóri. Verbenko hefur að eigin sögn fengið bæði dvalarleyfi og atvinnuleyfi á Islandi til að sinna störfum sínum fyrir félagið en hann þurfti að fá endurnýjað landvistarleyfi þegar fréttastofan var lögð niður í byrjun ársins. Að sögn Verbenkos standa von- ir til að félaginu muni takast að færa út kvíamar í framtíðinni og koma á viðskiptatengslum við fleiri ríki samveldisins. „Ég get fullyrt á grunvelli fimm ára reynslu minnar af alþjóðlegri frétt- amennsku að fyrir þá aðila sem hafa nægilegt hugrekki og við- skiptavit og eru skjótir til eru tækifærin til viðskipta við þessi lönd mjög mikil. Við munum gera okkar besta til að greiða fyrir því,“ sagði hann. • Sverrir sagði að félagið væri stofnað með það í huga að stuðla að viðskiptum við Rússland. Hann segist sjálfur hafa átt lítilsháttar viðskipti við Rússland en hafi fljót- lega rekið sig á hindranir vegna þess hve viðskiptavenjur og stjórn- kerfi landsins væri ólíkt því sem íslendingar þekktu. Því hefði verið valinn sá kostur að fá Verbenko til samstarfs en hann hefði mikla þekkingu á viðskiptavenjum og stjómkerfi Rússlands. Sverrir sagði að félagið væri komið vel á veg með nokkur verkefni. Verbenko sagði að þrátt fyrir viðskiptasamning íslands og Rúss- iands lægi framtíðin í beinum við- skiptum á milli fyrirtækja og stofnana innan landanna. Sagði hann að félagið ætti ekki aðeins að sinna milligöngu um viðskipti heldur veita upplýsingar á mörg- um sviðum varðandi markaðs- Vladímír Verbenko og Sverrir Örn Sigurjónsson. Morgunblaðið/RAX færslu, menningarsamskipti og fleira. „Mín hugmynd er að koma á fót félagi um norður- austur- samskipti sem tækju til fleiri landa en Rússlands og Islands,“ sagði hann. Kvaðst hann hafa varið nokkrum vikum í Danmörku þar sem hann hefði komist að raun um að frammámenn í viðskiptalíf- inu teldu skorta hlutlausar upplýs- ingar um Rússland. Sverrir sagði að félaginu væri fyrst í stað einkum ætlað að hafa milligöngu um viðskipti við Rúss- land og væri byggt upp með það í huga að ná að selja vörur til og frá landinu. Hann sagði að félaginu stæði til boða að hefja samstarf við stóra viðskiptaaðila í Rússlandi og væru þau mál í athugun. Þá væri í undir- búningi að hefja kynningu á þjón- ustu félagsins meðal íslenskra fyr- irtækja. Stofnhlutafé félagsins er 600 þúsund kr. og hefur það opnað skrifstofu í Ármúla 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.