Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 33 Nemendur syngja Nemendur úr Kársnesskóla syngja við undirleik nemenda úr Tónlist- arskóla Kópavogs. I tilefni af ári söngsins verður samvinna milli grunn- skólanna í Kópavogi og Tónlistarskóla Kópavogs fyrstu vikuna í mars. Þá munu nemendur syngja og spila saman. Á myndinni frá vinstri: Kristján Ottosson framkvæmdast. LAFÍ, Krist- ján Níelsen í stjórn LAFÍ, Jón Sigurjónsson yfirverkfr. Rb., Einar Þorsteinsson deildarst. lagnad. Rb., Valur Guðmundsson ritari LAFÍ, Jón Oskarsson yfirverkfr. VR, Gunnar Sigurðsson byggingarfulltrúi Rvk., Sigurður Grétar Guðmundsson varaformaður LAFI afhendir Hákoni Olafssyni forstjóra Rb. hina veglegu gjöf, Alan Mitchison verkfr. Rb., Hreinn Frímansson yfirverkfr. og formaður LAFÍ og Sæbjöm Kristjánsson tæknifr. Forsjá. M STJÓRN Lagnafélags íslands færði nýlega Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins liðlega 800.000 kr. að gjöf í tilefni stofnun- ar lagnadeildar við Rannsóknastofn- un byggingariðnaðarins. Formaður Lagnafélags íslands, Hreinn Frímannsson, verkfræð- ingur, rakti aðdraganda við lagna- deild við Rb. Hann lýsti því hvernig stjórn Lagnafélagsins vann að und- irbúningi'þess að sérstök lagnadeild yrði stofnuð við Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Hákon Ólafs- son forstjóri Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins þakkaði góða gjöf. Hann hvatti til þess að áfram yrði gott samstarf milli Lagnafélags- ins og Rb. Lagnadeild hefur nú starf- að við Rb. frá því apríl 1991. Hlut- verk deildarinnar er öðrum þræði að vera samnefnari þeirra fjölmörgu smáu hópa sem að lagnamálum starfa. (I'r frcttatilkynningu) Vélskóli Islands: Skrúfudagnrinn er í dag Úr vélasal skólans. ARLEGUR kynningar- og nem- endamótsdagur skólans, Skrúfu- dagurinn, verður haldinn hátíð- legur í dag, laugardaginn 29. febrúar, kl. 13.00-16.30 í Sjó- mannaskólahúsinu við Háteigs- veg. Þennan dag gefst væntanlegum nemendum og vandamönnum þeirra kostur á að kynnast nokkrum þátt- um skólastarfsins. Nemendur verða við störf í verklegum deildum skól- ans og veita þeir upplýsingar um kennslutækin og skýra gang þeirra. Auk þess halda þeir sýningu á kennslubókum og öðrum kennslu- gögnum. Bókasafn skólans verður opið en þar er mikið úrval af tækni- bókum og tímaritum sem tengjast vélstjórastarfinu. Ýmis fyrirtæki verða með sýningu á vélbúnaði og tækjum. Nemendur Vélskólans eru að búa sig undir hagnýt störf í þágu fram- leiðsluatvinnuvega þjóðarinnar og er því að vænta að marga, bæði yngir og eldri, fýsi að kynnast því með hvaða hætti þessi undirbúning- ur fer fram og hvernig búið er að nemendum. Skólinn telur mikilvægt að halda tengslum við fyrrverandi nemendur og álítur það vera til gagns og ánægu fyrir báða aðila. Kvenfélagið Keðjan Verður með kaffiveitingar í matsal Sjómannaskólans frá kl. 14.00. Að Skrúfudeginum standa þessir aðilar: Skólafélag Vélskól- ans, Kvenfélagið Keðjan, Vélstjóra- félag íslands og Vélskóli íslands. Grafarvogskirkja. Grafarvogssókn: Mesta fólksfjölg- unin í Grafarvogi SÓKNARBÖRNUM Grafarvogssóknar hefur fjölgað um þrjú þúsund og þrjú hundruð síðustu þrjú árin, eða yfir eitt þúsund á ári hverju. Nú þegar íbúar Iteykjavíkur eru orðnir eitt hundrað þúsund er ljóst að lang mesta fjölgunin hefur orðið í Grafarvogi en sú þróun mun halda áfram á næstu árum. Hin mikla fjölgun sóknarbarna ýtir mjög á það að söfnuðurinn eign- ist sína kirkju. Síðastliðið haust hófust framkvæmdir við Grafar- vogskirkju en framkvæmdum hefur miðað mjög vel áfram einkum vegna hagstæðs veðurfars á liðnum mánuðum. Það er von sóknarnefndar að starf á fyrstu hæð kirkjunnar geti hafist upp úr næstu áramótum. Til að það takist verður söfnuðurinn að lyfta grettistaki. LJóst er hve mikilvægt er að hin ytri aðstaða safnaðarins sé til staðar svo að safnaðarstarf sem er orðið svo fjöl- þætt í dag fái að blómgast. Sóknarbörn eru nú um sjö þús- und. Ef fjclgun sóknarbarna verður eins og áætlanir sýna, verður sókn- in innan tíðar fjölmennasta sókn landsins. Slík fjölgun kallar á að kirkjubyggingunni verði hraðað sem kostur er. Á næstunni mun sóknarnefnd leita til safnaðarfólks og fyrirtækja í sókninni um aðstoð, það verður gert með hækkandi sól að lokum páskum, þegar að von og gjöf pásk- anna skapar á meðal okkar bjart- sýni og trú á lífið sem sigraði dauð- ann í Jesú Kristi. Vigfús Þór Árnason SUÁJ jarlínn •VE/TINGASTOFA- SPRENCISANDI F ALLE Fimmta kynslóðin af Civic hefur litið dagsins Ijós. Við fyrstu kynni vekja glæsilegar línurnar athygli, nánari kynni upplýsa um tækni- lega kosti og yfirburðahönnun. Civic árgerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar eru veittar í sfma 68 99 00 Verð frá: 969.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. ■'Mr ■ FÉLAGIÐ Heimsljós, Krip- alujóga á Islandi flytur í nýtt húsnæði í Skeifunni 19, 2. hæð 2. mars nk. Starfsemin verður í tengslum við líkamsræktarstöðin World class. Heimsljós stendur fyrir jógatímum svo og ýmiss kon- ar námskeiðum. Næsta byijenda- námskeið í jóga hefst um miðjan mars. Sunnudaginn 8. mars verður opið hús frá kl. 14-16 þar sem starfsemi félagsins verður kynnt. Þeim sem hafa áhuga á að kynn- ast Kripalujóga er einnig boðið endurgjaldslaust í jógatíma vikuna 9.-14. mars. (Fréttatilkynning) ■ SIGRÍÐUR Lillý Baldurs- dóttir eðlisfræðingur veltir upp spurningum um vísindi og leitar svara í laugardagskaffi Kvenna- listans, í dag, 29. febrúar. Hún fjallar um hvort vísindi séu einka- svið karla, hvort þau lúta eigin lög- málum eða eru í stöðugri víxlverkun við samfélagið, hvort það skipti máli hvort vísindamaðurinn er karl eða kona og hvers vegna vísindin séu jafn lokuð fyrir áhrifum kvenna og raun ber vitni. Laugardagskaffið hefst kl. 11.00. Aðgangur er ókeyp- is. ■ SAMFÉS, samtök félagsmið- stöðva, stendur fyrir dansleik í Hinu húsinu, 3. mars kl. 21.00- 1.00. Ný dönsk mun flytja létt lög og eins verða óvæntar uppákomur. Þessi dansleikur er fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk og eru miðar einungis seldir í félagsmiðstöðvum. Barnaboxin vinsælu m/hamborgara, frönskum og kók ásamt ofurjarlablöðrum og sælgæti kr. 480,- •• FJOLSKYLDUHATIÐ hjá Jarlinum laugardag og sunnudag Safaríkar nautagrillsteikur m/meðlæti og eftirrétti samkvæmt vali kr. 790,- BESTU KAUPIN í STEIKUM i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.