Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 41 Minning: Þórdís Guðjóns- dóttir frá Eskifirði dætur og þrjá syni, allt myndarfólk, sem hafa stutt foreldra sína í hví- vetna svo að vakið hefur aðdáun okkar. Ungur að árum fór Pálmi til sjós og varð togarakarl í mörg ár eins og svo margur ungur maður í þá daga. Þær voru margar minningarn- ar frá þessum sjómennskudögum sem Pálmi hafði á takteinum þegar riíjuð var upp gömul tíð á góðum stundum. Fyrstu kynni okkar Pálma voru á þá leið að ég fór heim að Hjálms- stöðum til að ræða við hann um leyfi til þess að fara fram troðninga við skurði í Hjálmsstaðamýri til að auðvelda mér að komast í ármótin í Laugarvatni til veiða, var það auð- fengið. Síðar frétti ég, að ekki aðeins hafði hann gefið mér leyfið, heldur brá hann iðulega kíki á loft til að fylgjast með mér þegar hann vissi af mér á árbakkanum og í mýrinni. Hér var fyrir að fara hugulsemi sem var svo rík í hans fari. Hann vildi fylgjast með því að ef ég lenti í vandræðum í mýrinni, sem var ekki alltaf auðfarin, ætlaði hann að gera ráðstafanir til þess að ég fengi að- stoð. Þessi kynni urðu svo til þess að Pálmi fór af og til með í veiðiferðir í Ósinn. Síðar þegar Pálmi hætti búskap fór þessum ferðum fjölg- andi. Oft var lítið um veiði, stundum í soðið fyrir annan en ekki hinn, þá tók Pálmi ekki annað í mál en að ég fengi veiðina þann daginn. Hann sagði að það leyndist kannski uggi í frystikistunni og það nægði fyrir þau. Stundum settumst við á þúfu og var þá stöku sinnum peli með í malnum. Örlítil btjóstbirta í dásam- legu umhverfi og góðum félagsskap skapaði þá stemmningu sem aldrei gleymist. Við ræddum málefni dags- ins eða rifjuðum upp minningar frá þeim tíma er við ekki þekktumst, bárum saman lífshlaup okkar og meðal annars minnist ég þess að Við glöddumst yfir því þama í kyrrð- inni, hversu heppnir við hefðum verið með maka og að þær skyldu einnig eiga svo margt ánægjulegt saman. Laugardalurinn verður ekki sam- ur eftir að bændahöfðinginn er fall- inn frá. Niðurinn í ánni breytist, kvöldstundimar verða öðruvísi eftir I að ein röddin er hljóðnuð, en frá okkur tekur enginn minningarnar, minningar um góðan dreng. Þegar við hjónin höldum í dalinn í vor, verður vafalaust komið við á Hjálmsstöðum og heilsað upp á Ragnheiði og haldið áfram að rækta vinskapinn. Hún, við og fjöldi ann- arra geta glaðst yfir því að þótt höfðinginn sé farinn yfir móðuna miklu eru sjóðir minninganna óþijótandi og í þá sækjum við þar til við fömm til móts við hann í öðmm heimi. Innilegustu samúðarkveðjur til þín, Ragnheiður, og fjölskyldu þinn- ar, megi góður Guð hugga ykkur í harmi. Ragnhildur og Sigurður Eyjólfsson. Mig langar að minnast látins föð- urbróður míns og vinar, Pálma | Pálssonar frá Hjálmsstöðum. Pálmi Pálsson fæddist að Hjálms- stöðum í Laugardal 6. júní 1911 og var því á áttugasta og fyrsta aldurs- ári þegar hann lést að heimili sínu. Pálmi hafði lengst af verið heilsu- hraustur en þó hafði hann fundið fyrir hjartakveisu síðustu árin sem síðan leiddi hann burt úr hans jarð- neska lífi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja á sumrin að Hjálmsstöð- um. Þá hélt ég til hjá Andrési og Dísu systkinum Pálma, en þeir bræður bjuggu tvíbýli að Hjálms- stöðum. Pálmi var þægilegur maður í umgengni. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Skemmtilegur var hann og alltaf var gaman að spjalla við Pálma enda var hann vel að sér á flestum sviðum. Pálmi var gamansamur og léttlyndur og einn af þeim mönnum sem átti gott með að eyða hinu svo- kallaða kynslóðabili, en maður fann aldrei að hann væri deginum eldri en maður sjálfur. Ekki var ég sá eini sem hafði þetta álit á Pálma enda var oft gestkvæmt á „vestur- bænum“ og þau hjón voru alltaf höfðingjar heim að sækja. Pálmi var hugmaður til verka. Það var sjaldan sem hann sat auðum höndum og í rigningartíð um sláttinn var Pálmi oft iðandi í skinninu eftir því að geta hafist handa við heyskapinn. Það var gott fyrir ungling að eyða sumrum á Hjálmsstöðum með því góða fólki sem þar bjó og á ég Pálma mikið að þakka fyrir allar samveru- stundir okkar. Eftir alla daga kemur nótt og nú er nóttin komin í lífi Pálma. Það er gangur lífsins. Þó á ætíð eftir að vera birta yfír þeirri minningu sem lifír í huga mér um Pálma. Ævi Pálma var glæsileg. Hann kom upp stórri fjölskyldu með sinni konu, ræktaði upp jörð sína með miklum dugnaði en Hjálmsstaðir höfðu alla tíð sérlega sterk ítök í Pálma. Hann getur horft stoltur yfir liðinn dag. Ég votta Ragnheiði eftirlifandi eiginkonu Pálma og fjölskyldunni alla mína dýpstu samúð og bið guð að styrkja þau í sorg sinni. Stefán Eyjólfsson. í dag verður jarðsettur Pálmi Pálsson bóndi frá Hjálmsstöðum í Laugardal. Ég kynntist Pálma þegar ég gerð- ist snúningastrákur hjá Andrési bróður Pálma, þegar ég var ellefu ára eða árið 1960. Þau kynni eru mér mjög minnisstæð þar sem Pálmi var sterkur persónuleiki. Pálmi kunni vel við sig innan um ungt fólk og talaði við mig sem fullorðinn frá fyrstu tíð um landsins gagn og nauðsynjar þótt ekki værum við sama sinnis í stjórnmálum. Á seinni árum gekk Pálmi ekki heill til skógar, en hann lét lítið á því bera og var ávallt á ferðinni. Síðastliðið sumar þegar ég var í heimsókn að Hjálmsstöðum hjálpaði ég til dagstund við hirðingu. Ég undraðist styrk Pálma, en hann tók á móti heyböggum frá mér á færi- bandið. Átökin virtust engin áhrif hafa á áttræðan manninn, en ég var nokkuð þrekaður eftirá. Ég mun alla tíð minnast Pálma með hlýhug og söknuði þar sem hann hafði þann persónuleika til að bera sem er mjög sjaldgæfur í dag. Ég færi þér Ranka, öllum börnum og bamabörnum og ættingjum inni- legar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Steinn Halldórsson. Fleiri minningargreinar um Pálma Pálsson bíða birtingar og munu birtast næstu daga Laugardaginn 22. febrúar sl. lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað Þórdís Guðjónsdóttir frá Eskifirði. Nú þegar lífshlaup þessarar góðu konu er á enda, langar mig a$ minnast hennar í nokkrum orð- um. Dísa var hún kölluð af þeim sem henni kynntust, og mun ég nota það nafn, þar sem ég tel mig einn þeirra, enda er nafnið fallegt og við hæfi. Hún fæddist 10. september 1903 að Kolmúla við Fáskrúðs- fjörð. Þar ólst hún upp hjá foreldr- um sínum sem þar bjuggu, þeim Guðjóni Jónssyni bónda þar og Kristínu Jónsdóttur konu hans. Guðjón var sonur þess kunna skálds^ ritstjóra og alþingismanns Jóns Olafssonar (hálfbróður Páls Ólafssonar skálds) og Halldóru Guðjónsdóttur frá Helgustöðum við Reyðarfjörð. Kristín móðir Dísu var dóttir Jóns Jónssonar sjómanns og bónda á Vatnsleysuströnd og Kristínar Jónsdóttur, sem síðar fluttu til Fáskrúðsfjarðar. Sjö ára að aldri flutti Dísa með fjölskyldu sinni frá Kaldalæk við Vattarnes til Eskifjarðar, þar sem hún bjó upp frá því. Systkinin urðu níu. Á þeim árum var lífsbaráttan hörð, og er auð- skilið að erfitt hefur verið að fram- fleyta svo stórri fjölskyldu. Af þeim ástæðum, sem algengar voru í þá daga, var hún send í vist, aðeins sjö ára gömul. Segja má að upp frá því hafí Dísa unnið fyrir sér að mestu. Þetta þætti harkalegt nú á tímum trygginga og velferð- arkerfa, en samt var það eðlilegt og algengt í þá daga. Þessi minningargrein á ekki að vera neinn harmagrátur yfir kjör- um hennar í æsku, heldur upprifjun staðreynda sem ber að geta þegar reynt er að rekja æviþræði henn- ar. Enda voru býsna margir sem við lík kjör ólust upp á þeim tím- um, og síðust allra hefði Dísa ver- ið til að kvarta. Eins og áður er getið urðu systk- inin níu. Auk Dísu voru þau Guðný Þorbjörg, Kristín Tryggvína, Guð- rún Jónína Halldóra, Oddný Vil- borg, Jón Kristinn, Jón Ólafsson, Jóhann Halldór og Ólöf Björg. Ölí eru þau nú látin. Fremur ung að árum, eða árið 1920, stofnaði Dísa heimili með miklum ágætis- og geðprýðis- manni, Sófusi Oddi Eyjólfssyni sjó- manni, sem var Eskfirðingur að uppruna, f. 20. janúar 1892. Sú sambúð hélst með miklum ágætum þar til hann lést 21. september 1971. Sófusar er enn minnst með hlýhug af þeim er hann þekktu, og er undirritaður þar í hópi. Böm þeirra urðu fjögur: María Kristín, f. 29 júní 1923, d. 7. maí 1956. Friðrik, f. 10. júní 1927, búsettur í Reykjavík, kvæntur Ingunni Björgvinsdóttur. Svava, f. 3. mars 1934, búsett á Seyðisfirði, gift undirrituðum, og Hákon Viðar, f. 31. mars 1936, búsettur á Eski- firði, kvæntur Sigrúnu Valgeirs- dóttur. Barnabörnin eru 12 en barna- barnabörnin 19 á þessum vendi- punkti. Alla sína ævi var Dísa sístarf- andi. Hún var gefin fyrir margs- konar föndur og sauma, sem reyndar veitti ekki af á þeim árum sem börnin voru að vaxa úr grasi. Jafnframt heimilisstörfunum og uppeldi barnanna vann hún utan heimilisins, svo sem við saltfisk- verkun o.fl. sem laut að sjávarafla. Oft hefur vinnudagur hennar því verið langur. (Nú get ég ekki setið á mér að bæta aftan við síðustu setningu): Eins og því miður er enn hjá þorra kvenna hér á landi, þar sem þær vinna fyllilega tvenn störf: Heimilishald og fullan vinnu- dag á almennum vinnumarkaði. Dísa var alla sína ævi sérlega heilsuhraust, og vann fullan vinnudag í Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar fram undir áttræðisald- ur. Þegar hún um áttrætt hætti að vinna úti, man ég ekki betur en að hún hefði á orði að sér fyndist óþarfí að hætta vinnu svo ung. Hún var ávallt létt í lund, enda vinsæl af þeim sem hana þekktu og umgengust. Þó var hún föst á sínum skoðunum, og þýddi ekkert að ætla að breyta þeim með ný- tísku töfraformúlum. Hún var ljóð- elsk, og hafði ævinlega ljóðabók innan seilingar. Með ungu fólki undi Dísa sér mjög vel, ekki síst á vinnustöðum, enda naut hún virðingar þess, bæði vegna sinnar léttu lundar og ekki síst fyrir að taka alltaf mál- stað þess þegar á það var hallað. Þegar ég lít til baka minnist ég þess að þegar fullorðna fólkið var með aðfinnslur í garð hinna yngri, átti Dísa til með að segja: „Þetta. er ósköp eðlilegt og sjálfsagt, og væri ég á sama aldri og það er núna, myndi ég gera hið sama.“ Áberandi þáttur í fari hennar var hve annt hún lét sér um allt sitt skyldfólk og tengdafólk. Það brást ekki þegar fundum bar sam- an, hvort sem það var augliti til auglitis eða í síma, þá spurði hún frétta af börnum, barnabörnum og barnabamabörnum. Enginn gleymdist, og hafði hún allt „á hreinu“ með afmælisdaga í „stór- fjölskyldunni". Enda var hún gjaf- mild með afbrigðum. Tveimur dög- um fyrir andlátið, þegar dóttir hennar átti símtal við hana, gleymdi „mín“ ekki að biðja fyrir kveðjur til allra. Ekki var það vegna þess að hún væri „á för- um“, heldur vegna þess sem áður er að vikið: Umhyggju. Svo þverstæðukennt sem það kann að hljóma, þá fannst mér Dísa stundum vera heiðarleg „úr hófi fram“. Þar á ég við, að aldrei datt henni í hug að taka við - eða til sín það sem henni fannst hún ekki hafa fyllilega unnið fyrir, eða þurfa á að halda. Hygg ég að ýmsir þættir í velferðarkerfi okkar væru styrkari nú, ef allir hefðu lík- an þankagang. Sannarlega hafði hún bætandi áhrif á þá sem hún umgekkst. Hún var gestur hér á „Hótel Jörð“ og greiddi meira en fyrir þá dvöl. Hún þurfti ekki að kvíða fyrir reikningi þeim sem að henni var réttur í lok dvalarinnar. Hún var „kvitt“, og nokkru betur. Hún hefur nú kvatt okkur, þó ekki södd lífdaga, því svo lífsglöð og jákvæð var hún til lífsins. Samt ■ vitum við sem hana þekktum, að hún var viðbúin. Dísa var trúuð kona, og var ekki í nokkrum vafa um hvað henn- ar biði er hún tæki land hinum megin við móðuna miklu. Hún vissi að: Þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti. Að leiðarlokum þökkum við samfylgd góðrar móður, tengda- móður, ömmu og langömmu og biðjum henni blessunar á eilífðar- brautinni. Útför Dísu verður gerð frá Eski- fjarðarkirkju í dag, 29. febrúar. Jóhann B. Sveinbjörnsson. /ICCORD ’92 Verð frá: 1.548.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vamagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00- 15:00. Nánari upplýsingár í síma 68 99 00 a 0 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.