Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 45 Dr. Jón Sigtryggs- son - Kveðjuorð Góður lærifaðir, samkennari og vinur hefur kvatt þetta líf. Dr. Jón Sigtryggsson prófessor emeritus, lést að kvöldi þriðjudagsins 11. fe- brúar sl. á áttugasta og fjórða aldursári. Með honum er genginn merkur forustumaður í tannlækn- ingum og faðir tannlæknakennslu á Islandi. Eg heyrði um andlát Jóns á leiðinni til útlanda á tannlæknaþing og náði heim rétt í tæka tíð sl. föstu- dag til að fá að ganga með honum síðasta spölinn og kveðja þennan brautryðjanda í menntun tannlækna og forvera minn í starfi. En að heilsast og kveðjast er lífs- ins saga. Fundum okkar bar fyrst saman fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi, þegar ég sá hann fyrst, lágvaxinn í að því er virtist álltof stórum regn- galla, ganga inn á tannlæknadeild- ina. Koma síðan út af kennarastof- unni grannvaxinn og veiklulegan í hvítum slopp og fráreimuðum sand- ölum með bók undir hendinni. Nem- endurnir fylgdu honum eftir göngum Landspítalans að kennslustofunni. Göngulagið var sérstakt. Hann gekk hægt, var dálítið innskeifur og eins og hann rétt eins og hann rétt lyfti fótunum á milli skrefa, meðan lausar sandalaólarnar sveifluðust til og frá. Mér fannst stundum að hann hlyti að stíga á þær. En þetta tókst eins og reyndar allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Hann byrjaði að tala með lágri röddu, kíkti á nemend- urna yfir gleraugun og ræskti sig öðru hvoru og vætti varirnar. Það var greinilegt að þarna fór maður sem nemendur báru mikla virðingu fyrir. Hann var líka aldrei kallaður annað en „prófessor Jón“ eða bara „prófessorinn," þegar um hann var talað, jafnvel eftir að fleiri prófessor- ar voru ráðnir að tannlæknadeild. Prófessor Jón Sigtryggsson fædd- ist 10. apríl 1908 á Akureyri, þar sem hann lauk almennri skólagöngu og varð stúdent frá MA 1931. Hann var hámenntaður í sínu fagi, bæði læknir og tannlæknir, cand. med. frá læknadeild Háskóla íslands árið 1937 og cand. odont frá tannlækna- háskólanum í Kaupmannahöfn 1939. Prófessor Jón vann við tannlækn- ingar í Kaupmannahöfn þegar heimsstyijöldin síðari braust út. Hann komst heim með Esju í hinni frægu Petsamóferð skipsins. Pró- fessor Jón stundaði lítið almennar lækningar, en lauk kandidatstíma sínum á sjúkrahúsum hér heima og í Danmörku. Almennt lækningaleyfi hlaut hann árið 1941 og opnaði tann- lækningastofu sína sama ár. Arið 1941 voru einnig samþykkt lög hér á landi um kennslu í tann- lækningum við læknadeild Háskóla íslands. Var það gert að frumkvæði Vilmundar Jónssonar landlæknis, en hann hafði vegna áhuga síns á mál- efninu einnig hvatt prófessor Jón til að afla sér framhaldsmenntunar í tannlækningum að læknanáminu loknu. Sjálfsagt hefur heimsstyijöldin orsakað það að ekki var unnt að heíja tannlæknakennsluna strax. Fyrsti kennsludagur mun hafa verið 31. janúar 1945 í nýinnréttuðu hús- næði á efstu hæð í aðalbyggingu Háskólans. Jón Sigtryggsson hafði þá verið skipaður dósent í tannlækn- isfræði haustið áður en hann hækk- aði í stöðu prófessors árið 1950. í upphafi voru fastir kennarar einung- is tveir, en auk prófessors Jóns kenndi einn tannsmiður. Hvíldi því öll fræðileg og klínísk kennsla á herðum þessa eina manns, auk allra stjórnunarstarfa vegna deildarinnar. Var svo í mörg ár og ekki fyrr en 1959 að veruleg breyting varð þar á. Arið 1972 er tannlæknadeildin varð sjálfstæð deild innan Háskólans var Jón kjörinn fyrsti deildarforset- inn. Kynni mín af prófessor Jóni, fyrst sem nemandi og síðar sem samstarfsmaður, voru mér einstak- lega ánægjuleg og lærdómsrík. Hann var prúðmenni, laus við hroka og yfirborðsmennsku, hæglátur og hæverskur, en samt langt frá því að vera skaplaus. Hann hafði skoðun á flestum málum, var stefnufastur og ákveðinn ef því var að skipta. Hann fiutti mál sitt af hógværð og kurteisi og skaut oft inn orði þegar við átti og hitti þá betur í mark en þeir sem hærra höfðu. En það var líka stutt í glettnina, það reyndum við oft á kennarastofunni. Og gam- Minning: Jóhann Jónsson Fæddur 23. mars 1902 Dáinn 19. febrúar 1992 Nú er Hanni dáinn! Jóhann Jóns- son, eins og Hanni hét fullu nafni var fæddur í Blesahrauni 23. mars árið 1902. Foreldrar hans voru hjón- in Jón Jónsson og Jóhanna Jónsdótt- ir og átti Hanni fimm systur sem upp komust. Fram undir 1930 var hann hjá foreldrum sínum í Blesa- hrauni en gerðist þá vinnumaður í Seglbúðum hjá Helga Jónssyni og konu hans Gyðríði Pálsdóttur. Þar var Hanni til ársins 1956 þegar hann flutti að Eystri-Dalbæ til Sigríðar Jónsdóttur sem þar bjó. Árið 1975 hætta þau búskap sökum aldurs, og Hanni gerðist aftur vinnumaður í Seglbúðum að þessu sinni hjá Jóni Helgasyni og Guðrúnu Þorkelsdótt- ur. Þar byrjuðu samskipti okkar Hanna og langar mig hér í nokkrum orðum að rifja upp minningar tengd- ar þeim. Eg man vel þegar Hanni kom til okkar á heimilið. Stóri beddinn hans var fluttur inn í eitt herbergið og lítill telpuangi horfði stórum augum á. Á eftir rúminu komu svo heljar stór maður í enn stærri lopapeysu. Þar var ekki laust við að krakkinn væri svolítið smeykur í fyrstu. Það fór þó fljótt því Hanni sýndi fljótt hvílíkt góðmenni hann var. Stelpan skaust stundum inn í herbergið til hans og þá sat gamli maðurinn á beddanum sínum og tók vel á móti forvitnum krakka. Vísurnar og rím- urnar sem Hanni fór með verða öll- um sem hann þekktu ógleymanlegur þáttur í fari hans. Hanni hafði með- al annarra Ijóðskálda mikið dálæti á Bólu-Hjálmari og fór oft með kveð- skap eftir hann. Stundum í þessum heimsóknum var kannski boðið í nefið eða spurt: „Viltu koma í 1 krumlu?“ „Já, já,“ og krakkinn ham- aðist og togaði og datt á endanum á bossann. Þá var karli skemmt. I Hanni var mjög iðinn og fann sér alltaf eitthvað til að laga og bæta. Hann var gríðarlega sterkur og það var aðdáunarvert hversu vel var frá öllu gengið. Gaddavírinn í girðingun- um svo strekktur að haggaðist ekki, og þá var ekkert verið að brúka dráttarvélar. Eitt af því sem ég dáð- ist oft að og reyndi ótal sinnum að líkja eftir, var þegar Hanni fléttaði eitt af þeim ótal reipum, taumum og gjörðum sem hann vann að yfir vetrartímann. Til þess notaði hann baggabönd og leysti karl alla hnúta sem á böndunum voru. „Af hverju klippirðu ekki bara?“ spurði stelpan. „Það má nota hnútana líka,“ sagði Hanni. Dýrin voru þó það sem allt snérist um enda var smalamennska og umhirða sauðfjár hans ævistarf. Hanni var mjög laginn við dýrin og fór sérstaklega vel að hrossum. „Sko, svona áttu að klappa þeim. Þú verður að koma fast við þá.“ „Já“, sagði stelpan og reyndi að gera eins. Já, Hanni vissi mönnum betur hvernig átti að umgangast dýrin. Hanni var einnig góður smali og samviskusamur. Fjallkóngur var hann í yfir 3 ára- tugi og þar sýndu sig ótvírætt hæfi- leikar Hanna og hann naut sín vel. Upprekstrarlöndin voru auk þess í grennd við hans eigin bernskuslóðir í Blesahrauni svo að Hanni þekkti vel og hafði sterkar tilfinningar til heiðalandanna. Hanni fór svo frá Seglbúðum 1982 og flutti í íbúð fyr- ir aldraðar á Kirkjubæjarklaustri og svo seinna á dvalarheimilið Heið- arbæ þar sem hann naut ævikvölds- ins í höndum góðs fólks. Ég vil enda þessar línur á því að minnast Hanna með einu af ljóðunum sem hann fór svo oft með fyrir okkur krakkana og lýsir honum sjálfsagt betur en mörg orð. Vorið góða, grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn. Allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastarsöngur. Eins mig fýsir alltaf þó, aftur að fara í göngur. (Jónas Hallgrímsson.) Helga Jónsdóttir. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim, er heiðruðu minningu séra ÁRELÍUSAR NÍELSSONAR, sem jarðsettur var 15 febrúar sl. Þórður Bjarkar Árelíusson, María Bjarkar Árelíusdóttir, Steinar Berg Björnsson, Rögnvaldur Bjarkar Árelíusson, Sæmundur Bjarkar Árelíusson, Hildur Jónsdóttir, Ingvar Bjarkar Árelíusson, Sheila Árelíusson, Inga Jóhannesdóttir og barnabörn. ansögurnar sem fuku voru sjaldnast öðrum til hnjóðs, ef á einhvern var hallað var það á hann sjálfan. Starfsdagurinn var oft langur, enda vann prófessor Jón um tíma margra manna starf. Þótt Jón væri vinnuþjarkur, hlýtur álagið áð hafa verið gífurlegt, því auk kennslunnar vann hann mikið á stofu. Hann var samt víðlesinn á öðrum sviðum en tannlækningum. Hans aðal tóm- stundagaman var lestur ýmissa vís- indarita einkum á sviði eðlis- og stærðfræði. Þótt Jón væri ekki heilsuhraustur þá unni hann útiveru, og stundaði t.d. laxveiðar sér til mikillar ánægju og yndisauka. Hann gekk líka alltaf í vinnuna og þáði ekki bílferð hvernig sem veðrið var og eftir honum var gengið heldur dreif sig í pollabuxurnar og arkaði af stað. Jón Sigtryggsson lét af störfum sem prófessor árið 1978 fyrit' aldurs sakir. Nokkrum árum fyrr hafði hann hætt rekstri tann- læknastofu sinnar. Það fór ekki hjá því að prófessor Jón Sigtryggssyni hlotnaðist ýmiss heiður á langri og heilladijúgri starfsævi. Hann var kjörinn heiðurs- félagi í Tannlæknafélagi íslands árið 1977 í þakklætisskyni fyrir störf sín fyrir félagið og að menntunarmálum tannlækna. Prófessor Jón var sæmd- ur Riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1979 fyrir tannlæknastörf og kjörinn heiðursdoktor við Há- skóla íslands 1987. Á kveðjustund er margs að minn- ast og margt að þakka, þótt alltaf sé erfitt að kveðja þá samferðamenn sem standa hjarta manns nær. En það er huggun harmi gegn þegar eftir standa góðar minningar um langt og farsælt lífshlaup bæði í einkalífi og starfi. Ég votta aðstandendum prófess- ors Jóns Sigtryggssonar mína inni- legustu hluttekningu. Hans verður ávallt minnst sem brautryðjanda og góðs drengs. Sigfús Þór Elíasson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föð- ur okkar, tengdaföður og afa, SVEINS RÓSINKRANS JÓNSSONAR. Þorgerður Sveinsdóttir, Helga Sveinsdóttir, Valdimar Guðnason, Jón R. Sveinsson, Guðrún Óskarsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir, Guðmundur Helgi Guðmundsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og kærleika við andlát og út- för systur minnar, ÁSLAUGAR ODDSDÓTTUR, Merkigerði 8, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á E-deild Sjúkrahúss Akraness. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Oddsdóttir og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HALLDÓRS GUÐMUNDSSONAR, Ásbrandsstöðum, Vopnafirði. Fyrir hönd ættingja, Sigrún Runólfsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ANTONS INGIBJARTSSONAR, ísafirði. Guðmundína Vilhjálmsdóttir, Guðný Debora Antonsdóttir, Gerður Antonsdóttir, Ingvar Anton Antonsson, Erla Gerður Pálsdóttir, Ingibjartur Antonsson, Vilhjáimur Gísli Antonsson, Elísabet G. Pálsdóttir og barnabörn. t Þökkum öllum þeim, er auösýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og vinkonu, JÓHÖNNU RÓSANTS JÚLÍUSDÓTTUR, Tunguvegi7, Hafnarfirði. Ingibjörg Stefánsdóttir, Jens Evertsson, Sigurjón Stefánsson, Margrét Björgvinsdóttir, Guðbjörg Stefánsdóttir, Magnús H. Ólafsson, Guðný Baumann Stefánsdóttir, Allan Baumann, barnabörn og Jón Sandholt Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.