Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 5 BSRB vill ræða um aðgerðir BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja er reiðubúið að ganga til viðræðna við önnur samtök launafólks um forsendur fyrir sameiginlegum aðgerðum til að knýja fram niðurstöður í kjara- samningum. Þetta var samþykkt á banda- lagsráðstefnu BSRB. „Menn vilja ræða við önnur samtök um sameig- inlegar aðgerðir, verkföll, en áður en farið er út í slíkt vilja menn vita á hvaða forsendu slíkt yrði gert,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í samtali við Morgunblaðið. „Það eru aðildarfélög BSRB sem hafa samningsréttinn, og enda þótt bandalagsráðstefnan hafi lýst vilja til þessa, þá vilja menn sjá niðurstöður áður en farið er út í aðgerðir. Við erum að opna dyrnar fyrir samstarfi við önnur samtök, en erum ekki að njörva okkur nið- ur á einhver ákveðin skilyrði. Menn eru orðnir seinþreyttir á að bíða eftir því að niðurstöður náist í samningum, og nú viljum við að tekið verði af skarið,“ sagði Ög- mundur. -----»-♦ ♦--- Búnaðarþing hefst á mánudaginn: Breytt rekstr- arumhverfi landbúnaðar stærsta málið BÚNAÐARÞING verður sett á mánudaginn, og verður breytt rekstrarumhverfi landbúnaðar- ins í ljósi þeirra breytinga sem nýi búvörusamningurinn felur í sér væntanlega stærsta mál þessa þings. Einnig verður fjall- að um landbúnað og umhverfi á íslandi, og stöðu kvenna í ábyrgðarstörfum innan félags- kerfis landbúnaðarins. Búnaðarþingið verður sett kl. 10 f.h. á mánudaginn í Súlnasal Hótels Sögu. Jón Helgason for- maður Búnaðarfélags íslands setur þingið, en ávörp flytja Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra og Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda. Að setn- ingúnni lokinni kemur þingið aftur saman kl. 13.30 í Búnaðarþingssal við hlið Súlnasalar, en það mun að venju fjalla um þau mál sem til umfjöllunar eru á Alþingi. ----♦ ♦ ♦--- Umhleypinga- samt veður næstu daga BÚIST er við suðvestanátt sunn- an- og vestanlands í dag með allhvössum slydduéljum og síð- an éljum. Á Norðvesturlandi er búist við hvassri norðvestanátt með snjókomu en hægviðri norðaustanlands. Hiti verður um frostmark. Norðaustanlands var hvassviðri í fyrrinótt en þó ekki eins slæmt veður og búist hafði verið við. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður hiti um og undir frostmarki yfir helgina en á mánudag er búist við hlýnandi veðri og allt upp i tíu stiga hita. Það mun þó ekki vara lengi því á þriðjudag er aftur búist við að frost verði um land allt. Sala rauða nefsins þetta ár er til styrktar afreksfólki okkar sem stefnir á þátttöku í ólympíuleikum fatlaðra í sumar. Þau unnu stórsigra fyrir hönd íslands í Seoul -vinnum með þeim núna kaupum rautt nef af sölufólki og berum það á öskudag. ÓLYMPÍUNEFND FATLAÐRA -5 HáiNtAuar;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.