Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 31 Frumvarp um breytingar á búvörulögnm samþykktar Deilt um greiðslur vegna fullvirðisréttar SAMÞYKKT voru sem lög frá Alþingi í gær frumvarp landbúnaðar- ráðherra um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Frumvarpið fjallar um breytingar sem eru nauð- synlegar í framhaldi af búvörusamningi. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að fresta ‘A hluta af beinum greiðslum til bænda á ár- inu 1992 fram yfir áramót. Vegna þessa greiddu framsóknarmenn ekki atkvæði við endanlega afgreiðslu frumvarpsins. Þingmenn Alþýðubandalagsins og Kvennalistans studdu flestir frumvarpið. Ragnar Arnalds (Ab-Nv) gerði athugasemdir um lögfræðilegt álita- efni; þegar kæmi til greiðslna vegna kaupa ríkisjóðs á fullvirðis- rétti væri réttur leiguliða á bújörðum ákaflega óljós. Áríðandi var talið að afgreiða frumvarpið um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum fyrir þessi mánaðamót vegna þess að ráð er fyrir því gert að beinar greiðslur til bænda hefjist í mars 1992. Við aðra umræðu um frumvarpið í fyrradag kom fram að talsmenn þingflokkanna í landbúnaðarmálum voru j meginatriðum sammála um meginefni frumvarpsins. Hins veg- ar treystu fulltrúar stjórnarand- stöðuflokkanna í landbúnaðarnefnd sér ekki til að standa að sameigin- legu nefndaráliti vegna breytingar- tillagna frá stjórnarliðinu, nánar tiltekið, bráðabirgðaákvæði um heimild til landbúnaðarráðherra um að fresta '/6 hluta greiðslna ársins 1992 til janúar/febrúar 1993. Þetta var gert vegna ákvarðana sem tekn- ar voru við afgreiðslu ijárlaga. Agli brugðið Framsögumanni meirihluta land- búnaðarnefndar Agli Jónssyni (S-Al) var sjáanlega nokkuð brugð- ið og auðheyrilega tregt tungu að hræra þegar hann gerði grein fyrir þessu bráða- birgðaákvæði. Hann taldi þessa ákvörðun um frestun á greiðslu 300 milljóna vera léttvæga fyrir ríki- sjóð en þungbæra bændafjölskyld- um. Egill Jónsson sagði afstöðu minnihlutans vera „afskaplega skiljanlega" en það hefði orðið ákvörðun meirihluta landbúnaðar- nefndar að breyta í engu því sem ákveðið hefði verið í fjárlögum. Eftir aðra umræðu frumvarpsins voru breytingartillögur landbúnað- arnefndar samþykktar. Egill Jóns- son gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðsluna. Hann svar- aði þar gagnrýni stjórnarandstæð- inga um að breytingartillagan væri brot á, búvörusamningnum við bændur. Egill sagði að hér væri brestur en ekki brot. í gær var frumvarpið með breyt- ingartillögum meirihluta landbún- aðarnefndar samþykkt sem lög frá Alþingi. Fullvirðisréttur Bæði við aðra og þriðju umræðu um frumvarpið urðu nokkur orða- skipti milli Ragn- ars Arnalds (Ab- Nv) og Halldórs Blöndals land- búnaðarráðherra og fieiri þing- manna um hvernig haga ætti greiðsl- um úr ríkissjóði- vegna kaupa á fullvirðisrétti á leigujörðum; hvort renna skyldu til jarðareiganda eða ábúanda. Þetta mál var rætt á fundi í landbúnaðar- nefnd milli annarrar og þriðju um- ræðu. Nokkur réttaróvissa mun vera um hveijum beri greiðsla vegna kaupa ríkissjóðs á fullvirðisrétti á leigujörðum. Ragnar Arnalds (Ab- Nv) þrýsti mjög á svör eða niður- stöðu um þetta atriði bæði í umræð- um um breytingar á búvörulögum og einnig í fyrirspurnartíma í fyrra- dag. í fyrirspurnartímanum krafði hann Halldór Blöndal landbúnar- Treysti því að þetta komi aidrei fyrir aftur - segir Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis ÓGILDA varð atkvæðagreiðslu í fyrradag vegna þess að Matthías Bjarnason (S-Vf) greiddi atkvæði fyrir fjarstaddan sessunaut sinn, Árna Johnsen (S-Sl), við atkvæðagreiðslu með rafeindabúnaði. For- menn þingflokka stjórnarandstöðunnar vildu fá upplýst hvort og hve oft eitt atkvæði hafi ráðið úi slitum. Það hefur aldrei gerst síð- an atkvæðagreiðslukerfið var tekið í notkun. í upphafi þingfundar í gær kvaddi Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, sér hljóðs. Þingforseti vildi, vegna þess atviks sem gerst hafði deginum áður og leiddi til þess að ógilda varð atkvæða- greiðslu, gera grein fyrir því að formenn þingflokka stjórnarand- stöðu hefðu skrifað skrifstofustjóra Alþingis bréf. Formennirnir hefðu Leiðrétting í frétt á þingsíðu síðastliðinn fimmtudag um frumvarp dóms- málaráðherra um breyta skipan og starf umferðarráðs, kom fram að stjórnarandstæðingar óttuðust stefnubreytingu. Þetta er ofsagt; Anna Ólafsdóttir Bjömsson (SK- Rn) styður frumvarpið sem slíkt. Þingmaðurinn hefur undirritað nefndarálit meirihluta allsheijar- nefndar um frumvarpið með fyrir- vara. En sá fyrirvari varðar sértekj- ur umferðarráðs. ráðherra svara um stöðu leiguliða á bújörðum og greiðslur fyrir fullvjrðisréttinn. Fullvirðisrétturinn væri undirstöðu- hugtak í búvöm- samningum. Þing- maðurinn taldi það ósanngjarnt að þessi réttur skyldi verða þannig bundinn við jörð að leiguliði sem setið hefði jörðina og unnið upp þennan rétt, ætti ekki að njóta þess þegar þessi réttur væri nú metinn til peninga. I svörum ráðherra kom m.a. fram að í reglugerð sem unnið er eftir við uppkaup og niðurfærslu fullvirð- isréttar segi: „Fullvirðisréttur á lög- býli fylgir því og er kaupverð hans greitt til eiganda þess eða eftir til- vísun hans, nema sá fullvirðisréttur sem ábúandi hefur keypt eða flutt með sér á leigujörð, sem er greidd- ur ábúanda." En það kom einnig fram að samkvæmt ákvörðun jarða- deildar landbúnaðarráðuneytisins hafi greiðslur fyrir niðurfærslu full- virðisréttar runnið til leiguliða ríki- sjarða á vegum landbúnaðarráðun- eytisins, og skyldu fyrnast á 10 ámm. Það kom einnig fram í svari ráðherra að greiðslur fyrir fullvirð- isrétt á öðrum jörðum hafi runnið til leiguliða ef samþykki eigenda hafi legið fyrir. Einnig vísaði ráð- herra til þess að í frumvarpinu um breytingar á búvörulögum væri kveðið á um að greiðslumarki væri bundið við lögbýli en einnig væri kveðið á um að aðilaskipti að greiðslumarki geti því aðeins átt sér stað að fyrir lægi samþykki jarð- areiganda og leiguliða. Af þessu leiddi að jarðareigandi gæti ékki uppá sitt eindæmi ráðstafað greiðsl- umarki á samþykkis leiguliða. Fyrirspyijandi gerði sig ekki ánægðan með þessi svör. Síðar um daginn við aðra umræðu um frum- varpið um breytingar á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum boðaði hann breytingartil- lögu þess efnis, að greiðslur ríkisins til sauðfjárbænda vegna niður- færslu fullvirðisréttar skyldu ganga til ábúanda væri hann annar en jarðareigandi. Við úttekt á jörðinni þegar ábúð lyki, skyldi greiðslan koma til frádráttar kröfum ábúanda við uppgjör þeirra í milli, þó þannig að greiðslan skyldi fyrnd um 10% á ári næstu tíu ár. Það varð sammæli að ræða þetta mál í iandbúnaðarnefnd milli ann- arrar og þriðju umræðu. Við þriðju umræðu í gær gerði Einar K. Guð- finnsson (S-Vf) grein fyrir því að landbúnaðarnefnd hefði skoðað þetta mál og það væri álitamál hvernig með skyldi fara. Samkomu- lag væri um að athuga málið betur í nefndinni á fundum eftir mánaða- mótin. Breytingartillaga sú sem Ragnar Arnalds boðaði var því ekki lögð fram að þessu sinni. Einar lagði áherslu á að það væri brýnt að afgreiða frumvarpið um breyt- ingar á búvörulögunum, en frum- varpið gerir ráð fyrir að beinar greiðslur til bænda hefjist í næsta mánuði. Ragnar Arnalds (Ab-Nv) sagðist ekki vilja verða til þess að nauðsynleg lagasetning vegna bú- vörusamingsins næði ekki fram að ganga en hann gagnrýndi þingið samt harðlega fyrir að senda frá sér lög svo orðuð að augljóslega myndu vandræði hljótast af síðar. Ragnar greindi einnig frá því að á fundi landbúnaðarnefndar hefði komið fram að Stéttarsamband bænda myndi mælast til við land- búnaðarráðuneytið að ábúandi fengi greiðsluna ef báðir gerðu kröfuna, ábúandi og jarðareigand- jnn og lögfræðingar landbúnaðar- ráðuneytisins hefðu þá talið líkleg- ast að eftir því yrði farið ef ágrein- ingur yrði. Ragnar taldi samt hætt við því að landbúnaðrráðuneytið gæti orðið fyrir skaðabótakröfum þar eð engin heimild væri í lögum. Halldór Blöndal landbúnarráð- herra taldi gagnrýni Ragnars Arn- alds vera heldur síðbúna. Hér væri um mikið álitaefni að ræða sem hefði verið mikið rætt meðal bænda og einnig í ráðuneytinu. Það væri ljóst að þessi lög kvæðu ekki á um hvemig fara skyldi með fram- leiðslurétt sem myndaður væri í fortíðinni ef ágreiningur kæmi upp um hvort tilheyrði jarðareigendum eða leigjendum. Það væri álitamál sem óhjákvæmilegt væri að reka fyrir dómstólum. Það yrði ekki ákveðið með lögum eftir á frá Al- þingi. Þetta mál snerti hugsanlega eignarréttarákvæði stjórnarskrár- innar. Landbúnarráðherra kvaðst ekki kannast við það að ákvörðun hefði verið tekin um það að ábúend- um á jörðum yrði greiddar greiðslur fyrir fullvirðisrétt ef svo stæði á að ábúendur og jarðaeigendur væru á öndverðum meiði. Þingmenn landsbyggðarinnar harma niðurskurð til vegamála farið fram á að kannað yrði hvort og hve oft eitt atkvæði hefði ráðið úrslitum í atkvæðagreiðslu á Al- þingi síðan atkvæðagreiðslukerfið hefði verið tekið í notkun. Forseti Alþingis sagði þetta mál hafa verið kannað og skrifstofu- stjóri þingsins hefði ritað formönn- unum bréf þar sem fram kæmi að þess væru engin dæmi síðan at- kvæðagreiðslukerfið var tekið í notkun að úrslit máls hefðu oltið á einu atkvæði. Þingforseti ítrekaði ummæli sín um að hér væri um mjög alvarleg mistök að ræða og treysti því að slíkt kæmi aldrei fyrir aftur. Forseti Alþingis upplýsti þing- heim einnig um það að síðan í haust hefði verið til athugunar að setja upp búnað til að sýna í sjálfum þing- salnum með einhveijum hætti hvernig hver og einn þingmaður greiddi atkvæði. Þess væri að vænta að niðurstaða í því máli myndi liggja fyrir einhvern næstu daga. ENDURSKOÐUÐ vegaáætlun fyr- ir árin 1991-94 var til fyrri um- ræðu síðastliðinn þriðjudag. Hall- dór Blöndal samgönguráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir lækkun á út- gjöldum samkvæmt vegaáætlun- inni sein nemur 515 milljónum króna. I ræðu ráðherra kom einn- ig fram að hann hefði nýlega skip- að nefnd til að endurskoða gild- andi vegalög. Þingmönnum af landsbyggðinni var niðurskurður til vegamála harmsefni. Eftir að Halldór Blöndal núverandi samgönguráðherra hafði gert grein fyrir tillögunni, töluðu Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne) fyrrverandi samgönguráðherra og Jón Helgason (F-Sl). Fyrrum samgönguráðherra gagnrýndi nokkuð máltilbúnað og talnaframsetningu síns eftirmanns, bæði hann og Jón Helgason gagn- rýndu niðurskurðinn og hörmuðu að þessi tillaga væri fram lögð. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (SK-Vf) taldi samgöngubætur vera þann málaflokk sem einna síst þyldi niður- skurð á fjárframlögum. Hér væri um að ræða lífshagsmunamál byggð- anna og líf og öryggi vegfarenda. Nefndi þingmaðurinn ýmsar fram- kvæmdir í Vestfjarðakjördæmi máli sínu til stuðnings, t.d. vegaskála á Óshlíðai’vegi. Jóhann Ársælsson (Ab-Vf) sagði að með þessari endur- skoðuðu vegaáætlun væri verið að staðfesta ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar um niðurskurð í vegamálum sem og annarra málaflokka. Jóhann taldi niðurskurðinn til vegamálanna í hæsta máta ó§kynsamlegan ekki hvað síst þegar við horfum nú fram á vaxandi atvinnuleysi. Jóhann vildi einnig athygli með hvernig „endem- um“ ríkistjórnin ætlaði að endur- skoða gildandi vegalög. í þeirri nefnd . sem samgönguráðherra hefði kynnt væru einungis stjórnarliðar. Jóhann var þeirrar skoðunar að viturlegra væri fyrir ríkisstjórnina að leita eftir sem viðtækastri samstöðu og sam- starfi um slíkt þjóðþrifamál sem sam- göngubætur væru. Gunnlaugur Stefánsson (A-Al) þótti sá niðurskurður sem tillagan gerði ráð fyrir vera sár, ekki hvað síst fyrir fólkið á landsbyggðinni. En þrátt fyrir þennan niðurskurð væru heildarútgjöld til vegamála aukin nokkuð miðað við síðasta ár. Gunnlaugur taldi ástæðu til að fagna því að framkvæmdum við Vestfjarða- göng yrði lokið á tilsettum tíma þótt framkvæmdaröð breyttist. Hann lagði áherslu á að þegar framkvæmd- um við Vestfjarðagöngin yrði lokið myndi verða hafist handa við jarð- gangagerð á Austfjörðum og yrði nú þegar að huga að raunhæfum undirbúningi þeirra framkvæmda. Þingmennirnir, Einar K. Guð- finnsson (S-Vf), Kristinn H. Gunn- arsson (Ab-Vf) og Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) ræddu í nokkru máli um lögmæti samningsins við Reykjavíkurborg. Vegna utandagsskrárumræðu um heimsókn forsætisráðherra til Israels var umræðu um tillöguna frestað en þá voru nokkrir þingmenn enn á mælendaskrá. Þingsályktunartillaga: Starfsreglur um frétta- flutning af slysförum LOGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um fréttaflutn- ing og upplýsingaskyldu um slysfarir og harmraunir fólks. I greinar- gerð með tillögunni segir að tilgangur hennar sé að koma á fót sam- ráðsvettvangi þeirra aðila og stofnana sem næst koma upplýsinamiðlun af slysförum og harmraunum fólks. Flutningsmaður tillögunnar er Gunnlaugur Stefánsson, Alþýðuflokki. málaráðherra sjái um skipan slíkrar nefndar er lagt gæti grundvöll að samráðsvettvangi. Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 mm RUTLAND mm ÞÉTTIEFNI Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 í greinargerðinni segir ennfremur: „Mikilvægt er að samræmdar viðm- iðunarreglur eða leiðbeiningar geti ríkt við slíkar aðstæður er taki mið af mannhelgi, virðingu og hluttekn- ingu en um leið af nauðsynlegri upp- lýsingaskyldu svo að ekki verði vegið að fjölmiðlafrelsi í landinu.“ Þá segir að íslenskir fjölmiðlar hafí í áranna rás leitast við að fjalla um slík mál af tillitssemi en greina megi þá þróun að ágengni fjölmiðla gagnvart einstaklingum sem hlut eiga að máli og björgunarsveitum að störfum verði æ meiri og óvægn- ari. Hér sé ekki verið að leggja til lagasetningu né opinbera reglugerð heldur að þeir aðilar og stofnanir, sem nærri aðstæðum koma, geti sameinast um samræmdar starfs- reglur. Mikilvægt sé að greina betur upplýsingaskyldu viðkomandi stofn- ana, samtaka og starfsstétta gagn- vart fjölmiðlum. í tillögunni er lagt til að dóms- Ull og silki Nærfatnaður fyrir börn og fullorðna. Mjög gott verð. ÞUMALÍNA Opið frá kl. 11-18 virka daga og frá kl. 14-16 sunnudaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.