Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 10
i t. 10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 Asta Olafsdóttir ________Myndlist____________ Eiríkur Þorláksson í efri sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg hefur listakonan Ástríður Ólafsdóttir komið fyrir tíu verkum, þar sem birtan og ferskleikinn ræð- ur ríkjum. Ásta nam við nýlista- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands, og síðan við Jan Van Eyck- Akademíuna í Maastricht, Hollandi, eins og fleiri yngri myndlistarmenn landsins. Hún hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og er- lendis frá 1979. Jafnframt hefur Ásta skrifað þijár bækur, og hin seinasta þein-a, „Vatnsdropasafn- ið“, liggur frammi á sjningunni. Á síðasta ári dvaldi Ásta um fjög- urra mánaða skeið í norrænni gestavinnustofu í Sveaborg við Helsinki í Finnlandi, og þar kvikn- uðu hugmyndirnar að nokkrum verkanna á sýningunni. Listakonan kemur sér beint að efninu í ávarpi til gesta í sýningar- skrá: „Mig langaði til þess að búa til einföld og tær verk. Til þess nota ég fersk efni sem ég dulbý ekki. Viðurinn er ómálaður, leirinn er án glerungs, lopinn er óspunn- inn. Um verkin leikur loft sem er kjarni þeirra. Eftir þessari ætlan gengur sýn- ingin. í sal á miðhæð eru þrjú olíu- málverk, þar sem getur að líta eins konar grindur á hvítum grunni. Aðrir litir læðast í gegnum grunn- inn, og yfir línunum hvílir eins kon- ar hula, sem gefur teikningunni eilítið dulúðlegan blæ; þessar mynd- ir verka í huga gestsins sem eins konar aðdragandi að því sem síðan getur að líta í salnum á hæðinni fyrir ofan. í efsta sal safnsins hefur verið komið fyrir sjö verkum, þar sem furan og leirinn eru mest áberandi efnin. Flest byggjast verkin upp á trégrindum, þar sem þægileg hlut- föll ráða ríkjum. Upphengdur pijónadregill gefur salnum ögn heimilislegan blæ, og verk nr. 8, þar sem heilu íbúðarhúsin rísa upp úr súpudiskum, auka enn frekar á þann skemmtilega svip. Þessi verk eru öll opin og björt, BSRB heldur upp á 50 ára afmæli UM ÞESSAR mundir eru liðin fimmtíu ár frá stofnun BSRB - Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Að stofnun bandalagsins stóðu 14 félög með um 1.500 fé- lagsmenn innan sinna vébanda. í dag eru aðildarfélögin 38 og fjöldi félagsmanna um 16.000. í tilefni afmælisins efnir BSRB til samkomu í Borgarleikhúsinu laugardaginn 29. febrúar kl. 15.00 til 17.30. Að lokinni dagskrá verður móttaka í anddyri leikhússins. Sér- stök afmælisnefnd hefur haft veg og vanda af undirbúningi samkom- unnar og er það von hennar að BSRB-félagar og aðrir velunnarar samtakanna líti inn í tilefni þessara tímamóta. BSRB gegnir því hlutverki að styðja og efla aðildarfélög sín í því að skapa gagnkvæman skilning og samstöðu þeirra í baráttunni fyrir stéttarlegum, félagslegum og menningarlegum hagsmunum; styrkja réttarstöðu opinberra starfsmanna og vera í forsvari fyrir þeim í sameiginlegum hagsmuna- málum. Hálfrar aldar saga BSRB er vörðuð áföngum í baráttunni fyrir nýjum og auknum réttindum félagsmanna og má nefna samn- ings- og verkfallsrétt, lífeyrisrétt og greiðslur launa í veikinda- og fæðingarorlofi. BSRB hefur jafnan lagt áherslu á að vinna að auknum skilningi á þýðingu opinberrar þjónustu. Af þessu leiðir að samtökin hafa lagt áherslu á að láta til sín taka í þjóð- málaumræðunni og hafa áhrif á framvindu mála á hverjum tíma. Mikilvægasta hlutverk BSRB er nú sem áður að standa vörð um heild- arhagsmuni félagsmanna og vinna að stöðugleika og velferð í íslensku þjóðfélagi. (Fréttatilkynning) 01 Q7H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJQRk , (m 1 I yW* I 0 / V KRISTINN SIGURJÓNSS0N, HRL. lóggiltjr fasteiGnasáu Til sölu eru að koma m.a. eigna: Glæsileg sérhæð við Stigahlíð Neðri hæð 146,8 fm öll nýlega endurbyggð. 4 svefnherb. Góður bílsk. 28 fm. Eignaskipti möguleg. Góð „stúdíó“-íbúð við Miklatún 3ja herb. endaíb. á 1. hæð 87,9 fm. Parket. Sólsvalir. Nýleg eldhús- innr. Glæsil. trjágarður. Laus strax. í lyftuhúsi - frábært útsýni 2ja herb. íbúð á 4. hæð við Arahóla. Svalir - sólstofa. Húsið nýklætt utan. 40 ára húsnæðislán kr. 2,2 millj. Góð íbúð á góðu verði 4ra herb. íbúð á j. hæð við Eskihlíð 103,3 fm nettó. Nýlegt gler. Gott skáparými. Rúmgott geymslu- og föndurherb. í kj. Húsið nýsprungu- þétt og málað utan. Á góðu verði í lyftuhúsi Glæsileg einstaklingsíb. 2ja herb. á 6. hæð, 54 fm við Asparfell. Parket. Sólsvalir. Mikil og góð sameign. Laus strax. Verð aðeins kr. 4,3-4,5 millj. Skammt frá Háskólanum 2ja herb. sólrík kjallaraíb. í reisulegu steinhúsi við Ásvallagötu, ekki stór, vel skipulögð. Sérhiti. Sanngjarnt verð. Fjöldi fjársterkra kaupenda Sérstaklega óskast á skrá 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir miðsvæðis í borg- inni. Ennfremur einbýli, ekki stór og sérhæðir í Vesturborginni og mið- svæðis. Margskonar eignaskipti, • • • Opið í dag kl. 10-16. Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar _____________________ Margskonar eignaskipti. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGHASALAH Ragnheiður Hrafnkelsdóttir Ásta Ólafsdóttir. og því leikur rýmið stórt hlutverk í þeim, eins og fyrr getur. Fjórskipt- ing verks nr. 5 þar sem vatns- kanna, glös og eldspýtnahrúga ríkja í hverjum hluta, er skemmtileg og einföld samsetning þar sem frum- efnin eru í lykilhlutverki. Orkan gegnir síðan mikilvægu hlutverki, auk frumefnanna, í verki nr. 10, þar sem sífellt sterkari ljós eru kjarni hinna fimm eininga verksins. I verkunum á sýningunni tekst listakonunni vel til við ætlun sína um að skapa einföld og tær verk. Slíkur tærleiki er mikilvægur þáttur í myndsýn listamanna, og nýtur sín ulOllvel í þessu umhverfí. Hlutföil og formskyn er einnig gott í þessum verkum, og sýningin í heild gengur því ágætlega upp._ Sýningu Ástu Ólafsdóttur í Ný- listasafninu lýkur sunnudaginn 1. mars. / Myndlist________________ Eiríkur Þorláksson í neðri sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg stendur nú yfir sýning sem listakonan Ragnheiður Hrafnkels- dóttir (Ránka) hefur unnið. Ragn- heiður stundaði sitt iistnám við Sko- len for brugskunst í Kaupmanna- höfn, og síðan við Gerrit Rietfeld Akademie í Amsterdam. Loks hélt hún vestur um haf, þar sem hún stundaði nám við Pratt Institute í New York á árunum 1989-91. Ragnheiður vinnur í þessari sýn- ingu meira út frá huglægum tilvís- unum en myndrænum þáttum. Því kunna verkin að birtast gestum á annan hátt en þeir eiga von á, enda éru þau jafn ólík hvert öðru og þær tilvísanir, sem vakna við skoðun þeirra. Þannig er í fyrsta salnum aðeins eitt verk, hvítur léreftstrangi sem nær eftir langvegg salarins; á þennan stranga endilangan er saum- að með rauðum þræði: Hansaplast og hydroplast og hansaplast og .... Menn geta þá litið verkið í sam- hengi orðanna, efnanna eða tilvísun- ar í aðra hluti, sem þannig eru áletr- aðir (borða, sjúkrahúslín, hótellín o.s.frv.) í neðsta salnum koma saman fleiri verk, ólík að upplagi og því inntaki sem má leggja í þau, allt frá óreglu- legu hringferli, sem myndað er af tannstönglum, til nokkurra hvítra vasaklúta, sem hafa verið áletraðir með orðinu DISPOSABLE, þrátt fyrir að uppsetning þeirra sé gerð eins varanleg og hægt er, og sé þannig í raun andstæða áletrunar- innar! Þessi verk vekja væntanlega mis- munandi hughrif hjá gestum. Ef til er teiknisögunni um Bazooka Joe ætlað að leiða skoðandann á rétta braut: Menn sjá umhverfið í gegnum þau gleraugu sem þeir setja upp - ef þau eru brotin, verður myndin brotakennd; ef yfir þeim er hula fordóma, birtist umhverfið í því ljósi. í sýningarskrá segir listakonan: „Þegar ólíkum efnum og hlutum er raðað saman myndast ákveðin sam- setning af mismunandi vísunum. Hversu mótsagnakennd sem sam- setningin kann að virðast er hún orðin sýnileg staðreynd sem skoðandinn tekur afstöðu til. Þessi orð eru alltaf jafn sönn, en í þeim gleymist að því miður kjósa æði margir að taka alls enga afstöðu, að leiða staðreyndir umhverfisins þannig einfaldlega hjá sér. Sýning Ragnheiðar byggir á smáum hlutum, sem ef til vill hefðu notið sín betur í minna plássi. í þess- um tveimur sölum verður tómleiki rýmisins óþarflega stór þáttur í sjón- reynslu gestsins, og dregur athyg- lina um of frá þeim vísunum, sem listakonan hefur sett upp. En sú tómleikatilfinning er vissulega einn- ig ríkur þáttur í lífi nútímannsins, ekki satt? Sýningu Ragnheiðar Hrafkels- dóttur í Nýlistasafninu lýkur sunnu- daginn 1. mars. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 630. þáttur Fyrst kemur framhald bréfs Hjalta Pálssonar á Sauðárkróki, sjá síðasta þátt: „Ég gat þess áðan, að fjöl- miðlar hefðu mikil málfarsleg áhrif. Þar ber ekki sízt að nefna auglýsingar í sjónvarpi, sem börn horfa mikið á og læra utan- að. Yfirleitt eru þær í lagi, en það er mér nokkurt umhugsun- arefni að sumar auglýsingarnar í sjónvarpi eru farnar að ganga út á algjöran fíflagang, svo maður verður gáttaður og hrein- lega gremst. Með tilkomu hinna „frjálsu" útvarpsstöðva virðist málfars- legt aðhald orðið næsta lítið í sumum stöðum. Hver bullu- stampurinn eftir annan veltur þar um gáttir og missir allt úr sér. Nú er hið „skynsamiega vit“, sem einu sinni var rómað í máli, orðið lítiis metið, heldur vaðinn elgurinn. Nú er orðið þýðingarmeira að „vera hress“ en kunna móðurmál sitt sæmi- lega. Er ömurlegt að heyra tal- anda einstakra þáttagerðar- manna, þótt margir séu ágætir sem betur fer. Mig langar hér að endingu að víkja nokkrum orðum að málvillum, sem undanfarið hafa vaðið uppi í máli fjölmiðla- manna. Af mörgu er að taka, en ég ætla að takmarka mig við tvö atriði, sem tengjast ferða- mennskunni. Hefur a.m.k. önnur villan náð festu á tungu almenn- ings. Heyrst hefur að ferðaskrif- stofur eða flugfélög séu farnar að fijúga farþegum út um heim. Ég hefði litia löngun til að eiga samskipti við slíka aðila, þykir þetta minna ískyggilega á nornagandreið fyrri tíðar. Ég vil hinsvegar láta fljúga með mig í þotu og þá vil ég láta flugmenn fljúga véiinni. Þetta gæti orðið, ef ég væri að fara til útlanda eða að fara utan. Ótrúlega margir eru farnir að fara erlend- is. Erlendis er staðaratviksorð, táknar dvöl á stað, en ekki hreyf- ingu til staðar. Þetta er eins og segja einhvern vera að fara heima. Þegar menn hins vegar hafa farið utan, þá eru þeir er- lendis þangað tiþ aftur er haldið heim eða út til íslands. Gaman væri ef takast mætti að kveða þennan máldraug niður.“ Umsjónarmaður þakkar Hjalta efnismikið og skörulegt bréf og tekur undir ályktunarorð hans. ★ Unglingur utan kvað: Hann var enginn útkjálkakjáni hann Kristján sem nefndur var Stjáni, frá æsku til elli fékk hann allt sitt í hvelli og borgaði lánin með láni. ★ Vilborg Dagbjartsdóttir í Reykjavík skrifar mér vinsam- legt bréf og segir meðal annars: „Þakka þér fyrir þættina um ísienskt mái í Mogga, þá les ég alltaf. í þætti nr. 624 nefnir þú áhald sem margir eiga en kunna ekki nafn á. Vinkona mín, Arnfríður Jónatansdóttir skáld, gaf mér slíkt tæki. Hún kallaði það ljósa- bana, sbr. orð skáldsins: „Grasa- bani, komdu á fætur!“ Þú ert með mjög fallegt orð skarhjálmur, sem tengist fal- lega orðum eins og skarbítur og kertahjálmur. Aldrei hef ég heyrt neitt nafn á þessu en hef spurt gesti, sem koma á mitt heimili, hvað þeir kalli þennan hlut. Flestir hrista höfuðið og kunna ekkert nafn, sumir segja „kertakæfa“ eða slökkvari. Arn- fríður bjó til orðið ljósabani. Gaman væri að vita hvað þetta er kallað í gömlum skjölum um eignir kirkna, margar kirkjur hljóta að hafa átt skarhjálm á löngu skafti. Loks langar mig til að þakka þér fyrir limrurnar sem eru í Iok hvers þáttar ...“ Umsjónarmaður þakkar Vil- borgu bréfið. Honum þykir orðið ljósabani gott, en veit ekki hvort nafn þessa fyrirbæris hafi fund- ist í gömlum skjölum. Umsjónar- maður ber ábyrgð á leturbreyt- ingum í prentun bréfs V.D. ★ Ég hélt að menn hefðu loksins lært að beygja nafnið höldur sem m.a. er heiti á alkunnu fyrir- tæki á Akureyri. En það virðist enn þörf á kennslu. í blaðmynd- artexta á dögunum var orðið að vísu ekki vitlaust beygt, það var ekki borið við að beygja það, bara sagt að maður væri sölu- maður hjá „Höldur“, rétt eins og ég segði að ég ynni hjá *Morgunblaðið eða að Jón væri giftur henni *Sigríður. íslenska er dæmigert beygingamál og furða ef nokkur maður er svo málsljór, að vilja hafa öll nafn- orð í nefnifalli eintölu, á hverju sem gengur. Um orðið höldur er það enn að segja, að beyging þess er svo algeng og einföld sem verða má, nákvæmlega eins og orðin hest- ur og hundur: höldur, um höld, frá höldi til hölds; höldar, um hölda, frá höldum, til hölda. Ekki' ríðum við á *hestur eða eigum *hundur. P.s. Ég sá um daginn í mynd- artexta í sjónvarpinu enn eina tilraun með orð í staðinn fyrir nostalgíu. Ég held þetta hafi verið hjá Ýri Bertelsdóttur. Nýja orðið var þáþrá. Er það ekki nothæft? Við eigum í tiibreyting- arskyni orðin þátíðarþrá, for- tíðarþrá og heimsótt. Nost- algía var nefnilega talin til sjúk- dóma forðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.