Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 Jakobína Jónsdóttir, Húsavík - Minning Fædd 26. september 1908 Dáin 18. febrúar 1992 Mig langar að minnast ömmu minnar Jakobínu Jónsdóttur með örfáum orðum. Hún er nú látin á 84. aldursári eftir fárra daga sjúkra- húsvist. Hún var að segja má hraust alveg fram undir það síðasta, bjó ein og hugsaði um fallega heimilið sitt af mikilli natni. Hún fæddist á Höskuldsstöðum í Reykjadal 26. september 1908 og var yngst tíu systkina sem nú eru fimm eftirlifandi. Hún giftist afa, Bjama Stefánssyni, árið 1931 og átti með honum þijá syni, Ásgeir, Guðmund Kristján og Stefán Jón. Afi lést árið 1977. Frá árinu 1947 bjuggu þau í húsinu sem þau byggðu við Laugarbrekkuna á Húsavík, hús- inu sem æskuminningar flestra af- komenda þeirra eru bundnar við. Þama á neðri hæðinni hófu synimir búskap hver á fætur öðmm og þama stigum við bamabörnin okkar fyrstu skref. Reyndar held ég að mín fyrstu skref hafi verið stigin í þeim til- gangi einum að komast óséð upp á <fri hæðina til ömmu. Við vorum ekki háar í loftinu systurnar þegar okkur var orðið ljóst hvert gott væri að leita þegar þörf var fyrir hlýju og athygli. Amma Bína notaði ekki orð eins og „bíddu“ eða „seinna, ég hef ekki tíma núna“ við böm. Fyrir þau hafði hún ávallt nægan tíma. Tíma fyrir bókalestur, pijóna- og saumaskap og ýmislegt föndur m.a. úr sauðahomum og mjólkurfemum. Sömuleiðis þann óþijótandi hafsjó af sögum og ævintýrum sem hún bjó yfir um alla þá prinsa, álfa og grýlur sem ímynaunaraflið náði til. Það var líka ávallt stutt í spilin þar sem amma var komin, ekki síst nú seinni árin þegar barnabömin voru hætt að trúa á ævintýri. Þau em ófá kvöldin sem við höfum setið lengi frameftir yfir manna eða vist, nú síðast í desember sl. þegar hún dvaldi hjá okkur fyrir sunnan. Eftir að ég varð fullorðin hef ég haft gaman af því að fylgjast með hvemig önnur böm laðast að þess- ari lágvöxnu, feitlögnu, gráhærðu konu. En þannig hefur amma litið út frá því ég man fyrst eftir henni, alveg eins og ömmum er lýst í bama- bókum. Henni tókst á einhvem undraverðan hátt að láta manni líða ‘^síns og maður væri miðdepill tilveru hennar. Það var enda erfitt fyrir 11 ára stelpu að þurfa að flytja suður með foreldrum sínum eftir að hafa heitið sjálfri sér því að verða bara eftir hjá ömmu. Ferðimar norður vora tíðar þennan fyrsta vetur og hafa reyndar verið það allar götur síðan. Og alltaf var jafn gott að koma á Laugarbrekkuna. Skemmti- legast var að birtast í forstofunni að óvöram, heyra ömmu hrópa upp yfir sig, slá sér á lær og sjá brosið breiðast yfir andlitið. Seinna var svo hægt að fá gistingu og alltaf var farið með bænirnar fyrir svefninn en það færði ró yfir sálartetrið e.t.v. vegna þess hve vænt manni þótti um þessa hefð og minningarnar sem henni fylgdu. Amma var hagmælt og hafði fyrir sið að færa okkur vísu við sérstök tækifæri. Það hefur líka alltaf verið jafn sárt að kveðja. Það er ekki dauðinn sjálfur sem er svona sár enda bar hann að eins og best verður á kosið. Amma vildi ekki þurfa að fara úr íbúðinni sinni, átti hún sér enga ósk heitari en þá að verða ekki ósjálf- bjarga eða vita hvorki í þennan heim né annan. Tómleikinn sem hellist yfir mann þegar ljóst verður hvað lífíð er endanlegt er sár. Vitneskjan um að þú átt ekki afturkvæmt í þennan félagsskap sem var þér svo kær. En þá verðum við að hugga okkur við minningarnar um þessa yndislegu konu sem gaf eins mikið af sjálfri sér og hægt er að gefa. Við systurnar Jakobína, Arna og Silja Rún sendum öðram aðstand- endum innilegustu samúðarkveðjur, sérstaklega systkinum ömmu þeim Önnu, Hermínu, Olgeiri, Sigfríði og Dóra. Við biðjum Guð að blessa minningu Jakobínu Jónsdóttur. Arna Guðmundsdóttir. Jakobína var frá Höskuldsstöðum í Reykjadal, hún giftist ung Bjarna Stefánssyni frá Fótaskinni í Aðal- dal, bróður tengdaföður míns. Ég kynntist þeim fyrst að ráði 1961 þegar ég og fjölskylda mín fengum leigt hjá þeim að Hringbraut 9 á Húsavík. I mínum huga er erfitt að hugsa um Bínu án þess að minnast Bjama, þau hjónin vora einstaklega hlýjar og góðar manneskjur og sýndu okkur ávallt mikla umhyggju. Bína og Bjami vora hafín yfír allt tískupijál og lífsgæðakapphlaup. Þau leigðu ódýrt og voru sæl með það að allir þeirra leigjendur höfðu flutt í eigið húsnæði. Fólk flutti ekki frá Bínu og Bjama til þess að fara að leigja annars staðar. Heimili þeirra var látlaust og þar var gott að koma enda gestkvæmt. Bína og Bjami eignuðust þijá syni, Ásgeir, Guðmund og Stefán Jón. Þeir nutu hins besta veganestis út í lífið. Þeir voru aldir upp við ást, öryggi og virðingu foreldra sinna. Þeim hefur öllum famast vel í lífinu, við hlið góðra lífsförunauta. Bamabörn Bínu og Bjarna eru tíu og bamabörnin eru orðin sex. Elsta bamabarnið Bjarney Ásgeirsdóttir var alin upp hjá ömmu sinni og afa og var hún sólargeisli í lífi þeirra. Afkomend- urnir vora Bínu mjög kærir og henn- ar bestu stundir í ellinni vora þær sem hún átti með þeim. Bína og Bjarni voru söngelsk og sungu bæði í kóram og synir þeirra erfðu allir góðar söngraddir. Bína var kirkju- rækin og trúuð kona, en hún hafði ákveðnar skoðanir á tónlist, tónlist- arflutningi og ræðum prestanna. Ég á minningar um ánægjulegar rabb- stundir yfir kaffibolla með Bínu. Við höfðum fyrir vana eftir uppþvottinn um hádegið, að fara með hitakönnu hvor til annarrar meðan ég leigði hjá henni. Hún hafði næman og góðan bókmenntasmekk og sá fljótt, þegar nýir höfundar komu fram hvort mikils var að vænta af þeim. Bína var vel hagmælt en hélt því ekki á lofti frekar en öðrum hæfileik- um sínum. Ég yrði ekki hissa þó í fóram hennar fyndust fögur ljóð, en svo getur líka verið að hún hafi hent jafnóðum því sem hún samdi. Bjarni dó eftir baráttu við erfíðan sjúkdóm árið 1977. Ég var ekki á Húsavík þegar Bína missti Bjama, en ég held að trúin hafí hjálpað henni þá sem oftar. Þegar ég hitti Bínu eftir það, talaði hún um ánægjustundir þeirra og naut fagurra minninga. Hún kunni vel að meta þá hamingju sem hún naut í lífinu. Ég kom til Bínu síð- astliðið sumar, þá var skuggi yfír henni, Ásgeir var hættulega veikur og Bína var hrædd. Hún dvaldi í faðmi fjölskyldna Guðmundar og Stefáns Jóns núna um jólin og fram yfir áramót. Ég var svo heppin að hitta hana þá hressa og káta. Ás- geir hafði gengist undir aðgerð sem hafði heppnast vel og Bína var hamingjusöm. Hún veiktist síðan á leiðinni heim til Húsavíkur og dó á sjúkrahúsinu þar. Ég votta afkomendum Jakobínu, systkinum hennar og vinum samúð mína við fráfall hennar. Mér er það mikils virði að hafa þekkt hana og vonandi lært eitthvað af henni. Guð blessi minningu hennar. Helga Karlsdóttir. Elskuleg vinkona mín, hún Jak- obína „langamma" eins og við köll- uðum hana oftast, er nú látin. Við vorum svo lánsöm að vera í nánu sambýli við þessa öldnu öðl- ingskonu í 3 ár og eiga við hana samneyti flesta daga þar sem við bjuggum í sama húsi og hún í Laug- arbrekkunni á Húsavík. Minningar frá Laugarbrekkubúskapnum leita nú á hugann allar ljúfar og bjartar. Jakobína var mikið náttúrabarn, fædd og uppalin í sveit í Reykjadal, hún hafði ætíð hugsanagang hins sanna ræktunarmanns í umgengni við land og lýð og bar hennar garð- ur þess glöggt vitni bæði í andlegum og veraldlegum skilningi. Ung- mennafélagsandinn var henni í blóð borinn, hún var mikill íslendingur, hafði óbilandi trú á öllu íslensku, fæði sem klæði og hvers konar list enda naut hún þess í ríkum mæli hvenær sem færi gafst að hlýða á söng eða leiklist. Bína var bindindis- kona alla sína ævi, staðföst í sinni trú svo aðdáunarvert var að fylgjast með. Ekki gerði hún þó mikið af því að messa yfír fullorðnum þó að ungviðið fengi vafalaust sinn skammt og hefur áreiðanlega ekki veitt af. Bína var samvinnukona af Iífí og sál, af Kaupfélaginu hofðu þau framfæri sitt og þar verslaði Bína. Hún vissi auðvitað vel hve mikilvægt það var þingeyskri byggð að hafa sterkt kaupfélag. Margar skemmtilegar stundir átt- um við saman, þegar hún kom upp á kvöldin að spjalla og á slíkum kvöldum fræddumst við mikið um menn og málefni fyrri tíma á Húsa- vík og í Þingeyjarsýslum. Við þessar aðstæður var oft gripið í „Byggðir og bú“ til að afla nánari upplýsinga og til að örva samræðurnar. Og ekki gleymist slátur og laufabrauðs- gerð með Bínu nokkrum manni, slík var glaðværðin, léttlyndið og eljan. Þuríður litla átti hauk í horni þar sem langamma var en það kallaði hún Jakobínu ætíð, þær spiluðu, bökuðu, sungu, lásu og hlógu. Væri sú stutta lasin gat hún farið til ömmu og verið þar meðan mamma og pabbi unnu. Hjá henni lærði hún líka að þekkja fugla og bera virð- ingu fyrir öllu lífí. Þegar fuglar verptu í trén hjá Bínu var hún hamingjusöm og vaktaði sitt varp fyrir óhræsis köttunum og öðrum sem það vildu hremma. Á þessum árum fórum við oft upp í Mývatnssveit en systir Jakobínu býr á Skútustöðum í hárri elli, hún kom því oft með okkur. Þá þýddi lítið að ætla sér að aka Hólasand ef gera átti farþeganum til hæfís. Hún vildi fara dalina og þá sérstak- lega Reykjadal, dalinn hennar, þar var gróður og líf og fátt vissi hún fegurra en Reykjadalinn í fullum blóma á sólríkum síðsumardögum. Bína átti auðvelt með mannleg samskipti og fékk nokkuð mikið af heimsóknum, eins var hún dugleg að heimsækja systkini, frændur og vini á sjúkrahúsinu og Hvammi þeg- ar fært var. En hún var líka mikið ein á snjóþungum vetrardögum, þá léttu þær hvor annarri lífíð Þuríður og Bína. Bína fékkst svolítið við að setja saman vísur og fengum við yfírleitt vísu ef afmæli eða aðrar ástæður gáfu tilefni til. Jakobína var á heimleið úr vetr- arferðinni suður er æðri máttarvöld kvöddu hana á sinn fund, að okkur fannst nokkuð óvænt. Hún heim- sótti okkur í byijun þessa árs og ekki hvarflaði að okkur að þetta væru okkar síðustu samverustundir svo hress var hún 83ja ára ungling- urinn, bjartsýn og lífsglöð til hinstu stundar, þannig vildi hún hafa þetta og henni tókst það. Gengin er glaðvær sómakona með mikla ættjarðarást, svo mikið mátti af henni læra, einstaklega laus við hræsni, vel lesin og vel gefín. „Hafðu þökk fyrir allt og allt, sam- fylgdin með þér er okkur ómetan- legt veganesti." Aðstandendum hennar vottum við samúð okkar og kveðjum Bínu með þessum orðum Arnfríðar Sig- urgeirsdóttur frá Skútustöðum. Um minninganna fögru fjöll er fór mín nótt og dag. Ég þakka guði gjafir hans hvem geisla og sólarlag. Pétur, María, Þuríður og Ástríður. Minning: * Jens Olafsson Fæddur 19. maí 1909 Dáinn 23. febrúar 1992 í dag kveðjum við kæran afa, Jens S. Ólafsson, en hann var fædd- ur á Hofsósi í Skagafjarðarsýslu 19. maí 1909. Hann var sonur Ólafs Jenssonar póstmeistara og Lilju Haraldsdóttur. Systkini afa vora Ásta, Baldur og Haraldur, sem fórst með Öld- unni frá Akureyri árið 1922 þá aðeins 16 ára gamall. Einnig ólst upp með afa Guðbjörg Björnsdóttir en þau eru nú öll látin. 19 ára gam- all flyst afí með foreldram sínum til Vestmannaeyja þar sem hann bjó til æviloka, fyrir utan þá mán- uði er þau afí og amma bjuggu í Reykjavík meðan eldgosið stóð yfir. Árið 1930 kvæntist afí eftirlif- andi konu sinni, Kristnýju Valda- -4pttir. Þau bjuggu mestan sinn búskap að Einidrangi við Brekastíg. Þeim varð 5 barna auðið, elstur var Ólafur en hann lést aðeins 9 mán- aða gamall. Þá kom Lilja Sigríður, fædd 9. nóvember 1930. Hún var gift Guðlaugi Þórami Helgasyni verkstjóra, en Guðlaugur andaðist 1982 eftir erfíð veikindi. Eignuðust plm 6 böm. Næst kom Fjóla, f. 15. apríl 1932, sem var gift Boga Sig- urðssyni, verksmiðjustjóra, eignuð- ust þau 5 börn. En árið 1986 kvaddi sorgin aftur dyra hjá afa er Fjóla andaðist aðeins 54 ára að aldri eft- ir erfíða sjúkralegu. Þá kom Guð- rún, en hún var gift Þorbirni Ás- geirssyni en þau slitu samvistir. Guðrún á 5 börn. Yngst er Sigríður Mínerva, f. 3. nóvember 1943, gift Kristni Baldvinssyni, húsasmíða- meistara og eiga þau 3 syni. Mikil og erfíð veikindi og löng sjúkralega ömmu urðu til þess að bróðir ömmu, Siguijón Valdason og kona hans Minerva Kristinsdóttir tóku yngstu dótturina, Sigríði Minervu í fóstur og ólst hún upp hjá þeim. Elsta dóttir Guðrúnar, Guðný Linda Antonsdóttir, ólst upp hjá afa og ömmu og hefur hún reynst þeim mjög vel í þeim veikindum sem dunið hafa yfír síðasta ár. Yngstu synir Guðnýjar Lindu, Anton og Valtýr voru augasteinar afa. Afi starfaði mest allan sinn starfsaldur og þá hjá Bifreiðastöð Vestmanna- eyja. Þar starfaði hann í 55 ár eða þar til hann var 77 ára gamall. Eigum við börnin margar góðar minningar um rúnt uppi á bílpalli hjá afa. Hann þótti einstaklega laginn við allt sem viðkom vélum og voru ófá- ir sem leituðu í smiðju hans. Afi þótti einnig góður málamaður og gat bjargað sér á mörgum tungu- málum. Amma er dugmikil húsmóð- ir og var annt um að snúast og aðstoða afa í öllum hans störfum. þau voru mjög samrýnd og hvort öðru háð, það er því mikið tómarúm sem skilið er eftir hjá ömmu við fráfall afa. Ég bið því guð að styrkja ömmu í sorg hennar. Litlu langafabömin eiga eflaust eftir að undrast um fjarveru afa og sakna hans sárt en hann skilur eftir góðar minningar í hugum þeirra. Við þökkum fyrir þau ár er við höfum fengið að njóta samfylgdar hans. Hann hvíli í friði. Svanhildur Guðlaugsdóttir. Örfá orð um heila mannsævi, segja ósköp fátt og mest lítið um sjálfa persónuna. En mig langar samt að setja á blað örfáar línur um hann afa minn, þ.e. lýsa honum eins og ég þekkti hann. Það skal vera mín hinsta kveðja til hans. Og ég veit að hann afí minn tekur vilj- ann fyrir verkið. Fyrir mér var afi alltaf gamall, það er næstum óhugsandi að sjá hann fyrir sér sem ungan mann, hann var bara alltaf þessi yndislegi afí sern ætíð var svo gott að heim- sækja. Allt frá því að ég gekk inn um dyrnar sem lítið barn og fram á fullorðinsár hefur heimili afa og ömmu á Brekastígnum verið einn af þessum föstu punktum í lífinu. Þau voru ætíð til staðar og ávallt vorum við bræðurnir svo innilega velkomnir hvenær sem okkur datt í hug að stinga inn nefinu. Afi spjallaði gjarnan um mannlífið í eyjum, um bátana, fískiríið og hvað um var að vera niður á bryggju o.s.frv. Hann kvað oft sterkt að orði og var ekkert að vanda sumar kveðjurnar. Og oftar en ekki kom fyrir að nýja-amma varð að áminna hann með „Jens þó“ eða einhveiju þvíumlíku. Þegar ég horfi til baka birtast í huganum sömu myndirnar. Þar er Jens- afí brosandi, svo góðlát- Iega og hlýr í augunum, annað- hvort sitjandi við eldhúsborðið að drekka teið sitt úr undirskál, eða þá úti í bílskúr að eiga við vélina á vörubílnum eða eitthvað annað að stússa. Bílskúrinn hans afa er enginn venjulegur bílskúr. Þar úir og grúir af ótrúlegustu hlutum. Þúsund gerðir af skrúfum, nöglum, boltum, legum, pakkningum og allrahanda verkfærum, vélarhlutir ýmist í heilu lagi eða sundurhlutaðir, garðáhöld, lundaháfar og guð má vita hvað. Þarna dvaldi afi löngum stundum. Öllu hélt hann til haga, flokkaði niður og raðaði eftir skipulagi. Röð og regla á öllum hlutum það var hans lífs-mottó. Ég er fullviss um það að ef afa hefði einhvern tímann vantað eitt skrúfjárn þá hefði hann ábyggilega keypt tvö. Ekki átti afí langa skólagöngu að baki, en hann var víðlesinn og mikið og vel sjálfmenntaður og hafði m.a. góð tök á dönsku, ensku og þýsku, sérstaklega þýsku sem var hans uppáhald. Og víst dugði mín menntaskóla-þýska skammt þegar þýsk tunga skyldi rædd. - Afi hafði mikinn áhuga á mennt- un og ræddi oft um hana við mig og nú síðast á haustdögum. Hann tjáði mér þá að alla tíð hefði sig mest langað til að læra „fílósófíu" og fannst sú fræðigrein öll hin merkilegasta. Og nú þegar hann afi minn er farinn fínnst mér eftir á að hyggja að e.t.v. hefði hann lítið haft þar að læra því að á sinn hátt var hann ekki svo lítill heimspekingur. Ég kveð afa minn með söknuði, megi gæfan fylgja honum í nýjum heimi. Þórir Kristinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.