Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 11 DRAUMURINN, FRUMSKÓGUR- INN OG DÝRIN _________Leiklist___________ Súsanna Svavarsdóttir Leikfélag Reykjavíkur — Borg- arleikhús. Þrúgur reiðinnar. Höfundur: John Steinbeck. Leik- gerð: Frank Galat. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd: Oskar Jónasson. Búningar: Stef- anía Adolfsdóttir. Tónlist: KK. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikurinn hefst þar sem Joad- fjölskyldan situr nánast ferðbúin á býli sínu í Oklahoma, búin að tapa öllu sínu til bankans eins og velflest- ar búandfjölskyldur í fylkinu. En eins og títt er með þá sem hafa verið rúnir eignum og ærum og skilja ekki hvernig það vildi til, sitja þau bara og reyna að láta eins og hlutirnir séu ekki að gerast. Þau eiga erfitt að með að hysja sér af stað — til Kaliforníu — drauma- landsins. Það er ekki fyrr en sonur þeirra, Tommi, kemur úr fjögurra ára fangelsisvist, ásamt Jim Casy, fyrr- verandi presti að, fjölskyldan tínir saman sínar fátæklegu eigur og heldur í vestur: Þrettán manns á einum skijóði, Jim og Tommi, pabbi Joad, mamma Joad, amma Joad, afi Joad, Nonni frændi, Rósin af Saron, Konni Rivers, Alli Joad, Nói Joad, Rut Joad og Vinfeld Joad. Þótt ferðalagið spanni 2.000 míl- ur yfir fjöll og firnindi, eyðimerkur og skóga, er fjölskyldán bjartsýn. Fyrirheitna landið bíður, með smjör drjúpandi af hveiju strái, endalausa vinnu og peninga. Þau ætla að vera dugleg að vinna, kaupa sér land; byija upp á nýtt. Einstaklingarnir innan fjölskyld- unnar eru missterkir og á leiðinni byijar hún að grisjast. A vegi henn- ar verða flakkarar sem reyna að vekja fjölskylduna upp af draumin- um um betra líf. Það er ekkert betra líf, eiginlega eru skilaboðin þau að lengi geti vont versnað. En til einsk- is. Draumarnir eru öllum veruleika yfirsterkari og fjölskyldan stendur saman um varðveislu þeirra. Víst drýpur smjör af hveiju strái í Kaliforníu, en það er bara í einka- eign og víst er næg vinna, en það eru bara tífalt of margir um hana. í Kaliforníu verður þetta ærurúna fólk að flækingum. Þeir þvælast um í tugþúsundum eins og engi- sprettufaraldur, festa niður tjöld sín á hveijum þeim bletti sem þeir halda að feli í sér von. Það er sagt að maðurinn sæki sjálfsvirðingu í vinnu, en í verki Reykjavík- urhátíð í Kolaportinu REYKJAVíKURBORG stendur fyrir margvíslegum hátiðarhöld- um í miðbænum, í dag, laugar- daginn 29. febrúar og Kolaportið mun taka virkan þátt í þessum hátíðarhöldum í tilefni af eitt hundrað þúsundasta Reykvík- ingnum. í Kolaportinu verða yfir eitt hundrað söluaðilar með ýmsar upp- ákomur og sértilboð í tilefni dags- ins. Von er á mörgum góðum gest- um og Kolaportið mun skarta sínu fegursta. Ef veður leyfir munu allt að 1.000 helíum blöðrur blakta yfir Kolaportinu og verða þær gefnar hátíðargestum í lok dagsins. Kolaportið er opið á laugardögum kl. 10-16 og nú einnig á sunnudög- um kl. 11-17. Steinbecks er það ekki spurning um vinnu, heldur mat. Sá sem ekki fær að borða, er til í að skríða fyrir hunda og manna fótum í von um matarbita, mennskan verður einskis virði og í samfélagi þar sem tugir þúsunda berjast um vinnuna til að fá matarbita, er engin samkennd eða samstaða, dýrseðlið verður öllu öðru yfirsterkara — en samt er reynt að halda í lífíð. Það er Tommi sem er hreyfiafi sögunnar. Hann ýtir fjölskyldunni áfram, hefur trú á hnefaréttinum þrátt fyrir slæma reynslu og sú trú kemur honum í koll. Með hlutverk Tomma fer Þröstur Leó Gunnarsson leikur þennan baráttumann sein ætlar að komast af hvað sem taut- ar, er á skilorði og má ekki fara út fyrir Oklahoma, en gerir það samt. Um leið og hann kemur til Kaliforníu er hann lagður á flótta og miðað við aðstæður er það óskilj- anlegt. í fangelsinu hafði hann mat og tóbak — í Kaliforníu ekkert. Þröstur leikur þennan kvika, unga mann frábærlega. Óróleikinn og spennan eru í hveijum drætti, hverri hreyfingu. Tommi hugsar ekki, heldur bregst við aðstæðum og framkvæmir. En það er einmitt vegna þess eiginleika sem maður er þess fullviss að hann kemst af í frumskógi Kaliforníu. Mér finnst vera langt síðan Þröstur Leó hefur verið í bitastæðu hlutverki, sem er óskiljanlegt og það er vonandi að við leikhúsgestir fáum tækifæri til að sjá hann fylgja frammistöðu sinni í hlutverki Tomma eftir. Pétur Einarsson leikur pabba Joad, föðurinn sem þarf að horfast í augu við fjölskyldu sína eftir að hafa tapað grundvelli hennar, af- komu og öryggi. Allt þar til fjöl- skyldan yfirgefur býlið, nær hann þó að þykjast vera höfuð fjölskyld- unnar. Strax utan girðingar hefur hann tapað fótfestunni og einblínir á drauminn til að geta endurheimt sjálfsvirðingu sína. Ég man ekki eftir að hafa séð Pétur í svo drama- tísku hlutverki frá því hann kom aftur á sviðið, eftir að hafa verið 'skólastjóri Leiklistarskólans — en það er alveg augljóst að einmitt í þessari dramatík njóta hæfileikar hans sín til hins ýlrasta; allt frá því að vera leikandi léttur þegar Tommi kemur heim, til þess að vera hrakinn og hijáður við þrösk- uld sinnuleysisins, þegar fjölskyld- an hefur tvístrast og restin — börn og örþreytt eldra fólkið — er skrið- ið inn í hlöðu til að láta fyrirberast í eina nótt. Verð frá: 969.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 — 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 E) í Mamma Joad er í höndum Hönnu Maríu Karlsdóttur. Mamma trúir því að allt gangi vel, aðeins ef fjöl- skyldan heldur saman; í upphafi sex hraustir karlmenn til að vinna fyrir henni, og í þá trú rígheldur hún sama á hvetju gengur; jafnvel þótt enga vinnu sé að fá og málið snú- ist um sex fullorðna karlmenn til að fæða. En synirnir og tengdason- urinn smáreytast utan af ijölskyld- unni og þeir tveir sem eftir eru, pabbi Joad og Nonni bróðir hans, hafa misst lífsviljann. Hún verður því smám saman höfuð fjölskyld- unnar, rekin áfram af voninni um að sjá synina aftur. Hún ætlar að komast af, en til hvers? Það er óskiljanlegt. Hanna María leikur þessa veikbyggðu, viljasterku konu mjög vel, bugaða en of stolta til að brotna og svo mennska að þrátt fyrir algerra örbirgð er hún aldrei of fátæk til að bjarga mannslífi og gefa seinasta mjólkurdropa fjöl- skyldunnar. Sigríður Hagalín og Steindór Hjörleifsson leika ömmu og afa Joad, óaðfinnanlega; ótrúlega ólík hjón. Hann, gamli graðnaglinn, og hún jesúsar sig stöðugt. Þau hafa svo greinilega ekki lifað niðurlæg- inguna sem fjölskyldan er komin í og eiga því til að bregða á leik. En þau geta aðeins lifað af í sínu verndaða umhverfi — utan þess fjarar líf þeirra út og þar með lífs- neisti fjölskyldunnar. Rósin af Saron, systir Joad bræðranna, er í höndum Þóreyjar Sigþórsdóttur. Þórey virtist frémur óörugg í hlutverkinu; flutti það fremur en lék • það. Hreyfingar hennar voru of heftar og raddbeit- ing einhæf. Þótt í textanum komi fram að hún sé hálfgerð dekurrófa og nafnið bendi til þess að hún skipi sérstakan sess í fjölskyldunni, fylgdi Þórey þessu ekki eftir í leikn- um. Hana skorti öryggi þess sem veit að hún nýtur aðdáunar vegna útlits og þótta þess sem reynir allt- af að koma sér hjá öllum verkum. . Sigurður Karlsson fer með hlut- verk Nonna frænda. Aumingja Nonna, sem finnst hann hafa drep- ið konu sína og er vanhæfur til að komast af, af sjálfsdáðum, vegna rótgróins samviskubits yfir því að vera til. Sigurður vann hlutverkið vel; maðurinn sem hefur verið bar- inn niður eins og rakki og er orðinn ófær um að bera ábyrgð á sjálfum sér, svipbrigðalaus og hræddur við að sjást og heyrast. Bræðurna Alla og Nóa léku þeir Stefán Jónsson og Ólafur Guð- mundsson og skiluðu sínu ágæt- lega. Það sama má segja um Magn- ús Jónsson, sem lék Konna, eigin- mann Rósarinnar. Og þá voru börn- in í sýningunni, Jóna Þorsteinsdótt- ir og Elís Pétursson ekki til að skemma fyrir; einlæg og hispurs- laus. Valdimar Örn Flygenring lék uppgjafarprestinn Jim Casy. Jim er maðurinn sem hugsar og hugsar en er lítill framkvæmdamaður, þar til hann er neyddur til að standa fyrir átökum. Valdimar virtist dálít- ið hikandi í fyrri hlutanum, enda hlutverkið dálítið óljóst þar sem Jim, hugsuðurinn og mælskumað- urinn, með lítinn texta og litla hreyfingu, en í seinni hlutanum náði Valdimar sér á strik og sam- leikur hans og Þrastar Leó var með ágætum. í ýmsum hlutverkum voru Theód- ór Júlíusson, Jón Hjartarson, Jón Júlíussón, Karl Guðmundsson, Jak- ob Þór Einarsson, Ari Matthíasson, Valgerður Dan, Ragnheiður Tryggvadóttir, Soffía Jakobsdóttir, Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Orri Ágústsson, Björn Gunnlaugsson, Hafsteinn Halidórsson, Ivar Þór- hallsson, Karl Kristjánsson og Þor- leifur Guðjónsson. Öll voru þessi hlutverk vel unnin, en þó er ástæða til að hrósa þeim Ara, Karli, Ragn- heiði, Valgerði og Soffíu fyrir sér- lega vel unnin smáhlutverk. Punkturinn yfir i-ið í sýningunni er tónlistin. Hún er frábær! Hún fellur fullkomlega að verkinu og er einstaklega vel flutt af Kristjáni Kristjánssyni. Hlutur hans er mjög vel ofinn inn í sýninguna og það er langt frá því að vera truflandi að hafa hann á sviðinu. Bæði leik- mynd og búningar falla einstaklega vel að verkinu; það er allt litlaust og brotið og undirstrikar vonlausa tilveru. Leikstjórnin er nokkuð markviss og þétt. Á stöku stað er sýningin dálítið hæg, sérstaklega í fyrri hlut- anum, þannig að ferðalag fjölskyld- unnar sem er í rauninni tragískt, jaðraði við að vera fyndið. Maður var því í einhverja stund að ná sam- bandi við þann harm sem var að gerast. í heildina er þetta þó mjög góð sýning og virkileg lyftistöng fyrir leikárið hjá Leikfélagi Reykja- víkur. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN VETRARTILBOÐ Á KULDASKÓM Vérð Jkr. 3.995,- Litur. Brúnn Stærðir: 41 -46 Sóli: Grófur og stamur Litur: Brúnn Stærðir: 40-46 Sóli: Grófur og stamur Ath.: Einnig mikið úrval afýmsum gerðum af kuldaskóm frá CAMEL, SALAMANDER o.fl. Póstsendum samdægurs -5% stabgreibsluafslóttur. Kringlunni 8-12, simi 689212.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.