Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992
Áhersluatriði ASÍ í viðræðum við stjórnvöld í tengslum við kjarasamninga:
Þjónustugjöld verði lækkuð
ALÞÝÐUSAMBAND íslands leggur áherslu á breytingar á ýmsum atrið-
um í heilbrigðis-, félags- og skattamálum að því er fram kemur á minn-
isblaði sem lagt var fram á fundi með stjóravöldum í gær. Þar er
meðal annars minnst á að ræða breytingar á persónuafslætti, barnabót-
um og ýmsum útgjöldum vegna læknis- og iyfjakostnaðar.
Varðandi heilbrigðismál og trygg- sérstaklega.
ingar vill ASÍ að sett verði þak á
lyfjaútgjöld, 12 þúsund krónur fyrir
einstakling og fyrir böm sameigin-
lega á ári og útgjöld fjölskyldu sam-
eiginlega fari ekki yfir 20 þúsund
krónur á ári. Þá er lagt til að ékki
þurfi að greiða fyrir böm vegna
læknisheimsókna og komu á heilsu-
gæslustöðvar og fjölskylda þurfi ekki
að greiða hærra en 20 þúsund krón-
ur á ári. Ennfremur að þátttaka for-
eldra vegna tanniæknakostnaðar
bama verði 5% en ekki 15% og 5%
alls tanniæknakostnaðar almennings
verði endurgreiddur af ríkinu. Hætt
verði við öll áform um aukna þátt-
töku sjúklings í kostnaði við hjálpar-
tæki. I athugasemd með þessum lið
segir ASÍ að samkvæmt fjárlögum
sé ráðgert að spara 95 miiljónir á
þessum lið og koma verði í veg fyrir
að sjúkir og fatlaðir séu skattlagðir
VEÐUR
Þess er krafist að gmnnlífeyrir
vegna elli og örorku verði ekki tekju-
tengdur og ítrekað að ráðist verði í
heildarendurskoðun á kerfi almanna-
trygginga og lífeyrissjóða. Settar
verði skorður við fjöldauppsögnum
vegna endurskipulagningar þannig
að ekki sé sagt upp öðmm en þeim
sem eiga að láta af störfum. Spurt
er hvaða breytingar séu fyrirhugaðar
á fæðingarorlofi og bent á að réttur
fólks til þess sé mjög mismunandi,
til dæmis eftir því hvort um opinbera
starfsmenn sé að ræða eða starfsfólk
á almennum vinnumarkaði. Þá er
spurt hvort áform séu uppi um að
breyta aðild að atvinnuleysistrygg-
ingasjóði og bent á að bæta verði
framkvæmd á greiðslu ferðakostnað-
ar sjúklinga af landsbyggðinni. Hún
virðist tilviljunarkennd og gæta verði
sérstaklega að þessu með tilliti til
aukinnar áherslu sem sé lögð á
sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu.
í sambandi við skatta er þess kraf-
ist að persónuaafsláttur verði fram-
reiknaður miðað við verðlagsþróun á
síðasta ári. Ríkissjóður fái tólf hundr-
uð milljónir í auknar tekjur á þessu
ári vegna þeirrar ákvörðunar að
halda persónuafslætti óbreyttum um
áramótin og minnt er á að allir stjóm-
málaflokkar hafi lýst því yfir í kosn-
ingabaráttunni að þeir vildu hækka
persónuafslátt.
Þá'er þess krafíst að tekjutenging
bamabóta verði afnumin og í stað
hennar komi hátekjuskattur og
skattur á íjármagnstekjur, en fram
kemur að sjómenn og verslunarmenn
hafa fyrirvara um hátekjuskatt. Ef
ekki verði orðið við þessu þá verði
bamabætur tekjutengdar. Bent er á
að hægt sé að ná sama árangri með
því að hefja skerðingu bamabóta við
tölvert hærri tekjumörk og láta bæt-
umar fjara alveg út.
Þess er ennfremur krafist að ríkis-
ábyrgð á laun og lífeyrisiðgjöld við
gjaldþrot verði tryggð. I athugasemd
IDAGkl. 12.00 7 7W'r
. Helmild; Veðurstola Isiands
f (Byggt 6 voðurspá kl. 16.15 I gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 29. FEBRUAR
YFIRLIT: Um 500 km suðvestur af iandinu er 960 mb vaxandi og allvið-
áttumikii laegð sem þokast norðnorðaustur.
SPA: Suðlæg átt, stinníngskaldi vestantil en yfirleitt hægari eystra.
Snjókoma framan af degi á Vestfjörðum, dálítil rigning eða súld sunnan-
lands og vestan, en úrkomulaust að mestu norðaustan- og austanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðlæg eða breytileg étt. Éljagangur víða um
land, síst þó norðaustantil. Frost é bilinu 1-6 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Hvöss sunnan- og suðaustanátt og hlýnandi
veður. Rigning um mest allt land, einkum þó um landið sunnanvert.
Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600.
0
Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
r r r * f *
f r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Alskýjað
v ^ ý
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnír vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
Súld
= Þoka
V
riig.,
7
FÆRÐ A VEGUM:
Mikill skafrenningur og hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum, en þó
fært vel búnum bíium. Fært er um suöurströndina austur á Austfirði
og eru vegir þar sæmilega færir. Fært er yfir Hvatfjörð um Heydai í
Búðardal. En á sunnanverðu Snæfellsnesi er ófært vegna veðurs og
skafrennings. Á sunnanverðum Vestfjörðum eru menn hættir snjó-
mokstri vegna veðurs, og eru vegir þar ófærir. Versnandi veður er á
noröanverðum Vestfjörðum og eru líkur á að heiðar lokist þar með kvöld-
inu. Fært er um Holtavörðuheiði til Hólmavikur, en ófært um Steingríms-
fjarðarheiðí. Fært er um Norðurland til Siglufjarðar og Akureyrar og um
Þingeyjarsýslur með ströndinni til Vopnafjarðar. Vegagerðin
VEÐUR VÍÐA
kl. 12.00 i gær
UM HEIM
að ísl. tíma
hltl veður
Akureyri Reykjavík +4 +1 alskýjað skafrenningur
Bergen 6 skýjað
Helslnki 3 þokumóða
Kaupmannahöfn 8 þokumóða
Narssarssuaq +3 léttskýjaö
Nuuk +11 skýjað
Ósló 9 léttskýjað
Stokkhólmur 11 pokumóða
Þórshöfn 6 rigning
Algarve 16 skýjað
Amsterdam 11 mistur
Barcelona 15 mistur
Berlín 11 mlstur
Chlcago 3 þokumóða
Feneyjar 5 alskýjað
Frankfurt 10 mlstur
Glasgow 7 skýjað
Hamborg 11 mistur
London 8 skýjað
LosAngeles 16 helðskirt
Lúxemborg 10 mistur
Madríd 11 mistur
Malaga 16 mistur
Mallorca 18 léttskýjað
Montreal +18 skýjað
New York 4 elskýjað
Orlando 11 skýjað
París 14 léttskýjað
Madeira 16 skýjað
Róm 16 þokumóða
Vin 10 mistur
Washington 7 alskýjað
Winnipeg 8 alskýjað
segir að ASÍ setji sig ekki upp á
móti gjaldtöku á atvinnurekendur til
að standa straum af þessu, en ríkis-
sjóður verði að tryggja fólki þessar
greiðslur. Þá er þess ennfremur kraf-
ist að ábyrgðin nái einnig til lífeyris-
iðgjalda. Þá er nefnt í tengslum við
fyrirætlanir um skólagjöld að taka
þurfí sérstakt tillit til fólks utan af
landi vegna mikils kostnaðar við
skólagöngu svo og lágtekjufólks,
sjúklinga og öryrkja. Frumvarp um
opinbera réttaraðstoð sem lagt var
fram á síðasta þingi verði að lögum
og gert verði samkomulag um fímm
ára áætlun um uppbyggingu félags-
lega íbúðakerfísins.
Morgunblaðið/Þorkell
Ásmundur Stefánsson að loknum
fundi með ríkisstjórninni í gær.
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ:
Stjómvöld þurfa að __
koma til móts við ASÍ
ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, segjlr að for-
senda þess að kjarasamningar takist sé að stjórnvöld taki mið af kröf-
um sambandsins um breytingar á skattaálögum og þjónustutekjum og
að atvinnurekendur geri sér grein fyrir að kauphækkanir séu nauðsyn-
legar. Ásmundur sagði að auk félagslegra atriða hefði verið farið yfir
stöðu samningaviðræðna og önnur atriði sem tengdust kjarasamningum
svo sem vaxtamál, gengismál og atvinnumál. Efnisleg svör hefðu ekki
komið fram en rikisstjórnin hefði lýst þvi yfir að hún myndi skoða málið.
Aðspurður um hvort þessi áherslu-
atriði Alþýðusambandsins þýddu ekki
tekjutap fyrir ríkissjóð, ef að þeim
væri gengið, og aukinn þrýsting á
lántökur sagði Ásmundur að það
væri nánast augljóst að það myndi
gera það að einhvetju leyti. Það færi
hins vegar eftir því hvernig að málum
væri staðið hvort það þrýsti raunvöxt-
um upp. Samhengið milli vaxta og
halla á fjárlögum væri ekki línulegt.
Hins vegar væri það alveg ljóst að
ef samningar ættu að nást þá væri
krafa félaga í ASl að fá leiðréttingar
í þessa veru og allt benti til þess að
á næstunni fengist úr því skorið hvort
samningar næðust án átaka eða ekki.
„Rétt eins og atvinnurekenduj
verða að gera sér grein fyrir því að
samningar takast ekki án kauphækk-
ana verður ríkisstjómin að gera sér
grein fyrir að samningar takast ekki
nema komið verði til móts við þessi
áhersluatriði," sagði Ásmundur.
Hann sagði aðspurður að ASÍ teldi
að það væri svigrúm til kauphækkana
og breytinga á ríkisútgjöldum í þá
veru sem þarna væri lagt til innan
núverandi efnahagsramma. Aðstaða
til að ná árangri í rekstri fyrirtækja
og hjá hinu opinbera væri allur annar
í stöðugleika heldur en þegar ólga
væri í þjóðfélaginu. Kauphækkanir
væru forsenda stöðugleika einfald-
lega vegna þess að án þeirra yrðu
ekki kjarasamningar.
Gísli Árnason
Krossnesslysið:
Mennirnir
taldir af
MENNIRNIR þrír sem saknað
var eftir að Krossnes SH 308
fórst á Halamiðum síðastliðinn
sunnudag hafa nú verið taldir
af. Þeir voru Gísli Árnason, 61
árs, Hans Guðni Friðjónsson,
34 ára, og Sigmundur Magnús
Elíasson, 32 ára.
Gísli Ámason, háseti, var fædd-
ur 3. mars 1930. Hann lætur eft-
ir sig eigirikonu og fjögur upp-
komin böm. Gísli var til heimilis
á Grundargötu 60 í Grundarfirði.
Hans Guðni Friðjónsson, vél-
stjóri, var fæddur 12. júní 1957.
Hann var til heimilis á Eyrarvegi
5 í Grundarfirði og lætur eftir sig
tvö börn.
Sigmundur Elíasson, mat-
Hans Guðni Friðjónsson
Sigmundur Elíasson
sveinn á Krossnesi, fæddist 18
apríl 1959. Hann lætur eftir sig
sambýliskonu og þrjú börn.
Sigmundur var til heimilis í
Grundargötu 4 í Grundarfirði;