Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 Æskulýðsdagnrinn í Keflavíkurkirkju Á MORGUN, sunnudaginn 1. mars, er æskulýðsdagur þjóðkirkjunn- ar. Þá verður sunnudagaskólinn kl. 11.00 í umsjá Ragnars og Mál- fríðar. KI. 14.00 verður æskulýðsguðsþjónusta í kirkjunni sem að mestu leyti verður í umsjá barna og unglinga úr sókninni og sniðin að þeirra gerð. Ungbörn verða borin til skírnar, fermingarbörn lesa ritningalestra og tónlistin mun skipa veglegan sess. Æskulýðsdagurinn er einnig kirkjudagur Tónlistarskólans í Keflavík og taka yngri nemendur skólans þátt í sunnudagaskólanum um morguninn. Eldri nemendur skólans halda tónleika hálfri klukkustund fyrir guðsþjónustuna eftir hádegið og heíjast þeir kl. 13.30 í kirkjunni. Einnig koma fram allir kórar kirkjunnar þ.e.a.s. barna-, fermingabarna- og kirkju- kórar kirkjunnar undir stjórn org- anistans Einars Árna Einarssonar. Þess er sérstaklega vænst af fermingabörnum og foreldrum þeirra að þau mæti í þessa æsku- lýðsguðsþjónustu. En þótt um sé að ræða æskulýðs- guðsþjónustu þá eru þeir sem eldri eru jafn velkomnir og þeir yngri. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Bj örgnnarsýn- ingn lýkur í dag DAGANA 27.-29. mars nk. gang- ast Landsbjörg, landssamband björgunarsveita og Rauði kross Islands fyrir ráðstefnu og sýn- ingu sem ber nafnið Björgun 92. Ráðstefnan fer fram á Hótel Loftleiðum en sýningin verður haldin í björgunarmiðstöð Flug- björgunarsveitarinnar. Búist er við allt að 300 þátttak- endum í ráðstefnunni, fólki úr björgunarsveitunum, Rauða kross- inum, slökkviliðs-, sjúkraflutninga- og lögreglumönnum, almannavarn- afólki, starfsfólki opinberra stofn- ana o.fl. Munu um 30 sérfræðing- ar, innlendir og erlendir, flytja fyrir- lestra á ráðstéfnunni. Þá verður sýnikennsla á ýmsum sviðum og þátttakendur geta tekið þátt í um- ræðuhópum um málefni björgunar- og öryggisþjónustunnar. í tengslum við ráðstefnuna verður haldin viða- mikil vörsýning. Sýndur verður alls konar búnaður til björgunar og ferðalaga. Um 50 fyrirtæki, innlend og erlend, munu sýna vörur sínar og þjónustu á sýningunni. Sýningin verður opin fyrir almenning og er búist við um 3.000 gestum. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Rúnar Þór Menntamálaráðherra skoðar væntanlega Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra skoðaði húsnæði væntanlegrar listamiðstöðvar í Grófargili í heimsókn sinni til Akureyrar á dögunum. Mennta- málaráðherra heimsótti Amtsbókasafnið á Akureyri og voru honum kynntar hugmyndir um viðbyggingu við safnið, þá kom hann á fund með foreldrafélögum grunnskólanna á Akureyri þar sem rætt var um skólamái. Menntamálaráðherra var einnig gestur á listamiðstöð sýningu Leikfélags Akureyrar á Tjútti og trega í Samkomuhúsinu. Þá ræddi ráðherra m.a. við fulltrúa héraðsnefndar Eyjaíjarðar um málefni framhalds- skóla og við fulltrúa bæjarins um áætlanir í menning- armálum. 1 ferð sinni ræddi ráðherra einnig við full- trúívtónlistarfólks í bænum, LA, Náttúrufræðistofn- unar, íþrótta- og æskulýðsmála og Minjasafnsins. Tónlistarskóli Eyjaíjarðar: Vinir Dóra á lokakvöldi fjöl- miðlablússins á Púlsinum Á PÚLSINUM í kvöld, laugar- daginn 29. febrúar, verður fjöl- breytt lokakvöld fjölmiðlablúss- ins með blússveitinni Vinum Dóra í broddi fylkingar. Þá um kvöldið koma fram allir þeir gestir sem skreytt hafa fjöl- miðlablúskvöldin í vetur, þ.e. full- trúar frá Morgunblaðinu, DV, Pressunni, Sjónvarpinu, Stöð 2, Bylgjunni, Stjörnunni, FM 95,7, Aðalstöðinni, Ríkisútvarpinu og Rás 2. Hljómsveitina Vini Dóra skipa Halldór Bragason, Guðmundur Pétursson, Haraldur Þorsteinsson og Jóhann Hjörleifsson. Tvær norskar teiknimyndir fyrir böm í Norræna húsinu KVIKMYNDASÝNING fyrir börn verður í fundarsal Norræna hússins á morgun, sunnudaginn 1. mars kl. 14.00. Sýndar verða kvikmyndirnar „Nár drommene vákner (Þegar draumarnir verða að veruleika). Þetta er ævintýri sem segir frá Isa- bell 6 ára og ömmu hennar sem er svo hress og jólasveinum, kanín- um alvöru úlföldum o.fl. sem birt- ast þegar draumar Isabellu verða skyndilega raunverulegir. Þetta er ný norsk teiknimynd frá árinu 1990 og er 23 mín. að lengd. Sú seinni Hvem ska tröste knöttet? (Hver á að huggga krílið?) er tónlistarmynd sem er byggð á sögu eftir Tove Janson og tekur sýningin 23 mín. Báðar myndirnar eru teikni- myndir með norsku tali/söng. Að- gangur er ókeypis og boðið er upp á ávaxtasafa í hléi. ?Auglýsing um lausar lóðir Auglýstar eru lóðir til umsóknar á skipulagssvæði milli Drottningarbrautar og Hafnarstrætis, frá lóð gæsluvallar að sunnan og norður að lóð nr. 41 við Hafnarstræti. Á lóðunum skal reisa einnar og tveggja hæða hús fyrir atvinnustarfsemi, t.d. verslun, léttan iðnað, sýningar- starfsemi eða þjónustu svo og íbúðarhús á lóð nr. 31 við Hafnarstræti. í umsóknum skal tilgreina um hvaða starfsemi sé að ræða. Upplýsingar um lóðirnar eru veittar á skrifstofu bygging- arfulltrúa, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 27. mars nk. Nauðsynlegt er að endurnýja eldri umsóknir. Akureyri, 25. febrúar 1992. Byggingafulltrúi Akureyrar. Tónleikar í öllum skólum á svæðinu Wterkurog hagkvæmur auglýsingamiöill! strandarhrepp, Eyjafjarðarsveit, Glæsibæjarhrepp, Arnarneshrepp, Skriðuhrepp og Oxnadalshrepp. Skólinn starfar í nánu samstafi við grunnskólana og í tilefni af ári söngsins verður í næstu viku efnt til tónleika í öllum skólum á starfssvæðinu, auk þess sem tón- iistarnemendur í hveijum grunn- skóla fyrir sig leika á hljóðfæri fyrir sína skólafélaga. Haldnir verða tónleikar í Hrafnagilsskóla kl. 11 á mánudag, á þriðjudag verða tónleikar í Þela- merkurskóla kl. 9 og kl. 11 í Laug- alandsskóla. Á fimmtudag verða þrennir tónleikar, hinir fyrstu í Grunnskóla Svalbarðsstrandar- hrepps kl. 9, þá í Grunnskólanum á Hrafnagili kl. 10.40 og kl. 13 í Grenivíkurskóla. Loks verða tón- leikar í Sólgarðsskóla kl. 13 á föstudag. UM 10% íbúa á starfssvæði Tón- listarskóla Eyjafjarðar stunda tónlistarnám, en 217 manns á svæðinu er í tónlistarnámi af rúmlega 2.000 ibúum. Skólinn er nú á sínu fjórða starfsári og hefur aðsókn sjaldan verið meiri. Starfssvæði skólans nær um Grýtubakkahrepp, Svalbarðs- Málmiðnaðardeild fær logsuðusett Árvík sf. í Reyjavík hefur gefið Málmiðnaðardeild Verkmenntaskól- ans á Akureyri logsuðutækjasett af Harris gerð. Árni Árnason fram- kvæmdastjóri Árvíkur, sem er lengst á hægri á myndinni afhenti gjöfina, en auk hans eru Gunnlaugur Björnsson deildarstjóri Málmiðn- aðardeildar, nemendur í framhaldsdeild málmiðnaðar og Bernharð Haraldsson á myndinni. Messur á Akureyri AKUREYRARPRESTAKALL: Guðsþjónusta á Pjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri kl. 10 f.h. sunnudaginn 1. mars. Þórhallur Höskuldsson. Sunnudagaskólinn kl. 11. Öll börn velkomin. Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14., upp- haf kirkjuviku. Guðmundur Ein- arsson, fræðslufulltrúi kirkjunnar á Norðurlandi predikar. Kór Lund- arskóla syngur. Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til þátttöku. Guðsþjónusta á Dval- arheimilinu Hlíð kl. 16. Þórhallur Höskuldsson. Fundur í Æskulýðs- félagi Akureyrarkirkju í kapell- unni kl. 17. Biblíulestur verður í Safnaðarheimili mánudaginn 2. mars kl. 20.30. Björgvin Jörgen- son byrjar lestur og skýringar á Lúkasarguðspjalli. GLERÁRPRESTAKALL:Fjöl- skylduguðsþjónusta sunnudag l'. mars kl. 14. Mánaðarlegar fjöl- skylduguðsþjónustur hafa verið vel sóttar í vetur og hefur fólk á öllum aldri sameinast í bæn og söng. Unglingar í æskulýðsfélagi kirkjunnar aðstoða í athöfninni og Sigríður Helga Hauksdóttir flytur hugleiðingu. Barnakór kirkjunnar mun syngja og kirkjukórinn verður með kaffi og ijómabollur til sölu eftir messu og mun jafnframt syngja nokkur lög. Öll fjölskyldan er hvött til þátttöku í æskulýðs- degi þjóðkirkjunnar. Gleðistundu í kirkjunni sinni er vel varið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.